Morgunblaðið - 31.12.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1986 47
Argentína:
Menotti til
Boca Juniors
CESAR Luis Menotti, þjálfari arg-
entíska landsliðsins, sem sigraði
á HM 1978, hefurtekið við stjóm-
inni hjá félaginu, sem hann lék
með á árum áður, Boca Juniors.
Menotti, sem er 47 ára, þjálfaði
argentíska landsliðið 1974 til
1982, en hann sagði starfi sínu
lausu, þegar landsliðið náði ekki
að verja heimsmeistaratitilinn á
Spáni. Hann tók við hjá Barcelona,
en hefur ekkert þjálfað í tvö ár.
Menotti gerði 18 mánaða samn-
ing við Boca Juniors sem hann
getur framlengt. Boca Juniors varð
siðast Argentínumeistari 1981
með Maradona í broddi fylkingar,
en síðan hann fór hefur ekkert
gengið og skuldir félagsins hafa
hlaðist upp.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
• Verðlaunagripurinn, sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður árs-
ins, verður til sýnis í Miklagarði fram að valinu.
íþróttamaður ársins:
Hver hlýtur
titilinn í ár?
í NÆSTU viku verður kynnt val á
fþróttamanni ársins 1986 á veg-
um samtaka fþróttafréttamanna
og verður verðiaunagripurinn,
sem fylgir sæmdarheitinu, til sýn-
is f Miklagarði næstu daga.
Samtök íþróttafréttamanna
hafa valið íþróttamann ársins und-
anfarin 30 ár og hefur sami verð-
launagripurinn fylgt nafnbótinni frá
byrjun, en í reglugerð samtakanna
segir að gripurinn skuli veittur 50
sinnum, en síðan geymdur í Þjóð-
minjasafninu. Bikarinn var á sínum
tíma keyptur í Bandaríkjunum og
er einn sá glæsilegasti, sem veitt-
ur er hér á landi.
Fram að vali íþróttamanns árs-
ins verður verðlaunagripurinn til
sýnis í Miklagarði. Þar getur fólk
tekið þátt í getraun um hver verði
íþróttamaðurársins 1986, en Einar
Vilhjálmsson, spjótkastari, hlaut
nafnbótina í fyrra. Dregið verður
úr réttum lausnum og verða vegleg
verðlaun í boði, sem Mikligarður
gefur.
Igor Belanov
knattspyrnu-
maður
SOVÉSKI landsliðsmaðurinn Igor
Belanov var kjörinn knattspyrnu-
maður Evrópu 1986. Að kjörinu
stóðu íþróttafréttamenn 26 Evr-
ópulanda undir stjóm franska
vikublaðsins France Football.
Belanov leikur með Dynamo Ki-
ev, sem varð Evrópumeistari
bikarhafa. Hann var einn besti
maður sovéska landsliðsins á HM
Sovétríkin:
Sergei Bubka
íþróttamaður
ársins
SERGEI Bubka hefur verið valinn
íþróttamaður ársins í Sovétríkj-
unum þriðja áríð f röð. Bubka
setti heimsmet í stangarstökki á
fríðaríeikunum í Moskvu f sumar,
6,01 m, og var það sjötta heims-
met hans f greininni.
Evrópu
í Mexíkó, en liðið lék þar sérlega
skemmtilega sóknarknattspyrnu.
Belanov er þriðji sovéski leik-
maðurinn, sem hlýtur þessa eftir-
sóttu nafnbót. Lev Yashin, einn
besti markvörður fyrr og síðar, var
kosinn árið 1963 og Oleg Blokhin
1975, en hann leikur enn með
landsliðinu.
Michel Platini, fyrirliði franska
landsliðsins, hefur verið kosinn
knattspyrnumaður Evrópu undan-
farin þrjú ár, en hann hafnaði í 11.
sæti að þessu sinni. Annars varð
röð efstu manna þessi, stigin til
hægri:
Igor Belanov, Sovétríkjunum, 84
Gary Lineker, Englandi, 62
Emilio Butragueno, Spáni, 59
Manuel Amoros, Frakklandi, 22
Preben Elkjær, Danmörku, 22
lan Rush, Englandi, 20
Alexander Zavarov, Sovétr., 20
Marco van Basten, Hollandi, 10
Helmut Ducadam. Rúmenfu, 10
Sandro Altobelli, Italfu, 9
Getraunir:
Engin með tólf rétta
ENGIN röð kom fram með 12
réttum leikjum f 19. leikviku hjá
Getraunum, aðeins þrjár raðir
voru með 11 rótta leiki og 40 með
10 rétta.
Vinningur fyrir 11 rétta var
204.805 krónur, en 10 réttir gáfu
6.583 krónur. Vinningsröðin var
þessi: 111-12X-
2 2 1 -2 2 X.
Heil umferð verður í ensku
knattspyrnunni 1. janúar, en
næsta leikvika í Getraununum
verður á laugardaginn, 3. janúar.
Skíði:
Stock
sigraði í
samhliða-
svigi
LEONHARD Stock, Austurrfki,
sigraði f samhliðasvigi heims-
bikarsins sem fram fór f Vestur-
Berlín á sunnudaginn. Þetta var
fýrsta keppnin sem Stock vinnur
síðan hann varð Olympíumeistari
f bruni 1980.
Leonahard Stock vann Júgósla-
vann, Bojan Krizaj, í úrslitum. í
undanúrslitum sigraði Stock Júgó-
slavann, Grega Benedik og Krizaj
sigraði Michael Eder frá Vestur-
Þýskalandi.
Þessi keppni gefur ekki stig til
einstaklinga í heimsbikarnum held-
ur aðeins til landsliða. Sigurinn var
þó mikilvægur fyrir Stock sem ekki
hefur unnið keppni í sex ár, og
aldrei svig í heimsbikarnum. Hann
getur vel við unað því hann sló út
kappa eins og Ingemar Stenmark,
Gunter Mather, Mathis Bertold og
Grega Benedik
15 þúsund áhorfendur fylgdust
með keppninni sem var í fyrsta
sinn haldin í Vestur-Berlín. Brautin
var frekar auðveld 400 metrar að
lengd og fallhæð 80 metrar.
• Bikarmeistarar Gerplu í fimleikum 1986.
Fimleikar:
Keppni íHöllinni
um helgina
Á laugardaginn verður fimleika-
keppni f Laugardalshöll á milli
stúlkna í Gerplu og þýsks liðs frá
Saarbrucken. Keppnin hefst
klukkan 15.30.
Tveir hópar frá Gerplu voru í
æfingabúðum í Saarbrcken í fyrra
og eru þýsku stúlkurnar að endur-
gjalda heimsóknina. Þær eru sjö
og með þeim er þjálfari og kven-
dómari.
Gerpla varð bikarmeistari í öll-
um flokkum stúlkna í bikarkeppni
FSÍ í byrjun desember og má því
gera ráð fyrir spennandi keppni í
Höllinni á laugardaginn.
1X2 Morgunblaðlð Q Tíminn c c 1* 3 '£* Dagur Rikisútvarplð Byigjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 2 4
Aston Villa — Nott’m Forost 2 X X 1 2 2 2 — — — — — 1 2 4
Leicester — Sheffield Wed. 2 2 2 2 X 2 1 X 2 X 2 X 1 4 7
Uverpool — West Ham 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0
Man Cfty — Oxford X 1 1 X 1 1 X X X 1 1 X 6 6 0
Newcastle — Coventry 1 1 X 1 1 1 1 1 2 1 1 1 10 1 1
QPR — Everton 2 1 2 2 X X 2 X X 2 2 X 1 S 6
Southampton — Man. Unita i 2 2 1 2 X 2 1 1 1 X X 1 5 3 4
Wimbledon — Watford X X 2 1 1 1 1 1 X 1 1 1 8 3 1
Blackburn — Portsmouth 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 X 2 0 2 10
Crystal Palace — Derby X X 1 2 X 2 X X X X X 1 2 8 2
Sheff. United — WBA 1 X 1 X X 1 1 1 2 1 X X 6 S 1
Shrewsbury — Ipswich X X 2 X 1 X 1 1 2 X X 2 3 6 3