Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 32

Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 fR*fgtn Útgefandi aMufoii&í Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Sviptingar vegna uppsagnar Sú ákvörðun Sverris Her- mannssonar, menntamála- ráðherra, að víkja Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra í Norðurlandskjördæmi eystra, frá störfum hefur vakið mikla reiði. Opinberum starfsmönnum er búið meira starfsöryggi lögum samkvæmt en þeim, sem starfa hjá einakaaðilum. Það þurfa að vera ríkari ástæður fyrir að reka þá frá störfum en hina, sem starfa á almennum vinnumark- aði. Á hinn bóginn felst það ekki þeirri starfsvernd, sem opinberir starfsmenn njóta, að þeir geti í skjóli hennar komist upp með hvað sem er. Sverrir Hermannsson hefði átt að vita það af fyrri reynslu, að það yrði ekki þrautalaust að losna við opinberan starfsmann með þeirri aðferð að víkja honum taf- arlaust úr embætti. Ráðherrann gat vænst þess, að samstarfs- menn Sturlu Kristjánssonar myndu grípa til aðgerða honum til stuðnings og málið yrði deilu- efni á opinberum vettvangi. Þess vegna var nauðsynlegt að leggja strax fram opinberar skýringar á því, hvað knúði á um þessa óvenjulegu málsmeðferð einmitt á þessum tíma. Samtal við menntamálaráðherra hér í blað- inu í gær gefur til kynna, að hann dragi það enn við sig, að skýra frá öllum þáttum málsins. Svo virðist sem ráðherrann hafi valið þann kost að láta aðra krefja sig sagna í stað þess að leggja fram upplýsingar að fyrra bragði. Gefur hann til kynna, að þetta geri hann af tillitssemi við Sturlu Kristjánsson. Á meðan málsatvik eru ekki betur kunn en raun ber vitni er erfitt að leggja dóm á málavexti. Viðbrögð þeirra, sem taka upp hanskann fyrir Sturlu Kristjáns- son, eru helst þau, að samstarfs- menn hans í yfirstjóm fræðsiumála á Norðurlandi eystra segjast honum samábyrg- ir. Þeir telja, að uppsögn hans sé aðför að þeirri „skólastefnu", sem rekin sé í þessu kjördæmi. Þeir telja, að það sé ekki brott- rekstrarsök, þótt útgjöld fræðslu- umdæmisins séu umfram Qárlög. Þeir telja, að hér sé um árás á þá, sem í dreifbýli búa. Þeir telja, að hér séu miðstýringarmenn í Stjómarráðinu að hlutast til um málefni, sem ekki heyri undir þá. Deilunni vegna uppsagnar Sturlu Kristjánssonar hefur verið beint inn á aðrar brautir en þær, sem snúa að honum einum. Menntamálaráðherra gefur til kynna, að uppsögnina eigi ekki að skoða í svo almennu ljósi. Andmælendur ráðherrans vilja, að rætt sé um „skólastefnu" og valddreifingu. Hið einstaka verkefni, sem nefnt er, þegar rætt er um greiðslur umfram fjárlög í fræðsluumdæmi Sturlu Krist- jánssonar, snertir sérkennslu. Telur menntamálaráðherra auk þess, að Sturla hafi brotið trúnað gagnvart ráðuneytinu, þegar efnt var til blaðamannafundar á Akur- eyri, þar sem hann lýsti skoðun- um sínum á tillögum mennta- málaráðuneytisins um fjárveitingar til sérkennslu á ár- inu 1987. Fram hefur komið, að á árinu 1986 hafí verið ráðstafað 11 milljónum króna umfram fjár- lög af fræðsluskrifstofunni í Norðurlandskjördæmi eystra og er látið að því liggja, að það fé hafi runnið til sérkennslu. Halda talsmenn Sturlu því fram, að með þessum greiðslum hafi fræðslu- umdæmið verið að sinna þeim skyldum, sem á það eru lagðar í grunnskólalögunum. Hér að framan hefur orðið skólastefna verið ritað innan gæsalappa. Staðreynd er, að eng- in einhlít skilgreining er til á því, hvað í því felst. Af deilunni um uppsögn Sturlu Kristjánsson- ar mætti ætla, að það væri á valdi einstakra fræðsluumdæma að móta þessa stefnu og fylgja henni fram án tillits til þess, sem til að mynda er ákveðið með fjár- lögum. Þetta viðhorf stangast á við þær reglur, sem gilda að óbreyttu um stjórn menntamála. Hvað sem líður markmiðum, sem sett eru í einstökum lögum, hvort heldur um menntamál eða annað, verða þeir, sem starfa á grund- velli laganna að sníða sér stakk eftir því, sem ákveðið er í ijárlög- um hveiju sinni. Ákvæði Qárlaga mega sín meira um útgjöld úr ríkissjóði en það, sem stendur í grunnskólalögum. Eins og áður segir eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Margt bendir til þess, að það verði ítarlega rætt á Al- þingi, þegar það kemur saman í næstu viku. Er ekki vafí á, að þar verður hart deilt. Vegna yfirvofandi kosninga fá umdeild embættisverk ráðherra á sig ann- an blæ en ella. Menntamálaráð- herra segist ætla að veijast af fullri hörku. Hér duga þó ekki stóryrði til að sannfæra menn um réttmæti brottvísunar heldur að- eins málefnaleg rök, sem hefðu öll átt að vera komin fram nú þegar. Að íslenskum lögum er það alvarlegt mál, þegar opin- berum embættismanni er vikið úr starfí. Hitt er ekki síður alvar- legt, ef fyrirmæli Alþingis um meðferð á íjármunum frá skatt- borgurunum eru vísvitandi höfð að engu. Af hvölum Að okkur hefur verið sótt úr ýmsum áttum vegna hvalveiða í vísinda- skyni. Um þær voru líka skiptar skoðanir hér á landi og má segja að öfgasamtök svonefndra umhverfisverndar- manna og þó einkum Sea Shepherd hafi sameinað okkur í afstöðu til þessara veiða. Margir voru þeirrar skoðunar að Islending- ar ættu að halda sig við ákvörðun Alþingis sem var sú eftir allmiklar sviptingar, að þingið samþykkti að hætta hvalveiðum. Það þætti saga til næsta bæjar, ef ráð- herra breytti slíkum samþykktum í öðrum málum, t.a.m. um sölu áfengs bjórs. Að vísu er Islendingum heimilt að veiða hvali í vísindaskyni samkvæmt ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins, sem við eigum aðild að, en þó eru ríkjandi ólík sjónarmið um túlkun þessa atriðis, m.a. hvað viðkomandi þjóð má veiða marga hvali, hvað hún má selja úr landi og hve mikið magn af hval- kjöti hún verður að torga sjálf. Við töldum það íhlutun í innanríkismál okkar, þegar Bandaríkjastjórn fór að skipta sér af þess- um veiðum og sölu á hvalaafurðum til Japans, en bandaríska viðskiptaráðuneytið var með puttana í því. En málið leystist samt, a.m.k. um stundarsakir, hvað sem verður. Sameinuðu íslendinga Réttur okkar til hvalveiða í vísindaskyni hefur ekki verið vefengdur af ábyrgum aðiljum. Það eru bara öfgamenn sem það hafa gert og eftir ógnandi, og raunar glæp- samlegan yfirgang Sea Shepherd eru íslendingar að mestu sammála um að við nýtum okkur þennan rétt. Hitt er svo ann- að mál, að ekki er víst að það sé rétt að drepa jafnmarga hvali og raun ber vitni og spuming hvort færri gætu dugað. Vísindamenn virðast þó ekki vera á því. Um það er vart rifizt, hvort veiða skuli hval eða ekki. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður hefur þó óhikað lýst því yfir að við ættum að hætta öllum hvalveiðum og á Norðurlandaráðsþingi fengum við gagn- rýni á okkur vegna þessara veiða, að vísu úr þeirri átt sem litlu skiptir (en á þingi þessa sama ráðs áður fékk það engan hljómgrunn að íslenzkar bókmenntir mættu vera á íslenzku í verðlaunasam- keppni, hvað þá að menn mættu tala tungumál okkar í umræðum!) Kjarval hefði áreiðanlega tekið undir gagnrýnina á hvalveiðar í vísindaskyni. Honum óaði við því að drepa þetta stóra spendýr og taldi það mundu hafa ógæfu í för með sér. Hvalir þóttu honum tilkomu- mest allra dýra jarðar, talaði um þá af hlýju og virðingu og skrifaði um þá lof- gjörð. En hann hafði að sjálfsögðu ekkert á móti vísindum, þótt sjálfur væri hann fyrst og síðast unnandi drauma, ævintýra og fegurðar, eins og verk hans bera órækt vitni. En hann hefði líka fyrirlitið ofbeldis- verk eins og Sea Shepherd hefur staðið að. Stefnumörkun Alþingis Morgunblaðið hefur látið í ljós þá skoð- un að óhyggilegt sé að stofna mörkuðum okkar vestan hafs í hættu vegna jafnlítilla hagsmuna og raun ber vitni, og hefur i þeim efnum tekið undir málflutning for- ystumanna útflutningsverzlunar og haldið sig við stefnumörkun Alþingis á sínum tíma. En blaðið hefur þó ítrekað hvatt til þess að láta nú ekki undan öfgaöflum eins og Sea Shepherd og nýta okkur í bili þann rétt okkar að veiða hvali í vísindaskyni. Ólík sjónarmið Á þessu máli eru líka margar hliðar. Skal á þær minnzt og má geta þess að til hliðsjónar er höfð grein Shannons Brow- nlee í Discover nýlega. Það er eftirminnilegt að fylgjast með háhymingskálfí í Sea World í Orlando í Florida, en þangað hafa Flugleiðir nýlega hafið beint flug og er eina alþjóðaflugfé- lagið sem annast ferðir til þessarar ört vaxandi og mikilvægu borgar í miðju Disn- ey-landi, beint frá útlöndum. Háhymingskálfurinn fæddist í september 1985 og vekur mikla athygli, ekki sízt hjá bömum, sem flykkjast á fund hans þar sem hann virðist una sér vel þarna í Sjávar- veröldinni. Brownlee getur hans líka í hvalagrein sinni og segir að 1983 hafí þriðjungur allra höfmnga í dýragörðum verið fæddur þar, en 1979 einungis fímmt- ungur. Sérfræðingar telji að þetta sýni að vel fari um þessi dýr í slíkum dýragörðum, annars mundu þau ekki íjölga sér. Bæði höfmngar og sæljón hafí sýnt að þau hafi góða greindarvísitölu og geti jafnvel skilið orð sem dýratemjarar kenni þeim. Hér sé um að ræða miklu greindari skepnur en áður var vitað og nauðsynlegt sé að halda þeim í tönkum, bæði mönnum til skemmt- unar og í þágu vísinda. Á þetta vilja margir umhverfisverndarmenn ekki hlusta og segja að engu sé betra að setja þessi dýr í fangelsi en saklaust fólk. Fæstir vísindamenn em þó á þeirri skoðun og benda á mikilvægt hlutverk almennings- garða eins og Sea World og annarra dýragarða, þangað sem böm geta komið óhult með foreldmm sínum og kynnzt ver- öld dýranna. Þessi nánu tengsl skapi vinalegt samband milli manns og dýrs og hafi það ekki svo lítið að segja. Ferðir í skemmtigarða minni okkur á að jörðin sé ekki fyrir manninn einan, heldur öll þau dýr sem eftir em og guð skapaði í upp- hafi samkvæmt Genesis. Þegar fyrsti háhymingurinn var til sýnis töldu vel flest- ir að þessi dýr væm blóðþyrst og dræpu sér til skemmtunar, „villimannslegar sjáv- armannætur" vom þau kölluð í grein í Time 1954. En þegar fólk kynntist þeim betur og sá temjara þeirra synda óáreitta við hlið þeirra breyttist afstaða almennings til þessara dýra, sannleikurinn hafði loks- ins komið í ljós. Það em því fáir sem taka undir með dýraheimspekingnum Tom Reg- an sem vill jafnvel banna mönnum að fylgjast með hvölum til að eyðileggja ekki friðhelgi þeirra og einkalíf. Fæstir em líka á þeirri skoðun að við eigum að vera slitin úr tengslum við veröld vísindanna með því að ónáða þau ekki, hvorki til skemmt- unar né vísindalegra rannsókna. Á sama hátt mætti færa rök fyrir hval- veiðum okkar í vísindaskyni og benda á þau atriði sem hér hafa verið nefnd. En það hefur víst ekki hvarflað að neinum að veiða steypireyði eða búrhveli til skemmtunar í dýragörðum eða geyma þessi dýr í til þess gerðum tönkum þar sem hægt væri að fylgjast með þeim í þágu vísinda eins og höfmngum og háhyming- um. Kannski það verði gert einhvem tíma í framtíðinni, svo merkar sem þessar skepnur em og mikilvægar til skilnings á öllu lífi. Háskóla íslands er treystandi til að sjá um þessar rannsóknir og hafa þeir sem með þeim hafa fylgzt talið þær hinar merkustu. Það á væntanlega eftir að koma í ljós. Við ættum líka að hafa náið sam- starf um þessar rannsóknir við merkar vísindastofnanir erlendis. Rannsóknir á höfmngum og háhyming- um hafa leitt margt merkilegt í ljós og hafa verið mjög upplýsandi. Þannig hafa þær verið réttlættar, ekki sízt. Þá er ekki talið, að rostungar, selir eða sæljón séu í neinni hættu og raunar ekki hvalimir held- ur — a.m.k. hvorki höfmngar né háhym- ingar. Líklega vitum við minna um §ölda stórhvela og hættan á útrýmingu þeirra er meiri en smáhvala. Á það leggja um- hverfisvemdarmenn áherzlu, s.s. þeir í Sea Sepherd-samtökunum sem nefnd vom og telja það glæp að veiða þessi stóm spen- dýr, en einnig hófsamari umhverfísvemd- arsamtök eins og Greenpeace, sem við íslendingar þekkjum af misjöfnum kynn- um, Project Jonah og People for the Ethical Treatment of Animals. Bandaríkjamenn settu lög um meðferð sjávarspendýra þegar almenningsálitið snerist gegn hvalveiðum 1972 vegna þess að hundmð þúsunda höfmnga drápust í netum túnfískveiðimanna ár hvert. Lögin um vemdun sjávarspendýra heita Marine MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 17. janúar Mammal Protection Act (MMPA) og sam- kvæmt þeim er bannað að drepa eða ógna spendýmm með einhveijum hætti í banda- rískri fiskveiðilögsögu, þó með nokkmm undantekningum, t.a.m. er innfæddum í Alaska leyfílegt að veiða nokkra hvali eins og verið hefur. Gætum við e.t.v. einnig skírskotað til þess. Um 200 manns hafa byggt afkomu sína á hvalveiðum hér á landi og það er ekki lítið hagsmunamál fyrir þá að halda áfram hvalveiðum þar til vandamál þeirra hafa verið leyst með annarri atvinnugrein. Það heyrðist hljóð úr homi, ef leggja ætti niður 200 þúsund manna atvinnugrein í Bandaríkjunum! Svo efnuðu fyrirtæki sem Hval hf. ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bregð- ast rétt við, áður en allt er komið í óefni og við emm knúnir til að sættast á hval- veiðibann. Það er bamaskapur að halda að þróunin verði ekki í þá átt, nema al- menningsálitið í heiminum snúist á sveif með okkur. En það er harla ólíklegt. Jafn- vel Grænlendingar, sem eiga afkomu sína undir svipuðum sjávarspendýraveiðum og verða e.t.v. að yfírgefa heimili sín ef um- hverfisvemdarmenn hafa sitt fram, era ekki ömggir um að málstaður þeirra verði virtur. Þeir hafa samt getað bent á, að annaðhvort lifí þeir á þessum veiðum eða deyji út að öðmm kosti. Það á ekki við um okkur, sem betur fer. Þess vegna m.a. þurfum við að gera áætlun sem staðizt getur kröfur nýs tíma og nýs hugsunarháttar. En þessi nýi tími hlýtur að taka tillit til vísinda og þeirra krafna sem þau gera til okkar. Við emm ekki ein í heiminum. og náttúrán á ekki að vera ofvemduð frekar en mannlífíð. Við eigum ekki að búa um okkur í geril- sneyddri veröld né umgangast umhverfí okkar eins og það sé dauður líkamshluti í formalíni. En við eigum ekki heldur að taka þátt í að ganga á viðkvæman dýra- stofn. Meðalhófið er vandratað. Geislabyssuleikur Rekkjavik kemur alloft við sögu í banda- rískum fjölmiðum um þessar mundir, eins og sagt var frá í Reykjavíkurbréfí ekki alls fyrir löngu. Þá er að vísu einkum tal- að um toppfundinn og afvopnunarmál, en þó hafa hvalveiðar okkar einnig verið til umræðu eins og kunnugt er og þá ekki alltaf okkur í hag, nema síður sé. Þegar toppfundurinn er til umræðu er oftast lá- tið nægja að tala um Rekkjavik og segir það sína sögu. Það er aðeins Emest Borg- nine sem talar um kuldann yfír Æslandi í Airwolf, en ekki Rekkjavik! Annars kemur margt kynlega fyrir sjón- ir vestan hafs um þessar mundir, eins og líklega ávallt áður. Bandaríkin em fremur heimsálfa en þjóðland í okkar augum, þótt flest sé með svipuðum hætti frá einni borgtil annarrar. Eftirsóknarverðasta leik- fangið sem alls staðar seldist upp jafnóðum og það kom í verzlanir fyrir jólih var e.k. geislabyssa sem breytti bömum í fullorðið fólk og fullorðnu fólki í böm. Skotið er úr geislabyssu á „óvininn" sem er með móttökutæki sem segir til um hvenær andstæðingurinn hitti og gefur þá sérstakt tæki á honum frá sér hljóðmerki um árang- urinn. Það verður ekki langt þangað til íslendingar og aðrar þjóðir verða á kafí í geislabyssuleik! Kannski stjómmálamenn geti notað þessi leikföng í svonefndum sjónvarpsumræðum, sem enda hvort eð er oftast í einhverjum áflogum. Bezt færi þá á því að afvopnunarviðræðum lyki með því að þjóðimar hefðu ekki yfír að ráða öðmm „leikföngum" en slíkum byssum, svo að ekki sé nú talað um hryðjuverka- menn eins og Kaddafí og aðra slíka(!) en það getur því miður aldrei orðið. Við verð- um að þreyja þennan þorra eins og aðra. Þá varð prestlingi einum það á nú fyrir hátíðar að segja bömunum að jólasveinn- inn væri útdauður! Söfnuðurinn rauk upp til handa og fóta og mótmælti þessu og nú hefur prestur sagt af sér embætti. Það varð lítið úr jólagleðinni hjá honum. Menn skyldu vara sig á að taka ævintýrið frá bömunum. Fullorðna fólkið þarf ekki síður á því að halda. Og svo vitum við íslending- ar að nóg er af jólasveinum(!) Cary Grant Cary Grant var svona ævintýri. Við dauða hans var það rifjað upp sem ungur blaðamaður við The Wall Street Joumal, Carrie Doalan, skrifaði eftir samtal við hann í San Francisco: Nýlega var ég ein með Caiy Grant í fallegu hótelherbergi. Lífi mínu hefur ekki verið eytt til einsk- is!.. . Það era aðeins tvær ástæður til að verða blaðamaður, önnur að aðstoða við að breyta heiminum, hin að hitta Cary Grant. Nú er síðari ástæðan horfín af sjón- arsviðinu. Grant var orðinn goðsögn í Bandaríkjun- um. Hann lézt á 83ja aldursári, en hafði vit á því að hætta að leika fyrir tuttugu ámm. Hann var ágætur leikari, en þó eink- um góður gamanleikari eins og sjá má af mynd þeirra Katherine Hepbum, Bringing up Baby, svo dæmi sé nefnt. Hann var óspilltur „svo nálgaðist kraftaverk", segir í einni fréttinni um lát stórstjömunnar. Annars ná þær háum aldri, margar stjömumar í Hollywood. Bob Hope sem kominn er til ára sinna sagði um daginn í sjónvarpssamtali um annan þekktasta gamanleikara Bandaríkjanna, George Burns, að hann væri 92ja ára og hefði nýlega gert samning til fímm ára! Svo efnuðu fyrir- tæki sem Hval hf. ætti ekki að verða skotaskuld úr því að bregðast rétt við, áður en allt er komið í óefni og við erum knún- ir til að sættast á hvalveiðibann. Það er barna- skapur að halda að þróunin verði ekki í þá átt, nema almenningsálitið í heiminum snúist á sveif með okkur. En það er harla ólíklegt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.