Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 5 •• Oryggi íslenskra sjófarenda ekki nægilega tryggt: Landhelgis- gæslan þarf fleiri þyrlur - segirforseti Slysavarnafé- lagsins ÖRYGGI íslenskra sjófarenda er ekki nægjanlega tryggt með þeim björgunartækjum sem fyrir hendi eru hér á landi, að mati forseta Slysavarnafélags íslands, og að hans dómi þarf Landhelgis- gæslan að eiga að minnsta kosti þijár þyrlur og hafa þær um borð í skipum á mismunandi stöð- um úti fyrir landinu. Mikil umræða hefur orðið undan- farið um aðgerðir í sambandi sjóslysin um jólin. Bæði hefur Land- helgisgæslan gagmýnt Slysavarna- félagið fyrir að hafa ekki fengið tilkynningu um að ms. Suðurland hefði sokkið fyrr en eftir að strand- gæslur annara landa höfðu verið kallaðar út, og síðan hefur komið í ljós að ísland hefur ekki getað gerst aðili að alþjóðlegu samkomu- lagi um leit og björgun á Norður Atlansthafi vegna þess að Land- helgisgæslan og Slysavarnafélagið hafa ekki getað komið sér saman um hver á að hafa umsjón með björgunarstjómstöð. í samtali við Harald Henrýsson forseta Slysavarnarfélags íslands kom fram að hann telur umræðuna ekki hafa beinst að réttum punkt- um. „Það sem að er, er fyrst og fremst vöntun á tækjum til að sinna því hafsvæði sem við eigum að sinna í þessum málum. Það verður að segjast eins og er að tækjakostur Landhelgisgæslunnar á sjó hefur sífellt verið að minnka og hann svarar ekki að öllu leyti kröfum tímans í dag,“ sagði Haraldur. „Við teljum það vera markmið til að keppa að, að eiga tvær eða þijár góðar þyrlur sem séu oftast staðsettar um borð í skipum úti fyrir ströndinni. Við teljum að ör- yggi íslenskra sjófarenda sé ekki nægjanlega tryggt með þeim tækja- kosti sem við búum við,“ sagði Haraldur Henrýsson. Bjarni sýnir á Húsavík BJARNI Jónsson listmálari held- ur nú sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu á Húsavík. Bjarni hefur haldið margar einkasýningar á verkum sínum. A Húsavík sýnir hann að þessu sinni bæði vatnslitamyndir og olíumál- verk. Sýningin stendur nú um helgina og næstu daga. (Úr fréttatilkynningu) ip KARNABÆR Laugavegi66 Laugavegi 30 Austurstræti 22 Glæsibæ. Bomparte GARBO Austurstræti 0? sem allir hafa beðið eftir hefst á morgun í sex verslunum samtímis Allt nýjar og nýlegar vörur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.