Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 Borgarlæknir vill nota sömu vopn gegn alnæmi og berklum SKÚLI G. Johnsen borgarlæknir telur öll rök hníga í þá átt að mótefnamæla beri alla Islendinga á aldrinum 15-65 ára til þess að ganga úr skugga um hverjir séu sýktir af alnæmi. Guðjón Magnús- son aðstoðarlandlæknir hefur nýlega mótmælt hugmynd Skúla og telur hana meðal annars of dýra. „Þeim sem telja að kostnaður við mótefnamælingu geri hana óframkvæmanlega bendi ég á að þegar berklar geysuðu á fjórða áratug aldarinnar var varið 3% af fjárlög- um til baráttu gegn þeim,“ sagði Skúli. „Fyrir nokkrum árum gengust allar konur á barnsburðaraldri undir mótefnamælingu vegna rauðra hunda og sú könnun rann snurðulaust í gegn.“ Innan skamms verð- ur sett upp sérstök aðstaða á Heilsuverndarstöðinni þar sem fólki gefst kostur á því að láta mótefnamæla blóð sitt án nokkurra mála- lenginga. Borgarlæknir var spurður hvort hann ætlaði að hafa frumkvæði í þessum efnum og skylda íbúa í Reykjavík til þess að koma í mót- efnamælingu. „Nei, það kemur ekki til greina," svaraði Skúli. „Ég myndi aldrei skylda einn né neinn til þess að koma í mótefnamælingu. Frumkvæði mitt í þessum efnum bæri eflaust ekki tilætlaðan árang- ur. Best væri ef Alþingi myndi samþykkja slíkt próf og höfða til ábyrgðartilfinningar landsmanna. “ Enn verið að kanna mál Hörpu „ÉG ER i þeirri stöðu núna að ég get ekkert sagt um þetta mál, en við erum enn að kanna það,“ sagði Steven Gangstead, aðstoðarframkvæmdastjóri Menningarstofnunar Banda- ríkjanna á föstudag, er hann var inntur eftir því hvað liði máli Hörpu Högnadóttur. Harpa, sem var handtekin við vinnu sína í Chicago og send til íslands, hefur farið á fund þeirra sendiráðsmanna og fyrirtækið sem hún starfar fyrir, íslenskur markað- ur, hefur sótt um vegabréfsáritun fyrir hana að nýju. Enn hafa ekki fengist neinar upplýsingar frá bandaríska sendiráðinu um það hvers vegna viðbrögð yfirvalda í Chicago voru með þeim hætti sem raun ber vitni. Þá hefur Harpa óskað eftir að- stoð utanríkisráðuneytisins í mal- inu. Að sögn ráðuneytisstjórans, Ingva S. Ingvarssonar, verður mál- ið kannað. Aðferðir til að mæla HTLV-II veiruna, sem veldur alnæmi verða sífellt fullkomnari en samt sem áður getur allt að 1% manna sýnt merki sýkingar án tilefnis. „Falskar vísbendingar þyrftu ekki að rýra gildi prófsins. Með því að endurtaka prófið er oftast hægt að ganga úr skugga um hvort viðkomandi ber veiruna," sagði Skúli. „Ég hef meiri áhyggjur af þeim sem eru sýktir og sleppa í gegn.“ A Heilsuvemdarstöðinni við Bar- ónstíg verður innan skamms sett upp sérstök mótaka fyrir þá sem hafa áhuga á slíkri mótefnamæl- ingu. Sérhæft starfsfólk mun taka á móti þeim og verður viðskiptavin- urinn aðeins spurður að fæðingar- númeri. Skúli sagði að með þessu yrði reynt að gera prófíð að eðli- legri og sjálfsagðri varúðarráðstöf- un, sem allir ættu að nýta sér. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Brimvarnargarðurinn í Helguvík er nú orðinn 160 metra langur og miðar verkinu vel áfram. Verið er að keyra gijóti í hollenska prammann sem einnig er notaður við verkið. Helguvík: Brimvarnargarðurinn orðinn 160 metrar Keflavík. FRAMKVÆMDUM við gerð hafnarinnar í Helguvík miðar vel áfram. Þar vinna menn af kappi og er brimvamargarðurinn orðinn 160 metra langur. Framkvæmdir á þessum verk- þætti hófust í júní og á garðurinn að verða 340 metra langur full- gerður. Fyrir innan hann verður steyptur viðlegukantur og er reiknað með að öllu verkinu verði lokið í árslok. Efnið í brimvamar- garðinn er tekið í næsta nágrenni og er talið að um 1,5 milljón tonn af gijóti fari í hann. Gijótflutningsprammi frá Hollandi var tekinn á leigu við hluta verksins. Hlutverk hans er að flytja fyllingarefni og losa það í sjóinn þar sem garðurinn á að koma og getur hann flutt 700 tonn af gijóti í hverri ferð. - BB Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Úthlutun fer fram á þriðjudag Skáldsögnr Péturs Gunnarssonar og Einars Kárasonar tilnefndar frá Islandi BÓKMENNTAVERÐLAUNUM Norðurlandaráðs verður úthlutað næstkomandi þriðjudag í Stokkhólmi. Verðlaunaafhending fer fram á þingi Norðurlandaráðs 23. febrúar í Helsinki. Verðlaunafé að þessu sinni nemur 712.500 krónum en nam í fyrra 427.500 krónum. 0 INNLENT Tólf bækur hafa verið nefndar til verðlaunanna, tvær bækur frá hveiju landanna, íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku og síðan hefur Færeyingum, Sömum og Grænlendingum verið veitt heimild til að senda frá sér eina bók hver, en aðeins Samar og Færey- ingar nota sér þá heimild. í dómnefnd sitja tveir fulltrúar frá hveiju þeirra landa er senda tvær bækur frá sér og einn fulltrúi frá hinum löndunum. I fyrra hreppti Færeyingurinn Rói Patursson bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína „Líkasum", en þá sendu íslendingar ljóðabók eftir Jón úr Vör og skáldsögu eftir Vé- stein Lúðvíksson. Dómnefndarmenn hvers lands fyrir sig velja bókmenntaverk til verðlaunanna, en fulltrúar rithöf- undasambanda Færeyinga, Græn- lendinga og Sama sjá um að útnefna sínar bækur. í dómnefnd fyrir íslands hönd sitja þeir Jóhann Hjálmarsson, sem jafnframt er varaformaður úthlutunamefndar bókmenntaverðlauna Norðurland- aráðs, og Sveinn Einarsson, rithöf- undur og fyrrverandi Þjóðleikhús- stjóri. Bókmenntaverðlaun Norðurland- aráðs voru fyrst afhent árið 1962 og hafa þau tvisvar sinnum kopið í hlut íslenskra rithöfunda. Árið 1976 hlaut Ólafur Jóhann Sigurðs- son verðlaunin fyrir ljóðabók sína „Að brunnum" og árið 1981 hlaut Snorri Hjartarson verðlaunin fyrir ljóðabókina „Hauströkkrið yfir mér“. Tvær skáldsögur hafa verið tilnefndar að þessu sinni frá ís- landi, „Sagan öll“ eftir Pétur Gunnarsson og „Gulleyjan" eftir Einar Kárason. „Við höfum fijálsar hendur viðvíkjandi val bóka og leggjum fyrst og fremst áherslu á að leggja fram góð bókmenntaverk eftir höf- unda, sem geta talist verðugir fulltrúar íslenskra nútímabók- mennta," sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið. Hægt er að tilnefna allt að árs- gamlar bækur til verðlaunanna þar sem þýða þarf verk íslendinga, Finna, Færeyinga, Grænlendinga og Sama yfir á dönsku, sænsku eða norsku. Jóhann sagði að margar góðar bækur hefðu verið lagðar fram að þessu sinni. „Nefna má bækur eftir mjög kunna höfunda eins og til dæmis finnsku skáld- konuna Solveigu von Schoultz, Lars Forssell frá Svíþjóð og landa hans Fjölbýlis- og tvíbýlishús í fyrsta byggingaráfanga í Suðurhliðum. Kópavogur: Morgunblaðið/Bjami Þriðji áfangi í Suðurhlíðum undirbúinn Lokið við úthlutun 178 íbúða ÚTHLUTAÐ hefur verið lóðum undir 178 íbúðir í tveimur áföng- um í Suðurhlíðum í Kópavogi og er undirbúningur hafin að skipulagningu þriðja áfanga. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar bæjarstjóra fór fyrsta lóðaúthlutunin fram síðastliðið haust á svæði efst á hæðinni. Þar hafa risið tvíbýlis- og fjölbýlishús og eru nokkrir íbúanna þegar fluttir inn. í haust var síðan út- hlutað 60 einbýlishúsalóðum og hefur þá verið úthlutað samtals 178 íbúðir í fyrstu tveimur áföng- unum. í þriðja áfanga er gert ráð fyr- ir lóðum undir einbýlishús og raðhús sem mynda skeifu. „Það er greinilega að birta til í bygging- armálum enda er þetta gott byggingariand. Stendur mjög miðsvæðis með tilkomu Reykja- nesbrautarinnar," sagði Kristján. „Þama er líka skjólgott og víðsýnt og okkur virðist sem fólk gefi jafnvel meira fyrir það en hvort lóðin er erfitt byggingarland." Lars Gyllensten, en þeir eru báðir félagar í sænsku akademíunni, sem úthlutar Nóbelsverðlaunum í bók- menntum. Frá Færeyjum er mikils metinn skáldsagnahöfundur, Jens Pauli Heinesen. Frá Danmörku er skáldsaga eftir Dorrit Willumsen og frá Noregi kemur skáldsaga eft- ir Herbjörg Wassmo. Þessa höfunda nefni ég aðeins sem dæmi um mjög kunna höfunda á Norðurlöndum, en það eru líka yngri höfundar á ferðinni nú. Nefna má 600 blaðsí- ðna skáldverk eftir Danann Peer Hultberg og ljóðabók eftir Sama- skáldkonuna Rauni-Magga Lukk- ari. Ég tel að við íslendingar séum með mjög frambærilegar bækur og höfundamir tveir eru meðal þeirra ungu íslensku höfunda, sem mesta athygli hafa vakið á Norðurlönd- um.“ Jóhann sagði að ekki yrði ljóst um verðlaunahafann fyrr en eftir fund dómnefndarinnar í Stokkhólmi á þriðjudaginn, en óhætt væri þó að segja að niðurstaða atkvæða- greiðslu hefði stundum komið á óvart. Síðan fyrst var farið að veita verðlaunin árið 1962, hafa þau oft- ast komið í hlut sænskra rithöf- unda, eða alls tíu sinnum. Finnar hafa hlotið verðlaunin fimm sinn- um, Danir fimm sinnum, Norðmenn þrisvar, íslendingar tvisvar og Fær- eyingar einu sinni. Leiðrétting Útvegsbanki fslands hefur óskað að koma á framfæri tveimur leið- réttingum við skýrslu bankans, sem birt var í heild í blaðinu í gær. Á bls. 8B neðarlega í fyrsta dálki er talað um fund bankastjómar 17. júní 1985. Þessi fundur var haldinn 17. júlí. Á sömu síðu er birt tafla með rekstraráætlun, sem sögð er send bankastjóm í lok maí. Þar á að standa S lok júlí. Þetta leiðrétt- ist hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.