Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 GREIÐENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 20. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI Góðan daginn! Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Skinnin verður að strekkja á sérstakri fjöl áður en þau eru sett í þurrkara. Borgarfjörður: Metdagur í skinnaverkun ^ Kleppjárnsreykjum. Á KLEPPJÁRNSREYKJUM reka Guðmundur Kristinsson og bræð- umir Jón og Guðmundur Péturssynir skinnaverkun. Frá nóvember til loka febrúar era verkuð um 1500 refaskinn. Eru skinnin aðallega frá þeim sjálfum, en auk þess verka þeir refaskinn fyrir fjóra aðra refabændur. Skinnafjöldi fer vaxandi á hverju ári þar sem lífdýrum fjölgar þangað til full nýting er komin á búin. Bændur eru einnig að ná betri tökum á pöraninni en Þegar fréttaritari leit inn í skinnaverkunina var mikið að gera því það var síðasti dagur til að setja í þurrkarann til að ná með skinnin á uppboð hjá DPA sem verður um miðjan mars. Þetta var metdagur, búið að verka 115 skinn og allir þurrkarar orðnir fullir. Hægt er að þurrka 270 skinn í einu. Það er mjög vandasamt verk og þarf raki og hiti að vera mjög nákvæmur. Reiknað er með um einnar klukku- stundar vinnu við hvert skinn. Fyrst þarf að skafa alla fitu af og snyrta. Síðan er skinninu velt úthverfu upp úr sagi og það strengt á sérstaka fjöl. Skinnið er látið í þurrkara og síðan þarf að kemba það og bursta áður en það er sent á uppboð. Skinnin eru seld í gegnum Kjörbæ það er mjög vandasamt verk. og Hagfeld og fara því bæði á upp- boð í Danmörku og London. Fóðurstöð er rekin í Borgamesi sem er í eigu refabænda á Vestur- landi en rekstur hennar gekk illa á síðastliðnu ári. „En það þarf að gera átak til að koma þessu til betri vegar,“ sagði Jón Pétursson sem er stjórnarformaður í fóðurstöðinni. Áætlað fóðurmagn á næsta ári er um 1000 til 1200 tonn. Loð- dýrabúum fer fjölgandi á Vestur- landi, og sýnir það þá miklu bjartsýni sem er í bændum í þess- ari búgrein. Guðmundur Kristins- son sagði: „Það er ekki bara tískan sem við lifum á.“ Hann vonaðist til að verðið hækkaði á næsta uppboði vegna kuldanna í Evrópu undanfarið. - Bernhard. Reykjanes: Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins ákveðinn KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesi hefur ákveðið framboðslista til AI- þingis á vori komanda. Efstu tíu sæti listans skipa: 1. Geir Gunnarsson, alþingismað- ur 2. Ólafur Ragnar Grímsson, pró- fessor 3. Ásdís Skúladóttir, Félagsmála- stofnun Kópavogs 4. Bjargey Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri 5. Johanna Axelsdóttir, kennari 6. Hilmar Ingólfsson, skólastjóri 7. Soffía Guðmundsdóttir, hjúk- runarfræðingur 8. Garðar Vilhjálmsson, flugaf- greiðslumaður 9. Sigurður Á Friðþjófsson, rit- höfundur og blaðamaður 10. Sólveig Þórðardóttir, ljós- móðir radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi heldur almennan fólagsfund fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 í Valhöll, sal 1. Efni fundarins: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Gestur fundarins verður Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaöur. 3. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Árnessýsla — Selfoss Aðalfundur F.U.S. Árnessýslu verður haldinn á Tryggvagötu 8 mánu- daginn 19. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Önnur mál. Nú eru kosningar i nánd og er því nauðsynlegt að félagar og væntan- legir félagar fjölmenni. Stjórnin. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 19. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Ræðu flytur Helga Margrét Guðmunds- dóttir. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. Selfoss — Selfoss Hvað verður um skattpeningana? Þessari áleitnu spurningu svara Brynleifur H. Steingrímsson og Guðmundur Kr. Jónsson, ásamt öðrum bæjarmálum í brennidepli á opnum fundi, sem haldinn veröur á Hótel Selfossi þriðjudaginn 20. janúar 1987 kl. 20.15. Allir bæjarbúar velkomnir. Sjálfstæðisfélagið Óðinn. Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, 3. hæð, þriöjudaginn 20. janúar kl. 21.00 stund- víslega. Ný þriggja kvölda keppni. Góö kvöld- og heildarverölaun. Mætum öll. Stjórnin. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.