Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 35 Álfadrottning’ og álfakóngur fara í fararbroddi á álfagleði Fljótshlí- ðinga. Alfadans í Fljótshlíðinni Ungmennafélagið Þórsmörk í Fljótshlið var stofnað 10. nóv- ember 1917, og verður því 70 ára á næsta ári. Félagið hefur frá upphafi starfað að ýmsum menn- ingarmálum i sveitinni svo sem íþróttum, málfundum, skógrækt, hópferðum, skemmtunum o.fl. I upphafi afmælisársins mun fé- lagið standa fyrir álfadansi og brennu við félagsheimilið Goðaland, eða nánar tiltekið laugardagskvöld- ið 3. janúar. Álfadansinn hefur verið árviss liður í starfsemi félagsins flest árin frá stofnun þess. Á seinni árum hafa þátttakendur á stundum orðið allt að 60 og hefur áhorfendur drif- ið víða að. Síðastliðið ár er talið að þeir hafi verið allt að 400, sem verður að teljast gott í sveitarfé- lagi, sem telur einungis rúmlega 230 íbúa. í tilefni afmælisins hefur einnig verið ákveðið að setja upp leikrit og hefjast æfingar nú fljótlega eft- ir áramótin. Árið 1952 afhenti Guðjón Jónsson bóndi í Tungu 7 ha. lands undir sveitarskóg. Hefur ungmennafélagið plantað í reitinn flest árin 3.000 plöntum, einkum stafafuru og sitkagreni auk annarra tegunda. Er þarna vaxinn upp tölu- verður skógur og hektaramir 7 nú orðnir u.þ.b. 14, þar sem skógrækt- in á Tumastöðum hefur látið land til viðbótar. Hæstu trén eru orðin 6—7 metra há og hafa tré í þeim stærðarflokki verið höggin og seld sem jólatré og prýða þau nú þorp og bæi á suðvesturhominu, ljósum skrýdd. Á síðastliðnum vetri gekkst fé- lagið fyrir leiklistamámskeiði og nutu 13 þátttakendur leiðbeiningar Ingunnar Jensdóttur í framsögn og sviðsframkomu. Einnig gekkst félagið fyrir dans- námskeiði síðastliðinn vetur og var leiðbeinandi Sigríður Sæland. Hinn árvissi áramótaálfadans í Fljótshlíðinni verður nk. laugardags- kvöld, 3. janúar með brennu, álfadansi, söng og dansleik. Meðfylgj- andi mynd var tekin um síðustu áramót. Almennur borgarafundur á Húsavík: Flestir á móti áfengisútsölu Húsavík. ALMENNUR borgarafundur var haldinn á Húsavík síðastliðinn sunnudag, að frumkvæði áfeng- isvarnarnefndar, til að ræða um opnun áfengisútsölu í bænum. Fundurinn var fjölsóttur, en frummælendur voru: Gunnar Rafn Jónsson læknir, Óm Jó- hannsson bæjarfulltrúi og Hörður Harðarson nemi í Gagn- fræðaskóla Húsavíkur. Samkvæmt framsöguræðu Harð- ar virðast nemendur Gagnfræða- skólans vera andvígir opnun áfengisútsölu og einnig kom fram hjá honum að í skólanum reykja aðeins fimm nemendur. Á fundinum tóku yfir 20 manns til máls og mæltu flestir á móti opnun útsölunnar, enginn með, en nokkrir vildu vera hlutlausir. Fram kom tillaga þar sem skorað er á bæjarstjóm Húsavíkur að endur- skoða afstöðu sína og að samþykkja að afturkalla atkvæðagreiðslu sem ákveðin er 3. janúar næstkomandi. Fundarmenn gagnrýndu bæjar- stjórnina fyrir að ákveða sérstakan kjördag 3. janúar fyrir þessar kosn- ingar, en láta ekki kosninguna fara fram um leið og væntanlegar al- þingiskosningar í vor. En áætlað er að þessi aukakosning kosti ekki undir 100 þúsund krónum og töldu menn að þessu fé væri betur varið til annarra hluta. FJARMALARAÐSTAFANIR UM ÁRAMÓT Einingabréf III eru handhafabréf alltaf laus til útborgunar og gáfu á siðastliðnum 4 mánuðum 32°7o ávöxtun. Með kaupum á hlutabréfum Hlutabréfasjóðsins hf. fyrir áramót lækkar þú tekjuskatt þinn á næsta ári. Opið til kl.12 gamlársdag Kaupþing hf. óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.