Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Kammersveit Reykjavíkur: Schön- berg- kvöld í Askirkju — undir stjórn Zukofsky KAMMERSVEIT Reykjavíkur flytur í kvöld tvö af kammer- verkum tónskáldsins Arnold Schönberg. Verkin hafa ekki verið flutt á íslandi áður. Fyrra verkið er blásarakvint- ett op. 26, en seinna verkið er Serenada op. 24. Blásarakvintettinn flytur Blás- arakvintett Reykjavíkur, en hann er skipaður þeim Bemharði Wilk- inson, Daða Kolbeinssyni, Einari Jóhannessyni, Hafsteini Guð- mundssyni og Joseph Ognibene Serenadan hefur nokkuð óvenjulega hljóðfæraskipan, því hún er skrifuð fyrir klarinett, bassaklarinett, mandólín, gítar, fíðlu, lágfíðlu og selló, auk þess sem söngvari er í einum kaflan- um. Flytjendur eru Einar Jóhann- esson, Sigurður I Snorrason, Martin Frewer, Þórarinn Sigur- bergsson, Rut Ingólfsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Amþór Jónsson. Stjómandi er Paul Zukofsky I samtali við Morgunblaðið sagði Rut Ingólfsdóttir, einn af forsvarsmönnum Kammersveit- arinnar að þessi verk væm bæði samin upp úr 1920, á því tíma- bili sem Schönberg var að fara yfír í 12 tóna tæknina og þau þættu mjög merkileg. Þau hafa ekki verið flutt hér á Islandi áður. „Paul Zukofsky er stjómandi og leiðbeinandi hjá okkur á þess- um tónleikum, eins og svo oft áður,“ sagði Rut ennfremur. „Það er í rauninni alveg stórkostlegt fyrir okkur að Zukofsky, þessi ómetanlegi stjómandi og fíðlu- snillingur, skuli vera tilbúinn að vinna með okkur. Undir hans stjóm höfum við flutt fjölmörg verk, sem ekki hafa verið spiluð hér áður. Hann gerir þetta sem vinur Kammersveitarinnar þegar hann kemur til íslands. Hann er svo góður leiðbeinandi að þegar maður er að æfa hjá honum er það alltaf eins og að vera við nám, maður lærir svo ótrúlega mikið," sagði Rut Ingólfsdóttir. Martin Frewer, fiðluleikari: Mandólín og fiðla eru ekkert ólík hljóðfæri MARTIN Frewer, ungur, enskur fiðluleikari, sem leikur með Sinfóníu- hljómsveit íslands, spilar á mandólín með Kammersveit Reykjavíkur á Schönbergkvöldinu í Askirkju í kvöld. „Þessi hljóðfæri eru í rauninni ekki svo ólík. Þau hafa sömu strengjaskipan og sömu fingrasetningu," sagði Frewer, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann, hvemig tilfinning það væri að koma fram á tónleikum með hljóð- færi sem hann spilaði venjulega ekki á. „Á fiðlunni eru fjórir strengir, á mand- ólíninu líka, nema þar eru tveir strengir af hverri tegund," sagði Frewer. „Ég var beðinn um að taka þetta hljóðfæri að mér á Schönbergtónleikunum, vegna þess að hér fannst enginn sem hefur lært á þetta hljóðfæri. Þetta er kannski tiltölulega sjaldgæft hljóðfæri á norður- slóðum. Hinsvegar eru það algengt í svokölluðum lútuhljómsveitum á Spáni . Japanir em líka með það í hljómsveitum sem em samsettar af strengjahljóðfærum og þá spanna þær allan tónskalann." En hefur mikið verið samið af kamm- erverkum fyrir mandólín? „Nei, reyndar ekki. Það er mikið um mandólín í barrokverkum og það em til verk eftir Mozart fyrir mandólín. Síðan er það helst Schönberg. Hann er þó mjög ólíkur gömlu klassíkemnum, eins og Mozart og Bach, en líkari nútímatón- skáldunum. Ég hef áður tekið þátt í að spila Schönberg. Ég spilaði í Verklarte Nacht fyrir strengjasveit. En þessi Ser- enada sem við spilum í kvöld er allt öðmvísi. Þetta er miklu rómantískara verk. Schönberg skrifaði nær eingöngu rómantísk verk, áður en hann fór út í 12 tóna tæknina. Þetta verk er frá þeim tíma sem hann er að breyta yfír. Annars er ég ekki menntaður í tónlist beint, heldur í hljóðfæraleik, þannig að það er kannski betra að einhver mér fróðari segi frá Schönberg. Hinsvegar er ég stærðfræðingur að rnennt." Morgunblaðið/Þorkell Martin Frewer, fiðluleikari, sem leikur á mandólín með Kammersveit Reykjavíkur í kvöld. Enskur stærðfræðingur og spilar á fíðlu með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hvers vegna komstu hingað? „Ég er búinn að vera hér í þijú ár, að undanskildu tímabili á síðasta ári sem ég var í London. Þetta byijaði allt með því að ég sá, í London, auglýst eftir fiðlu- leikara hjá Sinfóníuhljómsveitinni hér og fannst ísland geta verið eitthvað spenn- andi. Síðan kom ég hingað og hvað leiddi af öðm, nú er ég giftur íslenskri konu, svo ég býst við að ég verði bara hér. Þórarinn Sigurbergsson, gítarleikari: Stórkost- legt að taka þátt í kamm- ertónleikum ÞÓRARINN Sigurbergsson, leikur á gítar á Schönbergtónleikum Karamer- sveitarinnar í kvöld. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík og var síðan við gitarnám á Spáni í þtjú ár. Aðspurður hvort gítar væri algengt hljóðfæri í kammerverkum sagði hann: Já, gítar er mikið notaður í kammer- verkum, en þá helst í dúettum og tríóum. Það er algengt að hann sé notaður í dúettum með söng, eða flautu. Einnig em til verk þar sem hann er með fiðlu. Hinsvegar er gítar mjög sjaldgæfur í þetta stómm kammerverkum. Gítarinn er uppmnnninn í Arabíu, en þróast til Spánar og það er ekki fyrr en á þessari öld að Segovia hefur hann til vegs og virðingar. Síðan hafa fleiri fylgt á eftir. Nú er mjög mikið samið af verk- um fyrir gítar. Hann er tiltölulega ungt konserthljóðfæri. Það má eiginlega segja að Segovia sé okkar Paganini, og hann er ennþá lifandi. Það má eiginlega orða þetta þannig að enn sé verið að leysa tæknileg vandamál fyrir gítarinn sem vom leyst fyrir fíðluna fyrir 100—200 ámm. Það er enn verið að rannsaka og fínna nýjar aðferðir við að spila á gítar- inn. Síðustu 30-40 árin hafa gitarleikarar verið meira uppteknir af sér og hljóð- færinu, heldur én því að skrifa fyrir það. En það er nú mikið að breytast. Það hafa líka fáir, ef nokkrir gítarleikarar reynt að fá tónskáld til að semja kammer- tónlist fyrir gítar.“ Er eitthvað öðmvísi að spila með kammersveit en að vera einleikari? „Já, það er alveg stórkostlegt. Ég sé það núna að menn fara mikils á mis að taka ekki þátt í flutningi á kammertón- list. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri það. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég spila með stjómanda. Ég hef lært alveg gífurlega mikið af þessu. Auðvitað hef ég lært sérstaklega mikið vegna þess að Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn Sigurbergsson, gítarleikari. hér er ég að spila með topp hljóðfæra- leikumm og einstökum stjómanda, þar sem Zukofsky er. Ég mundi gjaman vilja gera meira af þessu í framtíðinni." Er eitthvað samið fyrir gítar á íslandi? „Seinustu árin hafa fæðst hér verk fyrir gítar og það á mjög háu plani. Átli Heimir hefur samið fyrir gítarinn og fyrir stuttu samdi Hafliði Hallgríms- son „Jakobsstigann“ fyrir Pétur Jónasar. Þetta hafa verið einleiksverk, en það væri óskandi að menn færa að skrifa kammerverk fyrir gítar hér. En það fer auðvitað allt eftir því hversu duglegir gítarleikarar em að fá tónskáldin til þess. Framkvæðið verður að vera þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.