Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 61

Morgunblaðið - 30.12.1986, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 61 Morgunblaöið/Einar Falur KR Reykjavíkurmeistari KR-INGAR urAu Reykjavíkurmeistarar í meistaraflokki karla f innanhússknattspyrnu um helgina. KR vann Þrótt f úrslitaleik 13:4 og höfðu Vesturbæingarnfr mikla yfirburði eins og tölurnar gefa til kynna. Á myndinnl eru í fremri röð frá vinstri: Sævar Leifsson, Rúnar Kristinsson, Sæbjörn Guðmundsson, Guðmundur Magnússon, Sigursteinn Gfslason og Guðjón Ingason aðstoðarmaður. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Pétursson, þjálfari, Gunnar Skúlason, Willum Þór Þórsson, Loftur Ólafsson, Heimir Guðjónsson og Gfsli Jón Magnússon, þjálfari. Valur varð Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki kvenna, unnu KR í úrslitaleik 6:1. Góðjólhjá Chelsea Chelsea fékk fullt hús út úr jóla- leikjunum og mjakaði sér af botninum. Niegel Spackman skor- aði fyrsta markið og Kerry Dixon kom Chelsea í 2:0 fyrir hlé. Það var hans fyrsta mark í 11 leikjum. Colin Pates, fyrirliði, geröi þriðja markið á 76. mínútu og Dixon var aftur á ferðinni skömmu síðar. Paul Elliott skoraði eina mark Villa tveimur mínútum fyrir leikslok. Stórsigur Chelsea þrátt fyrir að varnarmaðurinn Joe McLaughlin hefði þurft að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Ekkert gengur upp hjá New- castle og á laugardaginn tapaði liðið 1:0 fyrir Watford. John Barnes skoraði eina mark leiksins. Derby krækti sér í 6 stig í 2. deildinni og er nú á toppnum í fyrsta skipti í vetur. í skosku úr- valsdeildinni slapp Celtic með skrekkinn gegn Ciydebank og náði 1:1 jafntefli. Celtic hefur fimm stiga forskot á Rangers, sem er í 2. sæti. Enska knatt- spyrnan Úrslit 1. deild: Arsenal — Southampton 1:0 Charlton — Manch. City 5:0 Chelsea — Aston Villa 4:1 Coventry —Tottenham 4:3 Everton — Leicester 5:1 Manch. Utd. — Norwich 0:1 Nott. For — Luton 2:2 Oxford — Q.P.R. 0:1 Sheff. Wed. — Liverpool 0:1 Watford — Newcastle 1:0 West Ham — Wimbledon 2:3 2. deild: Brighton — Reading 1:1 Derby — Barnsley 3:2 Huddersfield — Blackburn 5:2 Hull — Blackburn 0:0 Ipswich — Crystal Palace 3:0 Oldham — Leeds 0:1 Stoke — Sheff. United 5:2 Sunderland — Grimsby 0:1 West Brom. — Plymouth 0:0 Staðan: Arsenal 22 13 6 3 36:11 45 Evórton 22 12 5 5 43:20 41 Liverpool 22 11 5 6 40:23 38 Nott. Forest 22 11 4 7 45:31 37 Norwich City 22 10 7 5 31:31 37 Tottenham 22 10 5 7 35:27 35 Coventry City 21 9 6 6 24:22 33 Luton Town 22 9 6 7 24:23 33 Watford 22 9 5 8 38:28 32 Sheff. Wed. 22 8 8 6 36:31 32 Wimbledon 22 10 2 10 30:28 32 West Ham 22 8 7 7 33:39 31 QPR 22 7 6 9 23:27 27 Oxford 22 6 8 8 25:36 26 Manch. United 22 6 7 9 26:26 25 Southampton 21 7 3 11 35:42 24 Charlton Athleti 22 6 5 11 24:32 23 Aston Villa 22 6 5 11 30:47 23 Manch. City 22 5 7 10 22:33 22 Chelsea 22 5 7 10 25:41 22 Newcastle 22 5 6 11 23:36 21 Leicester City 22 5 6 11 24:38 21 2. deild: Derby 22 13 4 5 33:20 43 Portsmouth 21 12 6 3 28:15 42 Oldham 21 12 5 4 35:20 41 Ipswich 22 10 7 5 38:25 37 Plymouth 22 9 8 5 32:28 35 Leeds 22 10 4 8 29:28 34 Stoke 22 10 3 9 36:25 33 West Brom. 22 9 5 8 29:23 32 Sheff. United 22 8 7 7 31:30 31 Crystal Palace 22 10 1 11 31:37 31 Grimsby 22 7 9 6 22:24 30 Millwall 20 8 4 8 25:20 28 Brimíngham 21 7 7 7 29:29 28 Sunderland 22 6 9 7 26:28 27 Shrewsbury 21 8 3 10 20:26 27 Brighton 22 6 7 9 23:27 25 Hull 21 7 4 10 21:36 25 Reading 21 6 6 9 31:36 24 Huddersfield 20 6 3 11 26:36 21 Bradford 21 5 4 12 29:41 19 Blackburn 20 4 5 11 17:27 17 Barnsley 21 3 7 11 17:27 16 Marka- hæstir 1. deild: Clive Allen, Tottenham 28 lan Rush, Liverpool 22 John Aldridge, Oxford 20 Tony Cottee, West Ham 18 Colin Clarke, Southampton 17 Skotland Úrslit: Aberdeen — Hamilton 0:0 Clydebank — Celtic 1; 1 Dundee —Hibernian 2:0 Hearts — Falkirk 4:0 Motherwell — St. Mirren 1:2 Rangers — Dundee United 2:0 Staðan: Celtic 26 17 7 2 51:16 41 Rangers 25 16 4 5 45:14 36 Dundee United 26 15 6 5 42:21 36 Hearts 26 14 7 5 43:22 35 Aberdeen 26 12 10 4 37:18 34 Dundee 25 11 5 9 39:32 27 St. Mirren 26 8 9 9 26:29 25 Motherwell 26 5 9 12 25:40 19 Falkirk 25 6 6 13 21:40 18 Hibernian 26 4 7 15 19:46 15 Clydebank 26 4 6 16 20:52 14 Hamilton 25 1 6 18 17:55 8 Enska knattspyrnan: Everton gefur ekkert eftir en Arsenal er enn efst ÞEGAR enska 1. deildin í knatt- spyrnu er rúmlega hálfnuð hefur Arsenal fjögurra stiga forskot á Everton, sem er f 2. sæti. Leik- menn Everton voru f miklum ham í jólaleikjunum, skoruðu 9 mörk í tveimur leikjum og léku á alls oddi. Nottingham Forest náði aðeins jafntefli heima gegn Luton á sunnudaginn og er f 4. sæti, en Luton er komið í 8. sæti. Charl- ton vann Manchester City stórt, fyrsti sigur liðsins í 10 leikjum. I 2. deild skaust Derby á toppinn og Celtic er með gott forskot f skosku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur leikið 14 leiki án taps eftir 1:0 sigur gegn Sout- hampton á laugardaginn. Charlie Nicholas lék að nýju með Arsenal, en það var Niall Quinn, sem skor- aði eina mark leiksins á 73. mínútu af stuttu færi eftir að Steve Will- iams hafði skotið í stöng. Vörn gestanna var sterk og Eric Nixon i markinu bjargaði oft vel, en hann sá ekki við Quinn. Everton á góðri siglingu Rúmlega 39 þúsund áhorfendur fylgdust með leik Everton og Leic- ester og þeir fengu að sjá stórgóð- an leik heimamanna. Howard Kendall, framkvæmdastjóri Ever- ton, hefur loks getað stillt upp sínu sterkasta liði að undanförnu og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Adrian Heath skoraði tvívegis á sunnudaginn fyrir Ever- ton, Paul Wilkinson og Kevin Sheedy skoruðu sitthvort og John O’Neill gerði sjálfsmark. Mark Leicester skoraði Steve Moran þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Liverpool gerði góða ferð til Sheffield og vann Sheffield Wedn- esday 1:0. lan Rush skoraði á 64. mínútu og var það hans 22. mark á tímabilinu. Bowyer hetja Forest Luton komst tvisvar yfir gegn Forest, en heimamenn náðu að jafna á síðustu mínútu. lan Bowyer • Clive Allen hefur skorað 28 mörk fyrir Spurs á tfmabilinu og er markahæstur í 1. deild. Hann skoraði tvö gegn Coventry, en þau nægðu ekki til sigurs. skoraði jöfnunarmarkið þegar venjulegur leiktími var úti, en Nigel Clough skoraði fyrra mark heima- manna. Brian Stein kom Luton á bragðið á 10. mínútu og Mike Newell kom Luton aftur yfir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. QPR átti í erfiðleikum gegn Ox- ford, en Robbie James skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu. Gary Briggs hjá heimamönnum var vikið af velli í leiknum. Enn meiðist Robson Bryan Robson, fyrirliði Man- chester United, meiddist í leiknum gegn Norwich og verður líklega frá í mánuð. Hann fór af velli snemma í fyrri hálfleik tognaður á lærvöðva. Robson varfrá hálft síðasta keppn- istímabil vegna meiðsla og hefur lítið verið með í haust og vetur. United tapaöi leiknum 1:0 og skor- aði Kevin Drinkell markið 10 mínútum fyrir leikslok. Coventry vann Tottenham í sjö marka leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Clive Allen skoraði fyrst Spurs á 38. mínútu, Keith Houchen jafnaöi, en Allen skoraði aftur fyrir hlé. Dave Benn- ett skoraði síðan tvö mörk fyrir Coventry, en Nico Claesen, sem kom inná sem varamaður, jafnaði. Cyrille Regis skoraði síðan sigur- mark heimamanna með skallá' örfáum sekúndum fyrir leikslok. Charlton vann stórt Charlton tókst loks að sigra og þá munaöi ekki um það. Fimm sinnum máttu leikmenn City hirða knöttinn úr netinu hjá sér. Colin Walsh skoraði eina markið í fyrri hálfleik og hann bætti öðru við eftir hlé. Hin mörkin skoruðu Jim Melrose, Peter Shirtliff og George Shipley. Við sigurinn færðist Charl- ton af botninum upp um fimm sæti, en City er eina liðið, sem ekki hefur sigrað á útivelli á tíma- bilinu. West Ham tapaöi einnig eftir að hafa náð forystunni tvívegis. Tony Cottee skoraði sitt 18. mark á tímabilinu og kom West Ham yfir á 3. mínútu, en John Fashanu jafnaði skömmu síðar. Paul Hilton skoraði síðan fyrir heimamenn, Andy Sayer jafnaði og Carlton Fairweather skoraði sigurmarkið á 64. mínútu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.