Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 13

Morgunblaðið - 22.01.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 13 Morgunblaðið/Júlíus Forsvarsmenn Máls og menningar með auglýsingn frá 1. ári félags- ins, talið frá vinstri: Þorleifur Einarsson, stjórnarformaður, Arni Einarsson, framkvæmdastjóri, Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tíma- rits Máls og menningar, Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri og Anna Einarsdóttir, stjórnarmaður. Mál og menning 50 ára í sumar FROIMSKUNAMSKEIÐ ALLIAIMCE FRANCAISE — 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 26. janúar. — Kennt verður á öllum stigum ásamt bókmenntaklúbbi, barnaflokki og unglingaflokki. Innritun fer fram í bókasafni Alliance Francaise, Laufásvegi 12, alla virka daga frá kl. 14 til 19, og hefst fimmtudaginn 15. janúar. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. ATH. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA (Eurocard og Visa) Bókmenntafélagið Mál og menn- ing verður 50 ára á þessu ári. Forlagið var stofnað sumarið 1937 að frumkvæði Kristins E. Andréssonar, sem fékk til liðs við sig fjölmarga rithöfunda og bókmenntaáhugamenn. I upphafi var félagið eins konar bókaklúbbur með skyldukaupum, og var markmið þess að koma góð- um bókum á framfæri á viðráðan- legu verði fyrir almenning. Boðsbréf um stofnun þess var sent út í júlí, og voru viðtökur miklu betri en frumkvöðlarnir höfðu búist við. Áður en ár var liðið voru félag- ar orðnir á fimmta þúsund. Fyrstu tvær bækur félagsins voru III. hefti ársritsins Rauðir pennar og bókin Vatnajökull eftir Niels Nielsen, í þýðingu Pálma Hannessonar. Fyrsta metsölubók forlagsins var fyrri hluti Móðurinn- ar eftir Maxím Gorkí, sem kom út vorið 1938. Um líkt leyti kom út fyrsta hefti Tímarits Máls og menn- ingar. Nú eru um 3.000 áskrifendur að Tímariti Máls og menningar, auk þess sem íslenski kiljuklúbburinn, sem forlagið stofnaði í fyrra, hefur um 5.500 félaga. Almenn útgáfu- starfsemi félagsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum, og í fyrra gaf Mál og menning út um 60 titla. Forlagið seldi um 200.000 bækur á árinu, þar af 66.000 kiljur. I tilefni af afmælisárinu stendur til að gefa út eina bók í hveijum mánuði. Verður sú bók boðin á sér- stökum kjörum fyrsta mánuðinn eftir útkomu. Ný ljóðabók eftir Stef- án Hörð Grímsson, Tengsl, er fyrsta bókin í afmælisröðinni. Bók febrú- armánaðar verður svo endurútgáfa Hundrað ára einsemdar eftir Gabrí- el García Marquez. Á árinu mun forlagið einnig gefa út tvær „stórbækur". Onnur þeirra verður ritsafn Astrid Lindgren, en hún verður 80 ára á þessu ári. í bókinni verður ein skáldsaga, auk leikrita, smásagna og kafla úr bók- um eftir Astrid. Síðan verður gefin út „stórbók“ með skáldverkum íslenskra kvenna og að sögn Silju Aðalsteinsdóttur verða það líklega verk skrifuð fyrir 1960. Nú þegar hefur forlagið gefið út leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og var sú útgáfa tileink- uð 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Fyrir lok janúarmán- aðar er fjórði pakkinn í Islenska kiljuklúbbnum væntanlegur og fer þar fremst fyrsta bindi Kvikmynda- handbókarinnar eftir Leslie Halliw- ell. Flaggskip afmælisins verður svo fyrsta bókin í stórri ritröð um Nátt- úru Islands, sem Guðmundur Ólafsson, náttúrufræðingur, hefur unnið að undanförnu. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! flItiQQNittMfifetfe BILUNN FYRIB Töffog flottur lítill bíll—fæst meiraaðsegja með TURBOvél! Snöggur og lipur í umferðinni. Nógpláss—meiraaðsegja fyrirmig! Ótrúlega sparneytinn. Skutlan kostar nú frá aðeins 266þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja. BILABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99 gengisskr. 141.87

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.