Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 39

Morgunblaðið - 27.02.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987 39 Á áhorfendabekkjum i Tripólíbfói? gesta kannaðist vel við þau lög sem sungin voru af miklum ágætum af söngflokknum BEES, en í honum eru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristj- ánsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Þau Eyjólfur og Sigga vöktu þó sérstaka lukku, einkum þó Sigga og heyrðist hvíslað á nærliggjandi borðum að þetta væri sannarlega mikil rödd, „smýgur í gegnum merg og bein" sagði einn borð- herrann. Hljómsveitin Fuglar spilaði af miklum móð undir stjóm Gunnar Þórðarsonar, í Fuglum eru þeir Bjöm Thoroddsen, Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Haraldur Þórsteinsson, Rúnar Ge- orgsson, Stefán S. Stefánsson auk Gunnars, og þurfa þeir síður en svo ar á heimsmælikvarða. Auk þeirra kom fram fjöldi dansara frá Dans- skóla Auðar Haralds, Dansstúdíói Sóleyjar og Kramhúsinu. Söguþráðurinn í „Allt vitlaust" er sagður með dönsunum að mestu leyti en kynningar tengja atriðin saman. Kynningamar voru orðnar hálf þreytandi undir lokin, það var ffekar leiðinleg „dósarödd" sem Jón Axel Ólafsson brá fyrir sig, of vélræn og laus við það eðlilega stuð sem ríkti á sviðinu og í saln- um. Undirtektir gesta voru góðar, margir riíjuðu upp gamla daga og sungu með fullum hálsi. í heild má segja að þetta hafi verið hin ágætasta kvöldskemmtun og full ástæða til að óska Grínlandi til hamingju með frumburðinn. Sigga Beinteins í stuði. Allt vitlaust í Broadway Skemmtanir Tatum og sonur Fastir lesendur þessara dálka minnast þess án efa þegar leik- konan Tatum O’Neal og tennis- stjaman John McEnroe létu pússa sig saman í fyrra eftir að hafa átt í stormasömu sambandi um all- nokkurt skeið. Margir spáðu því að hjónaband þetta myndi ekki reynast langlíft, enda bæði annálaðir skap- hundar. Það viðist þó ætla að ganga betur en á horfðist og hér má sjá leikkonuna ásamt níu mánaða gömlum syni þeirra hjóna, Kevin. Það er ekki annað að sjá en mæðginin séu býsna hýr. Valgerður Jónsdóttir ÞAÐ er ekki beinlínis hægt að segja að allt hafi orðið vitlaust í' Broadway s.l. föstudagskvöld er frumsýning var á villtri músík frá „briRjántinárunum*1 1955 til 1962, en mikil stemning var þó í salnum, menn stóðu upp frá borðum og dilluðu sér í takt við tónlistina. Sögðu sumir að ein- ungis herslumun vantaði á að menn gengju enn lengra og legðu borðin að fótum sér, eins og tíðkast á miklum stuðstöðum. Skemmtunin hófst klukkan 22, að loknu borðhaldi, en matseðillinn samanstóð af reyktum laxi í for- rétt, aðalrétturinn var svínakjöt með tilheyrandi meðlæti og í eftir- rétt vatnsdeigsbolla með ijóma. Húsfyllir var í Broadway, og menn rétt búnir að kyngja síðasta bitan- um af vatnsdeigsbollunni er skemmtunin hófst. Það er Grínland sem stendur að þessari skemmtun, en í leiksmiðjunni Grínlandi eru þeir Bjöm Bjömsson leikmynda- hönnuður, Egill Eðvarðsson leik- stjóri og tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson. Eflaust er mönnum það kærkomin tilbreyting að fá að upp- lifa gömlu rokkstemninguna á þessari sýningu, í því fábreytilega skemmtanalífi sem vertshús borg- arinnar bjóða upp á. Stór hluti Einar Falur Nanetta Nelms dansaði af mikilli snilld. að skammast sín fyrir frammistöð- una. Þessi sýning sem ber heitið „Allt vitlaust" er fyrsta stóra verkefnið sem Grínland stendur að og er óhætt að segja að vel og myndar- lega sé ýtt úr vör. Það var alþjóð- legt yfirbragð á þessari skemmtun, leikmyndin lífleg og skemmtileg, og sömu sögu má segja um búning- ana. Það mæðir mikið á dönsurun- um sem stóðu sig mjög vel, einkum þó þær Ástrós Gunnarsdóttir og Nanette Nelms, en þær eru jafn- framt höfundar dansanna, dansar- við einn vin sinn fyrir skömmu. við þurfum að fá tíma til þess. Brúð- kaupið mun fara fram þegar rétti tíminn er kominn — líklegast áður en árið er úti. Þá og ekki fyrr munum við ganga að altarinu, enda ættum við að vera í æfingu." Kunningjar Julios játa að þeir hafi verið mjög undrandi í fyrstu, . en benda sfðan á að þeir hefðu átt að geta séð hvert stefndi. „Julio hefur fjasað um það í mörg ár að hann skorti allt fjölskyldulíf. Lengi vel varð frami hans þó að ganga fyrir, en nú hefur hann klifið tind- inn og sér að líf án fjölskyldu sinnar er einskis virði." Julio og Isabel giftust árið 1971, en eftir því sem hann eyddi meiri tíma í söngferil sinn fjarlægðust þau hvort annað. Svo fór að þau skildu og hjónabandið var ógilt f> janúar 1979. Söngvarinn spænski, Julio Igles- ias, hyggst kvænast á ný — og það fyrrverandi eiginkonu sinni, Isabel! Hjónaband þeirra rann út í sandinn fyrir átta árum, en nú virð- ist sem allt sé að smella saman aftur. Hefur enda löngum verið haft eftir söngvaranum að hann sakni fjölskyldulífsins mjög og birt- ist reyndar um það ítarleg greinar- gerð hér á síðunni skömmu fyrir sfðustu jól. Nú þegar hefur Julio keypt hús á Ibiza þar sem hann getur eytt frítíma sínum með Isabel og bömum þeirra þremur. „Lffið á þessum þeytingi án fjölskyldu minnar er orðið of þrúgandi fyrir mig. Þess- vegna ákvað ég að kvænast fyrrver- andi eiginkonu minni á ný; svo við gætum orðið ein fjölskylda á ný“, 'i hinn 43 ára gamli söngvari Svo gerðist það síðastliðið sumar að Isabel og Julio hittust aftur og eyddu nokkrum dögum saman ásamt bömunum. Julio hafði ekki verið jafnsæll í mörg ár og það fékk hann til þess að kveikja á perunni. Seint á árinu bauð hann henni út að borða og skýrði henni frá því að honum fyndist að þau ættu að taka saman á ný. „Ég held að við séum bæði tilbúin til þess að gift- ast aftur og gefa hvort öðru annað tækifæri ... Við munum reyna að vera sem allra mest saman og flöl- skyldulífið mun ganga fyrir. fþetta sinn munum við giftast og vera gift hvort öðru það sem eftir er.“ Gömul mynd af Julio og Isabel, ungum og ástföngnum. Hér eru Isabel og Julio ásamt syni þeirra, Enrique, en myndin var tekin árið 1984. „Það er vitaskuld ekki auðvelt að byija aftur eftir átta ára hlé, en við ætlum að reyna.“ Þessi mál gerast þó ekki í einni svipan. „Isabel er sammála mér um að við ættum að giftast aftur, en Julio Iglesias kvænist á ný Gamla konan varð fyrir valinu! 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.