Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 13

Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 13 Klámblöð eru í augnhæð í bókaverslunum en Andrés Önd þar sem börnin ná ekki til, var niðurstaða fundar kvenna gegn klámi. Konur gegn klámi: Klámblöð höfð í augnhæð barna í bókaverslunum Á FUNDI kvenna gegn klámi nú í vikunni voru bornar saman niðurstöður könnunar á því hvaða klámrit væru á boðstólum í bókaverslunum í Reykjavík. Niðurstaðan var sú að í fimm af sex bókaverslunum í miðbæ Reykjavíkur væru liggjandi frammi frá átta og allt að tutt- ugu tegundir klámrita. Ein verslun í miðbænum, Bókaversl- un Snæbjarnar, verslar ekki með slíkan varning. Sú verslun end- ursendir klámritin sem hún fær óumbeðið sent reglulega frá Inn- kaupasambandi bóksala, að sögn starfsstúlku bókaverslunar Snæ- bjarnar. Konurnar sögðu að viðbrögðin við athugun þeirra hefði fengið ólík- ar undirtektir í bókaverslununum, allt frá því að vera mjög fjandsam- legar, en í öðrum tilfellum hefði verslunarfólk, konur við afgreiðslu- störf, fagnað því að loksins væri gaumur gefinn að þessum málum. Þær sögðu að þeim finndist niður- lægjandi að þurfa að afgreiða þessi blöð. „Við konumar eram búnar að beijast gegn þessu í mörg ár og ekkert hefur gengið. Fyrir tíu áram síðan vora það dönsku blöðin sem gáfu aur í kassann, en núna era það klámblöðin og aldrei hefur ve- rið meira úrval af þeim,“ sagði ein þeirra. Einnig kom fram í samtölum við starfsfólk að böm og unglingar sæktu mjög í að skoða umrædd rit. Á fundinum kom fram að erfítt hafði reynst að ná tali af verslunar- stjóram bókaverslanana. „Þeir gufuðu upp um leið og þeir vissu erindi okkar. Við ætluðum að fara fram á að þessi vamingur, sem ólöglegt er að versla með væri fjar- lægður, því annars sæjum við okkur ekki fært annað en að kæra viðkom- andi verslun, ofbeldið og viðbjóður- inn er of yfirgengilegur til að það sé hægt að láta þetta viðgangast öllu lengur," sagði ein fundar- kvenna. Aðrar bentu á að staðsetn- ing klámritanna í sumum verslunum væri einnig sláandi, þau væra jafnvel höfð í augnhæð ungra bama á meðan Andrés Önd væri hafður þar sem yngstu bömin næðu ekki til. Aðspurðar um hvert næsta skref- ið væri sögðu konumar að ástandið væri engu betra annars staðar á landinu. Því yrði á næstunni leitað liðsinnis hjá kvenfélögum og öðram kvennasamtökum í landinu. Vitnað var í erlendar kannanir sem sýndu að í þeim löndum þar sem kláminu hefur verið sleppt lausu hefur það haft í för með sér ofbeldi í auknum mæli gagnvart konum og bömum. Síðdegiskaffi fyrir eldri borgara í Laugarneskirkju SÍÐDEGISKAFFI fyrir eldri borgara verður í safnaðarheimili Laugarneskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.30. Þór Halldórsson yfirlæknir kem- t ur og ræðir um spuminguna Hvemig eldumst við? Einnig koma tónlistarmennimir Jónas Ingimund- arson og Ólafur Magnússon frá Mosfelli og flytja nokkur sönglög. Þá verður vorferð safnaðarins til Danmerkur kynnt, en hún verður farin vikuna 22.-29. maí og dvalið í sumarhúsum í Karlslunde. Frestur til skráningar í ferðina er til 8. mars. Málfreyju- deild stofn- uð í Garðabæ STOFNFUNDUR málfreyju- deildar í Garðabæ var haldinn 14. janúar sl. Deildin hlaut nafn- ið Gerður. Stofnfélagar vora tuttugu og þrír. Fundarstaður verður Kirkju- hvoll, safnaðarheimili. Fundirnir verða 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl. 21.00. Fund- irnir era öllum opnir. Forseti hinnar nýstofnuðu deildar var kjörin Guðfinna Snæbjöms- dóttir félagsmálafulltrúi. TOYOTA LAND CRUISER II, beinskiptur 5 gíra, vökva- og veltistýri, 2.4 lítra bensinvél'eða dísil turbo, brelð dekk, driflokur. . . TOYOTA LAND CRUISER STW. „torfærutröllið" með 100% læsingu á drifum, 4 lítra, 6 strokka dísil turbo, 5 gira beinskiptur... Hl ACE 4x4, 8 manna með „de luxe" innrétt- ingu, vökvastýri, 5 gíra beinskiptur, 2.4 lítra dísil- vél ... sjón er sögu ríkari! TOYOTA EGILSSTAÐIR • EGILSSTAÐIR • EGILSSTAÐIR Mð errnn á leiðinm til þínmeð Toyotatröllin! Um helgina verða Toyota Land Cruiser og Hi Ace 4X4 áþreifanlegii' hjá Bílasölunni Ásinn, reiðuhúnir til skoðunai' og reynsluaksturs. Við rennum í hlað kl. 10.00 á laugardag og dveljum í Ásnum til kl. 17.00. Á sunnudag bvrjum við aftur í sólskinskapi kl. 13.00 en leggjum í hann kl. 17.00. Við vonunist lil að sjá ykkur í góðu bílaskapi! TOYOTA AUK hf. 109 4/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.