Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 Þessar persónur komutil mín og þeim lá mikið á hjarta Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgfum hið mikla umtal sem nýársleikrit sjónvarpsins hefur hlotið. Lesendadálkar dag- blaðanna hafa verið fuUir af yfirlýsingum og sitt sýnist hverj- um. „Argasta klám“ eða „list- rænt meistaraverk". Fáir virðast hlutlausir. Leikritið hreyfði við áhorfendum og það mjög ræki- lega. Það sem fólk virðist helst sjá verkinu til foráttu er hin erótíska sena, sem kom fram fyrstu mínúturnar. Velta má fyr- ir sér, hvort persónan Haraldur sé ekki nokkurs konar erótískur segull í myndinni og senan e.t.v. notuð til að undirstrika það hlut- verk hans. Minna er talað um textann sem fylgdi hinni umdeildu senu, en þar birtist djúp sektarkennd per- sónunnai Haraldar — minning hans um móðurina. Höfundurinn, Nína Björk Áma- dóttir, gaf góðfúslega leyfi til þess að hluti úr þessum texta yrði birtur og fer hann hér á eftir: Haraldur: „Þegar ég var bam í litla sjávarplássinu, horfði ég á móður mína seint á kvöldin, horfði á hana sitja og horfa út um gluggann, horfa og dylja kvíða sinn, dylja hann mér og bróður mínum sem var yngri en ég. Hún vildi ekki gera okkur óttaslegna og ekki gefa restinni af heiminum, sem var plássið, höggstað á sér. Svona skynjaði ég þetta, þó ég væri bam og gat á einhvem hátt sett það í samhengi við allt annað. Og þegar hafið hremmdi föður minn og kon- umar komu með blóm og kökur, og þegar við gengum eftir kis- tunni, leiddi ég móður mína. Hún titraði örlítið, eins og gráturinn sem hún hélt svo föstum inni í sér, fengi að leita örlítið út í líkama hennar. Um nóttina læddist ég á eftir henni yfir fjörukambinn, niður í fjöruna, faldi mig og hlustaði á grát hennar hljóma við brimið. Heillaður hlust- aði ég á grát hennar. Svo oft fannst mér ég vera vondur að hafa getað notið þessarar stundar eins og ég gerði það. Grátur hennar var ekki sorgargrátur, ekki reiðigrátur, það var eins og hún gréti sig ( sátt við brimið, í sátt við hafið og brimið, sem höfðu hremmt föður minn frá henni. Svona skynjaði ég þetta. Nína Björk er treg að tjá sig um verkið — segir það ekki höfundarins að útskýra, heldur að miðla. „Ég las einu sinni um þekktan rithöfund sem var beðinn um að útskýra verk sitt og hann svaraði Nina Björk Árnadóttir með lftilli sögu, sem ég vil gjaman nota líka við þetta tækifæri," segir hún og brosir. „Sagan er svona: Það var marg- fætla sem mætti kengúru. Kengúr- an segir við margfætluna: Hvemig í ósköpunum ferðu að því að ganga? Þá svarar margfætlan: Fyrst tek ég vinstri fót númer tvö og set hann fram fyrir vinstri fót númer eitt. Svo hugsaði margfætlan sig lengi um — en eftir það gat hún ekki gengið meira." — Ég skrifa af því að ég er innblásin og guð hefur gefið mér þessa gáfu, ég trúi því. Svo verður maður að rækta sinn akur eins vel og maður getur og nota innblásturinn. En í sam- bandi við þetta verk, þá settist ég niður við Drekkingahyl og þessar persónur komu til mín og þeim lá mikið á hjarta. Þannig varð leikrit- ið til. Svo fann leikstjórinn í því ýmis tákn, s.s. speglana og vatnið. Samstarf okkar var einstaklega gott. Ég er mjög sátt við hvernig verkið var unnið. Hvert finnst þér vera hlutverk listamannsins? „Hlutverk listamannsins finnst mér m.a. vera að vekja til um- hugsunar og benda samtímanum á það sem aflaga fer, t.d. á þá sem eru utangarðs og utanveltu í lífínu — að vekja hið mannlega í okkur öllum, veicja það þegar það sefur, því að það býr í okkur öllum fögur manneskja, líka þeim sem skrifa skrílslegustu bréfín til dagblað- anna.“ Telur þú að rithöfundar eigi ekki einnig að skemmta fólki? „Það hafa iíklega allar persónur, allar manneskjur margar hliðar. En ég myndi aldrei setjast niður og segja við sjálfa mig: Nú ætla ég að skemmta, eða nú ætla ég að vekja fólk til umhugsunar. Það vill bara þannig til að þær persónur sem koma til mín eru óþreyjufullar, þeim liggur yfírleitt svo mikið á hjarta, það brennur eitthvað mikið á þeim. En þær hafa auðvitað allar sínar broslegu hliðar líka.“ Fylgdist þú með upptöku leik- ritsins? „Nei. Ég var viðstödd samlestur- Rætt við Nínu Björk Árnadóttur rithöfund um sj ónvarpsleikrit hennar „Líf til einhvers“ inn og svo var ég náttúriega við- stödd þann daginn sem mjmdin var tekin af mér sjálfri. En við Kristín leikstjóri unnum saman í u.þ.b. mánuð áður en hún byijaði að vinna sitt starf. Svo treysti ég henni alveg fyrir því að ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Hún hafði reyndar stundum samband við mig ef það voru einhveijar smávægilegar breytingar sem hana langaði að gera á texta, þá hringdi hún alltaf í mig og bar það undir mig. Það var ekkert f myndinni sem kom mér á óvart, þótt ég fylgdist ekki með æfíngunum. Kristínu fannst það betra að ég væri ekki viðstödd, því að það er mjög stuttur tími sem leikstjórar hafa og mér fannst það mjög eðlilegt. Hún er líka snillingur í sínu fagi og mikill listamaður. Ég hefði ekki treyst öllum svona vel fyrir mínu verki, því var ég alveg róleg, þótt ég væri ekki viðstödd." Hvernig líður þér eftir allt þetta fjaðrafok? Hefur það haft einhver áhrif á þig sem rithöf- und? „Nei, ég held að það hafí engin áhrif á mig sem rithöfund, en mér fínnst nú mál að linni." TEXTI: HRAFNHILDUR V ALGARÐSDÓTTIR Rýmingarsala á vönduðum og góðum kuldaskói Panzl — Puffins — Oswald — Ara — o.fl. gerðir Haelaskór úr leðri kr. 990, áður kr. 2.124. Götuskórfrá Puffinskr. 1.496, áðurkr. 2.495. Einnig ýmsar gerðir frá Si Puffins hælaskór, 3 hælastærðir. Karrýgult st.: 36—41. Áður kr. 2.390. Nú kr. 1.650. Reimaðir götuskór. Áður kr. 996.- Nú kr. 500.- 10 —SKúEnra VELTUSUNCM 1 21212 u T S A L A ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Dömupeysur Herrapeysur Barnapeysur > tg PRJONASTOFAN Uduntv, verslun v/Nesveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.