Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987
Stórglæsileg
AIDA
Tónlist
Jón Ásgeirsson
íslenska óperan hefur skilað af
sér fimm ára starfi og á menning-
arsögulegum mælikvarða er slíkur
tími vart umtalsverður. Samt sem
áður þegar starf óperunnar er
gert upp vaknar sú spuming hver
staðan væri á þessu sviði söng-
menntar hér á landi, ef markaði
fyrir öllu ógerðu, þar sem íslenska
óperan hefur slegið upp tjöldum
sínum. Það er rétt, að vegna
mannfæðar og skorts á þeirri að-
stöðu, sem fagmenn telja að sé
forsenda óperuflutnings, á þessi
starfsemi tæplega möguleika á
því að standast. Annmarkamir
komi helst niður á gæðunum, sem
menn harma meir en fjárhagserf-
iðleika, enda em Islendingar
skuldvanir menn.
Sé hér um nær óframkvæman-
legt verk að ræða gerir það hlut
þeirra enn stærn, sem í fimm ár
hafa starfrækt íslensku óperuna
og það ekki með meiri skakkaföll-
um, en að standa undir ágætum
sýningum á Carmen, Töfraflau-
tunni, La Traviata, 11 Trovatore
og nú síðast Aidu. Öll þessi verk
eru meðal vinsælustu og bestu
óperuverka sögunnar og ógerlegt
að flytja þau á sæmilegasta máta
nema að tiltækir séu hæfir starfs-
kraftar. Aida hefur til þessa verið
talin meira sjónarspil en margar
af óperum Verdis og frægð kór-
þáttanna að nokkru byggst á
glæsileik í uppsetningu og þvi af
mörgum talið óhugsandi að færa
þetta verk upp í einu minnsta
óperuhúsi veraldar. Trúlega ætlar
enginn af aðstandendum Islensku
óperunnar að keppa við glæsileik
stóru óperuhúsanna en það er
ljóst, að markmiðið er að syngja
óperuna Aidu og það eru þeir
hlustendur sem leggja leið sína
niður í Gamla bíó, sem segja til
um hvort menn hafí haft erindi
sem erfíði. List verður ekki mikil-
fengleg þó um hana sé slegið
háreistum tjöldum, heldur vegna
þess sem hver einstaklingur hefur
fram að færa og gefa af sjálfum
sér. Þar í er fólginn galdurinn um
íslensku óperuna, eitt sérkenni-
legasta ævintýri íslenskrar tón-
iistarsögu.
Forleikurinn að Aidu er ákaf-
lega viðkvæmur í flutningi, sem
aðeins þrautþjálfuðum strengja-
mönnum tekst að leika slysalaust.
Það munaði ekki miklu en það
munaði því, að leikur strengjanna
var nokkuð oft ónákvæmur. Þessi
ónákvæmni strengjanna kom víða
fram þar sem leika skal einrad-
dað. Að öðru leyti var hljómsveitin
góð og trompettamir í sigurmars-
inum ágætir. Konsertmeistari var
Szymon Kuran.
Hljómsveitarstjóri sýningarinn-
ar var Gerhard Deckert og var
auðheyrt að hann var í essinu
sínu, því samspil hljómsveitar og
söngvara var að mestu mjög gott.
Samstarfsmenn hljómsveitar-
stjórans voru Peter Locke og
Catherine Williams, sem trúlega
eita eitt og annað í þessari upp-
Áhorfendur klöppuðu listafólkinu óspart lof i lófa.
Söngvarar og hljómsveitarstjóri voru klappaðir upp hvað eftir annað í sýningarlok.
færslu. Leikmyndin, sem er verk
Unu Collins, er stórkostlega ein-
föld. Við fyrstu sýn virtist hún
vera köld og auð en með einföld-
um skreytingum, sem bættust við
eftir gangi verksins, og feiknar-
lega fallegum og litríkum búning-
um, lifnaði sviðsmyndin með
sérkennilegum hætti. Búningar
voru hannaðir af Huldu Kristínu
Magnúsdóttur og Unu Collins.
Sviðsmyndin var svo fullkomnuð
með ágætri lýsingu, sem Árni
Baldvinsson sá um. Yfir öllu þessu
vakti svo leikstjórinn, Bríet Héð-
insdóttir, og voru margar lausnir
hennar mjög sannfærandi og þó
sérstaklega sigurmarsinn, sem
náði þvílíku hámarki, sem allir
gestir hússins tækju undir fullum
rómi. Tvískipting óperunnar, þar
sem fyrst er leikið stórbrotið sjón-
arspil er síðar breytist í tilfinn-
ingaleg átök einstaklinga, var
mjög sannfærandi, sérstaklega
var niðurlagið, sem oft vill verða
ótrúverðugt, mjög fallegt, allt að
því innilegt, þar sem Radames og
Aida sitja ein í fullri sátt í myr-
krinu, en Amneris biður ástmanni
sínum eilífðar friðsemdar. Allt var
þetta stórkostlegt leikhús hjá
Bríet. Nanna Ólafsdóttir samdi
dansa og aðstoðaði við leikstjórn-
ina en dansatriði unga fólksins
voru sérlega yndisleg, t.d. eindans
Kitty Johansens, sem var blátt
áfram heillandi. Sýningarstjóri
var Krisín S. Kristjánsdóttir, sem
sér um að hlýtt sé öllum fyrirmæl-
Fögnuður rfkti { búningsklefanum að lokinni frumsýningu.
um leikstjóra og átti því þátt í
að sýningin hélt sínum góða
gangi. En ópera er annað og
meira en leiksvið, leikmynd og
atburðarás. Þar má einnig heyra
söngvara þolreyna svo raddbönd-
in, að einungis þrautþjálfaðir
söngvarar standa af sér þau átök.
Auk þess sem miklar kröfur eru
gerðar til þols þeirra, þjálfúnar
og kunnáttu, er leikræn túlkun
mjög mikilvægur þáttur. Margir
halda að nóg sé að syngja og leik-
ur sé aukaatriðið í óperum en
þessu er ekki svo varið í verkum
Verdis. Aida var sungin af Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur og var
söngur hennar og leikur í alla
staði glæsilegur. Til að nefna
dæmi var túlkun hennar í L’insana
parole mjög sterk og sömuleiðis
í dúettinum Amore, amore, á und-
an sigurmarsinum. Tveir síðustu
þættimir voru sérlega sterkt leik-
hús og þar átti Olöf Kolbrún
stórbrotið atriði með Kristni og
Garðari, en lokadúettinn í gröfinni
var eitt af því fallegasta í allri
óperunni. Amneris var sungin af
Sigríði Ellu Magnúsdóttur og var
söngur og leiktúlkun hennar öll
frábær. Stórbrotin túlkun hennar
á óhamingju Amneris í upphafi
ijórða þáttar er meðal þess besta
sem undirritaður hefur heyrt til
Sigríðar Ellu og er þó af mörgu
þar að taka. Radames var sunginn
af Garðari Cortes og virtist hann
vera nokkuð „nervös" í upphafí
óperunnar þó hann syngi „Selest-
una“ frábærlega vel. En það er
eins og hann kunni best við sig í
átökum og sterkum leik, því þeg-
ar tók að reyna á leikræna túlkun
hans óx honum ásmegin, svo sem
eins og hetjum er tamt, og var
túlkun hans í þriðja þætti á móti
Ólöfu og Kristni glæsileg. Atriðið
er Amneris (Sigríður Ella) reynir
að tala um fyrir Radames (Garð-
ar) var frábærlega sungið og ekki
má gleyma lokadúettinum sem
Garðar söng sérlega vel.
Kristinn Sigmundsson söng
Amonarso en hlutverk hans teng-
ist aðeins tveimur þáttum verks-
ins, fyrst í sigurmarsinum er hann
biður sínu fólki griða og í þriðja
þætti, í feiknasterku atriði með
Aidu, sem var einn áhrifamesti
dúett verksins í túlkun Kristins.
Æðstipresturinn vr sunginn af
Viðari Gunnarssyni, konungurinn
af Hjálmari Kjartanssyni og stóðu
þeir vel fyrir sínu. Katrín Sigurð-
ardóttir söng hofgyðjuna og gerði
þessu litla hlutverki mjög góð
skil. Sömuleiðis var sendiboðinn
vel sunginn hjá Hákon Oddgeirs-
syni. Kór íslensku óperunnar á
alls ekki svo lítinn þátt í þessari
glæsilegu uppfærslu og í sigurm-
arsinum var söngur kórsins með
miklum ágætum. Þá sungu hof-
gyðjumar mjög vei í upphafí
annars þáttar. Oft hefur íslenska
óperan komið á óvart en aldrei
eins og með uppfærslu á þessari
viðamiklu óperu. Fyrir utan glæsi-
leika í söng og leikrænni túlkun
er uppsetning að öllu leyti svo
sannfærandi að lygasögu er
líkast. Þessi sýning er einn mesti
óperuviðburður fram til þessa hér
á landi, þar sem allt fór saman,
frábær flutningur, sannfærandi
sviðsgerð og snjöll leikstjóm og á
trúlega eftir að verða mönnum til
marks um það hversu fullhugum
tekst oft að eyða vantrú fólks
með því einu að gera hið ómögu-
lega.
Morgunblaðið/RAX