Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 5 •• Oryggi íslenskra sjófarenda ekki nægilega tryggt: Landhelgis- gæslan þarf fleiri þyrlur - segirforseti Slysavarnafé- lagsins ÖRYGGI íslenskra sjófarenda er ekki nægjanlega tryggt með þeim björgunartækjum sem fyrir hendi eru hér á landi, að mati forseta Slysavarnafélags íslands, og að hans dómi þarf Landhelgis- gæslan að eiga að minnsta kosti þijár þyrlur og hafa þær um borð í skipum á mismunandi stöð- um úti fyrir landinu. Mikil umræða hefur orðið undan- farið um aðgerðir í sambandi sjóslysin um jólin. Bæði hefur Land- helgisgæslan gagmýnt Slysavarna- félagið fyrir að hafa ekki fengið tilkynningu um að ms. Suðurland hefði sokkið fyrr en eftir að strand- gæslur annara landa höfðu verið kallaðar út, og síðan hefur komið í ljós að ísland hefur ekki getað gerst aðili að alþjóðlegu samkomu- lagi um leit og björgun á Norður Atlansthafi vegna þess að Land- helgisgæslan og Slysavarnafélagið hafa ekki getað komið sér saman um hver á að hafa umsjón með björgunarstjómstöð. í samtali við Harald Henrýsson forseta Slysavarnarfélags íslands kom fram að hann telur umræðuna ekki hafa beinst að réttum punkt- um. „Það sem að er, er fyrst og fremst vöntun á tækjum til að sinna því hafsvæði sem við eigum að sinna í þessum málum. Það verður að segjast eins og er að tækjakostur Landhelgisgæslunnar á sjó hefur sífellt verið að minnka og hann svarar ekki að öllu leyti kröfum tímans í dag,“ sagði Haraldur. „Við teljum það vera markmið til að keppa að, að eiga tvær eða þijár góðar þyrlur sem séu oftast staðsettar um borð í skipum úti fyrir ströndinni. Við teljum að ör- yggi íslenskra sjófarenda sé ekki nægjanlega tryggt með þeim tækja- kosti sem við búum við,“ sagði Haraldur Henrýsson. Bjarni sýnir á Húsavík BJARNI Jónsson listmálari held- ur nú sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Húsavík. Bjarni hefur haldið margar einkasýningar á verkum sínum. A Húsavík sýnir hann að þessu sinni bæði vatnslitamyndir og olíumál- verk. Sýningin stendur nú um helgina og næstu daga. (Úr fréttatilkynningu) ip KARNABÆR Laugavegi66 Laugavegi 30 Austurstræti 22 Glæsibæ. Bomparte GARBO Austurstræti 0? sem allir hafa beðið eftir hefst á morgun í sex verslunum samtímis Allt nýjar og nýlegar vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.