Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Deilt um
lífeyrissjóði
Skipulag lífeyrismála hér á
landi er orðið að deiluefni í
kosningabaráttunni eftir að Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, iýsti því yfír á
fundi á Egilsstöðum í síðustu viku,
að það væri forsenda fyrir stjóm-
arsamstarfí við Alþýðuflokkinn að
hann félli frá tillögum sínum um
sameiningu lífeyrissjóðanna í einn
sjóð fyrir alla iandsmenn. Þor-
steinn sagði, að stuðla bæri að
valddreifíngu með því að hafa
lífeyrissjóðina marga og ólíka, eins
og nú er, og veita stjómum þeirra
vald til að ávaxta fé, sem er i
vörslu þeirra. Hann varaði jafn-
framt við því, að sameiginlegur
lífeyrissjóður fæli í sér að íjár-
magni yrði miðstýrt frá Reykjavík
í enn meira mæli en nú er.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, segir
aftur á móti í viðtali við Morgun-
blaðið, að Þorsteinn hafi ekki
kynnt sér tillögur alþýðuflokks-
manna nægilega vel. Þær feli i
sér, að hinn sameiginlegi sjóður
verði deildaskiptur eftir uppmna
fjár og ákvörðun um ráðstöfun
fjár verði í höndum heimamanna,
þótt lífeyrisréttindi allra verði hin
sömu. Jón Baldvin áréttar jafn-
framt tillögu Alþýðuflokksins um
þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð
lífeyrissjóðanna, þar sem það sé
fólkið í landinu sem sé rétthafí
lífeyrisins. Hann segir Þorstein
Pálsson vera að slá skjaldborg um
óbreytt kerfí og hagsmuni „sjóða-
kónga", þ.e. stjómenda sjóðanna.
Þessi deila snýst í rauninni ekki
um mestu áhyggjuefni manna í
sambandi við framtíð lífeyrissjóð-
anna. Hún snýst ekki um það,
hvemig sjóðimir eiga að mæta
vaxandi eftirspum eftir lífeyri á
næstu ámm og áratugum. Það er
eins og stjómmálamenn okkar
veigri sér við að taka á því brýna
úrlausnarefni. En deilan er ekki
ómerkileg fyrir það, því hún snýst
um mikilvægt gmndvallaratriði:
Hver eiga að vera afskipti ríkisins
og stjómmálamanna af sjóðum,
sem einstaklingar, félög og fyrir-
tæki mynda. Lífeyrissjóðimir hafa
ekki orðið til með valdboði ríkis-
ins, heldur í frjálsum samningum
milli launþega og atvinnurekenda.
Ríkið hefur engan rétt til að ráðsk-
ast með það fé, sem í þessum
sjóðum er, eða skipa fyrir um það,
hvemig það er ávaxtað eða því
úthlutað. Rétturinn hlýtur allur
að vera í höndum eigenda sjóð-
anna.
Það er af þessum sökum, sem
tillögur Alþýðuflokksins um einn
lífeyrissjóð allra landsmanna
mæta með réttu andstöðu sjálf-
stæðismanna. Það er ailra hagur,
að afskipti ríkisvalds af atvinnulífí
og fjármálum fólks séu sem minnst
og boð og bönn ber að forðast.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur lög að mæla, þegar hann
snýst gegn því, að sameiginlegum
lífeyrissjóð verði komið á fót með
valdboði ríkisins eða þjóðarat-
kvæði. Vissulega má segja, að
fólkið í landinu eigi lífeyrissjóðina,
en það em út af fyrir sig ekki rök
fyrir því að steypa þeim saman.
Við eigum neftiilega ekki alla
lífeyrissjóðina í sameiningu, held-
ur greiðum við hvert og eitt í einn
sjóð (og stundum fleiri) og eigum
þá íhlutunarrétt um skipulag hans
(eða þeirra) og ávöxtun en ekki
annarra. Jón Baldvin Hannibals-
son og félagar hans virðast ekki
koma auga á þennan mun, sem
þó skiptir höfuðmáli.
Hitt er svo annað mál, að þótt
það hafí óneitanlega ýmsa kosti
að lífeyrissjóðir séu margir, ólíkir
og dreifðir um landið, eru því einn-
ig samfara ýmsir gallar. Litlir
sjóðir, og þeir eru fjölmargir,
greiða lágan lífeyri og veita litla
lánafyrirgreiðslu. Þess vegna get-
ur verið skynsamlegt að sameina
marga litla lífeyrissjóði í einn stór-
an. „Sjóðakóngamir“ verða þá að
sönnu færri, en þeir verða líka
voldugri. En kjami málsins er sá,
að slík sameining á ekki að verða
fyrir opinbera tilskipun eða sam-
kvæmt lögum frá Alþingi eða
úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu,
heldur með fíjálsu samkomulagi
viðkomandi aðila. Þar eiga stjóm-
málamenn ekki að koma nærri.
Þeirra svið er annað.
Knut
Frydenlund
Með Knut Frydenlund, ut-
anríkisráðherra Noregs, er
genginn einn af virtustu stjóm-
málaleiðtogum Norðurlanda og
mikill íslandsvinur. Hann var
ábyrgur stjómmálamaður, sem
hafði glöggan skilning á öryggis-
hagsmunum Iýðræðisríkjanna og
nauðsyn þess, að þau sýndu sam-
stöðu. Hann átti mikinn þátt í
hinum farsælu Oslóarsamningum
1976, er leiddu til lausnar land-
helgisdeilu íslendinga og Breta.
Hann gegndi jaftiframt lykilhlut-
verki í því nána samstarfí milli
íslands og Noregs á sviði öryggis-
og vamarmála, sem hefur verið
að þróast á síðasta hálfum öðmm
áratug. Frydenlund sýndi íslend-
ingum ætíð mikla mikla vinsemd
og eignaðist hér marga vini. Hann
fellur frá langt fyrir aldur fram
og áður en honum auðnaðist að
ljúka mikilvægum verkefnum.
Noregur hefur misst góðan son.
Ivan grimmi
Réttarhöld í Jerúsalem
ýfa upp gömul sár
í fyrsta sinn síðan nazistaleið-
toginn Adolf Eichmann var
leiddur fyrir rétt í Jerúsalem
fyrir einum aldarfjórðungi og
hengdur fyrir morð á sex milljón-
um Gyðinga fara fram réttarhöld
gegn meintum stríðsglæpamanni
í ísrael. Sakborningurinn er John
Ivan Demjanjuk, 67 ára gamall
bandarískur eftirlaunaþegi af
úkraínskum ættum, sem var í
SS-sveitum nazista í stríðinu og
er ákærður fyrir að hafa tekið
þátt í morðum 850,000 Gyðinga,
aðallega pólskra, í útrýmingar-
búðunum í Treblinka.
Samkvæmt ísraelskum lögum er
aðeins hægt að dæma stríðsglæpa-
menn nazista og samverkamenn
þeirra til dauða og réttarhöldin fara
fram á sama og þær kröfur hafa
orðið háværari að dauðarefsing
verði líka látin ná til arabískra
hryðjuverkamanna á vesturbakkan-
um og víðar.
Að sögn sækjenda í réttarhöldun-
um var Demjanjuk grimmasti og
blóðþyrstasti fangabúðavörðurinn í
Treblinka og kallaður „ívan
grimmi". Hann var úkraínskur smá-
bóndi fyrir stríð og tók upp ofsókn-
araðferðir þýzkra varða sinna þegar
hann hafði verið tekinn til fanga á
austurvígstöðvunum og gengið
Þjóðveijum á hönd. í 26 blaðsíðna
ákæru gegn honum eru ógnþrungn-
ar lýsingar á grimmdarverkum, sem
ívan grimmi vann á fómarlömbum
sínum.
Enginn dregur í efa að „Ivan
grimmi" hafí verið til og unnið þessi
voðaverk. En um það er deilt hvort
John Ivan Demjanjuk er rétti mað-
urinn.
Ekki í Treblinka?
Bandarískur veijandi Demj-
anjuks, Mark O’Connor, heldur því
fram að skjólstæðingur sinn sé ekki
hinn illræmdi „Ivan grimmi" og
hafí ekki einu sinni verið í Tre-
blinka þegar ódæðin voru framin.
Demjanjuk segist hafa verið í þýzk-
um fangabúðum 1942-1945 og
a.m.k. fímm vitni styðja framburð
hans. Demjanjuk fluttist til Cleve-
land, Ohio, 1952, hlaut bandarískan
borgararétt 1959 og vann í bfla-
verksmiðju unz rannsókn á ferli
hans hófst upp úr 1970.
Demjanjuk var sviptur borgara-
rétti 1981 fyrir að ljúga til um störf
sín í stríðinu og falsa skjöl, sem
hann lagði fram þegar hann fluttist
til Bandaríkjanna, til þess að verða
ekki sendur til Sovétríkjanna. ísra-
elsmenn fengu hann framseldan
28.febrúar í fyrra og ákærðu hann
fyrir morð og glæpi gegn mannkyn-
inu og Gyðingum. Framsajið var
sérstætt, en ekki einsdæmi. Ákærur
um morð í stríðinu höfðu áður leitt
til þess að Bandaríkjamenn höfðu
framselt Hermine nokkra Braun-
steiner Ryan, sem hafði verið vörður
í öðrum dauðabúðum nazista í Póll-
andi (hún var send til Vestur-
Þýzkalands 1973 og dæmd 1981),
og Andrija Artukovic, „böðul Kró-
atíu“, sem var sendur til Júgóslavíu
skömmu áður en Demjanjuk var
framseldur og dæmdur til dauða
stuttu síðar.
Það tók ísraelsk yfírvöld hálft
ár að semja ákæru á hendur Demj-
anjuk, þótt þau hefðu unnið að
málinu í tvö ár meðan þau reyndu
að fá hann framseldan. Þetta hefur
þótt sýna að sækjendumir hafí átt
fullt í fangi með að færa fram nógu
gild rök til að tryggja sakfellingu.
Til þess að sanna að ívan og
John séu einn og sami maðurinn
mun aðalsækjandinn, Yona Blat-
John Demjanjuk neitar þvi fyrir rétti að hann sé „ívan grimmi'
man, leggja fram SS-skilríki með
ljósmynd af Demjanjuk, sem á að
sýna að SS hafí þjálfað hann til að
tala við starfí fangabúðavarðar.
Rússar útveguðu þetta skilríki, þótt
sambúð þeirra og ísraelsmanna sé
stirð og O’Connor heldur því fram
að KGB hafi falsað það til að fá
Demjanjuk dæmdan. Skilríkið hefur
ekki verið fullrannsakað, en lög-
fræðingar telja það ekki sanna í
raun og veru að fanginn í Jerúsalem
hafi verið í Treblinka - aðeins að
hann hafí verið þjálfaður til starfa
þar eða í tveimur öðrum fangabúð-
um.
O’Connor heldur því fram að
John Demjanjuk sé hærri vexti en
ívan sá, sem talað sé um í SS-
skilríkinu. Hann mun reyna að sýna
fram á að vitni sækjenda muni ekki
nákvæmlega atburði, sem gerðust
fyrir rúmum 40 árum, en gera mik-
ið úr framburði a.m.k. þriggja
manna, sem lifðu af fangauppreisn
í Treblinka 2. ágúst 1943. Þeir
sögðu að fangamir hefðu myrt
„Ivan grimma" þegar hann var að
opna gasklefa.
Einn þessara fanga, Avraham
Goldfarb, sem lézt 1985, sagði þeg-
ar stúdentar spurðu hann um
uppreisnina: „Við rifum girðinguna
niður. Annar hópur hljóp inn í gas-
klefanna, drap Ivan grimma og
félaga hans og kastaði þeim inn í
eldinn." Hins vegar sepr sagnfræð-
ingurinn dr. Yitzhak Arad, aðalvitni
sækjendanna í réttarhöldunum, að
Goldfarb hafi ekki séð lík ívans.
Arad segir að tveir eða þrír úkraín-
skir verðir hafí verið felldir í
uppreisninni, en Ivan hafi ekki ve-
rið einn þeirra og framburður
Goldfarbs hafí verið byggður á frá-
sögn annars manns.
Samkvæmt upplýsingum í skjala-
safni „Helfararstofnunar" Ban
Ilan-háskóla í Tel Aviv lagði annað
vitni, Eliahu Rosenberg, eið að því
1947 að „ nokkrir menn hefðu bro-
tizt inn í svefnskála úkraínsku
fangavarðanna, þar sem ívan
grimmi svaf ásamt öðrum, og barið
þá til dauða með skóflum." Spán-
veiji, sem komst lífs, sagði 1985
að Ivan grimmi hefði verið stunginn
til bana í uppreisninni.
Reuter
Fyrir rétti: „Hef þegar verið
dæmdur.“
„Dýrsleg grimmd“
Ivan grimmi var fæddur í þorpi
í Úkraínu 1920 og stundaði land-
búnaðarstörf unz hann gekk í
sovézka herinn 1940. Tveimur árum
síðar tóku Þjóðveijar hann til fanga
á Krím og sendu hann í stríðsfanga-
búðir í Chelm í Póllandi. Samkvæmt
.ákærunni bauð hann sig fram sem
sjálfboðaliða í SS og þegar hann
hafði hlotið nauðsynlega þjálfun var
hann skipaður fangabúðavörður í
Treblinka, 75 km austur af Varsjá,
þar sem hann starfaði 1942-1943.
Demjanjuk segist hins vegar hafa
verið í Chelm til 1944 og gengið
síðan í úkraínskt herfylki, sem Þjóð-
veijar komu á fót í Graz til að
beijast við Rússa.
Alls voru 100-120 úkraínskir
fangabúðarverðir í Treblinka, sem
var ein illræmdasta „dauðaverk-
smiðja" nazista. Þar var daglega
útrýmt a.m.k. 6,000 manns
1942-1943 og þaðan voru sendir
skartgripir að verðmæti um 178
milljónir ríkismarka til Berlínar. Dr.
Arad segir: „Allir, sem voru sendir
til Treblinka, voru færðir beint frá
brautarpallinum í gasklefana. Engir
voru valdir úr hópi þeirra sem komu
eins og í Auschwitz... Varla leið
nema einn og hálfur tími frá því
lestimar komu og þar til líkin voru