Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Sameinar þýskt hugvit og austurlenskt verð og fram- leiðslugetu. \ FERÐAÚTVARPSTÆKI VASADISCO HLJÓMTÆKJASETT SJÓNVARPSTÆKI MYNDBANDSTÆKI BÍLAÚTVARPSTÆKI ■■■ ÆBBEL ÆSfc "" BÍLAHÁTALARAR ÖRBYLGJUOFNAR ÝMIS SMÆRRI HEIMILISTÆKI Umboösmenn á íslandi: TÖLVUSPIL HF. sími: 68 72 70 í för með pflagrímum Þrjár nýjar vasabrotsbækur frá FOUNT Erlendar bækur Torfi Ólafsson New World eftir Judith Gunn er skáldsaga, byggð á kvikmynda- handriti Williams Nicholson um för pílagrímaskipsins Mayflower til Vesturheims árið 1620 og baráttu nýju landnemanna, fyrstu Amerík- ananna, við að festa rætur í hinu nýja föðurlandi. Þeir voru kallaðir „púrítanar" — hreintrúarmenn — og höfðu dregið sig út úr ensku kirkjunni og reynt að lifa hreinna lífi en þeim fannst ríkjandi þar. Fyrst flýðu þeir til Hollands en leit- uðu sér loks hælis í hinu nýja landi vestanhafs, þar sem þeir ætluðu að koma á laggirnar guðræknu og réttlátu þjóðfélagi. En í förinni voru fleiri en hinir trúuðu, þar voru líka ævintýramenn og harðjaxlar sem vildu njóta ávaxtanna af eigin erf- iði en ekki deila með þeim sem minna máttu sín. Lífið í nýja heim- inum varð því enginn dans á rósum en þó varð þetta landnám kveikjan að nýju þjóðfélagi sem átti eftir að breiðast út og taka miklum stakka- skiptum. Myndin, New World, var gerð fyrir sjónvarp og stóðu að henni Lella Productions og BBC, Norman Stone stjómaði og aðal- hlutverkin léku James Fox og Betsy Brantley. Bókin er að sjálfsögðu ekki annað en skáldsaga en gefur þó góða hugmynd um þá hörðu baráttu sem landnemamir urðu að heyja áður en búskapur þeirra komst í fasta skorður. Gethsemane — The Transfígur- ing Love — eftir Martin Israel er eins og nafnið bendir til hugleiðing- ar um þjáninguna, krossinn, dauðann og endurfæðinguna í líkingu Guðs. Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur valið þessa bók sem „föstubók" sína í ár og skrifar hann örstuttan formála að henni. Höfundur bókarinnar er fæddur í Suður-Afríku, nam fyrst læknis- fræði og síðar guðfræði og er nú anglíkanskur prestur í London. Hann drepur í bókinni á fánýti ver- aldlegs ptjáls og að allir „flytji á einum — allra seinast héðan“ úr heimi, hvort sem þeir hafi setið sólarmegin í lífinu eða ekki, þessi ævagömlu sannindi sem flestir fall- ast á en fæstir lifa eftir. Síðan rekur hann þjáningaleið mannsins, hvern- ig hann þreifar sig áfram í myrkrinu þangað til hann sér djarfa fyrir hinu nýja ljósi. „Undirrót vandamála mannsins er frekar tilgangsleysið en fátæktin, hversu hræðilega sem hún vegur að virðuleika hans“ (bls 39). Maðurinn hreinsast í þjáning- unni, upp úr helvíti þrælkunar og þrauta rís hin endumýjaða sál sem hefur skilið í neyð sinni að það var ekki aðeins verið að kvelja hana heldur að skíra gullið í eldi. Þegar höfundur hefur fjallað um krossferil Krists tekur við niður- stigningin til Heljar. Að hans hyggju þjást hinir vansælu ekki í eldi eins og menn lýstu þessu ástandi fyrr, heldur eru þeir „úti í kuldanum, einangraðir og örvænt- andi, og engin hjálp nær til þeirra því þeir eru lokaðir inni í sjálfum sér, ófærir um og ófúsir til að gefa neitt af sjálfum sér“, þeir geta ekki einu sinni boðið góðviljaðan gest velkominn. En hinna hólpnu bíður friður Guðs í upprisunni. People and Places eftir Ritu Snowden, rithöfund, útvarpsmann- eskju og djákna í kirkju meþódista, er safn ritgerða sem snerta marg- víslegustu efni. Hún grípur einstök atvik upp úr daglegu lífí og fjallar um þau í stuttum hugleiðingum og byggir viðhorf sín að sjálfsögðu á trú sinni. En rauði þráðurinn í bók- inni er Markús, höfundur elsta guðspjallsins, það má segja að hann gangi við hlið hennar hvert sem hún fer og hún hafi frásögn hans að leiðarljósi hvar sem hún skyggnist um. Það er einn af kostunum við þessar stuttu ritgerðir hennar Ritu að það er auðvelt að stinga bókinni í vasann og lesa einhvem hinna stuttu kafla hvar sem maður þarf að bíða eftir einhveiju eða er á ferðalagi. lifpar JARÐVEGSDUKUR UNDIR GANGSTÉTTARHELLUR • TYPAR kemur í veg fyrir að sandurinn blandist undirlaginu eða fljóti burt. • TYPAR sparar jarðvegsvinnuna. í VEGAGERÐ • TYPAR dregur verulega úr kostnaði við vegi, „sem ekkert mega kosta“ t.d. að sumarbústöðum, sveitabýlum o.s.frv. • TYPAR kemur í veg fyrir að yfirborðið sökkvi ofan í undirlagið. • TYPAR = minni jarðvegsvinna. GRÓFMÖL í RÆSAGERÐ • TYPAR • TYPAR • TYPAR kemur í veg fyrir að jarðvegurinn renni inn í ræsið og stífli það. hleypir vatni í gegnum sig. er varanleg lausn. BRIMVÖRN TYPAR® í BRIMVÖRN • TYPAR kemur í veg fyrir að sjórinn grafi undan stórgrýti í varnargörðum. • TYPAR kemur í veg fyrir að stórgrýtið sökkvi ofan í undirlagið. • TYPAR = trygging. skrásett vörumerki Du Pont örugg - ódýr - varanleg lausn Síöumúla 32 Sími : 38000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.