Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 35

Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 35 ÞorvaldurA. Sigur- geirsson — Minning Fæddur 17. nóvember 1914 Dáinn 13. febrúar 1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju góðan vin og frænda, Þorvald Aðal- stein. Hann var fæddur á ísafirði, eitt af þrettán bömum hjónanna Bjameyjar Einarsdóttur og Sigur- geirs Kristjánssonar. Þegar ég kynntist þessu góða fólki voru systkinin bara sjö á lífi og amma Bjamey í hárri elli. Nú hafa fjögur þeirra kvatt á þrem árum; Þorgerð- ur, Valgerður og Guðborg, tengda- móðir mín, og nú Þorvaldur. Eftir lifa Guðrún, Karvel og Isak. Valdi var á ísafirði til 1947 og hélt heimili með móður sinni og þar hjá þeim átti Haukur, systursonur hans, heima sín fyrstu ár. Alla tíð hefur Valdi látið sér umhugað um Hauk enda mjög kært með þeim. Valdi var giftur elskulegri konu, Sigríði Sumarliðadóttur, en því mið- ur slitu þau samvistir. Hann var bamlaus og þess nutu systkinaböm hans og svo böm þeirra. Ég held að hann hafi munað nöfn og aldur allra þessara bama. Fyrsta bamið mitt er fætt á af- mælisdegi hans fyrir 28 árum og ósköp var hann ánægður þá, og fékk stelpan að njóta þess. En ekki var hann síðri við hin tvö sem á eftir komu. Börnunum mínum var hann góður og gjafmildur frændi. Hann fylgdist alla tíð vel með þeim og þeim þótti innilega vænt um hann. Fyrir fimm árum, þann 17. nóvember fæddist bamabam mitt á afmælisdegi mömmu sinnar og Valda, þá var hann frændi mont- inn. Honum fannst hann alltaf eiga sérstaklega mikið í þeim dreng og lét hann kalla sig Adda frænda. Aðal æfistarf Valda var sjó- mennska, lengst af á togurum, en eftir að fætumir fóm að gefa sig kom hann í land og vann í BÚR Fædd 11. maí 1895 Dáin 21. febrúar 1987 „Fagna þú sál mín, allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt - dauðinn sætur blundur." (J.J. Smári) Þetta er upphafið að einum sálm- inum, sem Fríða frænka hafði valið til að syngja við útför sína. Það era mörg ár síðan hún af- henti mér blaðið með sálmunum. Við töluðum um þetta rétt eins og hún ætlaði að fara frá Seyðisfriði út á ísafjörð. Þetta var eðlilegt og einfalt mál, trúin á guð bjargföst, hún væri viðbúin að kveðja þennan heim hvenær sem væri. Biðin var orðin nokkuð löng, fannst henni, en það var ekkert hægt að segja, lífíð var svona, og hún átti alltaf orð tit að lýsa því og öllu sem fyrir hana bar, það vita þeir sem þekktu hana. Loksins kom stundin, það síðasta sem hún sagði við okkur frænkumar, sem heimsóttum hana lengst af, var: Guð blessi þig og varðveiti, og þakka þér fyrir að þú komst." Á meðan hún hafði nokkra rænu sagði hún þetta þó að inn á milli slæi út í fyrir henni. Getur maður annað en samglaðst öldraðu og sjúku fólki, þegar það fær hvfldina að loknu löngu og oft erfíðu dags- verki? Gunnfríður fæddist á Uppsölum í Seyðisfirði við ísafjarðardjúp, dóttir hjónana Kristínar Guðmunds- dóttur og Rögnvaldar Guðmunds- sonar. Hún var næstelst 9 systkina, sem komust á legg, og ólst upp ó föðurgarði í glaðværam hópi, sem söng og spilaði og gladdist á ein- faldan hátt eins og sveitafólk þeirra síðustu árin sem hann stundaði vinnu. Hann fór á Hrafnistu í Hafn- arfírði 1983. Þar kunni hann vel við sig og talaði oft um hvað starfs- stúlkumar væra sér góðar og sér í lagi „eldhúsdömumar", og fyrir það viljum við þakka. Hann andaðist í svefni að áliðn- um degi. Ég þakka þessum góða manni allt það sem hann gerði fyr- ir mína fjölskyldu. Bömin mín, Helga, Baddý og Kiddi, sakna góðs frænda. Blessuð sé minning hans. Gréta Hann Valdi frændi er dáinn. Kallið er alltaf jafn óvænt þó vitað væri að veralegur brestur var kom- inn í heilsuna. Hinsvegar hafði Valdi notið mjög góðrar heilsu framan af ævi og varla orðið mis- dægurt. Þorvaldur Aðalsteinn Sigurgeirs- son var fæddur á ísafirði 1914 og var því sjötíu og tveggja ára er hann lézt. Foreldrar hans vora Sig- urgeir Kristjánsson verkamaður, ættaður frá Gjörfudal í ísafírði, og Bjamey Jóna Einarsdóttir frá Skáiavík ytri við ísafjarðardjúp. Segja má að hann hafí verið af dugmiklum vestfirzkum sjómanna- og bændaættum langt aftur í ættir. Þorvaldur hafði mikinn áhuga á ættfræði og taldi til skyldleika við Magnús prúða Jónsson og Árna Gíslason sýslumann á Hlíðarenda og son hans, Sæmund Ámason sýslumann á Hóli í Bolungarvík. Þorvaldur var tíunda bam for- eldra sinna, sem alls urðu þrettán, en tíu komust á fullorðins ár. Af þessum hópi era þrjú eftir á lífí en þijár systur Þorvaldar hafa látist á síðustu tveimur áram. Tíu ára gamall missti Þorvaldur föður sinn sem dó frá konu og tíu bömum á aldrinum frá fjögurra ára tíma. Á Uppsölum var hátt til lofts og vítt til veggja með útsýni yfir allan Seyðisfjörðinn og fram á dal. Þar vora alltaf næg verkefni fyrir allt heimilisfólið bæði á landi og sjó. Afí kunni að stjóma og koma ýmsu í verk, að mörgu leyti var hann á undan sinni tíð. — En hann kunni líka að láta fólki líða vel og lofa því að lyfta sér upp að loknu dagsverki — þá var sungið, spilað á hljóðfæri, kveðnar rímur, sagðar sögur — afi samdi líka margar sög- ur sjálfur, og las fyrir heimilisfólkið. Slíkur var andi heimilisins, þar sem Friða frænka ólst upp. — Húslestr- amir og passíusálmamir voru öraggir og amma var alltaf kölluð „amma blessunin" eða „mamma blessunin" — með stóra lyklakippu hangandi á sér. Gunnfríður var ákaflega skemmtileg kona, söngelsk, vel hagmælt með skopskyn svo af bar og kunni vel að segja frá. — Það var oft hægt að skemmta sér vel við að rifja upp það sem Fríða frænka sagði, og hún gat leikið allar mögulegar persónur, sem maður sér svo fyrir sér lengi. Hún gat líka siðað mann til, og vissi upp á hár hvemig maður átti að haga sér. Minningar um fólk eins og Fríðu frænku ylja manni marga stundina. Hún var bamlaus og saknaði þess mjög, en hún lét sér annt um okkur yngri kynslóðina, sem þá var. Að mörgu leyti varð það hennar hlutskipti að annast aðra og hjúkra, og það gerði hún með stakri ná- kvæmni. Að öðra leyti mun ég ekki fara út í æviatriði. — Við ættingjar og vinir eigum glaðar og góðar minningar, hún var svipmikill per- til tvítugs. Snemma varð því að bjarga sér. Lífsbaráttan var hörð á þessum áram og allir þurftu að vinna hörðum höndum fyrir lífsvið- urværi. Valdi tók sinn þátt í að hjálpa móður sinni og yngri systkin- um strax og hann hafði aldur til og var stoð og stytta móður sinnar og Halldórs bróður síns sem var heilsuveill og lézt langt um aldur fram. Móður sinni vann Valdi allt sem hann mátti af fómfysi og óeig- ingimi, sem var næsta einstök og verður aldrei fullþökkuð. Eins og venja var hjá ungu al- þýðufólki í vestfírzku sjávarplássi á þessum tíma lá leið Þorvaldar á sjóinn. Að loknu námi í bama- og unglingaskóla réðst Valdi á ýmsa báta frá ísafirði, bæði landróðrar- báta sem komu að landi daglega og þá er lengra sóttu. Mest var hann á bátum Samvinnufélags ís- fírðinga en gerðist háseti á togurum eftir að hann flutti suður á áram seinni heimsstyrjaldarinnar. Einnig var hann á hvalveiðibátum í nokkur sumur. Skipsfélagar Valda bára honum gott orð fyrir ósérhlífni og góðan félagsanda. Þorvaldur kvæntist Sigríði Sum- arliðadóttur, ættaðri úr Steingríms- fírði, en þau slitu samvistir eftir tóif ára sambúð. Þeim varð ekki bama auðið. sónuleiki, þó ekki væri stærðinni fyrir að fara — hún gat bæði verið gull og stál, þó það sé gullið sem geymist lengst í vitundinni og varp- ar birtu á minningamar. Hún var Fríða frænka okkar allra. Guð blessi minningu hennar. Hrefna Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Minning: Gunnfríður Rögnvalds- dóttirfrá Uppsölum Frændrækni Valda var einstök og hélt hann góðu sambandi við systkinaböm sín eftir því sem tök voru á. Nutu þau og þeirra börn gjafmildi hans sem át.ti sér lítil tak- mörk. Undir hrjúfu yfirborði var Vaidi, einstáklSgS bamgóður og hafði gaman af börnum og að gleðja þau. Osjaldan var hann fyrstur til að hringja í tilefni afmælisdags eða annarra tímamóta hjá yngri kyn- slóðinni. Þessi kynslóð sér nú á bak góðum frænda sem lengi mun lifa í endurminningunni. Ræktarsemi Valda við ættar- stöðvar og sveitunga fyrir vestan var viðbragðið. Þannig stóð hann að gjöf á hökli til ísajarðarkirkju til minningar um foreldra sína og Nauteyrarkirkju sendi hann meðal annars ísaumað teppi til minningar um ættingja úr inn-Djúpinu. Rétt áður en kallið kom vann han að því að koma á heimsókn fermingar- systkina frá því fyrir 60 áram í ísafjarðarkirkju á næsta ári. Þegar Valdi kom í land vann hann aðallega hjá Bæjarútgerð Reykjavík áður en hann settist í helgan stein. Er löngu og farsælu lífsstarfi var lokið fékk Þorvaldur inni á KráííiÍSÍU í SafewfirW °g undi þar vel dvöl sinni, eins og hann lýsir í viðtali sem birtist við hann í þriðja bindi Hrafnistumanna eftir Þorstein Matthíasson. Valdi var ætíð áhugasamur um samtök sjómanna og slysavamir og dvalar- heimili þeirra var honum mjög kært. Valda verður sárt saknað af ætt- ingjum og vinum en við þökkum samfylgdina og vitum að kærir for- eldrar og systkini munu fagna honum er skip hans rennur í vör handan við móðuna miklu. Blessuð sé minning Valda frænda. Systkinabörn t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN ÞORGEIRSSON, Markholti 15, Mosfellssveit, lést í Borgarspítalanum 26. febrúar. Svanlaug Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín, EYÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Aragerði 12, Vogum, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 25. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Ágústsson. Eiginkona mín, t HELGA GÍSLADÓTTIR, Vfðivöllum 2, Selfossi, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi miövikudaginn 25. febrúar. Erlendur Sigurjónsson. t Eiginkona mín, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Þórsgötu 15, lést i Landspítalanum að morgni 23. þ. mán. Fyrir hönd aðstandenda, Sigtryggur Jónatansson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Skagfirðingabraut 23, Sauðárkróki, veröur jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Stefán Stefánsson, Eyrún Jónsdóttir, Geirfinnur Stefánsson, Guðrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug vegna andláts og útfarar frænda okkar og vinar, BJÖRGVINS JÓNSSONAR, Breiðabólsstað, Fljótshlfö. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi. Þórður Rafn Guðjónsson, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson, Ingibjörg Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.