Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 59

Morgunblaðið - 18.01.1987, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 59 komnu látleysi sá mjög gáfaði og gegnheiðarlegi stjómmálamaður Eysteinn Jónsson. Honum til hægri handar stóð öðlingurinn Sigtryggur Klemensson, sem hvarf of ungur af heimi, og aðallögfræðingur ráðu- neytisins var Sigurður. Ef til vill má hugsa sér að fjár- málaráðuneytið hafi ekki verið rómantískasti eða skáldlegasti vinnustaður fyrir skrifstofublók og undirtyllu eins og mig sem hafði hugann við allt annað en landsins gagn og nauðsynjar. Nú fínnst mér þó að flestir dagar þar hafi borið ævintýr í fanginu og höfundur þeirra, aðalleikari og ljósameistari var sá ótrúlegi lögmaður sem nú fyllir átta tugi ára. Ég ætla ekki að rekja ævi Sigurð- ar eða embættisferil. Meginstað- reyndir þeirra þátta eru öllum tilkvæmar í persónusögulegum uppsláttarritum lögfræðinga og samtíðarmanna. Upp af heitri blöndu blóðs úr Húnaþingi og af Snæfellsnesi reis hann á Ströndinni bláu þar sem töfraklerkurinn séra Árni Þórarins- son hélt um sprotann. Ekki veit ég hót um ættir Sigurð- ar, en hugsa mér móður hans gædda skáldlegum gáfum og róm- antískri sýn og föðurinn lífsþorsta og jarðneskum krafti. Alltjent er sonurinn síglóandi neisti á sveifl- unni milli þeirra skauta. Marglyndir menn hafa löngum verið skáldum efni yrkis og um- hugsunar og er líklega frægastur þeirra eilífðarstúdentinn doktor Fástus — hinn farsæli. En svo heillandi sem Fástamir og Vindhælis-Álfamir kunna að vera á bókum er þó miklu skemmti- legra að hitta þá í holdinu. Sigurður er einn þessi töfrandi og farsæli, marglyndi eilífðarstúd- ent. Sem lögmaður er hann löngu við- urkenndur sem einhver hinn gagnmenntaðasti og hæfasti á ákveðnum sérsviðum fræðigreinar sinnar. Sem sagnfræðingur hefur hann verið óragur að taka helgimyndir af stalli og átt ferskleik og hug- kvæman kjark til að setja fram nýstárlegar kenningar, þótt ekki standi allar á grunnpjökkuðum und- irstöðum. Og sem lífslistarmaður er hann engum líkur. Ekki veit ég á hve mörg hljóðfæri hann hefur leikið sjálfum sér til unaðar og yndis og vinum sínum til skemmtunar og sálarbóta. Ferðagarpur hefur hann verið hinn mesti og siglingamaður um skeið. Það lætur að líkum um slíkan mann að hann hefur ekki ávallt slegið lífsstreng sinn af setningi. Sá sem þekkir þær Nautnina og Gleðina, kynnist líka systur þeirra Kvölinni. í öllum margbreytileik Sigurðar hefur mér samt þótt mest vert um hans hlýja og mennska hjarta. Aldr- ei veit ég hann í orði eða verki hafa spyrnt fæti við föllnum manni en rétt mörgum völtum styrka hönd sína. Lífsþorsti, eirðarleysi og óró for- vitninnar fylgir hinum farsæla stúdent. Hann eltir stundirnar, en biður þær aldrei að dvelja sakir fegurðar augnabliksins. Megi hin eilífa óró Fástusar fýlgja þér enn um sinn, fóstri minn. Með þeirri kveðju óskum við Vigdís þér og þínu fólki alls góðs á þessum degi. Sveinn Skorri Höskuldsson Hraðlestrarnámskeið! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Sé svo, skaltu skrá þig á næsta hraðlestrarnámskeið, sem hefst miðvikudaginn 28. janúar nk. kl. 18.00. Á síðasta ári þreföiduðu nemendur Hrað- lestrarskólans að meðaltali lestrarhraða sinn. Skráning öll kvöld kl. 20.00—22.00 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn ÞYSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni f yrr Verð frá kr. 455.000,- V.W. Golf — mest seldi bíll í Evrópu V.W. Jetta — írábœr fjölskyldubíll IHHEKLAHF 1 i-augavegi 170-172 Simi 695500 Síðasti dagur rýmingarsölun nar Hálft vcrð á heilum vörum < ‘w S £ VÚRUHÚSIÐ E/Ð/STORG/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.