Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 28

Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 Kína: Tveir gagnbylting- armenn handteknir Peking, Reuter. STJÓRNVÖLD i Kína hafa brotið á bak aftur starfsemi tveggja „gagnbyltingarhópa", að því er sagði í kínversku dagblaði á þriðju- dag. Ennfremur sagði að tveir menn, sem hvatt höfðu til mótmæla námsmanna í síðasta mánuði, hefðu verið handteknir. AP/Símamynd Kínveijar flykktust á blaðsölustaði þegar fréttir bárust um að Hu Yaohang hefði sagt af sér sem form- aður Kommúnistaflokks Kina. í dagblaðinu, sem gefið er út í Shanki-héraði, sagði að verkamað- urinn Xu Jiuyan liefði verið hand- tekinn þar sem hann hefði verið staðinn að „brjálsemislegri gagn- byltingarstarfsemi". Xu var sagður hafa sent kínverskum ráðamönnum bréf þar sem hann gagnrýndi stefnu Deng Xiaoping og hvatti stjórnvöld til að taka upp „borgaralega hug- myndafræði". Ðagblaðið skýrði einnig frá því að verkamaðurinn Xun Guoyi hefði verið handtekinn fyrir að senda kínverskum ráðamönnum bréf í nafni „gagnbyltingarhóps" þar sem lýst var yfir stuðningi við kröfur námsmanna. Að minnsta kosti 13 manns hafa verið handteknir frá því mótmæli námsmanna hófust í síðasta mán- uði. Kínverskir embættismenn sögðu á þriðjudag að Hu Yaobang, leið- togi Kommúnistaflokksins, hefði verið látinn segja af sér af ótta við að mótmæli námsmanna myndu raska lögum og reglu í landinu. Zhao Ziyang, hinn nýi leiðtogi flokksins, sagði ungverskum sendi- mönnum að Hu hefði barist fyrir breytingum, sem ekki yrðu liðnar í Kína. Zhao sakaði Hu um að hafa stutt kröfur námsmanna um aukið lýðræði og málfrelsi og þar með hafa ýtt undir mótmæli þeirra. Amnesty International: Contra-skæruliðar sakaðir um gróf mannréttindabrot Bandaríkjamenn vændir um tvískinnung London, AP. TALSMENN mannréttindasam- takanna Amnesty International sögðu í gær að Contra-skærulið- ar í Nicaragua hefðu rænt, limlest og myrt fjölda manna og Bandaríkjastjórn hefði leit- ast við að bera blak af skærulið- um. I bréfi samtakanna, sem sent var George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og birt var í gær, sagði að skæruliðar hefðu ítrekað ráðist á þorp og sjúkrahús innan landamæra Nicaragua og myrt óbreytta borgara. Ennfremur sagði í bréfi samtakanna að Bandaríkjastjórn hefði vísað stað- hæfíngum þessa efnis á bug og sagt þær rangar eða stórlega ýkt- ar. Sagt var að stjómin hefði byggt fullyrðingar sínar eingöngu á framburði talsmanna Contra- skæruliða. „Þessi framkoma stjómarinnar er í ósamræmi við fyrri yfirlýsingar þess efnis að mannréttindabrot séu litin alvar- legum augum hvar svo sem þau eiga sér stað,“ sagði í bréfínu. Jan Martin, aðalritari Amnesty International, sagði í gær að sam- tökunum hefði enn ekki borist svar Charles Redman, talsmaður Amnesty International þar eð hún bandaríska utanríkisráðuneytisins, hefði enn ekki borist bandarískum vildi í gær ekki tjá sig um skýrslu embættismönnum. Benjamin Levich látinn New York, AP. BENJAMIN Levich, fyrrum sovézkur vísindamaður á sviði vatnsaflsfræði, sem fékk að fara frá heimalandi sínu, er látinn 69 ára að aldri. Levich var mjög í fréttum 1972, er hann sótti um brottfararleyfi fyrir sig og fjölskyldu sína frá Sovétríkj- unum. Var hann þá rekinn úr starfi sínu sem kennari við Moskvuhá- skóla. Vísindamenn um allan heim báðu sovézk stjórnvöld að leyfa Levich og fjölskyldu hans að fara úr landi. Fékk hann síðan að fara til ísrael, þar sem hann varð prófessor í véla- verkfræði við háskólann í Tel Aviv. Levich hélt síðan til Banda- ríkjanna, þar sem hann varð kennari við háskólann í New York 1979. frá Bandaríkjastjórn. Sagði hani tvö bréf hafa verið send, hið fyrra þann 10. febrúar á síðasta ári og hið síðara 21. október. Martin kvað bréfin hafa verið rituð eftir að sam- tökunum hafði borist bæklingur, sem Bandaríska leyniþjónustan (CIA) dreifði til skæruliða síðla árs 1984. Þar var hvatt til þess að borgarar sem vinna með sandinist- um yrðu „teknir úr umferð". í bæklingnum var ennfremur hvatt til þess að „ákveðnir" embættis- menn stjórnar sandinista sem og yfírmenn innan hers og lögreglu yrðu ráðnir af dögum. Martin kvað bandaríska embættismenn hafa tjáð talsmönnum samtakanna að með dreifingu bæklingsins væri ekki verið að stuðla að skipulegum morðum og mannréttindabrotum, en skömmu síðar mun dreifingin hafa verið stöðvuð. Indalecio Rodriguez, einn helsti leiðtogi skæruliða, sagði í gær að hersveitum þeira hefði aldrei borist bæklingurinn. Kvað hann Contra- skæruliða beijast fyrir mannrétt- indum í Nicaragua og sakaði stjóm sandinista um hin hroðalegustu glæpaverk gegn landsmönnum. V opnasölumálið: Reagan forseti fyr- ir rannsóknamefnd Washington, New York, AP, Reuter. GEORGE Shultz utanríkisráðherra kom fyrir utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings í gær og spurður um vitneskju sína um sölu á vopn- um til Irana. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti verður yfirheyrður um vopnasölumálið í lok mánaðarins, en embættismenn í Hvíta hús- inu hafa ekki sagt hvenær forsetinn muni ræða málið opinberlega. Robert McFarlane, fyrrum öryggismálaráðgjafi, segir að hann hafi fengið skriflegar skipanir, sem Reagan hafi lýst yfir velþóknun sinni yfir, þegar hann fór til Irans á laun til að leita samninga um að leysa Bandaríska gísla úr haldi. Yfirheyrslum Shultz verður að líkindum haldið leyndum. McFarl- ane sagði í yfirheyrslu fyrir þing- nefnd í síðustu viku að Reagan hefði samþykkt vopnasöluna til Ir- ans í ágúst 1985 þrátt fyrir and- stöðu Caspars Weinberger vamarmálaráðherra og Shultz. Viðvaranir að engu hafðar New York. Reuter. THE NEW YORK TIMES birti á mánudag leyniskýrslu Leyniþjón- ustunefndar öldungadeildar Bandarikjaþings, þar sem fram kom að embættismenn í Hvíta húsinu höfðu að engu um eins árs bil, viðvar- anir varðandi vopnasöluna til Iran. í skýrslunni segir, að ríkisstjórn- inni hafi verið bent á að vopnasalan byggðist á ófullkomnum upplýsing- um, treyst væri á milligöngumenn er ekki væm nógu áreiðanlegir og því væri öll áætlunin líkleg til að mistakast. Komist var að þeirri nið- urstöðu, að stjórnin hefði brotið ýmis lög, sem miðuðu að því að fylgst væri með leynilegum aðgerð- um. í skýrslunni segir að ýmsir hafí orðið til þess að vara embættis- mennina við. Meðal þeirra hafí verið Robert MeFarlane, fyrrum öryggis- málaráðgjafí, er hafí í desember 1985 sagt að áætlunin myndi ekki takast og að Manucher Ghorbanif- ar, írani, er annaðist milligöngu í málinu „væri ekki trausts verður". Ekki kemur fram í skýrslunni að aðrir en John Poindexter, fyrrver- andi öryggismálaráðgjafi og að- stoðarmaður hans, Oliver North, hafí haft vitneskju um vopnasend- ingar til Contraskæruliða í Nic- aragua, en ekki sé hægt að þvertaka fyrir, að svo hafí verið. David Holliday, talsmaður Leyni- þjónustunefndarinnar, hefur gagnrýnt birtingu skýrslunnar, þar sem hún sé ekki nógu nákvæm og niðurstöður ekki nógsamlega rök- studdar. Verið sé að vinna að gerð nýrrar skýrslu fyrir þá nefnd öld- ungadeildarinnar er rannsakar vopnasölumálið. Sagði McFarlane að ráðherrarnir hefðu báðir verið látnir vita af þess- ari ákvörðun. McFarlane kom fram í viðtali í þættinum „Nightline" hjá banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC. Hann kvaðst hvorki hafa rætt við forse- tann um málið, né hafa fengið beinar skipanir frá honum. Hans helsti tengiliður hefði verið John Poindexter, sem lét af embætti ör- yggismálaráðgjafa vegna vopna- sölumálsins. McFarlane var beðinn um að fara í förina til Teheran í maí 1986 en hann lét af störfum öryggismálaráðgjafa í desember 1985 og tók Poindexter þá við af honum. Poindexter hringdi í McFarlane og sagði honum að samningar hefðu tekist við írana, sem „leitt geta til þess að allir bandarískir gíslar yrðu leysti úr haldi og umræður gætu hafist um ágreiningsefni ríkjanna". Að sögn McFarlanes sagði Po- indexter að forsetinn hefði sam- þykkt aðgerðina. McFarlane spurði hvort allir ráðherrar hefðu fengið að vita af þessu máli og fékk þau svör að svo væri. Ronald Reagan hefur ekki gefið út yfirlýsingu um vopnasölumálið í nokkrar vikur. Á þriðjudag sögðu embættismenn í Hvíta húsinu aftur á móti að hann hefði rætt um mál- ið við aðstoðarmenn sína og ætlaði að svara spurningum rannsóknar- nefndar undir formennsku Johns Tower, fyrrum öldungadeildarþing- manns. George Bush varaforseti sagði í ræðu á þriðjudag að málið hefði gert að verkum að menn héldu að Bandaríkjamenn hefðu vikið af þeirri stefnu sinni að semja ekki við hryðjuverkamenn. „Bandarísku þjóðinni ætti þó að vera ljóst að forsetinn er þess fullviss að hann gaf ekki leyfi til að skipta á vopnum og gíslum," sagði Bush einnig í ræðu sinni á ráðstefnu um hryöju- verk. í bandaríska dagblaðinu Thc New York Times sagði í gær að starfsmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA hefði árið 1984 aðstoðað Oliver North, ofursta og fyrrum starfsmanns þjóðarörygg- isráðsins, við að ná samböndum til að selja 'írönum vopn og koma greiðslum til skæruliða í Nicaragua. Þetta var skömmu áður en ákveðið var á Bandaríkjaþingi að banna að veita skæruliðum þar hernaðarað- stoð. Blaðið hafði þetta eftir Edgar Chamorro, sem þá var einn leiðtoga skæruliða í Nicaragua. Chamorra sagði að Duuane Clarridge, emb- ættismaður hjá CIA, hefði kynnt North fyrir foringjum skæruliða um þetta leyti á fundi í Tegucigalpa í Honduras.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.