Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987
63
Selfosskirkju afhent
listaverk að gjöf
Selfossi.
í FYRSTU guðsþjónustu ársins
í Selfosskirkju var afhent lista-
verk að gjöf til kirkjunnar frá
bæjarstjórn Selfoss og Hildi
Hákonardóttur listakonu.
Listaverkinu sem ber nafnið
Sköpunin hefur verið komið fyrir
í safnaðarheimili kirkjunnar. Það
samanstendur af fjórum teppum
og því fylgja fjórar teikningar.
Teppin eru í íjórum litum, gulum
.rauðum grænum og bláum, og
tákna það lífafl sem býr að baki
ljósinu. „Það sem vakti fyrir mér
Steingrímur Ingvarsson afhendir Bjarna Dagssyni gjafabréf Iista-
verksins.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gefendur og fulltrúar Selfosskirkju, frá vinstri: Bjarni Dagsson formaður safnaðarstjórnar, Sigríð-
ur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, séra Sigurður Sigurðarson, Hildur Hákonardóttir, Steingrímur Ingvars-
son forseti bæjarstjórnar, Brynleifur Steingrímsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Kr. Jónsson
bæjarfulltrúi.
þegar ég gerði þetta verk voru
upphafsorð sköpunarsögunnar:
Verði ljós,“ sagði Hildur Hákonar-
dóttir í ávarpi við afhendinguna
þegar hún lýsti verkinu. Teppun-
um fylgja einnig fjórar teikningar
af engli, drekum og ljóni og eru
tákn fyrir heimshomin fjögur.
Listaverkið Sköpunin var gert
fyrir kirkjulistasýningu sem hald-
in var um páskana 1983. Þeirri
sýningu var ætlað að vekja menn
til vitundar um að það er ekki
síður í dag ástæða til að huga að
listskreytingum í kirkjum.
Það var Steingrímur Ingvars-
son forseti bæjarstjómar sem
afhenti gjafabréf að listaverkinu
til Bjama Dagssonar formanns
safnaðarstjómar. Af hálfu Hildar
Hákonardóttur er um minningar-
gjöf að ræða um föður hennar
Hákon Guðmundsson fyirum
skógræktarstjóra sem síðustu ár
sín rækti mjög samband sitt við
Selfosskirkju.
Árið 1985 var stofnaður sjóður
hjá Selfosskaupstað sem nefur
það hlutverk að stuðla að uppsetn-
ingu listaverka í og á byggingum
á almannafæri. Gjöf sú sem hér
um ræðir er gefin kirkjunni í til-
efni 30 ára afmælis hennar á
nýliðnu ári.
Sig. Jóns.
Jón Ólafsson
Félag íslenzkra
fiskmjölsframleiðenda:
Jón Ólafsson
framkvæmdastjóri
FÉLAG íslenzkra fiskmjölsfram-
leiðenda hefur opnað skrifstofu
og ráðið framkvæmdastjóra. Það
er Jón Ólafsson, fyrrum starfs-
maður Landssambands íslenzkra
útvegsmanna.
Jón Ólafsson sagði í samtali við
Morgunblaðið, að verksvið hans
yrði fyrst og fremst upplýsingamiðl-
un milli félaga, hagsmunabarátta
og athuganir á mögulegri lækkun
framleiðslukostnaðar og aukning
afkasta. Hann nefndi í þessu barátt-
una fyrir lækkuðu raforkuverði, olíu
og tollum.
Jón starfaði áður í fjögur ár hjá
tæknideild LÍÚ og við útflutning á
ferskum físki í gámum. Hann er
vélstjóri að mennt og stundaði sjó-
mennsku áður en hann réðst til
starfa hjá LÍÚ.
HRINGDU
oq fáðu áskriftargjöldin
skuldfaerð á greiðslukorta
ITH ^tfín nnmnTiTrf.m rrnri
SÍMINN ER
691140
691141
JHoTöUotiTatviö
rythmahljóðfæri, og einieikskaflar
eru skýrt afmarkaðir í hverju lagi.
Þó fær Gene næg tækifæri til að
sýna hæfnina á gítarinn, t.d. í
leiknum lögum eins og Gene
Jumps The Blues og Gene’s Guit-
ar Blues. Þar heyrist og að hann
er með hörku jasssveit með sér
og góða einleikara.
Segja má að lög eins og I Could
Make You Love Me og I Wonder
What the Poor Folks Are Doing
séu dæmigerð fyrir Gene, afslöpp-
uð með ljúfri sveiflu og góðum
einleiksköflum á gítarinn. Léttur
ádeilutexti í síðara laginu eykur
svo á ánægjuna.
Seinni árin hefur Gene fram-
fleytt sér með skransölu, farinn
að heilsu. Hann á þó betra skilið,
en svona er tískan, í blúsnum sem
og öðru.
Blús með sveiflu
Blús
Árni Matthíasson
Blúsinn og jassinn eiga sér
sameiginlegar rætur, og innan
blúsins hefur ávallt verið mikið
um flytjendur sem flutt hafa
jassaðan blús, blús með sveiflu.
Á sama hátt hafa verið til flytj-
endur innan jassins sem lagt
hafa stund á blúsaðan jass.
Nöfn þeirra sem stundað hafa
jassaðan blús eru legíó, en fremst-
an í flokki má nefna meistarann
sjálfan, Aaron T-Bone Walker,
sem valdi sér gjaman jassmenn
sem meðspilara. Eina skilyrðið var
að þeir gætu spilað blús.
A síðasta ári komu út tvær plöt-
ur með tveimur sem teljast verða
meðal þeirra bestu í jassaða blúsn-
um, þeim Connie Curtis „Pee
Wee“ Crayton og Eugene Floyd
Phillips.
Pee Wee Crayton
Platan með Pee Wee heitir ein-
faldlega Memorial Album, og er
út gefin í tilefni dauða hans árið
1985. Pee Wee fæddist í Texas
1914, og var því 71 árs er hann
lést.
Pee Wee hefur sinn innblástur
víða að, en gítarleikinn hefur hann
frá hinum goðsagnakennda
Charlie Christianog T-Bone Walk-
er, sem hann kynntist reyndar
eitthvað persónulega. Pee Wee
leggur þó megináherslu á að hann
hafí tæknina frá John Collins, en
sá lék með Nat King Cole í eina
tfð. Hjá Collins hafí hann lært að
nota fjóra fíngur við plokkið, í
stað þriggja líkt og T-Bone.
Tónlistin á plötunni er öll í
sveiflustíl og ber mikið á góðum
gítarleik Craytons. Einna best
heyrist hve góður hann var í
leiknu lögunum Texas Hop, Walk-
ing With Crayton og Mojo Blues,
en söngurinn er líka góður, reynd-
ar stórskemmtilegur í Califomia
Women, þar sem raddsetningin
kemur nokkuð á óvart. Góð lög
eru líka Blues For My Babe og
AU Or Nothing At All. Sjálfsagt
hefði Pee Wee orðið einn af þeim
stóru ef hann hefði verið fæddur
í Missisippi eða Chicago.
Connie Curtis „Pee Wee“ Crayton
Eugene Phillips í sveiflu.
Gene Phillips
Gene Phillips fæddist í St. Lou-
is 1915. Hann starfaði með
ýmsum, en sótti fyrirmyndir sínar
til sveiflublúsins, þess sem menn
kalla jass í dag. Um 1930 voru
stærstir Big Joe Tumer, Jimmy
Rushing, Louis Jordan, Count
Basie og Duke Ellington.
1941 hóf Gene að spila með
Mills bræðrum á órafmagnaðan
gítar og hélt því í tvö ár. Eftir
það starfaði hann mest með eigin
hljómsveit, The Rythm Aces, þar
til hann tók upp sitt síðasta lag
1953. Hinn afslappaði sveiflustíll
hans naut ekki lengur hylli, menn
hlustuðu nú meira á Chicagoblús-
inn.
Tónlistin er með miklum jass-
áhrifum, gítarinn er notaður sem