Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 „Enn einum frönskum blaða- manni var rænt í Beirut í gær.“ Eitthvað á þessa leið var fréttin úr sjónvarpinu, sem skall á eyrum. Skar í eyrun. Eðli þessa stuttorða miðils samkvæmt eru sjónvarps- fréttir þeirrar náttúru að vekja snögga athygli á að eitthvað hafí gerst, en áhugafólk um efnið sækir svo ítarlegra framhald í aðra fréttamiðla með meira svig- rúm. í þetta sinn fannst þó sáralítið meira um málið. Víðast ekkert. Þessi íslenski Qölmiðla- neytandi var semsagt kominn með sérþarfír - eftir dvöl í Frakkalandi á þessu blóðuga hausti með hryðjuverkum og mannránum. í landi þar sem slík frétt hefði kom- ið við kvikuna í hveijum manni. Myndin af Roger Augue, sem lagði sig í þessa hættu til að flytja fréttir af atburðum í stríðshijáðu landi, mun nú birtast á hveiju kvöldi í upphafí fréttatímans á skjánum á rás tvö í Frakklandi, ásamt mjmdunum af hinum gisl- unum sex með orðunum:„ Enn eru í haldi hjá mannræningjum ..." og svo lesin nöfnin og tala þeirra daga sem hver og einn hefur ve- rið á valdi hryðjuverkamanna, sumir á þriðja ár. Hvemig ætli viðbrögðin yrðu hjá okkur ef hann Ómar Ragnarsson eða einhver annar af þeim fréttamönnum sem við þekkjum best af skjánum, væri t.d. gripinn við að afla okkur frétta og haldið við illa aðbúð ein- hvers staðar. Nú eru 19 slíkir fangar mannræningja í Líbanon - meðal þeirra þekktir fi-éttamenn sem hafa verið að afla þeirra frétta sem berast á skerminn okk- ar úr þvísa landi Og til hvers? Jú, til þess að láta þá hrína. Þá verður að hafa manneskju sem öllum er ekki sama um, menn sem eru að störf- um sínum að mannúðarmálum, menningarmálum eða að afla frétta. Slíkur maður vekur mesta athygli. Og svo er að halda hon- um, láta leka út fréttir af honum á myndbandi sem hann er neydd- ur til að lesa inn á og þar sem sést hve vesældarlegur hann er orðinn eða hóta að drepa hann innan ákveðins tíma ef ekki verð- ur farið að einhverri kröfu. Amóta og að láta ungann hrína þar til móðirin þolir ekki við. Áhrifamik- ið! Nánustu ættingjar fangans koma fram í fjölmiðlum og biðja griða - ekki mannræningjana heldur þá sem hótað er. Markmið- ið að ná haustaki á ríkisstjóm viðkomandi þegns og fjarstýra henni. Hryðjuverk og mannrán eru orðin stríðsrekstur nútímans og óhugnanlegasta ógn framtíðar- innar. Það eru öflugustu og óhugnanlegustu vopnin, sem erf- iðast er að veijast. Styijöld af þessu tagi, sem rekin er með því að kvelja ein- hvem og láta hann kveina, til að ná til þriðja aðila, er enginn ridd- arabardagi, svo sem vel kom fram í sprengjuöldunni í París í sept- embermánuði. Þar er engin miskunn. Það fór í öllum sinum hryllingi ekki fram hjá neinum þegar á skerminum inni í stofu blasti við blóðbaðið á Rue de Renne. Sundurtætt fólk, opinn kviður, fótalaust bam, blóð út um allt þama á gangstéttinni þar sem maður var vanur að ganga um í þvögunni. Egypskur sjónvarps- flokkur hafði verið að kvikmynda þessa miklu umferðargötu þegar sprengjan, sem stungið hafði ver- ið í ruslakörfu, sprakk í þvögunni, full af nöglum til að skaða sem mest. Hvemig að var staðið sýndi hið algera miskunnarleysi. Valið var síðdegi fyrsta miðvikudags eftir að skólar byija í Frakklandi, en þá er ekki kennt og allar mæður að kaupa skólafatnað til vetrarins á bömin sín. Og valin var ódýr stórverslun með slíkan fatnað, þar sem efnaminna fólk kemur til að fá skólaföt og hefur bömin með til að máta á þau. Árangurinn varð eftir því. Áhrifamikið til að fá fram hvaða kröfu sem er? í þessu til- felli og mörgum hinna að sleppa án ákæni Georges Ibrahim nokkr- um Abdalla frá Libanon, sem fundist höfðu hjá vopnin sem grandað höfðu tveimur mönnum. Einn þátturinn í þessum skipu- lagða hemaði verður nefnilega að vera sá að geta fullvissað hryðju- verkamenn sína um að þeim verði með hvaða ráðum sem beita þurfí bjargað frá fangelsi ef þeir nást. Ánnars kjmnu þeir að hika við eitthvert fyrirskipað grimmdar- verkið. En til að vinna stríðið allt, ná algem kverkataki á öðmm þjóðum og hræða okkur öll frá að fara inn í þessi lönd sem loka- markmiðið er að ná og frá að ftytja þaðan fréttir eða rétta hjálp- arhönd undirokuðum, dugar vitanlega ekki að vinna eina og eina omstu. Fá einhveija eina kröfu uppfyllta. Alltaf má taka annan gisl þótt einum sé sleppt og skelfa almenna kjósendur með sprengjum á almannafæri með nýjum kröfum. Þannig má líka haJfa algert haustak á fjarlægu landi. Ein krafan í haust var að franski forsætisráðherrann hætti við að taka á móti Peresi forsætis- ráðherra Israels í ákveðna heimsókn. Semsagt að fjarstýra öðm ríki. Ákveða því gesti. Segja því fyrir verkum með hótunum um að halda áfram að drepa með óvæntri sprengju þvottakonu á pósthúsi, gesti á veitingahúsi, far- þega f almenningsfarartæki eða umsækjendur um dvalarleyfí í opinberri skrifstofu. Þetta er hin óhugnanlega hemaðarlist nútím- ans. Og hana skjmjar maður kannski ekki fyrr en maður fínnur hana næstum á eigin skinni. Er orðinn feginn að sjá fímm alvopn- aða lögregluþjóna með hríðskota- byssur á vakt kring um húsið sitt á nóttunni. Ekki von að íslending- ur skjmji stórfréttina í mannráni á fréttamanni og að hún er liður í skipulegu mjmstri. Átti sig á að það er komið stríð - hin nýja teg- und af heimsstyijöld, sem virðist ætia að breiðast út um heims- byggðina og ekki er fundið ráð til að veijast. Nú síðast hefur Terry White, sendimaður ensku kirkjunnar og milligöngumaður í gislamálum ráðlagt Vestur- landabúum að vera ekki í Líbanon, það sé of hættulegt. Er kannski komið að því að enginn þorir að fara inn í þessi lönd og ffytja frétt- ir? Ekki fremur en inn í Afganist- an. Ein stórorustan unnin í heims- styrjöldinni. Eða er það kannski ekki markmið Sýrlendinga að ná Líbanon með aðgangi að Miðjarð- arhafí? Hiyðjuverkahópamir og mannræningjanir koma alltaf fram undir nýjum og óþekktum nöfnum, en það skondna er að allir vita að þeir eru þjálfaðir í þremur löndum, Sýrlandi, Iran og Líbíu og flýja þangað í skjól eftir hvert ódæðisverkið, en enginn ábyrgur valdamaður á Vestur- löndum þorir að segja það. Hver vill bera ábyrgð á því að móðga þarlenda og láta drepa sinn landa í gislingu eða bömin á götunni heima? Þegar gisl er sleppt er það alltaf gegnum og fyrir áhrif þess- ara sömu stjóma og fyrir ein- hveija uppfyllta kröfu. Því verður að sleikja þá upp og gæta sín, um leið og hrópað er upp að aldr- ei verði látið undan ógnunum mannræningja. Þá geti enginn verið óhultur. Fámenn þjóð eins og Islendingar, sem metur hvert eitt mannslíf í hættu, getur kannski skilið það - a.m.k. ef gisl- inn væri hann Ómar okkar, sem Iáta ætti lönd og leið. Að sitja yfir annars hlut og ota sínum tota greitt er ekki bundið einn viðstað; nei, alþjóðlegt er það Piet Hein/Auðunn Bragi Kveðjuorð: Andrés Þormar fv. aðalgjaldkeri Föðurbróðir minn, Andrés G. Þormar fyrrverandi aðalgjaldkeri Landssímans, lést í Borgarspítalan- um 30. desember sl. tæplega 92 ára gamall. Andrés fæddist í Geitagerði í Fljótsdal 29. janúar 1895, en þang- að fluttust foreldrar hans árið áður. Þau voru hjónin Guttormur Vigfús- son bóndi og alþingismaður og Sigríður Guðbjörg Anna Sigmunds- dóttir frá Ljótsstöðum í Skagafírði. Ætt Guttorms var frá Austurlandi. Faðir hans var Vigfús Guttormsson bóndi á Amheiðarstöðum, sonur Guttorms Vigfússonar stúdents, bónda og alþingismanns á Arn- heiðarstöðum og Halldóru Jóns- dóttur en móðir hans var Margrét dóttir Þorkels Ámasonar prests á Stafafelli í Lóni og Helgu Hjörleifs- dóttur. Sigríður í Geitagerði var ættuð úr Skagafírði og Eyjafjarðar- sýslu. Faðir hennar var Sigmundur Pálsson bóndi á Ljótsstöðum á Höfðaströnd og verslunarstjóri á Hofsósi, sonur Páls Jónssonar hreppstjóra í Viðvík og Sigríðar Jónsdóttur á Ljótsstöðum en móðir hennar var Margrét dóttir Þorláks Þorlákssonar bónda á Vöglum á Þelamörk og konu hans Margrétar Jónsdóttur frá Hóli á Upsaströnd. Systkinin í Geitagerði voru átta, sjö bræður og ein systir. Þau voru Páll, Vigfús, Stefán, Arnheiður, Sigmar, Andrés, Þorvarður og Geir, en þau tóku sér ættarnafnið Þorm- ar skömmu fyrir 1920. Þau eru nú öll látin og lifði Andrés einn systkin- anna síðustu 10 árin. Andrés stundaði nám í Búnaðar- skólanum á Eiðum í tvo vetur, en lauk síðan gagnfræðaprófí frá Ak- ureyri 1918. Hann hafði ekki áhuga á frekara námi, en hugur hans beindist frekar að listum á þessum árum eins og reyndar ætíð síðar. Hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður Landssímans árið 1919. Árið 1923 tók hann við stöðu aðalgjaldkera Landssímans og gegndi henni í yfir 40 ár til árs- ins 1965, er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var einn af frumheijum í Félagi íslenskra síma- manna og var formaður þess í 12 ár. Hann var fulltrúi á fyrstu þing- um BSRB og í stjórn þess um árabil. Þá var hann ritstjóri Síma- blaðsins í meira en 40 ár. Hann hefur sjálfur sagt frá því hve oft var erfítt að vera samtímis einn nánasti samstarfsmaður landssíma- stjóra og standa jafnframt svo framarlega í kjarabaráttu fyrir stéttarfélagið. Honum mun þó hafa farist þetta vandasama verk farsæl- lega úr hendi. Eins og áður segir var aðal- áhugamál Andrésar listir, aðallega leiklist. Hann hreifst mjög snemma af verkum íslensku skáldanna í Kaupmannahöfn, einkum mun Jó- hann Siguijón: 3on hafa haft sterk áhrif á hann. Hann hóf sjálfur að semja ritverk á árunum upp úr 1920, þótt það yrði ekki aðalvett- vangur hans síðar á ævinni. Árið 1921 kom út eftir hann bókin Hill- ingar, sögur og ævintýri og leikritið Dómar, sem leikið var af Leikfélagi Akureyrar 1925—26 og aftur 1953. Þá skrifaði hann leikritið Svörtu augun, sem leikið var í útvarpi 1939 og 1946. Hann ritaði talsvert í blöð um leiklist og var um tíma leikdómari fyrir blaðið Vörð. Eins og áður er getið var Andrés rit- stjóri Símablaðsins frá 1924 til 1968 að einu ári undanskildu og þar ritaði hann fjölda greina. í nóv- ember 1926 fékk hann leyfi frá störfum og sigldi þá til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. í þeirri ferð kynnti hann sér bókhald hjá norsku símastjóminni í Osló, en sótti einnig fyrirlestra um bók- menntir við lýðháskólann í Voss í Noregi. Þá notaði hann tímann vel til að skoða söfnin í Osló, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn og fara í leikhús í þessum borgum. Hann kom heim úr ferðinni á miðju sumri 1927. Andrés átti mikið og gott bóka- safn og eignaðist flest ef ekki öll leikrit, sem komið hafa út á íslensku. Leikritasafn sitt gaf hann Ámastofnun fyrir allmörgum árum. Þá safnaði hann öllu efni sem birt- ist á prenti um byggingu og fyrstu sýningar Þjóðleikhússins. Þessar heimildir lét hann binda í skinnband í stóra bók, sem hann síðar gaf Þjóðleikhúsinu. Eftir að Andrés hætti störfum hjá Landssímanum fékk hann betri tíma til að sinna áhugamálum sínum og var sístarf- andi að þeim. Um áttrætt byijaði hann að safna íslenskum leikskrám allsstaðar að af landinu. Varð hon- um vel ágengt, þrátt fyrir það að sjónin væri orðin mjög lítil, enda vann hann þetta eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur af miklum krafti. Hann hélt áfram að grúska í ýmsu varðandi leiklist eins lengi og sjónin framast lejrfði. Þann 27. september 1930 kvænt- ist Andrés Guðlaugu, dóttur Gunnars Ólafssonar útgerðarmanns og alþingismanns í Vestmannaeyj- um, og konu hans Jóhönnu Eyþórs- dóttur. Árið 1934 byggðu þau ásamt öðrum hús á Sóleyjargötu 33 og áttu þar heima alltaf síðan. Þau eignuðust tvo syni, Gunnar tannlækni, sem fæddur er 1932 og Birgi lögfræðing, fæddur 1939. Barnabömin eru fjögur. Guðlaug dó 15. september 1974 og eftir það bjuggu þeir feðgarnir Andrés og Birgir saman á Sóleyjargötunni síðustu 10 árin. Þrátt fyrir öll sín miklu störf að félagsmálum um ævina var Andrés Þormar hlédrægur maður í eðli sínu og vildi ekki láta mikið á sér bera. í viðtali sem blaðamaður Morgun- blaðsins átti við hann níræðan byijaði hann með þessum orðum: „Ég hef nú aldrei verið gefínn fyrir að láta neitt koma um sjálfan mig á prenti." Þessi orð lýsa honum vel. Hann var heiðarlegur maður og hreinskilinn og þoldi illa óheiðar- leik annarra. Baráttumaður var hann mikill fyrir þeim málum sem hann tók að sér og fylginn sér. Hann var fremur alvörugefínn, en gat verið glettinn og gamansamur og gladdist oft með góðum vinum, ættingjum og nágrönnum. Síðustu ár ævinnar missti hann sjónina að mestu. Hann undi því illa að geta hvorki lesið ne skrifað og bara glápa út í loftið, eins og hann orðaði það. Hann fylgdist þó vel með öllu sem gerðist í kringum hann og þjóðmálum. Athafnaþráin var óskert fram undir það síðasta og fékk hún útrás með notkun símans, því hann gat hringt sjálfur í þá sem hann vildi tala við. Ræddi hann þau mál sem gripu hug hans hveiju sinni svo sem ættfræði, því hann var ættrækinn og lét sér eink- um annt um þá sem bera Þormars- nafnið. Mörg undanfarin ár hefí ég ásamt móður minni og bróður heim- sótt þá feðga Andrés og Birgi um áramót og við verið samán þegar nýja árið gekk í garð. Þessar sam- verustundir voru okkur öllum mjög mikils virði. Það stóð til að við heim- sæktum hann einnig um síðustu áramót á spítalann. Af því varð ekki því hann lést daginn fyrir gamlársdag. Dauðinn kom sem eðli- legur endir á langa ævi. Þar með rofnuðu þó mikilvæg tengsl okkar hinna við þessa kynslóð, sem nú er óðum að hverfa. Við sem þekkt- um Andrés og þótti vænt um hann söknum hans nú. Blessuð sé minning Andrésar Þormar. Guttormur Þormar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.