Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 17

Morgunblaðið - 30.12.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 17 Athugasemd við plötudóm Krossmiðjan Líf jarðar er dásamlegt undur. Við hugsum þó sjaldnar um það en vert væri. Við þyrftum ef til vill að horfa á jörðina bláa frá geimnum til þess að hrífast sem skyldi. En hver einasta lífshræring, fruma og hjartsláttur sýnir það þó. En lífið er viðkvæmt. Það þarfnast umönn- unar og elsku til að fá þrifist og dafnað. Illska og íjandskapur ógnar því, ábyrgðarleysi og skammsýni manna. „Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki,“ sagði Jesús oft um samtíðarmenn sína á jarðvistardögum sínum. Það má ekki henda okkur sem nú lifum. Við verðum að vita nú og viður- kenna hvað til okkar friðar heyrir. Brátt getúr það orðið of seint. Á heimskorti og utan úr geimn- um sést að ísland liggur miðja vegu milli stórvelda og það var sem þjóð- ir heimsins tækju eftir því á liðnu hausti þegar kastljósi fjölmiðla heimsins var beint hingað vegna fundar stórveldaleiðtoga. Nú er sem lega landsins hafi breyst í vitund umheimsins frá því sem áður var. Það er ekki lengur landið fjarlæga í norðri, fáum kunnugt, heldur miðj- an á milli stórveldanna. Sem kristinn maður sé ég Island fýrir mér sem miðju á stórum krossi sem teygir arma sína milli austurs og vesturs og myndar brú sáttar og friðar. Það er veglegt hlutverk lands og þjóðar að vera slík brú, en til þess þarf fagnaðarerindið um dýrð Guðs og frið á jörðu að skerpa sýn og heym svo við sem hér lifum högum málum okkar þannig að við verðum ekki um of bundin ófriðar- hugsun og hemaði heldur gætum hvarvetna að hagsmunum lífs og séum ávallt málsvarar friðar á jörðu. Á aðventu 1986. Höfundur er sóknarprestur í Hafnarfirði. Mig langar til að þakka Agli Friðleifssyni vinsamleg orð um hljómplötu okkar Jónasar Ingi- mundarsonar, „Ljóðaperlur“, í Morgunblaðinu hinn 23. desember síðastliðinn. I enda greinar hans er þó klausa, sem ég vil gera athuga- semd við. Þar segir: „Með plötunni fylgir textablað, sem er til bóta. Þó vekur dálitla furðu að Kristinn vikur frá skrifuðum texta á a.m.k. þrem stöðum, og ætti slík óná- kvæmni að vera óþörf." Það er rétt, sem Egill segir. Það gætir misræmis í texta á plötu og textablaði í nokkmm tilvikum. Þetta misræmi stafar af því, að ég söng textana eins og þeir voru á nótnablöðunum, en textablaðið var hins vegar unnið upp úr ljóðabókun- um. Við vinnslu textablaðsins kom í ljós að tónskáldin viðhöfðu ekki öll jafnmikla nákvæmni. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram, að ég segi þetta ekki þessum mönnum til hnjóðs. Eg leyfi mér að benda á, að sjálfur Schubert, konungur ljóðatónlistarinnar, átti til svipaða ónákvæmni í textameð- ferð. Eftirfarandi dæmi ættu að sýna, hvað við er átt. í litla kvæðinu um litlu hjónin stendur „ . .. litla jörð og lygnan sæ“ hjá Davíð, en í höndum Páls ísólfssonar verður þetta að „ ... litla jörð og lítinn sæ“. Sveinbjörn Sveinbjörnsson fellir eina línu úr kvæðinu sem hann nefnir „Valagilsá“, en heitir „Við Valagilsá". Þessi lína er: „Hestam- ir híma uppi á völlum“. I sama kvæði segir Hannes Hafstein á ein- um stað: „.. . hve grenjandi hrönnin við hrikaberg sýður“. í meðförum Sveinbjöms verður þetta: „ . . . hve grenjandi hrönn þar við hrikaberg sýður“. Dæmin era fleiri, en þessi ættu að nægja. Þessi ónákvæmni er smávægileg sem betur fer, og skiptir ekki máli um innihald textanna, en það voru að sjálfsögðu mistök að geta ekki um þetta misræmi á sjálfu texta- blaðinu. Með vinsemd og virðingu. Kristinn Sigmundsson eð stóru vinningunum okkar eru þér allir vegir færir! ARGUS/SlA '8 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; ])71 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukauinningar á kr. 20.000. m ar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTl HASKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.