Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.12.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 47 Afmæliskveðja: Þórður Helgason Þursstöðum Það átti nú víst ekki að fara hátt að hann Þórður á Þursstöðum yrði 70 ára í dag. Ekki fer reyndar allt eins og ætlað er. Ég hitti Þórð á góðum degi í sumar. Bar ég þá afmælið hans í tal. Hann vildi sem minnst um það ræða. Þegar ég þá tæpti á því að ég hefði hug á að fá birta afmælis- kveðju varð hann hinn styggasti. Það er því sjálfgert mál að láta þessi orð flakka, líka til þess að fjölmargir vinir Þórðar vítt um land geti í huga sér samglaðst honum og minnst góðra samverustunda í starfi og leik. Afmælisbarnið ber nafn móður- afa síns, Þórðar Jónssonar skipa- smiðs og útgerðarmanns í Gróttu. Hann var að sögn allsérkennilegur karl. Til hans mun nafni hans hafa sótt drjúgan hluta af glettni sinni og hin snöggu og hnitmiðuðu til- svör eru þeirrar ættar. Guðrún Þórðardóttir, móðir af- mælisbarnsins, þótti myndarleg kona í sjón og raun. Var sagt að sópaði að henni. Helgi Jónsson, faðir Þórðar, var ættaður úr Hrútafirði, hógvær skynsemdarmaður, vinnusamur og traustur. Hann átti líka til að glett- ast ögn. Þau hjón bjuggu á Þurs- stöðum sem er næsti bær við kirkjustaðinn Borg á Mýrum. Eitt sinn var allt heimilisfólkið í kirkju- ferð, annað en húsbóndinn. Bjó hann sig þá af stað og náði að setj- ast á aftasta bekk kirkjunnar og hlýða á messuna. Hvarf hann síðan heim á undan fólki sínu án þess að það yrði hans vart. Mun hann hafa verið venju frem- ur spurull við fólkið er það kom heim um efni ræðunnar og annað sem fyrir augu og eyru bar á Borg þennan messudag. Þórður á Þursstöðum hefir aldrei veifiskati verið. Þó hann fengi í frumbernsku að kenna á sjúkdómi sem leiddi til ævilangrar fötlunar hefir hann aldrei verið með neitt víl um það. Hefir hann stundað margvísleg erfiðisstörf um dagana og engum gefið tommu eftir. Hefír hann átt heimilisfang á Þursstöðum hjá Helga bróður sínum, sem nú er látinn, og Guðrúnu mágkonu sinni. Á sumrin dvelur hann þar og sinnir ýmsum störfum, þar á meðal laxveiðum. Haust og vetur hefur hann leitað starfa annars staðar svo sem í sláturhúsum og við fisk- vinnslu. Marga vetur var hann t.d. hrognameistari hjá Ingvari í ís- birninum. Munu báðir hafa glaðst þegar blómlegt var í tunnugeymsl- unni. Minnist Þórður oft á hve vel Ingvar lét yfir þegar þrengdist á gólfi. Nokkra vetur hefir Þórður líka verið hér í Ólafsvík. Hvarvetna hefir hann eignast vini og kunn- ingja að verðugu. Hann hefir ferðast vítt, utan lands sem innan, ann fögru landslagi og kann að meta sögustaði. Þórður er mikill söng- og gleði- maður, hrókur alls fagnaðar á góðri vinarstund og jafnast fáir við. Af öryggi beitir hann þróttmikilli söngrödd og hefir yndi af að taka lagið. Fljóta svo inn á milli gaman- sögur þegar gengið er á vit góðra minninga. Gaman þykir okkur frændum hans sumum að finna þá eitthvað til að vera ósammála hon- um um því þá er heldur ekkert gefið eftir. Einu mótmælum við þó aldrei, en það er að þrátt fyrir allar þær stjömur sem fram hafa komið í íslenskri sönglist þá beri Stefán íslandi enn hæst í flutningi á laga- perlunum. Stefán er „hinn hvíti Baldur" og þannig skal það vera. Annars á Þórður í eigin frænd- Starfsmenn Radíódastar í Hafnarfirði í framköllunarstofunni. Tvær nýjar framköllunarstofur TVÆR nýjar hraðframköllunar- stofur frá Kodak tóku nýlega til starfa ’a Akranesi og í Hafnar- firði. Framköllunarstofurnar eru hjá Bókaverslun Andrésar Níelssonar við Kirkjubraut á Akranesi og hjá Radíóröst Myndahúsinu Dalshrauni 13 í Hafnarfirði. í þessum stofum er notaður nýr litpappír, Kodak Ektacolor 2000 og 20001 og er framköllunartími pappírsins helmingi styttri en eldri litmyndapappírs. I frétt frá Hans Petersen hf. sem hefur umboð fyrir Kodak, segir að litgæði pappírsins séu stöðugri og myndimar litsterk- ari en áður auk þess sem þær þoli betur hnjask og rispist slður. Starfsmaður Bókaverslunar Andrésar Magnússonar við nýju framköllunartækin frá Kodak. garði nöfn þjóðþekktra tónlistar- manna. Má þar nefna Sigurð heitinn Þórðarson tónskáld og Gunnar Pálsson söngvara. Eplið liggur því ekki langt frá eikinni. Söngvini á Þórður víða. Nú em þó ýmsir horfnir yfir móðuna miklu. „Nú er hún Snorrabúð stekkur" hefir Þórður oft á orði þegar honum þykir skarð fyrir skildi. Þó er enn sungið. Með aldri og ámm má þó reikna með að fækka taki samverustund- um við söng og gleði. Þó er engan veginn örvænt um að enn megi taka undir með Tómasi, því „enn syngur vornóttin vögguljóð sín“, þrátt fyrir allt.' Hver getur svo sagt að ekki muni síðar bjarma af nýjum degi þessa heims eða annars þó nú húmi að kveldi? Afmælisbamið er ekki í vafa. Þó öll frekja og kröfugerð sé Þórði fjarri þá sagði hann eitt sinn í létt- um tón að hann ætlaði að gera þá kröfu til almættisins að fá að verða óperusöngvari í nýju lífi. Ekki neitt stúss við hænsni eða refí — ópem- söngur skal það verða. En þá verður hann líka að standa klár á því að verði frændhópurinn sömu vistar kemur hann allur og heimtar að- göngumiða að sýningum — boðs- miða, þó ekki væri nema fyrir aðstoðina á æfingakonsertunum um árin. Hann mun ömgglega láta það eftir okkur sem annað. Að endingu óska ég afmælis- baminu þess að mega sem lengst njóta ljúfra tóna og yls frá vinarhug samferðamanna. Megi góðlátleg glettni ríkja og hnyttiyrði fjúka uns „síðustu óm- arnir ströndinni frá hverfa í rökkurró“. Þórður er að heiman í dag að helstu manna sið. Helgi Kristjánsson Reykjavík: Fljótsdalshérað: Skátabúðin viö Snorrabraut Fordhúsið, Skeitunni Bitreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 12 Verslunarmiðstöðin Mjódd, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Örtirisey Mazdahúsið, Fosshálsi 1 ViðMiklagarð Viö Staldrið, Breiðholti Við Þjóðarbókhlöðuna, Melatorgi Kópavogur: Toyota, NýbýlavegiS Kaupgarður, Engihjalla Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7 Slátursala K.H.B. (viö hliðina á bakaríinu) Vestmannaeyjar: Skátaheimilið, Faxastig 38 Eyjataxi, Strandvegi 75 Hveragerði: í hjálparsveitarhúsinu Barðaströnd: Hjálparsveitin Lómfell ísafjörður: Garðabær: Hjálparsveitarhús við Bæjarbraut Frigg við Hatnartjarðarveg Njarðvík: Hjálparsveitarhús, Holtsgötu 51 iþróttavallarhúsið Söluskúr við Sparisjóðinn Dalvík: Þjónustumiðstöðin, Gunnarsbraut 4-6 Flúðir: Slökkvistöðin á Flúðum Skátaheimilið Blönduós: Hús Hjálparsveitar skáta við Efstubraut Akureyri: Stórmarkaöur i Lundi Bílvirkinn, Fjölnisgötu Söluskúr við Hagkaup Söluskúrvið íþróttavöll Saurbæjarhreppur í Eyjafirði: Hjálparsveitin Dalbjörg Aðaldalur: Hjálparsveit skáta, Aðaldal Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM FLUGELDAMARKADIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.