Morgunblaðið - 22.01.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987
Morgunblaöið/Jón Gunnlaugsson
• Knattspyrnumaður Akraness 1986, Heimir Guðmundsson, er hér með hin veglegu verðlaun sem Al-
freð V. Gunnarsson, gullsmiður, hefur gefið að þessu tilefni. Hann stendur hér við hlið Heimis ásamt
dóttur sinni.
Heimir knattspyrnu-
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
• JÓn Páll Haraldsson skorar hér fyrir Grindavík í leiknum gegn Tinda-
stól á laugardaginn.
1. deild íkörfu:
maður Akraness
Akranes.
í LOK síðasta árs var Heimir
Guðmundsson bakvörðurinn
efnilegi úr ÍA útnefndur knatt-
spyrnumaður Akraness 1986
og kom sú útnefning fáum
Skagamönnum á óvart.
Alfreð V. Gunnarsson, gullsmið-
ur á Akranesi, og kona hans, Lára
Árnadótir, tilkynntu stórn knatt-
spyrnufélags ÍA síðastliðið haust
þa ákvörðun sína að gefa nýjann
verðlaunagrip með sæmdarheitinu
„Knattspyrnumaður Akraness".
Þegar útnefningin fór fram var
þessi veglegi bikar ekki tilbúinn til
afhendingar og var því kærkomið
tækifæri að hafhenda Heimi grip-
inn á Stórmóti íþróttafréttamanna
á Akranesi um síðustu helgi.
J.G.
Skíði:
Einar Ólafsson
gerir það gott
EINAR Ólafsson skíðagöngumað-
ur frá ísafirði náði sjöunda sæti
í 30 km ski'ðagöngu á móti i
Svíþjóð á laugardaginn. Hann
keppti í boðgöngu á sunnudaginn
og náði þar 3. besta tíma allra
keppenda.
í 30 km göngunni sigraði lands-
liðsmaðurinn, Jan Ottoson, á
1.26,47 klukkustundum. Larry Po-
romaa varð annar á 1.27,19 og
Thomas Wassberg þriðji á 1.27,42.
Einar Ólafsson varð sjöundi og
gekk á 1.30,45. 63 keppendur voru
með í þessari göngu.
Hann keppti svo í 4 X 10 km
boðgöngu á sunnudaginn með liði
sínu Ostersund. Þar gekk Einar
fyrsta sprett og náði þriðja besta
tima allra keppenda. Hann gekk
10 km á 28,22 mín. Besta braut-
artíma hafði Tony Mogren 27,53
mín. Mikael Edmundsson varð
annar á 28,1 mín.
Létt hjá Grindavík
Grinúavík.
GRINDVÍKINGAR tóku á móti
Tindastóli frá Sauðárkróki síðast-
liðinn laugardag í 1. deild íslands-
mótsins í körfuknattleik í
Grindavík. Grindvikingar höfðu
mikla yfirburði og sigruðu auð-
veldlega 93—53.
Grindvíkingar tóku strax forustu
og eftir þriggja mínútna leik var
staðan orðin 11—4. Um miðjan
fyrri hálfleik var staðan 22—16 fyr-
ir UMFG en þá náði Tindastóll
góðum leikkafla og komst yfir
24—23 með tveim þriggjastiga
körfum frá Eyjólfi Sverrissyni.
Grindvíkingar tóku þá við sér
og skoruðu tíu stig í röð 33—24
og eftir það skildu leiðir. I hálfleik
var staðan 45—32 fyrir UMFG.
í síðari hálfleik léku Grindvíking-
ar á als oddi og eftir sex mínútur
var staðan 58—33 og þeir búnir
að gera út um leikinn. Það sem
eftir lifði leiksins var einungis
formsatriði en Grindvíkingar bættu
við forskotið jafnt og þétt. í leiks-
lok skildu 40 stig félögin.
Greinilegt er að lið UMFG er í
stórstígum framförum og er til alls
líklegt í baráttunni um efsta sætið
í deildinni. Mestu munar um að
allir leikmennirnir skora í leiknum
úr ólíklegustu færum og vörnin er
góð.
Stigaskorunin hjá UMFG lítur
þannig út: Rúnar Árnason 15 stig,
Dagbjartur Willardsson 13, Stein-
þór Helgason 11, Hjálmar Hall-
grímsson, Guðmundur Bragason
og Sveinbjörn Sigurðsson 10 hver,
Eyjólfur Guðlaugsson 8, Guðlaug-
ur Jónsson og Sveinbjörn Bjarna-
son 6 hvor og Jón Páll Haraldsson
4 stig.
Hjá Tindastóli eru þrír menn
mest afgerandi við stigaskorunina,
þeir Björn Sigtryggsson 19 stig,
Eyjólfur Sverrisson 14 og Sverrir
Sverrisson 9 stig en aðrir miklu
minna.
Kr.Ben.
1X2 l •O iö c 3 CT) o 5 > Q Tíminn c #c ■> s 5* Dagur ■o ‘5. c5 I «> s cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Coventry — West Ham 2 X 1 2 X 1 1 1 1 1 X 1 7 3 2
Luton — Leicester 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0
Man. (Jtd. — Arsenai 2 1 1 1 1 1 1 2 X X X X 6 4 2
Norwich — Chelsea 1 1 X 1 1 1 X 1 — — — — 6 2 0
Oxford — Watford X X 2 X X X X 1 X 2 X X 1 9 2
QPR — Southampton 1 1 1 2 1 1 1 X 2 1 1 1 9 1 2
Sheffield Wed. - Chalton X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 1 0
Tottenham — Aston Villa 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0
Wimbledon — Man. City X 1 X X X 2 2 X — — — — 1 5 2
Birmingham — Stoke 1 1 2 1 X 1 2 1 X X X X 5 5 2
Grimsby — Ipswich X 2 X X 2 X X X 2 X X 2 0 8 4
Oldham — Derby X 2 1 2 1 2 1 1 2 X X 1 5 3 4
Handknattleikur:
Yfirburðasigur
Þórs;
ÞÓR sigraði Fylki næsta auðveld-
lega i 2. deildinni í handknattleik
á Akureyri á laugardaginn. Loka-
tölur urðu 21:12 fyrir heimamenn
eftir að staðan í leikhléi var 12:5.
Þórsarar tóku forystu strax í
upphafi og Ijóst var að Fylkismenn
ættu aldrei möguleika. Liðið er það
slakasta sem heimsótt hefur Akur-
eyri í langan tíma. Þór lék ágæt-
lega í fyrri hálfleiknum en í þeim
síðari fóru leikmenn liðsins niður
á sama lága planið og Fylkismenn
léku á.
Hjá Þór lék Hermann Karlsson
markvörður mjög vel, svo og Sigur-
páll Árni Áðalsteinsson sem
i Fylki
skoraði stórglæsileg mörk úr
vinstra horninu að vanda. Sigurður
Pálsson og Kristinn Hreinsson
voru einnig góðir. Ekki er ástæða
til að hrósa neinum Fylkismanni.
MÖRK ÞÓRS: Sigurður Pálsson
6/2, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson
6/2, Kristinn Hreinsson 3, Ingólfur
Samúelsson 2, Baldvin Heiðarsson
2, Gunnar Gunnarsson 1 og Jó-
hann Samúelsson 1.
MÖRK FYLKIS: Einar Einarsson
5, Magnús Sigurðsson 3, Jón Leví
Hilmarsson 2, Jón Oddur Daví-
ðsson 1 og Elís Þór Sigurðsson 1.
Góðir dómarar voru Aðalsteinn
Sigurgeirsson og Stefán Arnalds-
son.
Innanhússknattspyrna:
Skagastúlkur
náðu 3. sæti
Akranesi.
FYRSTU deildar lið ÍA í meistara-
flokki kvenna i' knattspyrnu varð
í þriðja sæti á innanhússmóti i'
Köln í Þýskalandi í siðustu viku.
Skagastúlkurnar unnu dönsku
meistarana Hei frá Kaupmanna-
höfn, 2:1, í úrslitaleik um þriðja
sætið.
Liðunum var skipt í riðla og léku
Skagastúlkurnar þar þrjá leiki.
Fyrsta leiknum gegn þýsku meist-
urunum töpuðu þær stórt, 0:8.
Síðan léku þær gegn hollensku
meisturunum og unnu 6:0. Síðan
gegn þýsku liði og unnu það 2:0.
Þetta var í fyrsta sinn sem
íslenskt kvennalið tekur þátt í
knattspyrnumóti innanhúss er-
lendis. Leikið var með nokkuð
öðrum hætti en hér á landi. Því
liðin léku með markvörð og eins
voru mörkin stærri en í mótum hér
heima.