Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.02.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Vorumarkaðurinnhl. Eiöistorgi 11 - simi 622200 Symphony Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun þessa vinsæla fjölnotaforrits. Að loknu námskeiði eru þátttakendiu- færir um að nota allar helstu aðgerðir í hug- búnaðinum. Dagskrá: * Almennt um samofinn hugbúnað. * Fjölnotakerfið Symphony. * Töflureiknir. * Ritvinnsla. * Gagnagrunnur. * Notkun glugga. * Samtenging þátta forritsins. * Vmsar æfingar. * Umræður og fyrirspurnir. TÍMI: 2.-5. MARS KL. 9—13. INNRITUN í SÍMUM 687590 OG 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. ar restina með því að skulda innréttingar, hreinlætistæki, gólf- efni og málningu hjá viðkomandi söluaðilum. Inn í þetta fléttast síðan ófullnægjandi lánafyrirgreiðsla banka og Húsnæðisstofnunar, þannig að verið er að marggreiða vexti af peningum sem notaðir eru til húsbygginarinnar. Bankínn greiðir kaup Til gamans má segja frá því að þessi kunningi minn fylgdist að sjálfsögðu með húsbyggingunni þótt hans væri í raun og veru ekki bein þörf og af því að grunnt var á íslendingseðlinu í honum þá fannst honum rétt að taka til hend- inni og hreinsa til á byggingarsvæð- inu og tíndi hann saman spýtur, naglhreinsaði og raðaði auk ann- arra smáviðvika. Bankinn komst að þessu og kallaði hann á sinn fund og ávítaði hann fyrir samn- ingsbrot. Bankinn sagði: „Við höfum gert samning. Við lánum þér fé og þú ætlar að selja peninga. Þess vegna skilar þú þínum vinnu- stundum við húsið til okkar og við greiðum þér kaup eins og öðrum sem vinna við húsið." Framboð og eftir- spurn á fé í Lúxemborg er framboð á pen- ingum umfram eftirspum á lána- markaði og þess vegna ekki saman að jafna við okkar aðstæður í dag, en þó hillir undir svipað ástand hér þar sem t.d. kaupleigufyrirtæki eru farin að fjármagna hvers kyns tækjakaup og lausafjárkaup og þar með létta af bönkunum eftirspum eftir peningum. Með framhaldi á þessari þróun sem þegar er orðin má búast við að bankamir ekki bara geti, heldur verði að snúa sér meira að fjármögnun bygginga og fasteignaviðskipta. Niðurlag Veitum fé Bygginarsjóðs ríkisins inn í bankakerfíð. í aukinni sam- keppni bankanna verður þjónustan við viðskiptavini þeirra betri. Eftir- lit bankanna með þeim peningum sem þeir lána og þar með fram- gangi byggingar og tryggar greiðsl- ur beint til verktaka á réttum tíma lækka byggingakostnað. Skattsvik í byggingariðnaði hverfa. Fjár- magnskostnaður vegna vanskila hverfur. Hlutverk banka er að leigja peninga. Hlutverk okkar hinna er að selja efni, vörur og þjónustu gegn staðgreiðslu. Höfundvr er fasteignaaali. Lagmetissamningur undirntaður SAMKVÆMT samkomulagi því, sem náðst hefur miili Sölu- stofnunar lagmetis og Sovét- manna um kaup hinna síðar- nefndu á lagmeti munu Sovétmenn kaupa 112.500 kassa og nema verðhækkanir um 16,5 til 20% í dollurum frá síðustu samningum. Verðmæti vörunnar er um 200 miljjónir króna og er þetta stærsti lagmetissamningur sem gerður hefur verið við Sov- étmenn. Lagmetistegundimar sem Sovét- menn kaupa eru hinar sömu og á síðasta ári, gaffalbitar, matjesflök, lifur og reykt síldarflök. Sjö fyrir- tæki framleiða vörumar, K. Jóns- son & Co hf., Akureyri, Sigló hf., Siglufirði, Norðursljaman hf., Hafnarfírði, Lifrarsamlag Vest- mannaeyja, Pólstjaman hf, Dalvík, Niðursuðuverksmiðjan Ora hf., Kópavogi og Hik sf., Húsavik. Leggjum Húsnæðisstofnun niður Theodór S. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, undirritaði samninginn við Sovétmenn og sést hér á miðri mynd. Af hálfu Sovétmenna undirrituðu þeir Alexei E. Russov og Viacheslav Kungurtsev. Lcggjum Húsnæð- isstofnun niður Lausnin felst í því að leggja Húsnæðisstofnun niður í núverandi mynd. Kaupendur eiga að leita hver til síns banka um fyrirgreiðslu vegna fasteignakaupa. Bankinn tekur þá umsóknina til meðferðar einstaklingsbundið, veitir ráðgjöf og aðstoðar viðkomandi við að taka ákvörðun um fasteignakaup. Þegar málið er í höfn er haft samband við Byggingasjóð ríkisins sem fjár- magnar lánveitingu bankans. Niðurstaðan er að kaupandi fær betri þjónustu þar sem bankinn er í samkeppni við aðra banka um við- skiptavini. Seljandi fær tryggar greiðslur og jafnvel fyrr. Það stuðl- ar að lækkun fasteignaverðs. Húsnæðisstofnun á síðan að þjóna þeim sem einhverra hluta vegna eiga ekki aðgang að bönkum og í gegnum Byggingasjóð verkamanna eða með öðrum félagslegum hætti. Húsbyggjandasag-a frá Lúxemborg- Kunningi minn keypti sér lóð í Lúxemborg, en þar hefur hann búið um árabil. Hann fór til síns banka og kvaðst hafa áhuga á að byggja sér einbýlishús. Bankinn tók sér tvo daga í að svara og var tíminn notað- ur til að kanna launaveltu mannsins og aðrar efnahagslegar aðstæður. Svarið kom og bankinn vildi lána 95% byggingarkostnaðar í 40 ár á vöxtum sem hann bauð þessum manni, enda gert með tilliti til mats bankans á endurgreiðsluöryggi mannsins sem skuldara byggt á reynslu af fyrri viðskiptum við hann. Hér var um einstaklings- bundna athugun að ræða en ekki byggt á stöðluðum reglum. Manninum var sagt að hann gæti farið og valið sér verktaka til að byggja húsið og um leið að verk- takinn ætti að skila tilboðum sínum og síðar reikningum beint til bank- ans sem síðan hafði í þjónustu sinni sérfræðinga sem yfírfóru alla reikn- inga og mátu verkið. Verktakinn fékk tryggar greiðslur og í sam- ræmi við framkvæmdahraða þannig að hann gat gert upp við efnissala og undirverktaka án þess að lenda í vaxtakostnaði við þá t.d. vegna vanskila. Afleiðing vanskila Hér á landi er byggingarkostnað- ur einmitt óþarflega hár vegna lög eru sett sem varða húsnæðis- mál og íbúðamarkað. Þó eru fast- eignasalar í nánastri snertingu við markaðinn og kunnugastir þörfum kaupenda og seljenda. Miðstýring og skömmtun Lögin einkennast ennþá af gam- alli hugsun um miðstýringu, höft og úthlutanir. Þegar úthlutað er og eftirspum er meiri en framboð er úthlutun í raun og veru skömmtun. Skömmtun verðmætra réttinda kallar á nýja markaðsmyndun sem skv. blaðafréttum er orðin stað- reynd þar sem lánsloforð Húsnæðis- stofnunar eru orðin verslunarvara. Lánin of há Upphæð lánanna og kröfur um veðhæfni keyptrar eignar valda því að þeir sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn freistast til að kaupa 3ja eða 4ra herb. íbúð í stað 2ja herb. áður. Eftirspum eftir 3ja og 4ra herb. íbúðum stóreykst þar sem nýir kaupendur bætast í hóp þeirra sem eiga 2ja herb. íbúð fyrir og þess vegna hækka 3ja og 4ra her- bergja íbúðir umfram aðrar. 2ja herb. íbúðir sitja að vísu eftir, en samt er um meðalverðshækkun að ræða. Forgangshópar og aðrir Seinni hækkunin verður af skorti á peningum til að sinna öllum láns- umsóknum strax. Umsækjendum er skipt upp í forgangshóp og aðra. í forgangshópi era aðallega þeir sem era að kaupa sína fyrstu íbúð og biðtími eftir að lán greiðist út er helmingi skemmri en þeirra sem eiga íbúð fyrir. Afleiðingin er stór hópur kaupenda með lánsloforð á hendinni, en lítið framboð á íbúðum. Þeir sem eiga íbúð fyrir vilja ekki selja fyrr en útborgun lána til þeirra nálgast. Mikil tímabundin eftir- spum umfram framboð veldur verðhækkun. Húsnæðislána- kerfið er ónýtt Húsnæðislánakerfið er ónýtt. Ef beðið verður eftir því að Húsnæðis- stofnun anni eftirspum eftir lánum verður veraleg hækkun á verði íbúða og þar með eykst hraði verð- bólgunnar. Tilgangur nýju laganna, að auðvelda fólki íbúðakaup, er brostinn. Staðlaðar úthlutunarregl- ur era ekki lausn heldur fjötur. Qármagnskostnaðar sem verður til af vanskilum milli hinna ýmsu aðila sem leita þarf til vegna húsbygging- ar, enda er verið að margfjármagna sama hlutinn. Efnissalar, iðnaðar- menn, arkitektar, verkfræðingar og undirverktakar lána byggingar- meistara, sem síðan lánar kaupand- anum. Kaupandi tekur . síðan við íbúðinni hálfsmíðaðri og fjármagn- eftir Magnús Axelsson Það er nú komið í ljós að mikið vantar á að nægt fé sé fyrir hendi til að greiða út lán Húsnæðisstofn- unar, enda hafa umsóknir orðið mun fleiri en ráð var fyrir gert. Auglýsingar birtast þó stöðugt í Morgunblaðinu frá Húsnæðisstofn- un um að lánsloforð sé trygg ávísun á peninga. Samt hefur þessi um- ræða dregið úr trausti meðal fólks, enda era vanefndir stofnunarinnar frá fyrri tíma enn ferskar í minni almennings. Ekki talað við fasteignasala Þegar lögin um lánveitingar Hús- næðisstofnunar ríkisins vora samin var ekki haft samráð við fasteigna- sala frekar en fyrri daginn þegar Magnús Axelsson „Lausnin felst í því að leggja Húsnæðisstofn- un niður í núverandi mynd. Kaupendur eiga að leita hver til síns banka um fyrirgreiðslu vegna fasteignakaupa. Bankinn tekur þá um- sóknina til meðferðar einstaklingsbundið, veitir ráðgjöf og að- stoðar viðkomandi í að taka ákvörðun um fast- eignakaup. Þegar málið er í höfn er haft samband við Bygginga- sjóð ríkisins sem fjármagnar lánveitingu bankans.“ Electrolux Ryksugu- tilboð D-720 1100 WÖTT. D-720 ELECTRONIK Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.