Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
Starfsmannanefnd Borgarspítalans:
Ahyggjufull vegna rétt-
arstöðu starfsfólksins
NEFND sú, er heilbrigðisráð-
herra skipaði 5. janúar sl. til að
gera tillögur um rekstrarfyrir-
komulag Borgarspítalans ef ríkið
tæki við rekstrinum, hefur enn
ekki komið saman þar sem for-
svarsmenn Borgarspítalans vildu
fá rýmri tíma til að athyga aðra
möguieika í stöðunni en nefndin
átti að kanna.
Fulltrúar læknaráðs, fram-
kvæmdastjómar og starfsmannafé-
Eins og fram kemur í vetrardag-
skrá Kammersveitar Reykjavíkur,
var ætlunin að næstu tónleikar
hennar yrðu á sunnudaginn kemur
25. janúar n.k. Af óviðráðanlegum
lags Borgarspítalans hugðust fara
fram á viðræður við fulltrúa
Reykjavíkurborgar um áframhald-
andi rekstur spítalans, en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, hefur
ekki verið farið fram á formlegar
viðræður ennþá.
Friðrik Sophusson, formaður
nefndarinnar, sagðist hafa ákveðið
í samráði við heilbrigðisráðherra að
geyma öll nefndarstörf þangað til
vitað væri hvað út úr viðræðunum
ástæðum hefur orðið að fresta þess-
um tónleikum til fimmtudagsins 12.
febrúar kl. 20.30. Tónleikastaður
verður kynntur í fjölmiðlum síðar.
kæmi og á meðan forráðamenn
spítalans telja sig standa í viðræðum
við Reykjavíkurborg.
Sigrún Knútsdóttir, formaður
starfsmannafélags Borgarspítalans,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
uppi væru hugmyndir um að borgin
stofnaði sjálfseignarstofnun um
Borgarspítalann, en ef ríkið yfirtæki
rekstur Borgarspítalans, yrði að
tryggja rétt starfsfólksins. Sigrún
sagði að starfsmannanefnd Borg-
arspítalans, sem skipuð var fyrir
áramótin, héldi reglulega fundi og
er þessa dagana verið að ræða rétt-
indamál starfsfólksins, lífeyrissjóðs-
mál sérstaklega, yfirtaki ríkið
spítalann og þar með núverandi
skyldur borgarinnar við starfsfólkið.
„Starfsmannaráð hefur ítrekað farið
fram á við starfsmannafélagið að
það veiti starfsfólki upplýsingar um
réttindi þess við flutning frá borg
yfir til ríkis og mun lögfræðingur
félagsins nú vera að kanna réttar-
stöðu starfsfólksins," sagði Sigrún.
Kammersveit Reykjavíkur:
Tónleikum frestað
VEÐUR
Líkmenn við útförina í gær voru fjögur bamaböm Kjartans
og tveir tengdasynir. Til vinstri á myndinni em Þórarinn Kjart-
ansson, Kjartan Kjartansson, Kjartan Ingvarsson og Björgvin
Bjarnason. Til hægri em Páll Ingvarsson, Ami Ingvarsson,
Kjartan Guðmundsson og Guðmundur Björnsson.
Kjartan J. Jóhanns-
sonjarðsettur
KJARTAN J. Jóhannsson, Kjartan lést 7. janúar síðastlið-
læknir og fyrrverandi alþingis- inn. Hann var fæddur í Reykjavík
maður, var borinn til grafar í 19. apríl 1907. Eftirlifandi kona
Fossvogskirkjugarði í gær. Ut- hans er Jóna Ingvarsdóttir og
förin var gerð frá Dómkirkj- eignuðust þau fimm börn. Fjögur
unni i Reykjavík. Séra Þórir þeirra eru á lífi.
Stephensen jarðsöng.
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi f gær: Við strönd Grænlands vestur af íslandi
er 985 millibara djúp lægð á hreyfingu norðaustur. Yfir Bretlands-
eyjum er 1040 millibara hæð.
SPÁ: Suðvestlæg átt verður ríkjandi á landinu og hiti víðast 4 til
6 stig nema á norövesturlandi en þar verður hitinn á bilinu 1 til 3
stig. Súld verður um sunnanvert landið, slydduél norðvestanlands
en þurrt á norðaustur- og austurlandi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt og
hlýtt í veðri. Þurrt sums staðar norðaustanlands en súld eða rigning
í öðrum landshlutum.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
*
-Uálk Hálfskýjað
'ájjlk. Skýjað
j \ Alskyjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Nlistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hitl veSur
Akureyri 2 alskýjaó
Reykjavík 3 úrk.(gr.
Bergen 1 lágþokubl.
Helsinki -4 skýjað
Jan Mayen -3 léttskýjaö
Kaupmannah. -3 rigning
Narssarssuaq -9 snjóél
Nuuk -13 snjókoma
Osló -7 þoka
Stokkhólmur -6 þokumóða
Þórshöfn 6 alskýjað
Algarve 13 heiðskfrt
Amsterdam 0 frostúði
Aþena 1B skýjað
Barcelona 7 þokumóða
Berlín -8 súld
Chicago -8 alskýjað
Glasgow 9 rlgning
Feneyjar 4 þokumóða
Frankfurt -5 kornsnjór
Hamborg -4 frostúði
Las Palmas 19 rykmistur
London 5 súld
Los Angeles 7 heiðskirt
Lúxemborg -6 hrimþoka
Madríd 6 skýjað
Malaga 13 skýjað
Mallorca 12 alskýjað
Miami 22 léttskýjað
Montreal -13 snjókoma
NewYork 0 alskýjað
París -3 hrímþoka
Róm 11 léttskýjað
V(n -8 þokumóða
Washington 2 alskýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Björn J. Blöndal
rithöfundur látinn
BJÖRN J. Blöndal, rithöfundur
og bóndi lést í Borgarspítalanum
14. janúar síðastliðinn eftir
erfiða sjúkdómslegu. Björn var
á áttugasta og sjöunda aldursári.
Björn fæddist í Stafholtsey í
Borgarfirði 9. september 1902, ólst
þar upp og hóf búskap í Laugar-
holti í Bæjarsveit í Borgarfirði árið
1931. Árið áður hafði hann gengið
að eiga Jórunni Sveinbjarnardóttur,
ættaðri úr Skorradal og lifir hún
mann sinn. Samhliða búskapnum,
ritaði Björn margar bækur sem
flestar fjöliuðu um veiðiskap, nátt-
úruna og þjóðlegan fróðleik. Síðasta
bók hans kom út fyrir síðustu jól
og fjallaði um Grímsá í Borgar-
firði. Átti Björn mjög tryggan og
stóran aðdáendahóp vegna skrifa
sinna, en hann var brautryðjandi
hér á landi í bókaskrifum um stang-
veiðar.
Sem fyrr segir, lifir Jórunn
Blöndal mann sinn, en þau eiga tvo
uppkomna syni Jón og Sveinbjörn
Blöndal, sem báðir búa á Laugar-
holti og reka þar búskap. Útförin
verður á laugardaginn frá Bæjar-
kirkju í Bæjarsveit.
Karl Þorsteins ræð-
ismaður látinn
KARL Þorsteins, ræðismaður
Portúgals, lést á heimili sínu í
Reykjavík i gær, miðvikudaginn
21. janúar, á 86. aldursári.
Karl Þorsteins fæddist 18. ágúst
1901 í Bakkagerði í Borgarfirði
eystra. Foreldrar hans voru Eiríkur
Sigfússon verslunarmaður þar og
kona hans Maren Sigurðardóttir frá
Gautlöndum. Kjörforeldrar hans
voru Þorsteinn Jónsson kaupmaður
og útgerðarmaður á Seyðisfirði,
síðar í Reykjavík, og kona hans
Ragna Johansen. Karl tók sér ætt-
amafnið Þorsteins með leyfisbréfí
20. júní 1921.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1921 og
stundaði síðan verslunarstörf til
ársins 1928 og dvaldist um skeið í
Argentínu, Brasilíu og víðar. Hann
rak fiskútflutningsverslun í
Reykjavík á ámnum 1928 til 1933
er hann stofnaði umboðs- og heild-
verslunina Eddu h.f. og var hann
framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá
upphafi.
Karl Þorsteins var ræðismaður
Portúgals á íslandi frá 1930 og var
hann sæmdur ítölskum og portú-
Karl Þorsteins
gölskum heiðursmerkjum. Hann tók
virkan þátt í ýmsum félagsstörfum
og var um skeið formaður Félags
íslenskra stórkaupmanna.
Eftirlifandi kona Karls er Jó-
hanna Sigurhansdóttir Þorsteins og
em börn þeirra fjögur uppkomin,
Þór, Hildur, Ragna og Karl Jóhann.