Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva 1987:
Tíu lög veröa
kynnt í lok febrúar
Alls bárust 59 lög
DÓMNEFND hefur nú hlustað á
þau 59 lög, sem bárust í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðva 1987 og
valið tiu lög til áframhaldandi
þátttöku. Tilhögun keppninnar
nú er með talsvert öðru sniði en
f fyrra og höfðar meira til fag-
manna en áhugamanna í tónlist.
Af þeim sökum er þátttaka af
J!ö$lfu almennings mim minni en
sfðast, segiri frétt frá dómnefnd.
í dómnefnd voru Jakob Magnús-
son og Magnús Eiríksson, skipaðir
af Sjónvarpinu, Magnús Kjartans-
son, skipaður af Félagi tónskálda
og textahöfunda, Hrafn Pálsson frá
Félagi íslenskra hljómlistarmanna
og Asmundur Jónsson frá Félagi
hljómplötuútgefenda á íslandi.
Jóhann G. Jóhannsson átti tvenn
þeirra laga er valin voru og gerði
hann jafnframt báða textana, „Ég
leyni minni ást“ og „Mín þrá“.
Önnur lög, sem komust f tfu laga
úrslitin eru: „Lífsdansinn", lag
Geirmundar Valtýssonar við texta
Hjálmars Jónssonar, „í blíðu og
stríðu“, lag og texti Jóhanns Helga-
son, „Lífið er lag“, lag Gunnlaugs
Briem og Friðriks Karlssonar við
texta þeirra og Birgis Bragasonar,
„Hægt og hljótt" eftir Valgeir Guð-
jónsson, „Sofðu vært“ eftir Ólaf
Hauk Símonarson, „Hanastél", lag
Gunnars Þórðarsonar við texta Ól-
afs Hauks Símonarsonar, „Gamlar
slóðir", lag Þorgeirs Daníels Hjalta-
sonar við texta hans og Iðunnar
Steinsdóttur og „Aldrei ég gleymi"
eftir Axel Einarsson við texta Jó-
hanns G. Jóhannssonar.
Hvert lag hlýtur 150.000 króna
styrk til að fullvinna lögin og verða
þau síðan kynnt í Sjónvarpinu í lok
febrúar. Það lag sem sigrar í keppn-
inni hlýtur 300.000 króna verðlaun
auk þess að vera fulltrúi íslands í
HREINAR HENDUR
MED
HANDÞVOTTAKREMI
s
I
w
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI
r r
Einkaumboðsmenn
fyrir Trounce og
Heavy Duty.
Milliliðalaus dreifing
er í (hreinum) höndum
okkar—
HqGG
Umboðs- og heildverslun
NU sem AÐUR
TROUNCEOG HEAVY DUTY
HANDRVOTTAKREM...
HVAÐ SEM HVER SEGIR,
PAÐ ER Á HREINU!
Smiðjuvegi 14, símar 77152 og 73233, pósth. 4024, Reykjavík
söngvakeppninni. Úrslit innanlands
fara fram 9. mars, en sjálf loka-
keppnin fer fram í Brussel í Belgíu
9. maí nk., í heimalandi Söndru
Kim, sem sigraði í söngvakeppninni
í fyrra sem haldin var í Osló.
Höfundar tfu laga fengu 150.000
króna styrk til að fullvinna lög
sín og var myndin tekin i fyrra-
dag við það tækifæri. Frá vinstri:
Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur
Briem, Ólafur Haukur Símonar-
son, Birgir Bragason, Friðrik
Karlsson, Hermína Benjamíns-
dóttir, sem tók við styrk fyrir
hönd Þorgeirs Daniels Hjaltason-
ar, Jóhann G. Jóhannsson,
Geirmundur Valtýsson, Valgeir
Guðjónsson, Axel Einarsson og
Jóhann Helgason
Islensku barnabókaverðlaunin:
Síðustu forvöð að
skila handritum
ÍSLENSKU barnabókaverðlaun-
in verða veitt i annað sinn nú í
vor og rennur frestur til að skila
inn handritum i samkeppni um
verðlaunin út lO.febrúar næst-
komandi.
Upphaflega var áætlað að
handritum yrði að skila fyrir
áramót en stjórn Verðlaunasjóðs
íslenskra barnabóka ákvað að
framlengja frestinum að ósk
nokkurra rithöfunda.
Verðlaunin í ár nema kr. 50.000,
að viðbættum höfundarlaunum. Sé
miðað við meðal upplag og verð
bamabóka gæti upphæðin numið
hátt á annað hundrað þúsund
króna.
Sérstök dómnefnd mun velja
verðlaunasöguna úr þeim handrit-
um sem berast munu. Ekki eru
nein takmörk á lengd handrits.
Handrit skal merkja með dulnefni,
en rétt nafn skal fylgja í lokuðu
umslagi. Handrit skulu send í
ábyrgðarpósti og er utanáskriftin:
Bamabókaverðlaunin, Vaka Helga-
fell, Síðumúla 29, 108 Reykjavík.
Verðlaunasjóðurinn var stofnað-
ur á árinu 1985 í tilefni af sjötugs-
afmæli bamabókahöfundarins
Ármanns Kr. Einarssonar. Bókaút-
gáfan Vaka Helgafell og fjölskylda
Armanns lögðu fram stofnfé til
sjóðsins, kr. 200.000. Tilgangurinn
var að örva höfunda til að skrifa
bækur fyrir böm og unglinga.
Verðlaunin vom veitt í fyrsta
sinn vorið 1986 og hlaut þau þá
Guðmundur Ólafsson fyrir bók sína
Emil og Skundi.
Ráðgert er að nýja verðlaunabók-
in komi út í apríl næstkomandi.
(Úr fréttatilkynningu)
TÖLVUTÆKNI
26. janúar nk. hefst 3ja mánaða nám-
skeið í tölvutækni. Að loknu námi verða
þátttakendur færir um að leysa algeng
verkefni í forritun og kerfisgreiningu.
Dagskrá:
* Grundvallaratriði í tölvufræði
* Vélbúnaður tölva
* Gagnasafnsfræði
* Forritun í D-base III
* Hagnýt stærðfræði
* Kerfisgreining
* Lausn algengra verkefna úr atvinnulífinu
Örfá sæti laus.
Nánari upplýsingar í síma 687590
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
Opið í Nýjabæ
í dag smmudag
fráeitt til fimm
G0TT FÚLK / SÍA
VÖRUHÚSH1 E/Ð/STORG/