Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987
Desemberdagar í New York III
Víða í nágrenni hótels okkar, Milford Plaza, mátti sjá merki nýlegra húsbruna — og þótti okkur það ekki einleikið.
Borgin sem aldrei sefur
iníu Hill, sem ekki var síður nafn-
toguð um sína daga en nafna
hennar Avegno (Madame X), sem
sagt var frá í síðustu grein, en fyr-
ir flest annað.
Frægð Virginiu Hill byggðist á
þeirri þjóðsögu, að hún hafí gengið
í rúm allra glæpona Bandaríkjanna,
— verið eins konar draumabrúður
þeirra allra.
Slíka ofrausn og gjafmildi um
holdsins lystisemdir ber hún reynd-
ar ákveðið til baka í endurminning-
um sínum, en segir í látleysi sínu,
að það hafí einungis verið allir þeir
helstu, sem að vísu voru nokkuð
eftirBraga
Ásgeirsson
... Fljótlega verða aðkomumenn
varir við það, að því er iðulega sleg-
ið upp af innfæddum, að New York
sé borgin, sem aldrei sefur.
Vist má það til sanns vegar færa,
en að hún hafi sér einhveija sér-
stöðu fram yfir aðrar stórborgir
heimsins er svo annað mál. Sem
gestir urðum við strax varir við
mikinn mun borgarbragsins á hin-
um afmörkuðu tímaskeiðum sólar-
hringsins svo sem allstaðar annars
staðar. Hins vegar sá ég ekki betur
en að sjónvarpið gengi allan sólar-
hringinn, sem er gott betur en
maður á að venjast, en satt að segja
vildi ég ekki skipta, því að það verð-
ur fljótt þreytandi að horfa á þá
tegund sjónvarps, sem bauðst á
hótelinu. Maður opnaði það og ein-
ungis með höppum og glöppum og
stundum um hánætur er truflun
varð á svefnförurp, en það var sjald-
an. Hins vegar var það ávinningur,
að svefn sótti fljótt á við sjónvarps-
glápið, þótt á stundum væri það
spennandi.
Sjónvarpið var nú öllu fullkomn-
ara en þegar ég var á ferð fyrir
21 ári, en þá var það í svart/hvítu
og náði maður stöðvum víðs vegar
um Bandaríkin. Nú var það í lit,
en ég held, að einungis hafi verið
um staðbundnar stöðvar að ræða,
því að ég sá ekki betur en að af-
ruglari væri á fullu á öðrum
stöðvum.
Misjafnt hafast menn að og
þannig varð mér hugsað til þess,
að í eina skiptið sem sjónvarp var
á hótelherbergi mínu í Austur-
Þýskalandi, sem var í saltborginni
fomu, Halle, seint á síðasta áratug,
— þá var líkast sem heimstyijöldin
síðari væri á fullu. í síbylju var
verið að minna fólk á hana og sýna
kvikmyndir er fjölluðu um hörm-
ungar styijaldarinnar. í New York
aftur á móti var það líkast sem
glæpaöldin, sem var í hvað mestum
uppgangi á fjórða áratugnum, væri
endurrisin.
Menn fylgdust gjörla með elt-
ingaleik lögreglunnar við tvo
morðingja er sloppið höfðu úr fang-
elsi svo og við mann, sem skotið
hafði farþega neðanjarðarlestar til
bana. I tíma og ótíma fengu sjón-
varpsáhorfendur nákvæmar fréttir
af gangi mála og gert var hlé á
öðrum dagskrárliðum, hvenær sem
tilefni gafst til. í báðum tilvikum
náðust glæponarnir og má hér ljúka
miklu lofsorði á lögregluna, sem
eftir þessu „sefur aldrei".
Annað, sem var áberandi og
raunar yfírgnæfði allt annað sjón-
varpsefni, var vopnasölumálið til
írans og var með sanni hart saum-
að að Reagan forseta og ráðgjöfum
hans. Hér héldu menn og einnig
Hér er greinarhöfundur kominn til heimsborgarinnar þar sem bragð
er af hlutunum.
fullkomlega vöku sinni og var gott
til þess að vita og hér kom fram
styrkur hins opna þjóðfélags.
— Er ég lá kviknakinn og endi-
langur í rúminu eftir bað snemma
að morgni dags eða að kvöldi
kveikti ég jafnan á sjónvarpinu og
fylgdist með eltingarleiknum við
glæponina og öðru tilfallandi sjón-
varpsefni. A slíkum stundum er
heilinn sérstaklega skýr og kom þá
fljótt upp í hugann bók Damons
Ruynons, er út kom heima árið
1943 og fjallar einmitt um mislitt
fé og skrýtna karla undirheima New
York-borgar svo sem Tólfhólka-
tobba, Jóa Treitommu, Kalla
Gúmoren, Halla Hrosshaus, Jónka
Spanjóla og jafnvel Kalvín Kolbæs,
sem frægastur var fyrir það að
vera foreldrum sínum elskulegum
mikið áhyggjuefni. Þessum mönn-
um var það mörgum sameiginlegt,
að þeim var það undrunarefni, hvað
menn voru eitthvað viðkvæmir und-
ir iljunum, einkum ef logaði á
eldspítum.
Það var einmitt „heiðursmönn-
um“ af þessari tegundinni, sem
hugkvæmdist að stofna félagsskap-
inn Morð hf. í þeim hjartnæma
tilgangi, að flýta fyrir burtför
óæskilegs fólks úr þessum táradal
og til betri vistar við alsnægtaborð
eilífðarinnar.
Upp í hugann komu og einnig
kaflar úr endurminningabók Virg-
margir. . .
Meðal þessara mörgu voru m.a.
menn eins og Nathan Coiner, Joe
Adonis, Joe Fischetti og Ben Sieg-
el. Hinn síðasttaldi, sem gekk undir
viðumefninu „Bugsy“, var einmitt
einn af hinum níu „heiðursmönn-
um“, sem stofnuðu Morð hf. og
endaði ævi sína í sófa í Lúxusvillu
Virginiu Hill í Hollywood. Félögum
hans þótti þá orðið óbærilegt, að
slíkur ágætishólkari skyldi ekki
þegar vera sestur í öndvegi við
áðumefnt gnægtaborð eilífðarinnar
og fyrirgáfu honum smá misætti
með því að senda honum átta kúlur
í skrokkinn í gegnum glugga vill-
unnar og þar með skutla honum
þangað með hraði þann 20. sept-
ember 1947.
Þess má og geta, að reglan var
(og er) að gróðursetja slíka stór-
hólkara með mikilli viðhöfn og vom
þau blesspartý lengi í minnum höfð
fyrir íburð, grát og gnístran tanna
eftirlifandi elskulegra, mjög treg-
andi lagsbræðra.
Benjamín (Bugsy) Siegel og fé-
lagar hans eiga margt sameiginlegt
með söguhetjum Damons Ruynon
og þeir elskuðu allir Virginiu Hill
og jusu yfir hana milljónum hlúnka
og ómældum kílóum af skartgrip-
um.
Ungfrúin naut þannig ríkulega
ágóða hinnar víðtæku og sérstæðu
góðgerðastarfsemi þeirra hjarta-
prúðu fóstbræðra og skal þess getið
heimsókn hjá Lydiu Dova. Tryggvi Ólafsson skeggræðir við listakonuna en Sigurður Örlygsson, Zwi Screiber og lagskona hans hlýða á
með athygli.