Morgunblaðið - 31.12.1986, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986
Hvers er helst að minnast
frá árinu 1986
á árinu, hefur Morgunblaðið, eins og undanfarin ár, leitað
til nokkurra fréttaritara sinna víðsvegar um landið og
fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt
markverðast af innlendum og erlendum vettvangi og úr
heimabyg’g’ð. Pistlar fréttaritaranna fara hér á eftir:
Þegar árið er að Iíða í aldanna skaut líta menn oft til
baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi
árs. Man þá hver eftir því sem hann hefur mestu skipt á
einn eða annan hátt. Til þess að gefa nokkra mynd af
því, sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins
Garðar Rúnar Sigurgeirsson
Garðar Rúnar Sigur-
geirsson,
Seyðisfirði:
Merkur sigur
yfir verðbólgu-
ófreskjunni
egar litið er til baka til helstu
atburða ársins sem er að
kveðja kemur hjöðnun verðbólgu
og kjarasamningarnir í febrúar
fyrst upp í hugann. Með þeim samn-
ingum og þeim tökum, sem ríkis-
stjómin náði á verðbólguófreskj-
unni, sem hijáð hefur landslýð
undanfama áratugi, vannst merkur
sigur. Sigur sem var innsiglaður
nú á aðventunni með nýjum kjara-
samningi, þar sem kjör hinna lægst
launuðu em stórbætt. Ný þjóð-
hagsspá gefur einnig tilefni til að
horfa björtum augum til komandi
árs.
Reykjavíkurfundur Reagans og
Gorbachevs mun vonandi, er tímar
líða, draga úr spennu og gefa til-
efni til bjartsýni á alþjóðastjóm-
málum. Það vekur einnig sérstaka
athygli hversu vel íslendingum
tókst að annast skipulagningu og
framkvæmd þessa fundar. Þama
leystu Islendingar af hendi verk-
efni, sem vakið hefur athygli á
alþjóðavettvangi. Það er líka víst
að sú mikla umfjöllun, sem ísland
fékk í fjölmiðlum um víða veröld,
mun í framtíðinni færa okkur fjölda
erlendra ferðamanna á næstu árum
með tilheyrandi gjaldeyristekjum.
Fyrir okkur Austfírðinga og þjóð-
ina alla hafði sölusamningur á
tvöhundmðþúsund tunnum af salt-
síld til Sovétríkjanna geysileg áhrif
á afkomu okkar. En síldveiði og
síldarsöltun er snar þáttur í atvinn-
ulífí hér á fjörðunum á hveiju
hausti. Einnig vekur eftirtekt sú
mikla veiði er átti sér stað inni á
fjörðum, t.d. hér á Seyðisfirði, en
slík veiði inni í fjarðarbotnum hefur
ekki verið frá því í upphafí aldarinn-
ar. _
A árinu fengum við Austfírðingar
góða gesti er forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir og Margrét Dana-
drottning komu í heimsókn hér
austur og ferðuðust um Múlasýslu.
Atvinnuástand hér á Seyðisfirði
var gott á árinu. Loðnuvertíðin var
sérstaklega góð og var hér metlönd-
un. Afkoma útgerðar og fískvinnslu
er með betra móti um þessar mund-
ir og menn því bjartsýnir, þó gætir
nokkurs uggs vegna þess að bolfísk-
veiðiskipum sem leggja upp afla
sinn á Seyðisfírði hefur fækkað.
Á árinu var á vegum heilsu-
gæslustöðvarinnar í samvinnu við
Hjartavemd og Krabbameinsfélag-
ið gerð mjög yfírgripsmikil könnun
á heilsufari Seyðfírðinga. Einnig
voru huglægari atriði eins og svefn-
venjur, draumfarir og mataræði
könnuð. Þátttaka var einstaklega
góð eða yfír níutíuprósent þeirra
hópa sem kannaðir voru. Fullyrða
má að með svona könnunum á
heilsufari manna séu heilsugæslu-
stöðvamar famar að sinna uppr-
unalegu hlutverki sínu þegar þær
em famar að leita að sjúkdómnum
áður en hann fer að hijá fólk.
Baldur Rafn Sigurðsson,
Hólmavík:
1986 getum
við ekki nefnt
ár friðar
>
Aaðventu og hugur reikar til
baka. í upphafi árs gerði fólk
sér almennt um heim allan vonir
um að einhver árangur næðist í að
takmarka vígbúnaðarkapphlaupið.
Alls staðar vom og em menn og
konur úr ýmsum hópum að hrópa
og biðja um frið og óska þess að
vitfírringu gereyðingar verði bægt
frá mannkyni. Jú, svo kom fréttin,
leiðtogar stórveldanna ætluðu að
þinga í Reykjavík. Heimsbyggðin
Baldur Rafn Sigurðsson
öll fylgdist með og vonaði svo heitt
og innilega að eitthvað jákvætt
gerðist. Ég, íbúi íslands, sem horfði
á allt umstangið heima í stofu, gat
ekkert gert. Eg var aðeins áhorf-
andi að þessari stóm og miklu
þráskák en mennimir tveir, leið-
togamir, gátu gert allt ef vilji hefði
verið fyrir hendi. Það varð enginn
árangur af þessum fundi eða svo
fannst mörgum. Vom þeir kannski
aðeins að reyna að hafa betur í
áróðursstríðinu?
Og nú heldur sama vitfírringin
áfram. Milljörðum er hent til einsk-
is. Árið 1986 getum við því ekki
nefnt ár friðar en verðum samt að
vona að þeir er hafa örlög heimsins
í hendi sér, leiðtogarnir stóm, reyni
að semja um áþreifanlegan hluti
áður en það er of seint.
Við, Islendingar, getum lagt
hönd á plóg í baráttunni gegn
vígbúnaðarkapphlaupinu, ef við
tökum öll höndum saman. Við tölum
á móti pyntingum og kúgunum í
öðmm löndum. Utanríkisráðherra
okkar gerði það á þingi Sameinuðu
þjóðanna og á það var hlustað. Það
var einnig eftir okkur tekið á haust-
dögum og hversu vel okkur tókst
að halda leiðtogafund. Öll öryggis-
gæsla, fréttaflutningur og annað
er viðkom fundinum stóra, var virki-
lega vel af hendi leyst. íslendingar
geta staðið saman og leyst erfið
verkefni. Það gerðu þeir og mega
vera stoltir af.
Jakob Ágústsson,
Ólafsfirði:
Birti yfir
í atvinnu-
málunum
egar litið er til baka yfír árið
1986, sem nú er senn á enda,
er manni minnisstæðast veðráttan,
atvinnumálin og hvernig þau hafa
þróast, samgöngumálin og hvað ber
hæst í félagsmálum og samskipti
við fólk nær og fjær.
Þetta ár hefur verið okkur hag-
stætt þegar á heildina er litið.
Framan af árinu var góð veðrátta,
veturinn snjóléttur, sumarið í góðu
meðallagi, en haustið heldur rysjótt
og sjósókn á smærri bátum því erf-
ið. Það hefur birt yfír horfum í
atvinnumálum. Hlutafélagið Sæ-
berg hf. hefur keypt 1.000 smálesta
togskip sem nú er verið að endur-
byggja úti í Noregi. Meðal annars
er verið að setja í skipið frystibúnað
og standa vonir til að skipið, sem
áður hét Bjarni Benediktsson RE,
verði tilbúið til veiða í febrúarlok.
Þá hefur sama fyrirtæki hafið
rekstur á saumastofu í nýjum og
vistlegum húsakynnum við Páls-
bergsgötu. Þá voru keyptir hingað
þrír smærri bátar í byijun ársins.
Kavíarverksmiðjan sem hefur verið
Jakob Ágústsson
í uppsetningu mun taka til starfa
næstu daga. Hún er í eigu Sævers
hf. Laxeldisstöðin Óslax hf., sem
starfrækir hafbeit, laxeldi og seiða-
framleiðslu, hefur gengið vel á
árinu. 380 laxar skiluðu sér úr haf-
beit, seld hafa verið um 90 þúsund
seiði og slátrað hefur verið 4 tonn-
um af laxi. Loðnubræðsla hefur
gengið vel á þessari vertíð, búið er
að bræða um 7.000 tonn.
Af félags- og menningarmálum
ber hæst vinabæjarmót sem hér var
haldið um miðjan júlí. Heimsóttu
okkur um 120 manns frá vinabæj-
um Ólafsfjarðar í Finnlandi,
Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Voru
þetta mjög ánægjulegir dagar enda
voru veðurguðimir okkur ákaflega
hliðhollir.
Til nýbygginga vega fengum við
ekkert framlag á árinu. Okkar von-
ir í þeim málum byggjast á jarð-
göngum í Ólafsfjarðarmúla. Við
vonumst því eftir skynsemi stjóm-
málamanna á þessu sjálfsagða
réttlætismáli sem framtíð Ólafs-
§arðar byggist á.
Það sem hefur snert mig mest
af erlendum vettvangi er frammi-
staða íþróttamanna okkar á heims-
meistaramótinu í handknattleik og
ekki síður glæsileg frammistaða
skákmanna okkar á Ólympíuskák-
mótinu.
Hér heima stendur upp úr fundur
leiðtoga stórveldanna í Reykjavík.
Albert Eymundsson,
Höfn:
Gladdist
mest yfir
árangri skák-
sveitarinnar
Leiðtogafundurinn í Reykjavík
kemur fyrst upp í hugann þeg-
ar rifjaðir eru upp minnisstæðir
atburðir á árinu. Þessi heimsvið-
burður var sannkallaður hvalreki á
íjörur fjölmiðlanna og yfirgnæfði
allt annað, nema ef vera skyldi hið
hörmulega kjarnorkuslys í Sov-
étríkjunum. Þrátt fyrir viss von-
brigði með árangur fundarins á
tíminn vonandi eftir að leiða í ljós
að allt þetta tilstand hafi ekki verið
til einskis.
Kringum leiðtogafundinn feng-
um við að sjá og kynnast ótrúlegum
öryggisráðstöfunum og það eru
ekki aðeins þjóðhöfðingjar risaveld-
anna sem hætta er búin eins og
morðið á Olof Palme sannar. Með
morðinu á Olof Palme fannst manni
hryðjuverkin færast okkur nær og
segja má að við fengjum smjör-
þefínn af þeim þegar sjálfskipaðir,
ofstækisfullir umhverfíssinnar
sökktu hvalbátunum og unnu
skemmdarverk á Hvalstöðinni.
Umræðan um málefni Hjálpar-
stofnunar þjóðkirkjunnar kom •
ónotalega við mann. Stofnun sem
þessi á allt sitt undir tiltrú og stuðn-
ingi almennings og vonandi tekst
henni að endurvekja það traust, því
líknarstarf stofnunarinnar er svo
sjálfsagt og óþijótandi án þess að
hún þurfi að standa í bíla- og húsa-
braski.
Ánægjulegustu fréttimar af inn-
lendum vettvangi eru fréttir af
góðum bata og horfum í efnahags-
málum þjóðarinnar. Þó ytri skilyrði
séu góð hefði þessi árangur aldrei
náðst án markvissra aðgerða stjórn-
valda og skynsamlegra viðbragða
aðila vinnumarkaðarins.
Heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu var mikill viðburður fyrir
íþróttaáhugafólk eins og mig en
mest gladdist ég yfír glæsilegum
árangri skáksveitarinnar okkar á
Ólympíumótinu í Dubai og góðum
árangri knattspyrnulandsliðsins
gegn snillingum Frakka og Rússa.
Við Hafnarmenn minntumst þess
á árinu að það em liðin 40 ár frá
þvi að Höfn varð sérstakt sveitarfé-
lag, sem er ekki hár aldur miðað
við þau sveitarfélög, sem vom að
fagna 200 ámnum og sjónvarpið
sá um að við fengjum að taka þátt
í þeim með Reykvíkingum. Á Höfn
Albert Eymundsson