Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 27.02.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 Ohj ákvæmilegt vegna hækkun- ar á kostnaði - segfir Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða um 10% hækkun á fargjöldum FLUGLEIÐIR óskuðu eftir þess- ari hækkun vegna hækkunar á kostnaði við innanlandsflugið umfram hækkanir fargjalda á síðasta ári,“ sagði Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flug- leiða, um ástæður 10% hækkunar á fargjöldum innanlands. Sæmundur sagði að á síðasta ári hefði félagið hækkað innanlands- fargjöldin tvisvar, 6% í júlí og 7,5% í október. Á síðasta ári hefðu laun hækkað um 35% samkvæmt opin- berum tölum og þar sem laun væru Sædýrasafnið: Dýrunum fargað og þau stoppuð upp DÝRUM Sædýrasafnsins í Hafn- arfirði hefur nú verið lógað. Að sögn Helga Jónassonar stjórnar- formanns Faunu sem stofnað var til að taka við rekstri safnsins, var reynt án árangurs að selja þau úr landi. Stefnt er að því að opna í vor sýningu á íslenskum dýrum í safninu. Verða þá is- björninn, ljónin og aparnir sýnd uppstoppuð. Ljónin voru um 12 ára gömul, ísbjörninn tvítugur og aparnir upp- stökk gamalmenni, að sögn Helga. „Þeir dýrasalar sem við töluðum við sögðu að dýrin væru öll komin langt yfir aldur. Það var ekki um það að ræða að halda dýrunum lif- andi, því það kostar mikið fé í fæðu og mannahaldi. Við varðveitum hamina og munu hafa dýrin til sýn- is uppstoppuð þegar safnið opnar aftur." Fauna hefur unnið að því að afla stuðnings við endurreisn safnsins þar sem áherslu yrði lögð á sjávar- dýr. Þessar viðræður hafa enn ekki borið marktækan árangur. Helgi sagði að á næstunni myndi stjómin skoða sædýrasafnið í Vestmanneyj- um og kanna rekstrarform þess. Þá hafa sædýrasöfn í Bergen, Bos- ton í Bandaríkjunum og Vancouver Island í Kanada fallist á að veita ráðgjöf við uppbyggingu safnsins. Tveir menn vinna nú í fullu starfi við að sótthreinsa og gera upp hús safnsins. orðin 49% af heildargjöldum við innanlandsflugið hefði kostnaður hækkað talsvert umfram taxta- hækkanir. Auk þess hefði félagið orðið fyrir umtalsverðu fjárhags- legu tjóni þegar Árfari skemmdist á Reykjavíkurflugvelii. Því hefði verið óhjákvæmilegt að óska eftir þessari hækkun nú. Varðandi óformlega ósk Flug- leiða um 10% hækkun til viðbótar í maí og aftur 10% í ágúst, sagði Sæmundur að þetta væri ekki form- leg hækkunarbeiðni. Þess hefði verið getið í umsókninni til verð- lagsráðs að í rekstraráætlun fyrir innanlandsflugið í ár væri gert ráð fyrir þessum hækkunum. Til þeirra þyrfti að koma til að endar næðust saman miðað við afskriftir af eðli- legum flugflota þannig að mögulegt yrði að endumýja hann á næstu árum. Eins og komið hefur fram heimil- aði verðlagsráð 10% hækkun fargjaldanna nú, en tók ekki af- stöðu til hækkana síðar á árinu. Hið íslenska kennarafélag: _ Akvörðun um verkfalls- boðun tekin um helgina TALNING atkvæða í Hinu íslenska kennarafélagi um heim- ild stjómar til verkfallsboðunar hefst síðdegis í dag og er áætlað að henni verði lokið á morgun, laugardag. Verði heimildin sam- þykkt er gert ráð fyrir að verkfall verði boðað frá og með 16. mars næstkomandi. Að sögn Kristjáns Thorlaciusar, formanns Hins íslenska kennarafé- lags var þáttaka í atkvæðagreiðsl- unni mjög góð, en endanleg tala um greidd atkvæði liggur þó ekki fyrir þar sem beðið er eftir kjör- gögnum frá nokkrum stöðum úti á landi. Kristján sagði að þó væri ljóst að rúmlega 900 manns hefðu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, af 1100 sem vom á kjörskrá. Kristján sagði að ef heimild fengist til verkfalls- boðunar væri gert ráð fyrir að verkfall félagsmanna yrði boðað frá og með 16. mars næstkomandi. Selfoss: Sjóklæðagerðin kaup- ir húsnæði Henson Selfossi. SJÓKLÆÐAGERÐIN hf. hefur keypt vélar og húsnæði sauma- stofunnar Hensel á Selfossi sem Henson í Reylgavík hefur rekið í 4 ár. Fyrirtækin höfðu makaskipti á fasteignum á Selfossi, húsnæði saumastofunnar Östru, sem Sjó- klæðagerðin á við Vallholt, og verksmiðjuhúsnæði Henson við Gagnheiði. Henson mun flytja regn- gallaframleiðslu sína frá Selfossi í verksmiðjuna á Akraoesi. Hjá saumastofu Henson á Sel- fossi vinna um 17 konur í heilu eða hálfu starfí. Hjá Östru, saumastofu Sjóklæðagerðarinnar, vinna nú 19 konur. Gert er ráð fyrir að þær konur sem unnu hjá Henson við Gagnheiði muni vinna hjá Sjó- klæðagerðinni eftir þessar breyt- ingar og að þar muni verða 36 konur í heilu eða hálfu starfí. Sig.Jóns. ■ an iaH ln Nordurlandafánar blakta í hálfa stöng viÖ Norræna húsið I gær i minningn norska utanríkisráö- herrans. * Iminningu Knuts Frydenlunds Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanns, lézt í gær. Morgunblaðið bað þá Geir Hallgrímsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, og Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, að minnast Knuts Frydenlunds. Fara ummæli þeirra hér á eftir og einnig ummæli Niels P Sigurðssonar sendiherra íslands í Osló. Geir Hallgrímsson: Islendingar sakna góðs vinar KNUT Frydenlund hafði mik- inn áhuga á að efla vináttu og samstarf Norðmanna og Islend- inga. Þessi áhugi hans kom mjög vel í ljós í utanríkis- og öryggismálum landanna. Ég kynntist Knut Frydenlund fyrst á árunum 1971 til 1974, þegar yfírlýst markmið íslensku ríkisstjómarinnar, þáverandi, var að segja varnarsamningnum við Bandaríkin upp og láta vamarlið- ið hverfa af landinu í áföngum. Það var Knut Frydenlund bersýni- lega mikið áhyggjuefni, þar sem hann taldi vamarsamstarf Noregs og íslands báðum löndum lífsnauðsynlegt. Hann gætti þess þó ávallt að blanda sér ekki í íslensk stjómmál, en hafði sam- band við marga íslenska stjóm- málamenn úr öllum flokkum, til þess að efla öryggissamstarf land- anna. Síðar átti Knut Frydenlund ekki síður eftir að verða liðsmaður okkar íslendinga, en það var þeg- ar við færðum efnahagslögsögu okkar út í 200 mílur á haustmán- uðum 1975 og unnum fullnaðar- sigur við undirritun samkomulags við Breta í Osló 1. júní 1976. Þess- ir vetrarmánuðir voru ákaflega örlagaríkir. Við slitum meðal ann- ars um tíma stjómmálasambandi við Breta og kölluðum sendiherra okkar heim. Þá tóku Norðmenn að sér vörslu íslenskra hagsmuna í Bretlandi, en um leið var náið samband milli okkar og Norð- manna innan Atlantshafsbanda- lagsins og Frydenlund lét bestu menn norska utanríkisráðuneytis- ins vinna að hagsmunamálum okkar. Ég tel að þetta liðsinni Norðmanna hafí komið okkur af afar miklu gagni. Þá má heldur ekki gleyma þætti Knuts Frydenlund í að leysa ágreiningsmál Norðmanna og ís- lendinga varðandi réttindi við Jan Mayen, en í tíð hans var í raun komist að samkomulagi, þótt það félli í hlut hans ágæta eftir- manns, Sven Stray í stjóm Willochs, að fá endanlega stað- festingu Stórþingsins norska. Það er ljóst að Norðmönnum er mikill missir að fráfalli Knuts Frydenlund og íslendingar sakna góðs vinar. Matthías Á Mathiesen utanríkisráðherra: Frydenlund var mikil- hæfur stj órnmálamaður KNUT Frydenlund var mikil- hæfur stjórnmálamaður sem ekki aðeins naut virðingar í heimalandi sínu heldur og á alþjóðlegum vettvangi. Hann var traustur vinur og ein- lægur í stuðningi sínum við íslendinga, sem minnast hans ineð þakklæti fyrir þýðingarmikla framgöngu hans til lausnar land- helgisdeilunni og síðan samkomu- lagsins er varð í Jan Mayenmál- inu. Víðtæk þekking hans- og reynsla var með þeim hætti að ávallt var á hann hlustað þegar hann tók til máls, hvort heldur var á norrænum eða alþjóðlegum vettvangi. Hann var stuðningsmaður vest- ræns samstarfs á sviði efnahags- og öryggismála. Sjálfur minni3t ég þess er við áttum saman kvöld- stund fyrir skömmu í Osló, en þá ræddum við meðal annars afstöðu okkar til framtíðarsamstarfs vest- rænna þjóða og samskipta Noregs og íslands. Ég og kona mín Sigrún minn- umst þessarar kvöldstundar og sendum Grethe eiginkonu Fryden- lunds og fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Niels P. Sigurðsson sendiherra í Osló: Fáir hafa reynzt okkur betur en Frydenlund „Fáir hafa reynst okkur íslend- ingum betur en Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs, sem nú er látinn. Meðal annars átti hann mikinn þátt í því að fiskveiðideilan við Breta leystist okkur íslending- um í hag 1976. Frydenlund bjó yfír mikilli reynslu og þekkingu á sviði ut- anríkismála. Áður en hann hóf afskipti af stjómmálum hafði hann átt langan feril innan ut- anríkisþjónustunnar. Frydenlund var gætinn og var- færinn, en þó fastur fyrir og lét skoðanir sínar hreinskilningslega í ljós. Stefna hans í utanríkismál- um var ákveðin og einkenndist af stöðugri árvekni og gæslu hagsmuna Noregs.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.