Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 40

Morgunblaðið - 22.01.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987 |t NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ í ALDANNA SKAUT eftirJónas Pétursson Hver sá, sem ber í brjósti sér kenndir, sem sífellt nema andar- drátt og hreyfingar umhverfisins, samfélagsumsvif, áhrif hverskonar stjómunar og afskipta kjörinna full- trúa, auk almættisins er náttúruöfl- um ræður — hlýtur á slíkum tímamótum að laða upp á víddir hugans íjölmarga atburði, ljós og skugga liðins árs. Af því hlýzt einn- ig að leiða getum að næstu framtíð, í tilefni hins ótvíræða samhengis sögu og spár. Gera sér til dæmis ljóst það er í Sólarljóðum segir: Sætar syndir verða að sárum bót- um; koma mein eftir munuð. Atburðir koma fram úr fylgsnum minnis. Kjarnorkuverið í Sovétríkj- um er skyndilega tók til að stjóma sér sjálft, með afleiðingum sem ólík- lega eru enn séðar, nema þeim að vekja hroll, m.a. með ýmsum þeim er hreiðrað hafa um sig í glæfra- heimi hátækni og þeirri fávísi að ætla að bera sigurorð af því al- mætti er veröldinni stjórnar, einnnig okkar örsmæð. Fundurinn í okkar Höfða, sem fékk þessa þjóð til að standa á önd- inni einn sunnudag, flestir við skjáinn. Endalokin öllum kunn, líklega farið að fymast yfir 12. október. En enginn viti borinn mað- ur dæmir fundinn einskis verðan, hvorki fyrir íslendinga né heims- málin. Furðanlega þó tekinn að falla í gleymsku. En einn atburður er mér sárastur í huga. Morðið á Olof Palme. Einn mestur missir eins manns í allri veröld. Lengi hafði verið að mótast mér í hug stærð persónunnar, yfír- burða vitsmunir, mannkærleikur, einbeitni og kjarkur. Enginn hans jafningi var á Norðurlöndum. Eg held að hann hafi borið yfir alla stjórnmálamenn heims um þær mundir er hinn hörmulegi atburður skeði. Aldrei fremur en hina síðustu tíma er allri heimsbyggð þörf slíkra andans jöfra, sem helga sig stjóm- málum. En skuggi giæpaveraldar grúfir dimmast yfír ofurmennum á stjómmálasviðum. En skíma er líka til í heimsvið- burðum. Ferill hinnar litlu konu á Filippseyjum er merkilegur og vitn- ar um frábæra hæfileika „mennskr- ar“ konu að leiða þjóð, sem virðist meira eða minna villt í öfgum múg- sefjunar. Takist þetta er það líkast yfimáttúrlegum fyrirbæmm. Töfrahæfileikar mikilla vitsmuna. Minnisstætt er mál Andrev Sak- aroffs. Stærsti heili nútímans allt í einu leystur úr fangabúðum. Spum- ing er hveiju þetta má valda. Víst er að ef hann fær að tala þá talar hann svo að allur heimur hlustar. Mætti þetta valda þáttskilum í við- horfum til þess „ógnar“ jafnvægis er hrjáir í allri veröld — þess ógnar jafnvægis er einmitt Andrev Sakar- off skóp. Með uppfinningu á vetnis- sprengjunni. Slíkt vísindaundur varð til, að talið er, í hans stóra heila. En undir er hjarta, ókalið enn? — Líklegt er að andsvar kunni að leynast enn í bijósti hans. Mér er engin launung á að mér létti við að sjá og heyra fyrir jólin fréttir sjónvarps er lögreglumenn voru að hreinsa út úr myndbanda- Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69. Gengið inn að norðanverðu. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 O STJÓRIMUINIARSKÓLIIVINI % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" leigum, þessum „menningar“-stofn- unum fijálshyggjunnar, og gera upptækt eitthvað af andstyggð gróðabrallsins, sem nú er stórvirk- ast í mannskemmdum. Eða kann þessi aðgerð e.t.v. að hljóta sömu örlög og okrið? Er bjart til allra átta? Oddvitar stjórnarflokkanna hafa verið hressir í áramótahugleiðing- um. Nær samfelld sigurganga frá vordögum 1983 og þá ætti að vera jöfnum dæmum átt við ríkistjórn og íslenzka þjóð. Ekki finn ég þess- ar kenndir í mínu sinni og bragð í munni er galli blandið. E.t.v. er það vegna þess að mér er líkt farið og kettinum, sem sýnt var í spegil, en kattargreyið sætti sig ekki fyllilega við og reyndi að gæta á bak við spegilinn! En afrekaskráin er stór og falleg. Verðbólgan kveðin niður — að vísu er ekki haft hæst um það, en sögulegu sættirnar um kaup og kjör því stærri rós, og gerðist tvisvar á árinu. Og skuldimar við útlönd ekki hækkað — síðasta ár. Meira að segja lækkað við visst mat! Aldrei meiri þjóðartekjur, 6—8% aukning og svo síðasta rósin: Aldrei hærri kaupmáttur. Enn er eitt talið: Genginu haldið stöðugu! Og að lokum er réttlættur halli fjár- laga í 2 ár með hinum sögulegu sættum! En hvemig stendur á því að mér dettur svo oft í hug þetta fátæktar- ráð fortíðar að pissa í skóinn! Alveg sérstaklega þegar gætt er að vinnu- málasamningunum og fögnuðinum við þá. Öllum er ljóst að verðmæta- sköpun framleiðslunnar er hin mesta í sögunni, sjávaraflinn og viðskiptakjörin valda því sameigin- lega. Og svo spratt af því fögur rós, jafnvægi viðskiptánna við út- lönd! En nöldurskjóðum verður hugsað til hvenær á að greiða skuld- imar við útlönd, þegar 6—8 hundraðs hluta aukning veldur að- eins jafnvægi, og úr því búin til skrautfjöður fyrir stjómina! Halli á ríkissjóði þessi 2 ár virð- ist ekki rökrétt við annað ástand. A örfáum dögum, nú um og eft- ir áramótin, hefur veður skipast í lofti, en er alls ekki dæmaiaust, hvorki fyrr né síðar. Má vera að áramótaánægja forsætis- og fjár- málaráðherra hefði varla verið svo áberandi nokkmm klukkustundum síðar. Nú, um þrettándann, má telja uppreisnarástand í þjóðfélaginu. Ýmislegt kemur til en tæplega meginástæða hin góða stjórn. End- urtekin áherzla á tvö atriði: Hvenær á að greiða niður crlendar skuldir, sem eru á flestra vömm, ef ekki í árgæzku sem 1986; mesta tekjuári sögunnar! Hvenær á ríkissjóður að vera í jafnvægi öðmm ámm frem- ur? En meginatriði alls þessa er að verðlagi gjaldeyrisins verður að haga svo að allur sá arður er mynd- ast í þjóðfélaginu, umfram búsýzl- una í heild, falli í hlut undirstöðu verðmætanna; þeirra er fmmfram- leiðsluna stunda. Hin síðustu ár hefir innflutningsverzlun og þjón- usta margvísleg hirt allan arðinn og annast að verðhækkanahjólið snúist með duldum krafti. Hvað sagði for- sætisráðherrann! Forsætisráðherra sagði á gaml- árskvöld: „Staðan er nú þessi: Verðbólga er minni en verið hefir í 15 ár og fer minnkandi. Meðal- kaupmáttur er meiri en hann hefir verið nokkm sinni í sögu þessarar þjóðar. Þrátt fyrir það verður um- talsverður afgangur af vömskiptum og viðskiptahalli lítill, minni en ver- ið hefir í mörg ár. Þetta er svo m.a. af því að sparnaður hefír auk- ist verulega og er nú meiri en verið hefur á annan áratug.“ Afram er haldið hugleiðingum, sumt vill illa Jónas Pétursson „Það er tæpast til frá- sagnar þótt einbúa setji hljóðan við fréttir, jafn- vel auglýsingar um „ávöxtun“ svonefndra skuldabréf a, jaf nvel allt að 14% umfram verðbólgu.“ ganga upp og segir: „Mér er ljóst að allt krefst það fjármagns og ekki er vinsælt að tala um hækkun skatta... Hitt er þó Ijóst að við Islendingar þurfum að gera upp hug okkar um það til hvers við ætlumst af ríkisvaldi og ríkissjóði. Eins og nú er ástatt fær ríkissjóður ekki sinnt nema að hluta þeim fjölmörgu félagslegu verkefnum, sem Alþingi hefir ákveðið. Tekjur hrökkva hvergi nærri fyrir gjöldum, svo einfalt er það“ (leturbr. mín). Síðan segir: „Tekist hefir að koma hér á fót velferðarkerfi, sem rekið er með miklu minna fjármagni en t.d. á flestum hinna Norðurland- anna. Það er til fyrirmyndar. Þetta kerfí er hinsvegar lent í þeim fjár- hagsnauðum að ekki verður lengur svo fram haldið. Bæði verkefni og tekjur verður að taka til endurskoð- unar.“ Þetta sagði forsætisráðherra m.a. á gamlárskvöld! Margir hafa reynt það að ætla að gera ýmislegt — á morgun. Borga af skuldunum við útlönd, rétta fjárlagahallann, finna tekjur til að standa undir vel- ferðarþjóðfélaginu, sem er til fyrir- myndar, þær vantar — svo einfalt er það! Já, á morgun. Og svo falla dómar Hæstaréttardómur féll nýlega, allathygliverður. Vaxta-„frelsið“ er að bera árangur. Ekki var unnt að sakfella fyrir okur. Forsætisráð- herra brá — og fleirum — taldi sök á stjórn Seðlabanka. Eitt kvöld um áramótin birtist á skjánum seðla- bankastjóri, Jóhannes Nordal, og fréttamaður — og Nordal allvalds- mannslegur í skýringum á háttum þar. I huga minn hvarflaði það er segir í fyrztu Mósebók: „Þá sagði Jahve við Kain: Hvar er Abel bróð- ir þinn? En hann mælti: Það veit ég ekki; á ég að gæta bróður míns?“ Hvers vegna rifjaðist þetta upp? Þetta svar Kains er furðu algengt með ýmsum orðum að vísu — en hugarfarið lifír frá kyni til kyns. Kjarni okurmála! Og kjarni svo- nefndrar frjálshyggju er nú ríður húsum í Sjálfstæðisflokknum með þeim afleiðingum að flæma í burtu þá breiðu undirstöðu fólks, er hing- að til hefir lagt til atkvæðastyrkinn! Fólks, með jafnaðar- og frelsis- hugsun sjálfsbjargar — systra og bræðra — mótað af kristinni sið- fræði í íslenzku þjóðfélagi, tólks, sem á hugsjónir og enn man Kjör- orð: Gjör rétt! þol ei órétt! Eg hefi átt í þeli mínu þá hug- mynd að ef „lög“ þrýtur til dóma komi kristin réttlætiskennd; í mót- sögn við Kains-eðlið og verði þá — og raunar ætíð — með í grunni dóma. Um réttlætiskennd íslenzkr- ar þjóðarsálar hefi ég ekki efast — og er mér rík í minni biblíusagan er Kristur rak víxlarana út úr must- erinu með þeim orðum að ekki skyldi gera hús föður síns að mang- arabúð! Ég held að ástandið, sem virtist komið upp fyrir jólin að allt í einu værum við stödd án verndar siðalaga réttlætiskenndar og sam- úðar, — með óátöldu — frelsi fyrir bófa og ræningja, færi okkur þó sanninn um að það virðist vanta í okkar tryggingar kviðdóm, úr- skurðaraðila, hóp þjóðarsálarinnar, sem er gædd kristilegri siðfræði og réttlætiskennd, sem kalla má til. Það er tæpast til frásagnar þótt einbúa setji hljóðan við fréttir, jafn- vel auglýsingar um „ávöxtun“ svonefndra skuldabréfa, jafnvel allt að 14% umfram verðbólgu, ogdæm- ið skýrt með t.d. 1.000 kr. sem orðið hafi að 1.310 kr. sl. ár — þessi eins stafs verðbólga þá varla nema í munni sjálfumglaðra stjóm- málamanna. En nú spyr ég þig, sem kannt að líta á þetta: Hvað er ok- ur? Og hver borgar þessar 310 kr. í dæminu er ég neíndi? Ekki brask- ararnir ekki fijálshyggjupostularn- ir. Heldur þú með meiri verðbólgu! Ekki nóg með það. Með skertu siða- mati og deyfðri réttlætiskennd. Eftir er enn mál málanna: Sjálf- stæðismál íslendinga, ævarandi. Nú verndun byggðanna, stjórnskip- unarbreyting með fjórðunga og fylkjasvæðum og algjöru valdi eigin mála og arðsöflun. Stöndum vörð um allar Grímseyjar allra svæða, allra tíma. Hittum ætíð jafningja hvar sem við búum, án yfirlætis, án beiningasvips. Það er markmið byggðah rey fi ngar. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður. Viðbrögð formanna stjórnarflokkanna: Taka stj órnmála- ályktun SUF ekki allt of hátíðlega ÞEIR Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins og Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins virðast ekki kippa sér mikið upp við stjórnmálaályktun stjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna, þar sem m.a. er sagt að Framsóknarflokkurinn eigi að taka áframhaldandi stjórnarþátttöku til alvarlegrar endurskoðunar. Þorsteinn Pálsson sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið um þetta mál: „Ég nenni nú ekki að vera að skattyrðast við Samband ungra Framsóknarmanna. Ég ætla fyrst að sjá hvort að flokksforysta Fram- sóknarflokksins tekur þá svo alvarlega að stjórnarsamstarfið verði tekið til alvarlegrar endur- skoðunar." Steingrímur Hermannsson sagði aðspurður um afstöðu til ályktunar SUF: „Hún kemur nú heldur seint fram þessi ályktun. Það eru ekki nema fáeinir mánuðir eftir af þessu stjórnarsamstarfi, og ætli ég reyni nú ekki að halda þessu saman eins og ég best get, þó að svona um- mæli eins og hjá Þorsteini geri mér svolítið erfitt fyrir.“ I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.