Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 31 Filippseyjar: • ✓ Brenndu mynd- ir af forsetanum AP/Símamynd Járnbrautarsamgöngur í Frakklandi hafa dregist saman um 75 prósent vegna verkfalls járnbrautar- starfsmanna, sem er það víðtækasta siðan 1968. Mynd þessi var tekin af kyrrstæðum lestum á járn- brautarstöð Heilags Lasarusar í Paris. Verkföll í Frakklandi: Mitterrand hvetur Chirac til aðgerða París, Reuter, AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, hvatti frönsku stjórnina í gær til þess að grípa í taumana og binda enda á verkfall járn- brautarstarfsmanna, sem nú hefur staðið yfir í tólf daga. Heimildar- menn i forsetahöllinni i París sögðu að Mitterrand, sem var í jólafríi í Egyptalandi, hefði rætt við Jacques Chirac forsætisráðherra og sagt honum að stjórnin gæti ekki leitt svo alvarlegt mál hjá sér. Chirac hefur til þessa útilokað sem minnst til að ná fram því mark- ir verðleikum en ekki starfsaldri eins og alsiða hefur verið. Manilu, AP. STJÓRNARANDSTÆÐING- AR á Filippseyjum brenndu myndir af Corazon Aquino, forseta landsins, á sunnudag og hvöttu landslýð til að fella tillögu stjórnarinnar um nýja stjórnarskrá í kosningum þann 2. febrúar. Um 800 stuðningsmenn Marc- osar, fyrrum forseta Filippseyja, komu saman í Manilu og brenndu eintök af vikuritinu Time en það blað útnefndi Corazon Aquino „konu ársins" í síðustu viku. Stjórnarandstæðingar óku um borgina og hvöttu almenning til að fella stjómarskrártillögu stjóm- arinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem boðað hefur verið til 2. febrú- ar næstkomandi. Fylgismenn Corazon Aquino telja að nýja stjórnarskráin verði samþykkt þrátt fyrir andstöðu stuðningsmanna Marcosar og stærsta verkalýðsfélags Filipps- eyja. Vikuritið Time útnefndi Coraz- on Aquino „konu ársins" en mynd af henni prýddi eina forsíðu blaðs- ins og er þetta í þriðja skipti í sögu þess sem mynd af konu er á forsíðunni. Það gerðist fyrst árið 1936 þegar mynd af Wallis Simp- son skreytti forsíðuna og síðan árið 1952 þegar Elísbetu Breta- drottningu hlotnaðist sá heiður. Japan: Sex far- ast í lest- arslysi Tókýó, AP. SEX lestarvagnar fuku í hvass- viðri ofan af brú í suðvesturhluta Japans á sunnudag og féllu síðan 40 metra niður á hús og verk- smiðju með þeim afleiðingum, að sex manns biðu bana og sex aðrir slösuðust alvarlega. Slys þetta hefði geta orðið enn al- varlegra, því að rétt áður höfðu þeir 180 farþegar, sem með lestinni voru, farið úr henni. Snúa átti lest- inni við, þegar hún var komin yfír brúna og áttu farþegamir að stíga upp í hana aftur, þegar hún sneri til baka. Hefðu þeir farið með lest- inni á leiðarenda, má telja víst, að slys þetta hefði orðið miklu mann- skæðara. að stjómin grípi inn í launadeiluna milli verkfallsmanna og yfírvalda járnbrautarlesta (SNCF). Hann hef- ur látið lítið að sér kveða í verk- fallinu og látið ráðherrum sínum og yfírmönnum SNCF það eftir að ijalla um þetta mál. í gær ákvað forsætisráðherrann aftur á móti að fresta ferðalagi, sem hann ætlaði að fara í yfír áramótin. Chirac hefur verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í verkfallinu og dagblaðið Liberation spurði: „Er stjómin í verkfalli?" Þetta er fyrsta alvarlega launa- deilan, sem upp hefur komið síðan Chirac komst til valda í mars. Þar áður var stjórn sósíalista við stjóm- völinn undir forystu Laurents Fabius og var þá lítið um verkföll. Verðbólga í Frakklandi er nú 2,1 prósent og vill Chirac hækka laun miði stjómarinnar að blása lífi í efnahaginn og auka atvinnu. Ef jámbrautarstarfsmenn fá umtals- verða launahækkun gæti farið svo að verkamenn um land allt setji fram ámóta kröfur. Eftir áramót hefjast viðræður um kaup og kjör við opinbera starfs- menn og heyrast þegar óánægju- raddir meðal starfsmanna við raforku- og gasfyrirtæki. Lestarferðir hafa verið fáar síðan verkfallið hófst og fólk, sem ætlaði í ferðalög yfír jól og áramót, á í mestu vandræðum. Stjóm jám- brautarlesta neitar að ræða við verkfallsmenn nema þeir snúi aftur til vinnu. Jámbrautarstarfsmenn segjast hafa dregist aftur úr undan- farin ár og einnig eru þeir andvígir ráðagerðum um að greiða laun eft- Garmisch Partenkirchen: Slökkviliðinu tókst ekki að koma í veg fyrir sprenginguna - þrátt fyrir viðvaranir Garmisch Partenkirchen, Vestur-Þýskalandi. AP. Reuter. SLÖKKVILIÐSMÖNNUM tókst ekki að ná í tíma til Riessersee- hótelsins i Garmisch Partenkirchen og koma í veg fyrir sprenging- una, sem þar varð um helgina, þrátt fyrir viðvaranir starfsfólks 15-20 mínútum fyrr. Sjö létu lífið í sprengingunni og tólf slösuðust alvarlega. Jólabörn AP/Símamynd Börn þessi fæddust öll á jólunum i Lions Gate- sjúkrahúsinu í Vancouver i Kanada og þótti starfsfólkinu við hæfi að skrýða þau í anda há- tíðarinnar. Sovétríkin: Þúsundir pólitískra fanga munu fá frelsi Björgunarmenn fundu lík sex gesta og eins starfsmanns hótelsins eftir sjö tíma leit í rústunum. Tólf manns urðu að dveljast áfram á sjúkrahúsi, eftir að gert hafði verið að sárum þeirra þar á sunnudag. Fjórtán fengu að fara heim eftir læknismeðferð. Talsmaður lögreglunnar í Bæj- aralandi, Max Kögl, sagði, að rannsóknarmenn teldu, að spreng- ingin hefði orðið af völdum bilaðrar leiðslu frá sex tonna gasgeymi f einni álmu byggingarinnar. Hann sagði, að geymirinn hefði verið skoðaður viku áður, en leiðslan hins vegar ekki verið athuguð um leið. Forráðamenn hótelsins sögðu, að nokkrir gestanna hefðu látið vita um gaslykt 15-20 mínútum áður en sprengingin varð og hefði hótel- stjómin þegar gert borgaryfirvöld- um aðvart. Yfír 300 gestir voru bókaðir á hótelinu, en flestir þeirra vom utan- dyra við skíðaiðkanir, þegar ósköpin dundu yfír. — að sög-n Sunday Times London, AP. MIKHAIL GORBACHEV, leiðtogi Sovétríkjanna hyggst veita þúsund- um pólitískra fanga sakaruppgjöf á næsta ári, að sögn breska blaðsins Sunday Times. í blaðinu segir að vænta megi stefnubreyting- ar sovéskra stjórnvalda gagnvart andófsmönnum. Fréttaritari blaðsins í Moskvu sendi þessa frétt frá sér og kvaðst hafa traustar heimildir fyrir henni. Sagði hann að sérstök nefnd skipuð fulltrúum kommúnistaflokksins og leyniþjónustunnar, KGB, ynni nú að undirbúningi þessa. Ennfremur sagði að Sovétstjómin hygðist nú hrinda f framkvæmd „endurbóta- herferð“, sem væri hin umfangs- mesta frá dögum Nikita Kmschevs. Hingað til hafa sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna sagt að örar og afdráttarlausar stjómkerf- isbreytingar séu óhugsandi þar eystra þar eð miðstýringin kæfí all- ar slíkar tilraunir í fæðingu. Hins vegar segir fréttaritari Sunday Ti- mes að sovéska leyniþjónustan muni hlíta fyrirmælum Gorbachevs auk þess sem efnahagsástandið sé það bágborið að breytingar séu óhj ák væmilegar. Fréttaritarinn kvaðst einnig hafa óyggjandi heimildir fyrir því að sak- amppgjöfion myndi einnig ná til manna sem hlotið hafa famgelsis- dóma vegna auðgunarbrota og spillingar. Þykir þetta fréttnæmt ekki síst í ljósi þess að Gorbachev hefur hafíð mikla herferð gegn hvers konar spillingu innan stjóm- kerfisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.