Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 Ítalía: 60-70 smjafn- fallinn snjór -neyðarástand í norðurhluta landsins Torino, Ítalíu, frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. Mjög mikil snjókoma hefur verið á Norður-Ítalíu síðastliðna þijá sólarhringa og hefur Zamber- letti, almannavarnaráðherra landsins, lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. Fjölmargir flugvellir eru lokaðir, ýmist vegna snjó- iHomu og hálku eða vegna verkfalla. Lestarsamgöngur ganga treglega og almennings- vagnar í borgum í norðurhluta landsins ganga aðeins að nafninu til. „Iðnaðarþríhyrningurinn" svo- nefndi, Milano - Torino - Genova, er svo að segja lamaður, þar sem samgöngur milli borganna eru f molum. Skólar í mörgum borgum eru lokaðir vegna snjókomu og sam- gönguörðugleika. Vegamálastjóri Torino sagði starfí sínu lausu á miðvikudagskvöld eftir að snjóað hafði í borginni í samfleytt 17 klukkustundir og enn hafði ekki verið hafíst handa við að hreinsa ’götumar. Zamberletti, almanna- vamaráðherra, segir borgaryfirvöld viðkomandi borga ekki hafa staðið Vjterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiöill! í stykkinu, þar sem þeim hafí form- lega verið gert aðvart í síðustu viku um mikla snjókomu og slæmt veður í aðsigi. Það er ekki orðum aukið að segja að á Norður-Ítalíu ríki neyðar- ástand. Gífurlegum snjó hefur kyngt niður síðastliðna þijá sólar- hringa og borgaryfirvöld hafa ekki brugðist við eins og skyldi. í Torino er nú um 65 sm jafnfallinn snjór og í fjallahéruðum er snjórinn allt að því 85 sm. Síðastiðinn vetur snjóaði mikið á þessu sama svæði og reyndust ítal- ir þá fremur illa undir snjókomuna búnir. Nú undanfama daga hafa veðurfræðingar ítalska ríkissjón- varpsins varað við veðrinu en þrátt fyrir það reyndust örfáir vera undir það búnir. Mjög fáir hafa bifreiðir sínar í lagi, flestallir aka um á slétt- um dekkjum og jafnvel með ónýt ökuljós, enda er ekkert opinbert eftirlit með ástandi bifreiða hér á landi. Zamberletti, almannavama- ráðherra Iandsins, sagði við frétta- menn í gær að hann hefði varað viðkomandi borgaryfírvöld form- lega við mikilli snjókomu og slæmu veðri síðastliðinn föstudag. „í fyrra gerðum við það ekki og sökinni er skellt á okkur. Nú höfum við gert það, sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir al- gjört neyðarástand, en aðvaranir okkar hafa verið virtar að vettugi." Gianantonio Romanini, vega- málastjóri Torino, sagði starfí sínu lausu að kvöldi miðvikudags þegar snjórinn var orðinn 50 sm djúpur án þess að götumar væru hreinsað- ar. Haft er eftir Romanini í dag- blaðinu La Stampa í gær, að hann hafi um margra mánaða skeið hugs- að út ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir neyðarástand líkt því sem varð í fyrra. „Nú er ljóst að það gekk ekki eins og ég átti von á. Ábyrgðin hvílir á mér og ég sé mér ekki ann- an kost færan en þann að segja starfí mínu lausu." Borgarstjóri setti annan mann í starf vegamála- stjóra Torino til bráðabirgða. Borgarbúar vonast til að hann standi sig betur en forveri hans og sjái til þess að götumar verði hreinsaðar. Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Dagskrá: * Þróun tölvutækninnar. * Grundvallaratriði við notkun tölva. * Notendahugbúnaður. * Ritvinnsla meðtölvum. * Töflureiknir. * Gagnasafnskerfi. * Tölvurogtölvuval. ☆ Umræður og fyrirspurnir. Leiðbeinandi: Yngvi Pétursson menntaskólakennari. Tfmi: 26.-29. janúar kl. 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. i® ■^Jl Tölvufræðslan Borgartúni 28, Reykjavík. ARGUS/SIA VORl jÞROUN? FORSENDA ÞESS AÐ UNNT SÉ AÐ SKARA ERAM ÚR í SAMKEPPNINNI Vöruþróun er fjárfesting í framtíðinni og skiptir sköpum fyrir viðgang nútímafyrirtækja. Tilraunir með nýjungar, forathuganir, smíði frumgerða, verndun hugmynda, framleiðsluat- huganir og endurbætur er meðal þess sem fellur undir vöruþróun. Vöruþróun er ekki eingöngu þróun á nýjum vörum, heldur einnig umbætur á vörum og framleiðsluaðferðum sem þegar eru í notkun. Iðnlánasjóður veitir (áhættu)lán og styrki til sérstakra verkefna á sviði vöruþróunar og nýsköpunar. Hlutverk vöruþróunar- og markaðsdeildar sjóðsins er að styrkja íslenskan iðnað fjárhags- lega til slíkra aðgerða. Gjörðu svo vel að hafa samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um starfsemi vöruþróunar- og markaðsdeildar. IÐIMLÁNASJÖDUR IÐNAÐARBANKINN Lækiaraötu 12 5. hæð Reykjavík sími 20580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.