Morgunblaðið - 18.01.1987, Side 43

Morgunblaðið - 18.01.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 43 J Kveðjuorð: Þórdís Kristjánsdóttir frá Hermundarfelli Fædd 23. febrúar 1901 Dáin 14. desember 1986 „Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör, voru sjóir með hrynjandi trafi." (E. Ben.) það var einhvem veginn auðvelt að fyrirgefa Þórdísi allt, því maður vissi alltaf, að hjartað var viðkvæmt og varmt, þó varirnar flytu ekki í gælum. Þórdís gat verið fádæma skemmtileg, þegar hún vildi það við hafa. Og frásagnargáfan var ein- stök. Eg minnist margs, sem hún sagði mér frá uppvaxtarárum sínum fyrir norðan, og áranna á Þórshöfn, Akureyri, í Kaupmanna- höfn og víðar; minnist alls þess svo lifandi eins og hefði gerst i gær. Slíka frásagnargáfu eiga aðeins skáld. Það var synd, að Þórdís skrifaði aldrei neitt. Hún hefði áreiðanlega ekki staðið að baki bróður sínum, hinum góðkunna og vinsæla rithöf- undi Einari Kristjánssyni frá Hermundarfelli. Nú er Hjúkrunarskólinn ekki lengur til í sinni gömlu góðu mynd. Nú er hann orðinn að „hjúkrunar- braut" innan Háskóla íslands. Efláust er það allt gott og blessað. Það hlaut vist að koma að því. Allt stefnir að fullkomnun og fram- þróun, og það er vel. En í mínum huga og margra annarra, skyggir það ekki á þá veröld, sem var. Og ég veit, að það eru fleiri en ég, sem finna mildan yl streyma að hjart- anu, þegar þeir aka eða ganga framhjá Hjúkrunarskólanum, og eins og ósjálfrátt koma þá fram í hugann orðin „Hús minninganna". Já, eins og Grímur Thomsen sagði: „Aldrei deyr, þótt alltjim þrotni, endurminningin þess sem var.“ Blessuð sé minning Þórdísar Kristjánsdóttur og allra þeirra hinna gömlu samstarfsmanna. Gróa Ásmundsdóttir Hinn 22. des. sl. var lögð til hinztu hvílu gömul og góð vinkona mín, Þórdís Kristjánsdóttir frá Her- mundarfelli í Þistilfirði. Um 20 ára skeið vorum við vinnufélagar á símavaktinni í Hjúkrunarskólanum. Frá þessum tíma er margs að minnast og margt að þakka. Þótt nú sé nokkuð langt frá því við Þórdís áttum þar saman starfs- vettvang, hefur mér við fráfall hennar orðið tíðhugsað tii þeirra ára — sérstaklega þeirra löngu liðnu, fyrir um 25—26 árum. Þá var mikill „stíll" yfír Hjúkrunar- skólanum og kennslunni þar. Þá var skólinn stórt heimili með 120—150 námsmeyjum, og allt í föstum skorðum, undir styrkri stjóm frk. Þorbjargar Jónsdóttur skólastjóra. Sumum þótti aginn kannski stund- um nokkuð strangur, en ég hefi heyrt marga nema frá þeim tíma segja nú: „Þetta voru yndisleg ár.“ Og ég held að það sé satt. Starfsfólk skólans var þá yfirleitt miðaldra og fullorðið og samtaka um að vinna þessu stóra heimili eftir sinni beztu getu, hver á sínu sviði. Úr þessum hópi eru nú fímm horfnir inn í eilífðina. Eg minnist þeirra geðugu og góðu saumakvenna Halldóru Karls- dóttur og Jóhönnu Jónsdóttur. Ég minnist umsjónarkonunnar Helgu Jónsdóttur, sem lifði alveg fyrir skólann; fyrir hreinlætið — og blóm- in og allt. Ég minnist umsjónar- mannsins og þúsundþjalasmiðsins Jóns Sigurðssonar. Og ég minnist nú síðast Þórdísar minnar með alla brandarana og sniðugheitin. Brandaramir gátu nú stundum verið dálítið beizkir, en Norðurverk ræður fram- kvæmdastjóra TVEIR nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir hjá Norður- verki hf. í stað Franz Árnasonar, sem tekið hefur við sem fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Akur- eyrar. Framkvæmdastjóramir em Páll Sigurjónsson, sem áður var skrif- stofustjóri fyrirtækisins, og Jónas Sigurbjörnsson, tæknifræðingur. Páll kemur til með að annast fjár- mál og skrifstofurekstur en Jónas verklegar framkvæmdir. Að sögn Páls er unnið við að ljúka framkvæmdum við Leiruveg yfír Eyjafjörð þessa dagana, ennfremur við Esso-planið við Hörgárbraut. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! , IBM SYSTEM/36 Ckkatök á atvinnurekstriniim Tölva atvinnumanna. Það er engin tilviljun hve mikið kveður að IBM SYSTEM/36 í atvinnulífinu. Af fjöl- mörgum notendum má nefna: Iðnfyrirtæki, bæjarfélög, kaupfélög, banka, heildsölur, smásölur, vél- smiðjur og fyrirtæki i sjávarútvegi. Alvörutölvuvæðing eða tölvuvæðing til málamynda? Ljóst er að í mjög náinni framtíð stóreykst notkun á tölvum. Þróun hugbúnaðar verður enn stórkostlegri en áður. Nauðsyn- legt er að fyrirtæki séu viðbúin fram- þróuninni og komi sér upp réttum vélbún- aði í tæka tíð. Allt hálfkák er til óþurftar, það getur reynst dýrkeypt síðar meir að sitja uppi með óhentugan vélbúnað. Að duga í samkeppninni. Þegar fyrirtækið er vaxið upp úr einmenn- ingstölvunni er ekki hyggilegt að leita bráðabirgðalausnar. Sjálfsagt er að hefja strax alvörutölvuvæðingu með IBM SYSTEM/36. Þar tekur reynslan af öll tvímæli. IBM SYSTEM/36, árgerð 1987, er ný fjölnotendavél með geysilega öflugum örgjafa. Hún er tæknilega fullkomin, auðveld í notkunog hagkvæm í rekstri enda sérhönnuð til að veita þér óskatök á atvinnurekstrinum. Hringdu eða littu inn hjá okkur. Þú ert aufúsugestur hjá IBM. mmmmmm mmmmmmm^ tmmmm mmmm VANDVIRKNI í HVÍVETNA Skaftahlið 24 -105 Reykjavík • Sími 27700 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.