Morgunblaðið - 27.02.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987
1130 fundur hreppsnefndar Borgarneshrepps;
Fjárhagsáætlun
samþykkt og félags-
málafulltrúi ráðinn
Borgarnesi.
FJÁRHAGSÁÆTLUN sveitar-
sjóðs Borgarneshrepps fyrir árið
1987 var samþykkt á 1130. fundi
hreppsnefndarinnar. Niður-
stöðutölur fjárhagsáætlunarinn-
ar eru 84,6 milljónir króna. Af
helstu framkvæmdum má nefna
byggingu leiguibúða, en til
þeirra voru veittar 7,7 miiyónir,
tíl holræsa og gatnagerðar voru
veittar rúmar 2 milljónir, til und-
irbúnings á gerð fþróttagrasvall-
ar í fjörunni við íþróttahúsið var
veitt 1 milljón króna.
3ja mánaða. Nokkrar umræður
urðu um launakjör félagsmálastjór-
ans og voru lagðar fram tvær
bókanir vegna þeirra, þar sem fram
kom að launin þóttu of há, miðað
við aðra starfsmenn Borgames-
hrepps. Einnig komu fram hug-
myndir um að kannað yrði hvort
að ekki væri hægt að sameina starf
æskulýðsfulltrúa og félagsmálafull-
trúa og gera úr því eitt heilt starf.
í fréttabréfí Borgameshrepps frá
því í desember 1986 er vikið að
starfssviði félagsmálastjóra og seg-
Morgunblaðið/Theodór
Frá 1130. fundi hreppsnefndar Borgarneshrepps. Á honum var fjár-
hagsáætlun fyrir 1987 samþykkt og félagsmálafulltrúi ráðinn í hálft
starf.
Samþykkt var að útsvarsálagn-
ing yrði óbreytt frá því í fyrra eða
10,4% og að aðstöðugjöld yrðu
óbreytt. Akveðið var að fullnýta
heimild til álagningar fasteigna-
gjalda. Nokkuð var deilt um
hækkun fasteignagjalda og stöðu
sveitarsjóðs. Ræddi Gísli Kjartans-
son, fulltrúi sjálfstæðismanna, um
möguleika á að sveitarsjóður færi
út í útgáfu skuldabréfa, frekar en
að auka skuldir sveitarsjóðs með
lánum. Eyjólfur Torfí Geirsson odd-
viti, fulltrúi Alþýðuflokksins, ræddi
slæma stöðu sveitarsjóðs og vildi
hann meina að þar ætti núverandi
ríkisstjóm stóran hlut að máli.
„Vegna stefnu núverandi ríkis-
stjómar hefur íjármagn sogast til
Reykjavíkur undanfarin ár,“ sagði
Eyjólfur meðal annars. Þá sam-
þykkti hreppsnefndin að ráða
félagsmálafulltrúa í hálft starf til
ir þar meðal annars: „Starf félags-
málafulltrúa er mjög fjölþætt og
felst í því að styðja og leiðbeina
þeim sem á einhvem hátt mega sín
minna í hinu flókna samfélagi
nútímans. Hér nægir að nefna mál-
efni aldraðra og fatlaðra, vemd
bama og ungmenna og framfærslu-
vandamál.
Atkvæðagreiðslan um ráðningu
félagsmálastjórans fór þannig að
fulltrúar meirihlutans, 2 frá Al-
þýðuflokki, 1 frá lista óháðra
kjósenda og fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins samþykktu ráðninguna auk
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem
skipar minnihluta hreppsnefndar. Á
móti ráðningunni voru 2 fulltrúar
Framsóknarflokksins, en þeir skipa
minnihluta hreppsnefndar Borgar-
neshrepps.
- TKÞ
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
Tan Jock Kim og Gilbert Yokpeck Khoo í nýja eldhúsinu
Shanghai flytur og
stækkar um helming
VEITINGAHÚSIÐ Shanghai
hefur flutt úr kjallara Lauga-
vegs 28 upp á jarðhæð, þar sem
veitingahúsið Askur var um
nokkurra ára skeið. Veitinga-
húsið rúmaði 35 matargesti í
kjallaranum, en er nú orðið
helmingi stærra.
Kínverska veitingahúsið var
opnað fyrir um það bil þremur
árum síðan. Eigendur em þeir
Joachim Fischer frá Suður-Þýska-
landi, Kári Tran frá Víetnam og
Gilbert Yokpeck Khoo frá Malas-
íu, en allir eru þeir nú orðnir
íslenskir ríkisborgarar.
Matseðlinum hefur verið breytt
nokkuð. Réttum hefur verið §ölg-
ar, þó sérstaklega hádegisverða-
réttum, en þá er jafnframt hægt
að panta mat af kvöldseðli ef þess
er óskað. Þeir eru þó nokkru dýr-
ari en hádegisverðarréttimir. Þá
er opið allan daginn, frá 11.00 til
22.00 alla daga nema fostudaga
og laugardaga til 23.00. Hægt er
að fá kaffí, te og kökur um miðj-
an dag sem ekki var hægt áður
þar sem Shanghai lokaði um miðj-
an dag. Því hefur staðurinn nú
hlotið nafnið Shanghai - kínverska
veitinga- og tehúsið. Sjö réttum
hefur verið komið fyrir á matseðl-
inum, sérstaklega ætlaðir
grænmetisætum. Þá hefur lítilli
verslun verið komið fyrir við út-
ganginn þar sem hægt er að
kaupa austurlenskar matvörur
svo sem krydd, te, sósur, núðlur,
olíu, kókosfeiti og fleira.
Umhverfi á Shanghai er að vonum allt í kínverskum stíl
Brids
Arnór Ragnarsson
Hreyfill — Bæjarleiðir
Sveit Jóns Sigtryggssonar hefír
trygga forystu í aðalsveitakeppni
bflstjóranna, hefír hlotið 214 stig.
Staða næstu sveita:
SigurðurÓlafsson 200
Jón Sigurðsson 191
Anton Guðjónsson 178
Gísli Sigurtryggvason 168
Lokaumferðin verður spiluð á
mánudagskvöld kl. 19.30 í Hreyfíls-
húsinu, 3. hæð.
Bridsdeild Rangæinga-
félagsins
Eftir 8 umferðir í sveitakeppninni
er staða efstu sveita þessi:
Sigurleifur Guðjónsson 189
Gunnar Helgason 182
Lilja Halldórsdóttir 147
Ingólfur Jónsson 134
Gunnar Guðmundsson 115
Síðasta umferðin verður spiluð
4. aprfl í Ármúla 40.
Bridsdeild Húnvetn-
ingafélagsins
Nú er lokið 16 umferðum af 17
í aðalsveitakeppninni, en spilaðir
eru 16 spila leikir.
Staðan:
Guðni Skúlason 307
V aldimar Jóhannsson 307
HermannJónsson 277
Kári Siguijónsson 270
Eggert Einarsson 267
Cyrus Hjartarson 266
Lovísa Eyþórsdóttir 262
Síðustu leikimir verða spilaðir
miðvikudagskvöld kl. 19.30 í Fé-
lagsheimili Húnvetningafélagsins í
Skeifunni.
Frá Hjónaklúbbnum
Nú er tveimur umferðum af átta
lokið í sveitakeppninni, en spilað
er eftir Monrad-kerfi og er staða
efstu sveita þannig:
Sveit:
V algerðar Eiríksdóttur 41
Drafnar Guðmundsdóttur 40
Katrínar Þórarinsdóttur 39
Steinunnar Snorradóttur 36
Guðrúnar Reynisdóttur 36
Dóru Friðleifsdóttur 36
Svövu Ásgeirsdóttur 35
Ólafar Jónsdóttur 34
Sauðárkrókur:
Ráðstefna um lands-
byggðina og unga fólkið
Sauðárkriki
LAUGARDAGINN 21. febrúar ráðstefna undir kjörorðinu
sl. var haldin hér á Sauðárkróki Landsbyggðin og unga fólkið.
Hluti ráðstefnugesta. Morgunbiaðia/Kári
Það var Samband ungra sjálf-
stæðismanna og félög ungra
sjálfstæðismanna í Norður-
landskjördæmi vestra sem
höfðu veg og vanda af þessari
ráðstefnu, sem heppnaðist i alla
staði með ágætum.
Eyjólfur Konráð Jónsson al-
þingismaður flutti í upphafí ávarp
en síðan tóku við ijórir frummæ-
lendur, sem allir fjölluðu í ítarlegu
máli um mismunandi málaflokka.
Sturla Böðvarsson sveitarstjóri I
Stykkishólmi hafði framsögu um
Landsbyggðina og skipulag stjóm-
sýslu en Vilhjálmur Egilsson
formaður SUS og 2. maður á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í kjördæminu flutti erindi er hann
nefndi Byggðastefna unga fólks-
ins.
Landbúnaðurinn og lands-
byggðin var yfírskrift erindis
&
i, ^ -trlýc - ’jpi
Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður flutti ávarp.
Pálma Jónssonar alþingismanns
og Ómar Haukson útgerðarmaður
á Siglufírði ræddi um Sjávarútveg-
inn og landsbyggðina.
Miklar umræður urðu á ráð-
stefnunni um málefni dreifbýlisins
og kom fram talsverður uggur um
framtíðina. Þó voru allir sammála
um að snúa yrði vöm í sókn og
ekki yrði öðrum stjómmálaflokki
betur til þess trúað en Sjálfstæðis-
flokknum. Þótt öll framsöguerind-
in væru athyglisverð og vel
undirbúin er óhætt að segja að
ræða Vilhjálms Egilíssonar hafí
vakið mesta athygli. í henni kom
fram mikill sóknarhugur fyrir
hönd landsbyggðarinnar og ýmsar
nýjar hugmyndir til eflingar at-
vinnu- og mannlífí í kjördæminu.
- Kári