Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 7

Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 7 MEÐALEFNIS í KVÖLD nmmiiHD (lceland). Dans- og söngva- myndfrá 1942 meðJohn Payne og skautadrottningunni Sonju Heine i aðalhlutverkum. Myndin gerist i Reykjavík á striðsárunum. Landgönguliði úrfíotanum verður ástfanginn af Reykjavíkurmær en rekur sig á að innlendar siðvenjur mæla hreint ekki með skyndikynnum. ANNAÐKVÖLD Laugardagur HEIMSMEIS TA RIHH AOTAFLI Annarþáttur af sex. Hinn ungi snillingur, Nigel Short og heims- meistarinn Garry Kasparov heyja sexskáka einvigi. xznzzzmxo JLU 22:15 Laugardagur FORINGIOG FYRIRMADUR (An Officeranda Gentleman). Aðalhlutverk: Richard Gere, Debra Winger og Louis Gos- sett jr. Ungur maður i liðsfor- ingjaskóla bandaríska fíotans fellur fíatur fyrir stúlku sem býr í grenndinni. Það fellurekki í kramið hjá yfirmanni hans sem reynir að gera honum lífið leitt. Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Grundvöllur loðnuveiða brost- inn ef lýsisskattur EBE kemst á - segir Jón Reynir Magnússon forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins GRUNDVÖLLUR loðnuveiða íslendinga er brostinn ef skattur, sem Efnahagsbandalag Evrópu hyggst leggja á feiti og Iýsi, kem- ur til framkvæmda því nær allt það loðnulýsi sem Islendingar framleiða er selt til Evrópu. Þetta er skoðun þeirra forsvars- manna loðnuverksmiðja sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Framkvæmdastjóm EBE hefur lagt til að lagður verði skattur á innflutta feiti og lýsi. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Reynir Magnússon forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins að undanfarið hefði lýsisverð verið í lágmarki eða um 200 dollarar eða 8000 krónur fyr- ir tonnið , komið til kaupenda. Fyrirhugaður skattur yrði síðan um 370 dollarar í viðbót eða um 14800 krónur. Skatturinn kæmi auðvitað á aðrar olíur, svo sem jurtaolíur sem eru aðeins dýrari en lýsið, þótt verð þeirra væri lágt og hefði meðal annars orðið til að lýsisverð er svona lágt. Þetta væri hinsvegar magnskattur og því myndi lýsið hækka hlutfallslega ineira en jurtaolía. „Þetta er þannig að vissu marki neysluskattur því afurðimar, sem búnar em til úr þessum olíum, t.d. smjörlíki og bökunarfeiti, hækka allt að 40%, sem þýðir að fólk fer að borða minna smjörlýki og fer frekar að skafa utan af þessu smjörfjalli sem er í Evrópu. Þá minnkar eftirspumin og verðið lækkar enn. Ofan á þetta bætist að loðnumjölsverðið er í lágmarki svo gmndvöllurinn fyrir loðnuveiði er hreinlega brostinn. Við fáum ekki það fyrir afurðirnar sem nokkur maður myndi láta sér líka, nema það verði stórfelldar hækk- anir á mjöli sem ég á ekki von á,“ sagði Jón Reynir, og í sama streng tók Magnús Bjamason fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar í samtali við Morgun- blaðið. Jón Reynir sagði að tilgangur- inn með skatti þessum væri aðallega að styrkja samkeppnis- stöðu þeirra sem framleiða jurta- olíu innan ÉBE, Þar er nú orðið svo mikið ræktað af svokallaðri repjujurt sem olía er unnin úr að stefnir í offramleiðslu. Jón sagði að þannig væri þetta í raun og vem tollur, borgaður af röngum aðilum og því hefðu menn viljað halda því fram þetta væri á móti GATT samkomulaginu. Jón Reynir sagði að mikil mót- mæli væm gegn skattlagningunni, ekki síst innan Efnahagsbanda- lagsins, til dæmis hjá neytenda- samtökum sem sjá fram á mikla verðhækkun á matvömm sem fá- tækari neytendur hafa aðallega keypt. Bakarar sjá einnig fram á hækkun hráefnis í sína fram- leiðslu. Skatturinn kæmi einnig illa við fleiri en íslendinga, til dæmis Bandaríkjamenn, sem flytja mikið af sojaolíu og lýsi til Evrópu, og lönd í þriðja heiminum svo sem Malasíu sem framleiðir mikið af pálmaolíu, sem hefur ver- ið aðalkeppinautur lýsisins í Evrópu. Jón sagði að ákvörðunin um lýsisskattinn væri ráðherranefnd- ar EBE og íslendingar hefðu nánast engar aðferðir til að hafa áhrif á hana aðrar en þær sem nú em reyndar og raktar vora í Morgunblaðinu í gær, þær að ut- anríkissráðherra hefur fundað með formanni ráðherranefndar- innar og með sendiherram íslands í aðildarríkjum EBE til að und- irbúa málflutning þar. NISSAN SUNNY b(ll ársins 1987 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda ÍJapan kaus einróma IMI55AIM SUNIMY bíl ársins 1987 í DÓMIMUM VAR TEKIÐ TILLIT TIL: ÚTLITS - HÖNNUNAR - GÆÐA- AKSTURS- EIGINLEIKA OG VERÐS. BÍLASÝNIIMG: laugardag og sunnudag kl. 14—17. Akureyri: Á bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5A og auðvitað í sýningarskálanum v/Raudagerdi á sama tíma. Lyklllnn f»rð þúhjá Heimillstsakjum <8> Heimilistæki h S:62 12 15 Verið velkomin — heitt á könnunni. 1957-1987 % 30 M ára jjý i|| INGVAR HELGASON HF, ■■■ Symngarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.