Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987
33
Irland:
FitzGerald lætur af
flokksf ormennsku
Reuter
Lögregla leiðir þijá af fjörutíu mönnum, sem handteknir voru á Kennedy-flugvelli í New York í fyrra-
dag fyrir að smygla eiturlyfjum til Bandaríkjanna, á braut.
Starfsmenn Pan Am teknir fyrir smygl:
90 kg af kókaíni
á mánuði í sex ár
Dyflinni. Reuter.
GAJRRET FitzGerald, fráfarandi
forsœtisráðherra á írlandi, sagði
í gær af sér sem formaður Fine
Gael-flokksins. FitzGerald og
flokkur hans biðu mikinn ósigur
í kosningunum í sfðasta mánuði.
Afsögn FitzGeralds kom á óvart
en hann skýrði frá henni í gær á
fundi með flokksmönnum sínum,
daginn eftir að Charles Haughey,
sigurvegari kosninganna,_ tók við
sem forsætisráðherra. A frétta-
mannafundi sagði hann, að með
afsögninni vildi hann gefa væntan-
legum formanni góðan tíma til að
ná tökum á forystuhlutverkinu,
jafnt á þingi sem í flokknum sjálf-
um.
Peter Barry, sem var utanríkis-
ráðherra í síðustu stjóm, er talinn
líklegur eftirmaður FitzGeralds en
einnig eru nefndir til þeir John Bru-
ton, fyrrum fjármálaráðherra, Alan
Dukes, fyrrum dómsmálaráðherra,
og Michael Noonan, fyrrverandi
iðnaðarráðherra.
FitzGerald sagði, að líklega yrði
sín helst minnst fyrir Ensk-írska
samkomulagið en samkvæmt því fá
írar ráðgjafarrétt í málefnum Norð-
ur-írlands.
Tveir drepnir
í Punjab-ríki
Nýja Delhi.
LÖGREGLUMAÐUR og verslun-
areigandi voru drepnir í Punjab-
ríki á Indlandi á þriðjudag og
töldu lögregluyfirvöld að öfga-
sinnaðir sikhar væru valdir að
morðunum.
Morðingjarnir komust allir und-
an. Hafa þá 168 manns fallið fyrir
ofbeldismönnum í Punjab-ríki frá
áramótum. Öfgasinnaðir sikhar
betjast fyrir því að Punjab verði
gert að sjálfstæðu ríki. Sikhar eru
þar í meirihluta, en eru 2% af öllum
íbúum Indlands, sem eru um 780
milljónir.
Gengi gjaldmiðla
New York, AP, Reuter.
BANDARÍSKA fíkniefnalögregl-
an kom upp um 19 eiturlyfja-
smyglara, sem ýmist starfa eða
störfuðu fyrir bandaríska flugfé-
lagið Pan American World
Airways. Þeir eru sakaðir um
að hafa smyglað kókaíni að and-
virði 1,5 milljarða Bandaríkja-
dollara (um 60 milljarðar ísl.kr.)
til Bandaríkjanna og komið með
eitrið gegnum Kennedy-flugvöll.
Bandarísk yfirvöld segja að
smyglararnir hafi notað stöðu sína
hjá flugfélaginu til að sleppa við
skoðun hjá tollvörðum í Brasilíu og
Bandaríkjunum. Andrew Maloney,
saksóknari í New York, og aðrir
embættismenn segja að foringi
hópsins heiti Art van Wort. Hann
er bandarískur ríkisborgari, en hef-
ur aðsetur í Hollandi. Van Wort
hætti störfum hjá Pan Am fyrir
þremur árum. Hann var handtekinn
í New York ásamt bróður sínum
Christianusi 3. mars. Hermt er að
þeir bræður hafi greitt smyglurun-
Kúba:
Mislukkað
flugrán
Havana, Reuter.
FLUGRÆNINGI sprengdi á
þriðjudagskvöld handsprengju
um borð í kúbanskri farþega-
flugvél í þann mund sem hún hóf
sig til flugs af flugvellinum í
Havana. Fjórtán menn særðust í
sprengingunni. Flugráninu lykt-
aði með því að lögreglumaður,
sem var farþegi um borð, skaut
flugræningjann til bana.
Innaríkisráðuneytið á Kúbu sagði
í gær að tveir hinna særðu væru í
lífshættu.
Fjörtíu og átta farþegar voru um
borð i vélinni. Flugræningjnn dró
fram handsprengju og heimtaði að
flogið yrði til Miami í Bandaríkjun-
um. Þegar áhöfnin neitaði að verða
við ósk hans, dró hann öryggispinn-
an úr sprengjunni og varpaði henni
inn í farþegarýmið. Flugræningjan-
um var lýst sem „andfélagslegu
fyrirbæri", sem héýi Juan Carlos
Jimenez Gonzalez. í ríkisútvarpinu
sagði að flugvélin hefði verið komin
á loft þegar sprengingin varð en í
tilkynningu yfirvalda á Kúbu sagði
að vélin hefði verið á flugbrautinni.
um tíu til þijátíu þúsund dollara
fyrir hvert skipti, sem þeir komu
með kókaín til New York.
Að auki hafa 26 aðrir starfsmenn
bandarísku flugfélaganna Pan Am,
Eastem Airlines og Delta Air Lines
verið sakaðir um að smygla kókaíni
eða marijuana.
Maloney sagði að Pan Am-
smyglaramir hefðu komið með
efnið frá Brasilíu til New York og
dreift þaðan um Bandaríkin. Hann
sagði að í raun hefði starfsemi
þeirra verið illa skipulögð: „Þetta
eru einfaldlega glæpamenn, sem
kynntust í vinnunni."
Yfírvöld telja að smyglaramir
hafí komið með rúmlega 90 kg af
kókaíni inn í landið á mánuði undan-
farin sex ár. Að sögn yfírmanna
hjá Pan Am aðstoðuðu starfsmenn
flugfélagsins lögreglu við að hafa
hendur í hári smyglaranna. Og yfir-
menn á Kennedy-flugvelli segja að
héðan í frá verði farangur starfs-
manna flugfélaga skoðaður.
London. AP.
GENGI dollarans hækkaði nokk-
uð í gær gagnvart flestum
gjaldmiðlum nema enska pund-
inu og kanadíska dollaranum.
Gjaldeyriskaupmenn búast við,
að það lækki aftur á næstu dög-
um.
í gærkvöld fengust fyrir enska
pundið 1,5925 dollarar en 1,5857
daginn áður. Hefur það ekki verið
hærra gagnvart dollaranum síðan
í júní árið 1983. Segja gjaldeyrissal-
ar, að pundið hafi styrkst vegna
hárra vaxta í Bretlandi og heldur
hækkandi verðs fyrir Norðursjávar-
olíuna. Almennir bankavextir vom
raunar lækkaðir um hálft prósent
sl. mánudag, úr 11 í 10,5%, en
mönnum ber saman um, að verði
þeir ekki lækkaðir enn frekar muni
pundið halda áfram að hækka. Fyr-
ir dollarann fengust í gærkvöld
153,54 japönsk jen en 153,85 í
fyrradag. Fyrir dollarann fengust í
gær:
1,8690 v-þýsk mörk (1,8525).
1,5695 sv. frankar (1,5620).
6,2195 fr. frankar (6,1665).
2,1120 hol. gyll. (2,0925).
1.325,50 ít. lír. (1.315,50).
1,3280 kan. doll. (1,3352).
Fyrir gullúnsuna fengust í gær
407,00 dollarar en 406,25 í fyrra-
dag.
Eiturgas nasista ógn-
ar lífríki Norðursjávar
NORÐMENN eru nú uggandi
vegna 170 þúsund tonna af eit-
urgasi frá nasistum, sem
bandamenn vörpuðu í hafið
undan Noregsströndum undir
lok heimsstyrjaldarinnar
síðari. Er talið að eiturgasið
geti hrikalegar afleiðingar fyr-
ir sjávarútveg Norðmanna.
Gasið er í málmhylkjum og var
þeim skipað um borð í þýsk ger-
skip, sem dregin voru út á haf
og sökkt. Nú er óttast að leki úr
þessum hylkjum eigi sök á illkynj-
uðum æxlum, sem fínnast í físki
veiddum í Norðursjó í síauknum
mæli.
Krabbameinsf iskar til
sýnis
Náttúruverndarnefnd Dan-
merkur ætlar að setja varðveitt
sýni af fískum með krabbamein á
sýningu í London siðar á þessu
ári til að vekja athygli á mengun
í Norðursjó.
Norsk yfirvöld eru nú að reyna
að fínna skipin, sem hafa hinn
banvæna farm um borð. Mikil
mengun komst í Norðursjó þegar
efnaslysið varð í Sviss á síðasta
ári og eiturefni komust í ánna Rín.
„Um borð í nasistaskipunum
er sinnepsgas, taugagas og áðrar
gastegundir," segir Gunnar Ang-
eltveit, blaðafulltrúi varnarmála-
ráðuneytisins í Olsó. „Sérfræðing-
ar okkar eru nú að rannsaka skjöl
bæði hér og í Þýskalandi til að
reyna að fínna út hversu mörg
skip er um að ræða og hvar hægt
er að fínna þau.
Við vitum þegar hvar nokkrum
þeirra var sökkt og við gerum
okkur vonir um að finna þau öll
að lokum. Aftur á móti eigum við
annáluð siglingaþjóð og fjöldi
skipsflaka liggur á hafsbotninum
undan Noregsströndum. Þannig
að þetta er ekki auðvelt verk.
Vamarmálaráðuneytið hefur
látið mengunarvamarráð hafa
það verkefni að fínna skipin. Ráð-
inu hefur verið falið að komast að
í hvemig ásigkomulagi gashylkin
em og taka sýni í grennd við skip-
in og athuga hvort finna megi
ummerki gass.
Innan ráðsins er aftur á móti
andstaða gegn þessari áætlun.
Nils-Petter Wede, yfirmaður
þeirrar deildar, sem hefur eiturúr-
gang á sinni könnu, segir að
gashylkin hafí verið innsigluð í
steinsteypu: „Því er lítil hætta á
leka, og þótt þau lækju er hættan
óveruleg. Flestar þessar gasteg-
undir leysast upp í vatni og verða
brátt skaðlausar. Skynsamlegast
væri að láta skipin eiga sig og
það höfum við sagt vamarmála-
ráðuneytinu. Það verður gífurlega
erfítt að fínna þau og jafnvel þótt
þau fyndust, hvað í ósköpunum
eigum við að gera við þau?“
Sjómenn kvíðnir
En óttinn læsir um sig meðal
sjómanna. „Vissulega emm við
kvíðnir," segir talsmaður norska
sjómannasambandsins í Þránd-
heimi. „Þrátt fyrir að skipin liggi
á miklu dýpi gæti gasið eitrað
fískinn. Ef að flökin hreyfast til
og gasið sleppur út gæti það leit-
að upp á við í sjónum og lent í
netunum. Þá em félagar okkar í
hættu.“
Hann sagði að sambandið hefði
þegar kannað skýrslur um sjó-
menn frá Borgundarhólmi, sem
hafa brenndust illilega við að
komast í snertingu við hlaup-
kennda sinnepsgaskekki frá
Þjóðveijum. Rússar hertóku eyj-
una í heimsstyijöldinni síðari og
vörpuðu gasinu í hafíð skammt
frá henni í lok styijaldarinnar.
„Þessi skipsflök verður að fínna
og fylgjast grannt með þeim,“
bætti hann við.
Thorbjörn Paule, framkvæmda-
stjóri norska náttúruvemdarráðs-
ins, segir að málið sé mjög
alvarlegt ef taugagasi hafí verið
varpað í hafið: „Gasið gæti komið
í stað súrefnis í hafínu og skaðað
allt líf á svæðinu."
Og Kirstin Hansen, sérfræðing-
ur umhverfísvemdarsamtakanna
Greenpeace í eiturefnamengun,
kveðst efast stórlega um að gas
hylkin hafí verið innsigluð með
steinsteypu. „Öll slík hylki, sem
fundist hafa undan ströndum
Norðurlanda til þessa voru ekki
innsigluð og engin ástæða er til
að áætla að undantekning hafí
verið gerð þar á undan Noregs-
ströndum.
Ef vel á vera æættu norsk yfir-
völd að fínna þessi skipsflök og
kanna í hvemig ástandi gashylkin
eru. Reglulega er fylgst með
kjamorkuúrgangi, sem varpað er
í hafið, en nasistagasið virðist
hafa verið gleymt til þessa."
Hún viðurkennir aftur á móti
að erfítt gæti verið að kanna flök-
inn undan Noregi. Þau liggja á
allt að tvö þúsund feta dýpi og
hefur hún hvatt til þess að Norð-
urlönd sameinist um rannsóknir á
hafínu umhverfís Borgundarhólm,
þar sem 50 þúsund tonnum af
gasi var sökkt á aðeins þijú
hundruð feta dýpi. „Það væri auð-
veldara að fylgjast með áhrifum
þess gass á lífríki hafsins, sjó-
menn og umhverfíð almennt og
yfírleitt."