Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 15

Morgunblaðið - 12.03.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 15 f í eitt skipti fyrir öll Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Judith McNaught: Once and Al- ways. Útg. Pocket-bækur, New York 1986. Stundum er skemmtilegt að sökkva sér niður í góða, gamaldags rómana, þar sem tilfinningarnar eru flóandi, og elskendumir ætla bók- staflega aldrei að ná saman. En það er bót í máli, að maður veit, að þeir gera það, þótt hindranimar — yfirleitt alveg fáránlegar — séu óyfirstíganlegar. Svoleiðis bók er Once and Always. Mér skilst að höfundurinn hafí enda fengið sér- stök verðlaun í Bandaríkjunum í fyrra fyrir þessa bók. Þau verðlaun heita „Romantic Times Award“ og er vel við hæfi. I Bandaríkjunum standa Victoria Seaton og systir hennar skyndilega uppi einar í heiminum. Þetta er í kringum 1815 og það er ekki margt sem þær eiga um að velja, annað en að finna sér eiginmann. Vegna þess að móðir þeirra hafði verið af brezkum aðalsættum tekst að „ráð- stafa“ þeim systrum og gefa þeim fyrirheit eða alla vega von um hjónaband. Victoria fer á Wake- field-setrið, þar sem gamall aðdá- andi móður hennar vonast til að gifta hana beizkum, glæsilegum, tilfinninganæmum, tortryggnum og yndislegum syni sínum, Jason. Vict- oria veit ekki svo gjörla um þessa ráðagerð. Líklega grunar hana eitt- hvað. Svona greinda stúlku. En þrátt fyrir að hún er að hugsa öðru hveiju um gamlan vin í Amríku, laðast hún að Jason. Hann er meira en erfíður í lund og Victoria botnar hvorki upp né niður í honum. Og skal engan undra það. Þau eru bæði búin að uppgötva fyrir löngu að þau unna hvoru öðru hugástum. En geta ekki stunið þvf upp. Ekki einu sinni, þegar þau eru loksins Judith McNaught fékk verðlaun fyrir þessa bók. gift. Þá fyrst flækjast nú tilfinning- amar fyrir þeim. En Victoria er stolt og sjálfstæð, segir höfundur okkur, þótt það komi ekki beinlínis fram í sögunni. Hún vill ekki láta koma svona fram við sig eins og Jason gerir. Hún er meira að segja að hugsa um að yfírgefa hann. Sem yrði mikið hneyksli. En þá kemur vinur Jasons til skjalanna og segir Victoriu frá því hversu Jason hafði átt erfíða bemsku. Og erfitt fyrra hjónaband. Victoria fer þá að skilja þetta allt betur. Það var kominn tími til. VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baðblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA Vorlaukar Nú er tími vorlaukanna. Mikið úrval, m.a. Begomur, Gloxiníur, Dahlíur, Gladíólur og Anemonur. - Blómlaukar, loforð um litríWvor. Nýiar fræsendingar. Rósastilkar nýkomnir. Blómum .nTXra viða vcrokl JOstk 295, l íkc 5 Drekatré á stilk 50% afsláttur Verð: stærð1 » *®|‘ Staerð 2 790^ 395. |Síð3 3»-- »5 - :<3inTO Gróðurhúsinu við Sigtún: Stmar 36770-686340 VÍS NVlSnNOWVONt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.