Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur! Við erum héma tvær skólastúlkur sem sitjum hlið við hlið og uppgötvuðum okkur til skelf- ingar að við emm fæddar með ca. 3 klst. millibili. Getur þú frætt okkur um það hvort við séum eins? (Fyrir utan allar uppeldisaðstæður). Við emm fæddar þann 30. ágúst 1967 kl. 9 og kl. 12.30. Með fyrir- fram þökk." Svar Svarið við því hvort þið séuð eins, eða kort ykkar, er neik- vætt. Báðar hafið þið Sól, Merkúr og Venus í Meyju, Tungl í Krabba og Mars í Sporðdreka. Sú sem fyrr er fædd hefur hins vegar Vog Rísandi og Krabba á Miðhimni en hin Sporðdreka Rísandi og Ljón á Miðhimni. Húsin em síðan önnur. Þó margir þættir séu svipaðir em aðrir ólíkir og það gerir útslagið. VogRísandi Það að Rísandi merki em ólík táknar að framkoma ykkar og persónuleiki verður annar. Vog Rísandi með Krabba á Mið- himni er ljúf, vingjamleg og tillitssöm í fasi og framkomu, er félagslynd en á samt sem áður til að vera feimin. Hún vill frið og samvinnu og forð- ast því að særa fólk eða koma með skoðanir sem gætu leitt til deilna og ósættis. Hún er því töluverður diplómat, á til að vera óákveðin og þarf að vega og meta áður en hún tek- ur ákvörðun. SporÖdreki Rísandi Hin síðari, sem er Rísandi Sporðdreki, er þyngi i og dulari í framkomu. Hún hugsar minna um samvinnu og er því ákveðnari og fastari fyrir í skoðunum. Hún er tilfínninga- næmari og viðkvæmari og þvf varkár í samskiptum við fólk. Hún á til að neita að umgang- ast suma og velur því og hafnar. Vegna Sporðdreka og Ljóns á Miðhimni er hún stjómsöm og ráðrík. Samviskusemi Það sem þið eigið sameiginlegt er að báðar eruð þið samvisku- samar og jarðbundnar. Þið eigið til að vera smámunasam- ar og gagnrýnar á annað fólk (Vogin síður, Sporðdrekinn er hvassari) og hafíð þörf fyrir röð og reglu. íhaldssamar Þið eruð tilfínningavemr og eigið til að vera mislyndar og sveiflukenndar í skapi frá degi til dags. íhaldssemi og þörf fyrir öryggi 1 daglegu lifí er einkennandi fyrir ykkur báðar svo og þörf fyrir gott heimili og sterk fjölskyldubönd. Dans Mars í samstöðu við Neptúnus táknar að þið hafið báðar hæfi: leika í dansi eða einhvers konar dansleikfími. Sundhæfileikar eru einnig fyrir hendi. Ólik starfssviÖ Sú ykkar sem hefur Vog Rísandi og Krabba á Miðhimni hefur hæfileika á félagssvið- um, t.d. á uppeldis- og líknar- sviðum, í gestamóttöku eða við störf sem hafa með það að gera að klæða, fæða og hýsa, s. s. í hótelrekstri og fata- eða matvælaiðnaði. Rísandi Sporð- drekinn virðist vera meira á viðskipta- og Qársýslusviði, t. d. í verslun o.þ.h. Fleira kem- ur reyndar til greina fyrir hana, s.s. ferðamál eða rann- sóknir. Þið skulið þó ekki taka þessar starfsgreinar of bók- staflega. Þær eru frekar nefndar til að draga fram hið ólíka í fari ykkar. GARPUR UOSKA FERDINAND SMÁFÓLK N0B0PV APPRECIATES HOW UJI5HV-WASHV PEOPLE 5UFFER.. Enginn veit hvað ráð- Líf okkar er samfelld Veiztu hvað ráðvillt fólk Óráðsíustyrk! viUt fólk þjáist mikið... pína. þarf? Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnhafi hafði þijár góðar ástæður til að hafna svíningu fyrir laufkónginn og spila frekar upp á hann blankan fyrir aftan. Kemurðu auga á rökin? Norður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ KDG84 V 1094 ♦ G953 ♦ K Norður ♦ 93 ¥ÁKG3 ♦ Á74 ♦ D763 Austur ♦ 10765 ♦ D ♦ K10862 ♦ 952 Suður ♦ Á2 ♦ 87652 ♦ D ♦ ÁG1084 Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 hjarta 1 spaði 2lyörtu 2 spaðar 3tíglar Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Keppnisformið er tvímenning- ur, svo hver yfírslagur er gulls ígildi. Vestur spilaði út spaða- kóng, sem sagnhafi drap strax á ás, spilaði tígli upp á ás og tók trompið af andstæðingunum . í þremur slögum. Spilaði svo laufdrottningu, en drap 'hana af sér með ás og felldi kónginn í leiðinni. Sjö unnir og hreinn toppur. Þá eru það ástæðumar þijár: 1. Það virkar einkennileg spila- mennska að spila tígli á ásinn í öðrum slag. Eða hvaða til- gangi þjónar það? Jú, kanna hvomm megin tígulkóngur- inn er. Vestur setti lítið umhugsunarlaust í tígul- drottninguna, sem bendir. - sterklega til að hann eigi ekki kónginn. Það em gagn- legar upplýsingar. Þegar í ljós kemur að austur á aðeins eitt hjarta er ólíklegt að hann eigi tvo kónga til hliðar — þá hefði hann líklega sagt þijá spaða. Ennfremur er ólíklegt að strögl vesturs sé án hliðarstyrks. 2. Suður lét ekkert upp í sögn- um um þennan sterka lauflit, svo það væri furðuleg afstaða hjá austri að leggja ekki kónginn á drottninguna ef hann ætti hann. Hann veit jú ekkert hvar millispilin em. 3. Ef laufsvíningin gengur vinnst slemma á spilin, og „ það má búast við að nokkur pör segi sex hjörtu eða lauf. Fjórða ástæðan er svo auðvit- að sú að laufkóngurinn ku vera blankari en aðrir kóngar — hjá- trú, sem er ekki bundin við strendur íslands. Allt ber að sama bmnni: Austur getur ekki átt laufkónginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.