Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 AP/Símamynd Afganskir flóttamenn mótmæla Mörg þúsund afganskir flóttamenn söfnuðust saman í Islamabad í Pakistan á laugardag til að minnast þess að þá voru sjö ár liðin frá því Sovétmenn réðust inn í föðurland þeirra. A myndinni sést hvar eldur hefur verið lagður í brúðu, sem gerð var af Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna. Talið er að um 115 þúsund sovéskir hermenn séu nú í Afganistan. Kína: Stjórnvöld boða lýðræðislegar kosn- ingar á næsta ári Peking, AP. EMBÆTTISMENN í Peking sögðu í gær að kosið yrði til bæjar- og sveitarstjórna í Peking og nágrannabyggðum á næsta ári. Hétu þeir ennfremur að kosið yrði með lýðræðislegum hætti. Tilkynning embættismannanna kom í kjölfar mótmæla námsmanna í níu kínverskum borgum undan- farnar vikur. Á föstudagskvöld komu 4000 námsmenn saman í Nanjing og kröfðust aukins lýðræð- is og frelsis. Sama dag samþykktu ráðamenn í Peking reglugerð þar sem bann er lagt við opinberum mótmælum. Þá var í tilkynningu stjórnvalda varað við „vestrænni hugmyndafræði". Borgarstjórn Shanghai hefur einnig samþykkt sams konar reglugerð. Shanghai og kröfðust endurbóta. Ennfremur var tilkynnt í Peking í gær að kosið yrði til bæjar- og sveitarstjóma á fyrri hluta næsta árs. Síðast var kosið árið 1984. I tilkynningunni sagði að fyrirkomu- lag þeirra yrði með lýðræðislegum hætti. Haft var eftir ónefndum embættismanni að stjómvöld hygð- ust gangast fyrir opinskáum umræðum fyrir kosningarnar og tryggja þar með aukna þátttöku almennings. Dagblað alþýðunnar sagði í for- ystugrein í gær að „borgaralegar hugmyndir“ spilltu æskuiýð lands- ins. Undanfarna viku hafa mótmæli námsmanna verið fordæmd með öllu í kínverskum fjölmiðlum og hófst herferð þessi eftir að þúsund- ir námsmanna flykktust út á götur Bretland: Þingmað- ur lét lífið Kazakhstan: Sérleg stjórnarnefnd til að vinna gegn glæpastarfsemi Moskvu. AP. SÉRLEG stjórnarnefnd var sett á laggirnar í Sovétlýðveldinu Kazakhstan á laugardag, og verður verksvið hennar að beij- ast gegn klíkuskap, mútustarf- semi, óreglu og hvers konar þjóðfélagslegri óáran í lýðveld- inu. Fyrr í þessum mánuði kom FIMMTÍU sovéskir útflytj- endur sneru á sunnudag aftur til Sovétríkjanna eftir að hafa dvalið nokkur ár I Banda- ríkjunum. Við brottförina á Kennedy-flugvelli í New York kvaðst fólkið hafa verið óhamingjusamt í Banda- ríkjunum og bíða þess með eftirvæntingu að hitta frænd- fólk í Sovétríkjunum á nýjan leik þrátt fyrir að óvissan biði þess. Blaðamenn tóku viðtöl við nokkra áður en þeir stigu um borð í Aeroflot-farþegavélina, sem átti að flytja þá heim. Þeir sögð- ust ekki vita hvort gamlir vinir og nágrannar tækju sig í sátt eft- ir að hafa dvalið vestantjalds um árabil og einnig væri óvíst um atvinnu. Sovéskir embættismenn sögðu að ekki hefðu áður jafnmargir útflytjendur snúið aftur til Sov- étríkjanna í einu. Aeroflot-flugfé- lagið flýgur vikulega frá New York til Moskvu en nú brá svo við að flugið tafðist um fimm til mikilla óeirða í höfuðborg lýð- veldisins, Alma Ata. Dimmukhamed Kunaev, sem er Kazakhstani og á sæti í stjóm- málaráði Sovétríkjanna, veitti kommúnistaflokki lýðveldisins for- ystu um 22 ára skeið, og gengu klukkustundir vegna þess að út- vega þurfti stærri farkost. sögur um spillingu og óstjórn undir forystu hans fjöllunum hærra. Þegar Rússinn Gennady Kolbin var skipaður flokksleiðtogi í Kazakhstan um miðjan þennan mánuð - í stað Kunaevs, efndu stúd- entar til mótmælaaðgerða á götum Alma Ata og kveiktu í bílum og verslunarhúsnæði. Logaði borgin í óeirðum 17. og 18. desember. Sovéska fréttastofan Tass sagði frá því fyrir helgina, að skipuð hefði verið sérleg stjómarnefnd á vegum miðstjómar kommúnistaflokksins í Kazakhstan, og væri nefndinni ætl- að það hlutverk að beijast á móti glæpastarfsemi, drykkjuskap, eit- urlyfjaneyslu og ólöglegri tekjuöfl- un í lýðveldinu. Tass sagði, að Kolbin hefði ávarpað nefndina og hvatt nefndar- menn til að berjast gegn „neikvæð- um fyrirbærum" - og var þar greinilega átt við arfinn frá stjóm- artíð Kunaevs. Að sögn fréttastofunnar lögðu nefndarmennirnir áherslu á nauð- syn þess að uppræta klíkuskap, ættapot, mútustarfsemi og mis- beitingu valds. Tass sagði enn fremur, að brýn- asta verkefni nefndarinnar fyrst í stað yrði að sjá til þess, að röð og regla ríkti í Kazakhstan. Ekki var þess getið, hvort upp úr hefði soðið frá því í óeirðunum í Alma Ata. Los Angeles, Reuter. AP. BREZKA leikkonan Elsa Lan- chester, sem lengi hefur verið búsett í Bandaríkjunum, lézt á sjúkrahúsi í Los Angeles á jóladag.Banamein hennar var lungnabólga. Hún var 84 ára. Elsa Lanchester lék í yfir 40 kvikmyndum, þeirri fyrstu árið 1930 (Dagdraumar) og hinni síðustu árið 1978 (Morð). Urðu margar þeirra meðal vinsælustu mynda hvers tíma. Meðal þeirra í bílslysi Truro, Englandi, AP. DAVID Charles Penhaligon, einn helsti leiðtogi Frjálslynda flokks- ins á Bretlandi, lést í bílslysi á mánudagskvöldið. Hann var 42 ára að aldri. Penhaligon var á ferð í Corn- wall-héraði þegar bifreið hans rann til í hálku og skall framan á vörubif- reið. Vörubifreiðin rakst þá á áætlunarbíl og kom upp eldur í honum. Að sögn lögreglumanna var hálkan með ólíkindum þetta kvöld. David Charles Penhaligon var helsti talsmaður Fijálslynda flokks- ins í efnahagsmálum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins og sat í fjölmörgum nefndum. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. er Brúður Frankenstein (1935), Mary Poppins (1952) og Vesaling- arnir (1952). Einnig á hún að baki glæsilegan feril í ieikhúsi. Elsa Lanchester er jafnframt metsöluhöfundur því bækur henn- ar tvær, Charles Laughton og ég (1938) og Elsa Lanchester — sjálf- sævisaga (1983) urðu met- sölubækur. Hún giftist bandaríska leikaranum Charles Laughton árið 1929 en hann lézt 1962. Bandaríkin: Fólkmeð kynsjúkdóma höfð- ar mál á hendur smitberunum Minnesota, Bandaríkjunum. AP. FÓLK, sem orðið hefur fyrir því að smitast af kynsjúkdómum og hingað til hefur látið nægja að leita læknis í kyrrþey, snýr sér nú í vaxandi mæli til dómstólanna í því skyni að leita réttar síns og draga smitberana til ábyrgðar. „Þessum málum hefur fjölgað umtalsvert," segir Stepher Befort, lagaprófessor í Minnesota, en hann hefur nokkrum sinnum verið kvaddur ti! sem meðdómandi. „Fyrir aðeins þremur til ijórum árum voru mál sem þessi nær óþekkt fyrirbæri." Flest málanna eru enn til með- ferðar og í fáeinum tilvikum hefur tekist samkomulag milli aðila án málaferla. En lögfræðingar telja, að dómssátt gæti hins vegar.skap- að fordæmi og leitt til fjölgunar málssókna. Málaferli af þessu tagi munu eiga eftir að koma við trygginga- félög, sem lenda í þvf að greiða skaðabætur. Þannig komst Stewart Perry, lögfræðingur í Minneapolis, að samkomulagi fyrir hönd kvenkyns skjólstæðings síns, sem smitast hafði af herpes, um að trygging- arfélag fyrrverandi elskhuga konunnar greiddi henni 25.000 dollara í skaðabætur. Síðan þetta samkomulag náðist segist hann hafa fengið fjöldann allan af upp- hringingum frá herpes-sjúkling- um og tekið að sér á annan tug sams konar mála. Einn af þeim, sem eru að leita réttar síns fyrir dómstólunum, er fráskilin kona, sölustjóri að at- vinnu. Hún fer fram á að fá greiddar 100.000 dollara í bætur frá manninum, sem hún telur að hafi smitað hana af herpes fyrir tveimur árum. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að líf sitt hefði gjörbreyst eftir að hún smitaðist. Kvaðst hún ekki hafa lifað kynlífi frá því að fyrstu merki sjúk- dómsins komu fram. Henni bæri skylda til að vara hugsanlegan elskhuga við, hvemig ástatt væri fyrir henni, og hún gæti ekki hugsað til þess að taka þá áhættu að láta hafna sér. Bandaríkin: Fimmtíu sovésk- ir útflytjendur snúa heim aftur New York, AP. Elsa Lanchester látin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.