Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 íslenskir og grænlenskir embættis- menn þinga á fimmtudag og f östudag: Leitað lausnar á sameiginlegum fiskveiðimálum FUNDUR íslenskra og grænlenskra embættis- manna er ráðgerður á f immtudag og föstudag, þar sem reynt verður að ná sam- komulagi um heildarlausn á sameiginlegum fiskveiði- málum þjóðanna. Viðræð- Samið við bókagerðarmenn SAMNINGAR tókust í gær- dag milli Félags íslenzka prentiðnaðarins og Félags bókagerðarmanna. Samningamir eru svipaðir þeim samningum sem gerðir voru á hinum almenna vinnu- markaði í desember sl. Þeir verða bomir undir félagsfundi í vikunni. Sjávarafurðadeild SÍS: Verðmæti frystra afurðajókst urnar munu varða þijá fiskistofna, rækju, karfa og loðnu, en auk Grænlendinga veiða Norðmenn einnig úr loðnustofninum. Rækjan er báðum megin miðlínu á Dombanka og hafa Grænlend- ingar einir þjóða haft leyfi til þess að athafna sig í höfnum hérlendis vegna rækjuveiðanna, þó fleiri þjóðir hafi óskað eftir því sam- kvæmt upplýsingum Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Þetta leyfi hefur verið gefið út til árs í senn og rann það út um áramótin. Það hefur ekki verið endumýjað í ár og verður endumýjun rædd á fund- unum í vikunni í tengslum við framtíðarlausn þessara mála, en íslendingar óskuðu eftir viðræðum þar að lútandi á síðasta ári. Fiskifræðingar telja að sameig- inlegur karfastofn landanna sé í hættu vegna ofveiði og það sama gildi um rækjuna, þó ekki hafi verið rætt jafti mikið um hana. Jón sagði að það yrði að nást sam- komulag um heildarstjóm þessara veiða, ef ekki ætti illa að fara. Morgunblaðið/Júllus Unuhús skemmdist mikið í eldi aðfaranótt laugardagsins, en engan sakaði. Eldsupptök eru ókunn. Eldur í Unuhúsi , ELDUR kom upp i Unuhúsi við Garðastræti ! aðfaranótt laugardagsins. Húsið er mikið skemmt af eldi og reyk. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan rúmlega eitt um nóttina. Þegar komið var að Unu- húsi var mikill eldur í því, en enginn íbúa þess var þá inni. Mestur var eldurinn f austurhluta hússins og garðstofu. Slökkvistarf gekk greiðlega og tók um 30-40 mínútur. Slökkviliðsmenn stóðu vakt við húsið fram á morgun. Eldsupptök em ókunn. Unuhús á sér langa sögu og merka. í bókinni Landið þitt ísland er stuttur kafli um húsið eftir Pál Líndal. Þar segir „Húsið var reist skömmu eftir aldamót og neftit eftir Unu Gísladóttur sem þar bjó lengi ásamt sjmi sínum, Erlendi Guðmunds- syni. Unuhús var lengi athvarf efnalítils fólks og þá ekki síst ungra listamanna og kemur af þeim ástæðum víða við sögu í bókmenntum, til dæmis hjá Halldóri Laxness, Guðmundi G. Hagalín og Þórbergi Þórðarsyni. Ragnar Jónsson forstjóri eign- aðist síðar húsið og hafði þar um skeið bókaútgáfu en á síðari áram hefur það verið tekið að nýju til íbúðar." SALA á frystum sjávarafurðum hjá dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, Icelandic Sea- food Corporation, jókst um 15,3% að verðmæti á milli áranna 1985 og 1986. Heildarverðmæti frystra sjávarafurða var 157,1 milljón bandaríkjadala, eða sem nemur 6.284 milljónum islenskra króna. í magni varð salan 49.300 lestir, sem er 3% aukning frá árinu áður. Um einstaka þætti sölunnar er það að segja að seldar vora 30.800 lestir af fiskréttum að verðmæti 85.3 milljóna dala (3.412 millj. ísl. kr.). Jókst sala fiskrétta um 9% í magni og um 22% að verðmæti. Sala frystra flaka nam 15.460 lest- um að verðmæti 57,4 milljóna dala (2.296 millj. kr.). Þar varð sölu- aukningin 9% í verðmætum, en magnið var óbreytt frá árinu áður. Af skelfiski vora seldar 995 lestir fyrir 11,7 milljónir dala (468 millj. kr.) ogjókst sala skelfisks um 21% í verðmætum, en dróst saman í magni um 6%. Mikið skorti á að fyrirtækið gæti annað eftirspum eftir frystum flök- um og frystri rækju á árinu 1986. í árslok vora birgðir orðnar svo takmarkaðar að við lá að afurðimar væra skammtaðar beint uppúr skip- unum til kaupenda. Grindvískir sjóbjörgunarmenn: „Lýsum fullum stuðningí við Slysavarnaf élag Islands“ Grindavík. STJÓRNIR björgunarsveitarinn- ar og slysavarnadeildarinnar Þorbjörns í Grindavík héldu sam- eiginlegan stjómarfund föstu- dagskvöldið 16. janúar til að mótmæla þeim fullyrðingum nokkurra lækna Borgarspítalans að skipulag björgunarmála sé í mesta ólestri. Tómas Þorvaldsson formaður slysavamadeildarinnar Þorbjöms sagði í inngangi sínum á fundinum að hann minntist ekki á löngum starfsferli sínum að björgunarmál- um að jafn ill ádeila hefði komið á Slysavamafélag íslands, sem alla svíður undan. „Mér finnst komið að því,“ sagði hann, „að við úti á landsbyggðinni lýsum okkar áliti og trausti á SVFÍ Morgunblaðið/Kr.Ben. Ályktun sameiginlegs stjórnarfundar björgunarsveitar og slysa- varnadeildar Þorbjöras í Grindavík samþykkt. Bátar og togarar á miðin: Bjartsýni á gott fiskirí BÁTAR eru nú hver af öðrum að tínast á sjóinn og búast menn við góðum aflabrögðum þar sem verkfalli er nú lokið. Þó er spáð fremur slæmu veðri um land allt og þvi ekki séð fyrir hvenær smærri bátarair komast á sjóinn. í Grindavík vora sjómenn fam- ir að græja netabáta sína á föstudaginn og fara væntanlega á sjóinn jafnskjótt og lægir. Haugasjór er þar á miðum, rok og rigning. Loðnuskip fóra þó úr höfn um leið og samningar höfðu verið samþykktir á fostudag. Vinnsla í frystihúsum og salt- fískverkunum hefst væntanlega á þriðjudag ef bátar komast á sjó eftir helgi. Grindvíkingar eru bjartsýnir á gott fiskirí þar sem vænn og góður ufsi fékkst skömmu fyrir jól. Vestmanneyingar nota janúar- mánuð yfírleitt til að dytta að bátum sínum, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins þar í bæ, Her- manns Kr. Jónssonar, og fara hjól atvinnulífsins líklega ekki að snú- ast þar af neinni alvöra fyrr en um mánaðamótin. Vitlaust veður var þar í gær, að sögn fréttarit- ara, og það spáði illa. Ekki munu vertíðarbátar vera famir af stað ennþá, en loðnuskip munu hafa verið að tygja sig á miðin í gær og í fyrradag. Sjómenn í Eyjum hafa alltaf verið heldur rólegir í tíðinni f upphafi árs. Hermann sagði að fiskvinnslufólki hefði ekki verið sagt upp í Eyjum á meðan á verkfalli sjómanna stóð, heldur hefði verið settur aukinn kraftur í námskeiðahald og físk- verkafólk því setið á skólabekk á meðan deiluaðilar þráttuðu um skiptaprósentu og annað slíkt. Fjórir af sex toguram þeirra Siglfirðinga hafa verið að tínast úr höfn síðasta sólarhringinn, Skjöldur, Sveinborg, Sigluvík og Stálvík. Siglfirðingur hefur verið á veiðum síðan 29. desember og Þorleifur Jónsson, sem Þormóður Rammi festi nýlega kaup á, hefur verið í ýmsum lagfæringum upp á síðkastið. Tveir netabátar fóra að vitja um net sín í gær. Veður var þá gott, en spáin slæm. Sigl- firskir sjómenn era almennt mjög óhressir með fiskverðið, að sögn fréttaritara Moigunblaðsins á Si- glufirði. Til dæmis hefði verð á grálúðu lækkað miðað við það sem áður var greitt. sem er besta og sterkasta aflið til að annast þessi mál.“ Eftir miklar umræður um þessi mál samþykkti fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Sameiginlegur stjómarfundur björgunarsveitarinnar og slysa- vamadeildarinnar Þorbjöms í Grindavík vill mótmæla þeim full- yrðingum sem felast í áskoran þeirri sem læknar á Borgarspítalanum sendu ríkisstjóminni fyrir nokkra en þar segir að skipulag björgunar- mála á sjó sé í mesta ólestri. Fundurinn vill minna á að SVFÍ er áhugamannasamtök sem hafa séð um skipulag björgunarmála á sjó frá því að þau vora stofnuð af almenningi í landinu árið 1928 í kjölfar mikilla sjóslysa hér við land. SVFÍ hefur deildir og björgunar- sveitir í hveiju einasta sjávarplássi á landinu og hafði auk þess for- göngu um að koma á fót tilkynning- arskyldu íslenskra skipa og hefur þar sólarhringsvakt. Má tvímæla- laust segja að SVFÍ sé einu samtökin í landinu sem hafi skipu- lagðar sveitir sjóbjörgunarmanna allt í kringum landið og með góðri samvinnu við sjómenn gert tilkynn- ingarskylduna að besta öryggistæki sem til er varðandi slysavamir á sjó og þannig tengist SVFÍ fiski- skipaflotanum allan sólarhringinn allt í kringum landið. En það er einmitt sá floti sem bregst fyrst við þegar tilkynnt er um slys á sjó. Það er því bjargfóst trú okkar sem höfum unnið að þessum málum um áratuga skeið á vegum og í samvinnu við SVFI að skipulag og stjómun björgunarmála á sjó og við ströndina sé best komin í höndum SVFÍ og þarf að taka af öll tvímæli þar um svo öryggi sjófarenda á hafinu við ísland sé sem best tryggt.“ - Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.