Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 14. tbl. 75. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 18. JANIJAR 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Skæruliðar mynda LEIÐTOGAR afganskra skæru- liða hafa samþykkt að koma á fót bráðabirgðastjórn, sem á að taka við völdum þegar sfjórn Najibullahs og sovéski innrásar- herinn hafa verið hrakin burt. George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag, að sovéska herinn yrði að flytja frá Afganistan á „mjög skömmum“ tíma til að greiða götuna fyrir myndun nýrrar stjórnar í landinu. Sjö stærstu skæruliðahreyfing- amar í Afganistan skýrðu frá þessu á fundi, sem 70-80.000 afganskir útlagar í Pakistan sóttu, og var þar einnig vísað á bug vopnahléstilboði Kabúlstjómarinnar. Hétu skæmlið- ar að halda baráttunni áfram þar til síðasti sovéski hermaðurinn væri farinn frá Afganistan og Kabúl- stjómin fallin. Fyrir lok febrúar á nefnd, sem skipuð er fulltrúum allra hreyfinganna, að vera búin að semja drög að starfsreglum nýju stjómarinnar en hennar fyrsta verk á valdastóli verður að efna til al- mennra kosninga. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði á fréttamannafundi í Washington á föstudag, að Sovét- menn yrðu að flytja her sinn frá I Afganistan á „mjög skömmum“ tíma, að öðrum kosti yrði ekki sam- | inn friður í landinu. „Við munum ekki bregðast Afgönum," sagði Shultz og lagði áherslu á, að hugs- anlegir friðarsamningar gætu ekki falið annað í sér en að landsbúar sjálfir fengju að ráða sínum málum. Ecuador- forseta sleppt Quito og Guayaquil, Equador, AP. Reuter. LEON Febres Cordero, forseti Ecuador, var látinn laus í gær þegar orðið var við kröfum ræn- ingja hans um að leiðtogi þeirra, Frank Vargas Pazzos, hershöfð- ingi, yrði látinn laus úr fangelsi. Það voru fallhlífarhermenn í Taura-flugstöðinni, sem tóku forsetann til fanga. „Lýðræðið hefur sigrað," sagði Febres Cordero í sjónvarpsræðu skömmu eftir að losnaði úr prísund- inni. Hann sagði að Vargas hefði verið sleppt til að tryggja frið í landinu. Vargas stjórnaði mishepp- naðri byltingartilraun hersins í marz í fyrra og lét Febres Cordero fangelsa hann. - Forsetinn beygði sig fyrir kröfum ræningja sinna og fyrirskipaði að Vargas skyldi látinn laus og flogið til Taura. Ameríkubikarinn: Conner feti frá úrslitum Fremantle, AP. DENNIS Conner á skútunni Stars & Stripes þarf nú aðeins að vinna eina kappsiglingu við Chris Dick- son á skútunni New Zealand til að komast í úrslit Ameríkubikars- ins i siglingum. í gær vann Conner fjórðu kapp- siglingu þeirra Dickson í undanúrslit- unum og er staðan því 3-1 fyrir Stars & Stripes. Þeir keppa aftur í dag og gæti þá fengist úr því skorið hvor þeirra kemst í úrslitakeppnina, sem hefst 31. janúar. Conner var í essinu sínu í gær og hafði góðan byr, 27 hnúta vind. Tók hann forystu strax og var hálfri mínútu á undan við fyrstu bauju. Úrslitin réðust þegar stórseglið á New Zealand rifnaði undir lok sigl- ingarinnar. I flokki veijenda er staðan 3-0 fyrir Kookaburra III eftir 2:06 mín. sigur hennar á Australia IV í gær. Hörkumar íþyngj a sovésku efnahagslífi London. Moskvu. AP. Reuter. London, Moskvu. AP, Reuter. ENN eru miklir kuldar um mestalla Evrópu þótt sums staðar hafi dregið nokkuð úr hörkunum. í Bretlandi nema í Kent i suð- austurhluta landsins hefur hlánað og finnst mörgum sem nú fyrst hafi steininn tekið úr. Niðurföll og frárennslisrör, sem sprungið hafa i frostunum, geta ekki tekið við vatnselgnum og flæðir því vatnið um ganga og göng og kjallarar á kafi. í Sovétríkjunum eru kuldamir farnir að valda verulegum erfiðleikum í efna- hagslífinu. Vitað er um rúmlega 250 manns, sem látið hafa lífið í kuld- unum í Evrópu og berast daglega fréttir af nýjum slysum. Á Suð- austur-Englandi er enn sama vetrarríkið og þar var hálf milljón heimila rafmagnslaus í fyrradag þegar ísing skemmdi rafleiðara og annan búnað. Annars staðar á Bretlandseyjum hlánaði með rign- ingu og varð af mikið vatnsflóð. Þegar frostinu linnti kom í ljós, að víða voru illa varin frárennslis- rör sprungin og hafa slökkviliðs- menn haft nóg að gera við að dæla úr yfirfullum kjöllurum. I Austur-Evrópu hefur sums staðar verið dregið úr framleiðslu verksmiðja vegna eldsneytisskorts en verst er ástandið í Sovétríkjun- um. Yegor Ligachev, hugmynda- fræðingur kommúnistaflokksins og næstráðandi í Kreml, varaði í gær flokksleiðtoga og aðra ráða- menn í ríkjunum við og sagði, að kuldamir væru famir að hafa al- varleg áhrif á efnahagsstarfsem- ina. Flutningar á eldsneyti, hráefnum og byggingarefnum væm í lamasessi og gæti svo far- ið, að víðtækur orkuskortur blasti við. Sagði Ligachev, að vanhugs- uð áætlanagerð legðist á eitt með kuldunum og að hætta væri á, að það, sem áunnist hefði í efna- hagsmálunum að undanfömu, færi nú forgörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.