Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 7

Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 RÚV Sjónvarp: Móðir Teresa Móðir Teresa og Richard Attenborough. ■■■■I í kvöld verður sýnd 0025 rnynd í ríkissjónvarpinu —” um störf Móður Teresu, en hún fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1979, svo sem alþjóð er kunn- ugt. Leikstjórinn Richard Attenbor- ough er umsjónarmaður þessarar 82 mínútna löngu myndar, sem spannar nokkur ár í lífí nunnunar. Myndin hefur hvarvetna fengið frá- bærar viðtökur og má nefna að hún hefur verið sýnd sérstaklega í Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna, í Öldungadeild Bandaríkjanna og Páfagarði, en slíkt er einsdæmi á öllum þremur stöðum. Þótt flestir kannist við friðar- verðlaunahafann, þekkja færri störf hennar. í fjölmörg ár var hún ger- samlega óþekkt nunna í Kalkútta á Indlandi og kenndi þar landa- fræði. Árið 1946 fékk hún köllun til þess að hjálpa fátækum og sjúkurp á strætum borgarinnar. Tveimur árum síðar fékk hún leyfí páfa til þess að stofna Kærleikstrúboðið og síðan þá hefur reglan sífellt breiðst út. Nú rekur hún 320 trúboð í 75 löndum í öllum álfunum fimm. í myndinni er Móðir Teresa elt þar sem hún sinnir hjálparstörfum á mörgum hijáðustu stöðum jarð- kúiunnar, þ. á m. í Beirút, Guate- mala á meðan hemaðarástandi þar stóð, hungursvæðum Afríku og fá- tækrahverfum Kalkútta og suður- hluta Bronx í New York. Rás 1: Þjóðtrú og þjóðlíf BHH Nú í morgun verður 1 A 25 þriðji þáttur Ólafs Ragn- -l ”arssonar um þjóðtrú og þjóðlíf. í þættinum verður. m.a. fjallað um ítarlega könnun á viðhorfum íslendinga til þjóðtrúar og dul- rænna fyrirbæra og reynslu landans í þessum efnum. Olafur mun m.a. ræða við dr. Erlend Haraldsson, lektor við Háskóla íslands, sem stjómaði þessari könnun, um niður- stöðumar og þau efnisatriði, sem beint tnegjast þjóðtrú landsmanna. Sagt verður frá álagabletti í . Ytri-Njarðvík og flutt harla ótrúleg frásögn af hrossadauða í Mosfells- sveit, sem rakinn var til hrófls við álagasteini. Þá verður rætt um þjóð- trú tengda dýrum og sérstaklega köttum. Þættir Ólafs em vikulega á sama stað og sama tíma. HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- reiKnmg pinn manaoariega. E E SIMINN ER 1 140 1 141 Heimshornin færast nær Nú færast heimshornin óðfluga nær. Við leitum ódýrustu leiða í áætlunarflugi um allan heim og gerum langferðina léttari á pyngjuna en nokkru sinni fyrr. Við pöntum flugfarseðla, hótelherbergi og bílaleigubíla hvar sem er í heiminum, útvegum miða í leikhúsið eða AUSTDRLÖND FJÆR Bangkok ................................. 39.860.- Singapore ............................... 43.350.- Tokyo.................................... 47.320.- SUDURAMIRÍKA RiodeJaneiro............................. 47.320.- BuenosAires.............................. 47.320.- Montevideo............................... 47.320.- Santiago ................................ 47.320.- IVRÖPA Kaupmannahöfn............................ 15.350.- Osló..................................... 14.310.- Helsinki................................. 20.970.- Múnchen ................................. 25.730.- óperuna, áfótboltavöllinn, í skoðunarferðirog ótal margt fleira. Traust viðskiptasambönd, fjölmargir sérsamningar og víðtæk þekking á ferðamarkaðnum, jafnt hér heima sem erlendis, tryggja þér góða þjónustu á lægsta fáanlega verði. Róm.................................................. 22.660.- Brussel ............................................. 18.320.- París ............................................... 18.810.- Berlín............................................... 19.500.- NORÐUR AMIRÍKA________________________________________________ Bandaríkjahringur með Delta flugfélaginu - 4 borgir, 3 að eigin vali, og hægt að bæta allt að 4 borgum við. Ótal möguleikar á ótrúlegum kjörum, t.d.: Reykjavík-New York-Los Angeles-San Fransisco-Seattle-New York-Reykjavík. Verðaðeins kr. 26.980.- Verö miðast viö gengi 13.1.1987 og eru háö ákveðnum skilyrðum um fyrirvara á bókunum o.fl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofum okkar. Láttu okkur um viðskipta- og orlofsferðirnar. Pjónustuna færðu án endurgjalds! Samvinnuferdir - Landsýn Hotoi Soqu viö Haq.itorg Austurstræti 12 Simar 91-27077 & 91-28899 91-622277 Akureyri Skipagotu 18 96-21400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.