Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 11
fáðf MAðflgiPt .-ÝR
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
ot
11
ísland og Norðurhöf
eftir Sigríði Hjartar
Á þingi Norðurlandaráðsins, sem
nú stendur yfir í Helsinki, verða
rædd fjölmörg mál, sem varða sam-
eiginlega hagsmuni og menningu
Norðurlanda.
Tvö eru þau mál sem naumast
verða rædd í salarkynnum þingsins,
en sjálfsagt þeim mun meira á
göngum frammi. Þar á ég við
kjamavopnalaus svæði á Norður-
löndum og hervæðingu Norðurhafa.
Kjarnavopnalaus
Norðurlönd
Langt er nú síðan umræðan um
kjamavopnalaus Norðurlönd hófst
og oft hefur hún legið í láginni.
Kekkonen fyrram Finnlandsfor-
seti var fyrstur ráðamanna á
Norðurlöndum til að hreyfa þessari
hugmynd opinberlega. 1961 vakti
hann fyrst máls á kjamavopnalaus-
um Norðurlöndum.
'Eftir að hugmyndin um kjama-
vopnalaus svæði hafði verið rædd
almennt á þingi Sameinuðu þjóð-
anna 1981, funduðu forystumenn
miðflokkanna á Norðurlöndum um
málið og ályktuðu um þörf umræðu
um kjamavopnalaus Norðurlönd.
Síðan 1981 hefur umræða um
þessi mál orðið markvissari.
I ályktun Alþingis hinn 21. maí
1985 um stefnu Islendinga í ut-
anríkismálum er hvatt til könnunar
á samstöðu og grandvelli fyrir
samningum um kjamavopnalaust
svæði í N-Evrópu, jafnt á landi, í
lofti og á eða í hafinu. Einnig gerði
ályktunin ráð fyrir að utanríkis-
málanefnd kanni, í samráði við
forsætisráðherra, hugsanlega þátt-
töku íslands í frekari umræðum.
Þingmenn Norðurlanda funduðu
síðar í Kaupmannahöfn um kjama-
vopnalaus Norðurlönd. Fyrir þann
fund gerði nefnd á vegum utanríkis-
málanefndar drög að greinargerð
um efnið. Nefndin komst að þeirri
brápabirgðaniðurstöðu að rétt væri
að íslendingar tækju þátt í umræðu
norrænna þingmanna, án þess að
koma með tillögur um hvemig
ályktun Alþingis frá vordögum
1985 væri best framfylgt.
Ríkisstjómir hinna Norðurland-
anna hafa nú gert tillögu um
stofnun embættismannanefndar
sem ræddi kjamavopnalaus Norð-
urlönd en Matthías Á. Mathiesen
utanríkisráðherra hefur verið treg-
ur til þess fyrir íslands hönd.
Spurningum ósvarað
Margir telja tregðu Matthíasar
bera vott um skammsýni. Okkur
er sannarlega nauðsynlegt að fylgj-
ast náið með þeirri umræðu, sem
snertir svo mjög hagsmuni allra
íslendinga, jafnvel tilverarétt þjóð-
arinnar.
Taki íslendingar þátt í embættis-
mannanefndinni reynist e.t.v. unnt
að fá svör við ýmsum þeim spum-
ingum sem umræða um kjama-
vopnalaus Norðurlönd vekur. Meðal
grandvallarspuminga má nefna.
a) Hver eiga að vera mörk hins
kjamavopnalausa svæðis; á skil-
yrðislaust að telja með Græn-
land, ísland og Færeyjar?
b) Á hið kjamavopnalausa svæði
að taka til hafsvæðanna milli
Norðurlanda eða á svæðið að
ná út að landhelgismörkum við-
Sigríður Hjartar
„Samþykktir Nordur-
landaþjóða einna þar
að lútandi hrökkva
skammt. Þarna verður
að koma tii samningur
risaveldanna um friðun
Norðurhafa og land-
svæðanna umhverf is
þau.“
komandi ríkja, þ.e. 12 mílna
mörkunum?
c) Hvaða áhrif hefur myndun slíks
svæðis á núverandi hernaðarfyr-
irkomulag á Norðurlöndum?
Leiðir það til lokunar erlendra
herstöðva á svæðinu?
d) Hvaða áhrif hefur myndun slíks
svæðis á tengsl NATO-meðlima
í hópi Norðurlandaþjóða við
bandalagsþjóðir sínar?
Status quo?
Eigi yfírlýsing um kjamavopna-
laus Norðuríönd einungis að innifela
að þar verði ekki kjamavopn á frið-
artímum, táknar það óbreytt
ástand.
Ríkisstjómir allra Norðurlanda
hafa lýst því yfír að þær hvorki
hafí né muni hafa kjamavopn á
sínum landsvæðum á friðartímum.
Þetta hefur einnig verið yfírlýst
stefna íslensku ríkisstjómarinnar
alveg síðan 1964.
Afstaða NATO
Fælingarstefna NATO byggir
m.a. á því að flytja megi kjama-
vopn til bandalagsríkjanna, komi til
ófriðarástands. Þar sem Noregur,
Danmörk og ísland era öll í banda-
laginu er samþykkt Norðurlanda
um kjamavopnalaus Norðurlönd
háð samráði við það.
Norðursvæðin
Eftir heimsstyijöldina síðari
hófst uppbygging rússneska flot-
ans. í fyrstu vora bækistöðvar hans
að mestu við Svartahaf og Eystra-
salt. Þar sem bæði þessi höf era
innhöf og þröngar siglingaleiðir úr
þeim hefur uppbyggingin færst
norður á bóginn og Murmansk orð-
ið geysileg flotahöfn, sú stærsta í
Sovétríkjunum. Kola-skaginn allur
er geysilega vígvæddur og þar hef-'
ur verið komið fyrir kjamaflaugum,
sem beinast að Vestur-Evrópu og
þá einnig Norðuriöndum.
Með vígvæðingu Kola-skagans
urðu Norðursvæðin jafnt á landi og
á legi enn mikilvægari hemaðarlega
séð. Hinn mikli floti Rússa þarf að
sigla um Norð-Austur-Atlantshaf
til að geta beitt sér. Umferð kaf-
báta með kjamahleðslur eykst
óhugnanlega á hafsvæðum um-
hverfís Islands.
GIN-hliðið
Vamarstefna NATO fram undir
1980 byggðist m.a. á að loka rússn-
eska flotann af innan línu sem
hugsast dregin um Grænland—
ísland—Bretlandseyjar, GIUK-hlið-
ið. Þar með myndi Noregur geta
lokast af og verða berskjaldaðri. Á
allra síðustu áram hefur hafíst
veraleg uppbygging bandaríska
flotans og jafnhliða því hefur vam-
arstefna NATO beinst að norðlæg-
ari vamarlínu, GIN-hliðinu.
Hversu mikla áherslu bandalögin
tvö, NATO og Varsjárbandalagið,
leggja á hemað í Norðurhöfum sést
af öllum þeim flotaæfmgum, sem
fram fara á þessum hafsvæðum.
„ Kj arnorkusly s“
Fiskurinn í sjónum er undirstaða
fjárhagsafkomu okkar íslendinga.
Hin mikla umferð kafbáta búnum
kjamavopnum um Norðurhöf veld-
ur okkur æ vaxandi áhyggjum.
Aðeins smávegilegt kjamaslys í
hafinu getur mengað fiskislóðir
okkar um langa framtíð. Því er frið-
un hafsvæðanna okkur knýjandi
nauðsyn.
Samþykktir Norðurlandaþjóða
einna þar að lútandi hrökkva
skammt. Þama verður að koma til
samningur risaveldanna um friðun
Norðurhafa og landsvæðanna um-
hverfís þau svo kjamavopnum verði
ekki beitt á þessum slóðum. Þannig
samningur gæti verið mikilvægt
skref í áttina til allsheijar banns
við notkun kjamavopna í heiminum.
Höfimdur er lyfjafræðingur og
3. maðuri lista Framsóknar-
flokksins í Reykjavík.
'inálning,'i<
málningh
málning'lt
málning'it
arv*
kvu»i,uuw)m,iii
twWitwwmi, u
. n Miiw, im,, 1
VATNÍW'YI
.•‘■Omvm.EQT BIIKIMATTAK^
'MltlKABlMAI.NÍNn,
M*i5iw«.UiT, llAmJl
^öUÁsrfe-A
GVíÁSTIq/Í
GUAST/q
i hamarki
í fjórum gljástigum
• Kópal innimálningin fæst nu í fjórum gljástigum.
• Nu velur þú þann gljáa sem hentar þér best og
málningin er tilbúin beint úr dósinni.
• l\lú heyrir þaö fortíðinni til að þurfa að blanda
málninguna með herði og öðrum gljáefnum.
VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJÁSTIGUM:
DYROTON