Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 48. tbl. 75. árg.__________________________________FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Spænska-Sahara: Hörðustu bardagar síðustu tveggja ára GÆTA HRYÐJUVERKAMANNA Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum og klæddir skot- heldum vestum voru alls staðar á verði við Dómhöllina í París í gær, er fjórir meðlimir hryðju- verkasamtakanna Action Directe voru fluttir þangað til þess að hlýða á, er ákæra á hendur þeim var lesin upp. Hryðjuverkamennirnir fjórir eru Jean- Marc Rouillan, Georges Cipriani, Joelle Aubron og Nathalie Menigon. Þau hafa öll verið ákærð fyrir margs konar afbrot, þar á meðal að hafa óleyfileg skotvopn og sprengiefni í fórum sínum, hryðjuverk, og skjalafals. Rabat, Marokkó, Algeirsborg, Reuter. TALSMENN Marokkóhers og Polisario-hreyfingarinnar, sem berst fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis í Spönsku-Sahara, lýstu í gær yfir glæstum sigr- um í mannskæðum átökum. Skæruliðar kváðust hafa fellt mörg hundruð hermenn frá Marokkó. Eru þetta hörðustu bardagar frá því Marokkóher blés til stórsóknar gegn skæruliðum í janúar 1985. í dag, föstudag, eru liðin 11 ár frá því Polisario-hreyfingin lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara, sem áður til- heyrði Spánveijum. Skæruliðar hafa krafíst þess að efnt verði til atkvæðagreiðslu meðal íbúa þessa svæðis um hvort þeir vilja stofna sjálfstætt ríki eða tilheyra Marokkó. í tilkynningu frá herstjóminni í Marokkó sagði að stórsókn skæruliða við Farsia, nærri landamæmm Alsír, hefði verið hmndið. Fullyrt var að skæmlið- ar hefðu beitt sovéskum Sam-6 flugskeytum og rúmlega 100 bryndrekum. Skæmliðar kváðust hins vegar hafa brotist í gegnum vamir Marokkóhers og fellt mörg hundrað hermenn. Til sönnunar Persaflóastríðið: Blóðugir bardagar við Basra Nikósíu, Kýpur, AP. ÍRANIR kváðust í gær hafa hrundið tvívegis gagnsókn íraka í suðurhluta íraks nærri borginni Basra. Irna, hin opinbera frétta- stofa írans sagði 2.000 íraska hermenn hafa fallið eða særst í bardögunum. Átökin áttu sér stað við Fiski- vatn, sem er stöðuvatn gert af manna höndum, tæpa tíu kílómetra austur af Basra, næst stærstu borg íraks. írönum tókst að ná fótfestu nærri vatninu í janúarmánuði þegar sókn sem nefndist „Karbala 5“ var hrundið af stað. I tilkynningu fréttastofunnar sagði að hersveitir írana hefðu mðst gegnum varn- arlínur íraka og „gereytt“ tveimur herdeildum þeirra. Hins vegar gat fréttastofan ekki um mannfall í röðum írana. í gærkvöldi tilkynntu íranir að „Karbala 5“ væri nú form- lega lokið. Fyrr í vikunni kváðust Iranir hafa sótt fram að vamarlínu Iraka nærri Basra og fellt 1.600 menn. Svo virðist sem vamir íraka hafi haldið en þeir hafa safnað saman öflugum skriðdrekum og stórskota- liðsbyssum umhverfis Basra. Noregur: Engimiinn- flutningnr seiða í ár Osló, frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. EMBÆTTISMENN i norska landbúnaðarráðuneytinu hafa ákveðið að veita ekki heimildir til innflutnings á seiðum í ár. Búist er við að forráðamenn fisk- eldisstöðva muni mótmæla þessari ákvörðun. Með þessu vonast ráðamenn í landbúnaðarráðuneytinu til að unnt verði að vinna bug á sjúkdómum sem upp hafa komið í norskum eld- isfíski. Seiðaframleiðsla hefur hins vegar aukist stórlega að undan- fömu og er þess ekki langt að bíða að Norðmenn verði sjálfum sér nóg- ir hvað þetta varðar. Aftur á móti hefur fiskeldisstöðvar í Norður- Noregi skort seiði og er talið að ákvörðun þessi muni ekki mælast vel fyrir á þeim slóðum. Skýrsla Tower-nefndarinnar um vopnasöluna til írans: Forsetinn gerði sér ekki ljósar afleiðingar málsins sigrinum sýndu skæmliðar fréttamönnum hergögn, sem þeir nöfðu náð á sitt vald og rúmlega 80 fanga, að sögn APS, hinnar opinbem fréttastofu Alsír. Herstjóm Marokkó hefur látið hlaða rúmlega 1.600 kílómetra langan vamargarð í Vestur- Sahara. Erlendir sendimenn, sem hafa heimsótt vígstöðvarnar, segja Marokkóher ráða um tveimúr þriðju landsvæðisins sem barist er um. Reuter John Tower afhendir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta skýrslu Tower-nefndarinnar í Hvita húsinu í gær. Lengst til hægri á myndinni er Brent Scowcroft og við hlið hans situr Edmund Muskie en þeir I sátu báðir í nefndinni. Líklegt að Reagan hafi vitað um málið frá upphafi Washington, AP, Reuter. SKÝRSLA Tower-nefndarinnar háttsettra embættismanna gagn- svonefndu, sem Ronald Reagan rýnd harðlega. Bandaríkjaforseti skipaði til að „Forsetinn virðist ekki hafa gert rannsaka starfsemi Þjóðarör- sér grein fyrir því með hvaða hætti yggisráðsins vegna vopnasölu Bandaríkjastjórnar til írans, var gerð opinber í gær. Meginniður- staða nefndarinnar er sú að Reagan forseta hafi verið um- hugað um að tryggja frelsi bandarískra gísla í Libanon og að hann hafi ekki haft stjórn á starfsmönnum Þjóðaröryggis- ráðsins, sem önnuðust vopnasöl- una. Er framganga ýmissa var staðið að þessari aðgerð og hvaða afleiðingar yrðu af þátttöku Bandaríkjanna,“ segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar; sem er 282 blaðsíður að lengd. Nefndin kveðst ekki geta sagt til um með óyggj- andi hætti hvort forsetinn sam- þykkti fyrstu vopnasendingamar til Irans árið 1985, sem ísraelar önn- uðust. Reagan kveðst ekki minnast þess en í skýrslunni segir að Iíklegt megi telja að svo hafi verið. Höfund- ar skýrslunnar geta þess að forset- inn hafí ekki ætlað að gefa villandi upplýsingar í því skyni að hylma yfír þau mistök sem gerð vora. „Umhyggja forsetans fyrir gíslunum í Líbanon virðist hafa ráðið mestu um að hann hélt vopna- sölunni til streitu, þrátt fyrir andstöðu ráðherra þeirra sem fara með utanríkis- og vamarmál," seg- ir í skýrslunni. Nefndarmenn telja að það hafi verið röng stefna að freista þess að fá gíslana leysta úr haldi fyrir vopn og að forsetinn hafí veitt starfsmönnum Þjóðarör- yggisráðsins of mikið svigrúm við framkvæmd hennar. „Ef aðeins hefði verið unnt að afstýra einu slysi við töku þeirra mikilvægu ákvarð- ana, sem við könnuðum, væri einu sári færra í sögu þjóðarinnar. Unnt hefði verið að afstýra einu vand- ræðamálinu og fækkað hefði verið um eitt þeim ámælisverðu atvikum sem gefa andstæðingum færi á að snúa út úr þeim grundvallaratriðum sem þessi þjóð vill varðveita og fylgja fram í heiminum," segir í niðurstöðum nefndarmanna. Ronald Reagan mun ávarpa bandarísku þjóðina í næstu viku og hinar ýmsu þingnefndir munu áfram vinna að rannsókn málsins. Sjá nánar um skýrslu Tower- nefndarinnar á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.