Morgunblaðið - 12.03.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987
39
Kosningar 1 há-
skólanum í dag
Þrír listar bjóða fram
KOSNINGAJR til stúdentaráðs og-
háskólaráðs fara fram í Háskóla
íslands í dag. Kjörstaðir verða
opnaðir kl. 9.00 og þeim lokað
kl. 18.00. Búist er við að talning
hefjist þá þegar og henni Ijúki á
tíunda tímanum. Þrir listar eru
í framboði til beggja ráðanna,
A-listi Vöku félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta, B-listi Vinstri-
manna og C-listi Félags
umbótasinnaðra stúdenta. List-
amir verða allir með kosninga-
vöku um kvöldið. Vökumenn
halda til á skemmtistaðnum
Lennon, Vinstrimenn í Stúdenta-
kjallaranum en Umbótasinnar
verða með gleði á Gauknum.
Kjördeildir eru á eftirtöldum
stöðum: í aðalbyggingu skólans,
Amagarði, Lögbergi, Odda, Há-
skólabíói, VR II, Hjúkrunarskóla
íslands, á Vitastíg og í húsnæði
Vegir á Norður-
landi boðnir út:
Lægstu til-
boð 82-85%
af kostn-
aðaráætlun
VEGAGERÐ ríkisins opnaði ný-
lega tilboð í tvö verk, Norður-
landsveg um Vatnsskarð og
Vatnsnesveg. Fjöldi verktaka
gerði tilboð í bæði verkin, og
voru lægstu tilboð á bilinu
82—85% af kostnaðaráætlun
V egagerðarinnar.
Omólfur Guðmundsson átti lang-
lægsta tilboðið í lagningu Norður-
landsvegar um Vatnsskarð, 16,7
milljónir króna, sem er 82,2% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Lengd vegarins er 6,4 kílómetrar
og skal verkinu vera lokið eigi síðar
en 15. október næstkomandi. í allt
bárust þrettán tilboð í veginn, og
voru tvö undir kostnaðaráætlun.
Vegagerðin gaf tvo tilboðsmögu-
leika við útboð Vatnsnesvegar
(Síðuvegur — Norðurlandsvegur)
og átti Fossverk sf. lægstu tilboð í
báðum tilvikum, um 85% af kostn-
aðaráætlun. Sjö fyrirtæki gerðu
tilboð. Vegurinn er 8,3 km að lengd
og á verktaki að skila af sér fyrir
30. september í haust.
líffræði- og læknisfræðiskora á
Grensásvegi.
Á lista Vöku til stúdentaráðs-
kosninga eru þessir:
1. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræði, 2. Sig-
rún Traustadóttir, viðskiptafræði, 3. Lilja
Stefánsdóttir, hjúkrunarfræði, 4. Andri
Teitsson, byggingav.fr. 5. Vilhjálmur Jens
Ámason, heimspeki, 6. Jón Helgi Bjöms-
son, líffræði, 7. Katrín Ruth Sigurðardóttir,
læknisfræði, 8. Hulda Gústafedóttir, við-
skiptafræði, 9. Helgi H. Sigurðsson,
læknisfræði, 10. Sigþór Öm Guðmundsson,
tölvunarfræði, 11. Arsæll Hafsteinsson, lög-
fræði, 12. Birgir Emst Gíslason, viðskipta-
fræði, 13. Ragnheiður Bragadóttir,
lögfræði, 14. Magnús Gottfreðsson, læknis-
fræði, 15. Jesus H. Potenciano, spænska,
16. Bjami E. Pjetursson, tannlækn. 17.
Jóhann Hjartarson, lögfrseði, 18. Kristín
Magnúsdóttir, viðskiptafræði, 19. Trausti
Krisljánsson, tölvunarfræði, 20. Ingi
Tryggvason, lögfræði, 21. Karl Þorsteins,
viðskiptafræði, 22. Lárentsínus Kristjáns-
son, lögfræði, 23. Inga Margrét Skúladóttir,
félagsfræði, 24. Bjöm Aðalsteinsson, hjúkr-
unarfræði, 25. Þómnn Sigurðardóttir,
lögfræði og 26. Helgi Jóhannesson, Iög-
fræði.
Á lista Vöku til háskólaráðskosn-
inga em þessir
1. Valborg Snævarr, lögfræði, 2. Jóhanna
Sveinsdóttir, viðskiptafiæði, 3. Margrét
Hilmisdóttir, franska og 4. Eyjólfur Sveins-
son, vélAverkfr.
Á lista Vinstrimanna til stúd-
entaráðskosninga eru þessin
1. Runólfúr Agústsson, lögfræði, 2. Þóra
Jónsdóttir, alm. málvísindi, 3. Heimir Már
Pétursson, stjómmálafræði, 4. Theodór
Guðmundsson, sagnfræði, 5. Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, íslenska, 6. Sigriður P.
Amardóttir, lyflafræði, 7. Guðmundur Auð-
unsson, stjómmálafræði, 8. Sigurður
Böðvarsson, læknisfræði, 9. Ásta Siguijóns-
dóttir, tölvunarfræði, 10. Lilja Magnús-
dóttir, fslenska, 11. Amar Guðmundsson,
alm. bókm.fr. 12. Ómar Stefánsson, lög-
fræði, 13. Jón Ólafur fsberg, sagnfræði,
14. Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögfræði, 15.
Helga Brekkan, þýska/heimspeki, 16. Al-
bert Imsland, norska, 17. Pétur Pétursson,
tölvunarfræði, 18. Þór Hauksson, guð-
fræði, 19. Nfna Helgadóttir, mannfræði,
20. Asta Karen Rafnsdóttir, íslenska, 21.
Pétur Már Ólafsson, sagnfraiði, 22. Guðrún
Sederholm, félagsráðgjöf, 23. Ralf Tieder-
man, lfffrœði, 24. Kristfn Gunnarsdóttir,
hjúkmnarfræði, 25. Margrét Einarsdóttir,
mannfræði og 26. Björk Vilhelmsdóttir,
uppeldisfræði.
Á lista Vinstrimanna til háskóla-
ráðskosninga era þessir:
1. Ástráður Haraldsson, lögfræði, 2. Þómnn
Sveinbjamardóttir, stjómmálafræði, 3.
Kristín Gestsdóttir, jarðfræði og 4. Jón
Gunnar Gijetarsson, sagnfræði.
Lista Félags umbótasinnaðra
stúdenta til stúdentaráðskosninga
skipa þessin
l. Ágúst Ómar Ágústsson, rafm.ve. 2.
Ómar Geirsson, viðskiptafræði, 3.
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fslenska, 4.
Sigrún Vala Bjömsdóttir, sjúkraþjálfun, 5.
Ari Bjamason, tannlækn. 6. Knútur Þór-
hallsson, viðskiptafræði, 7. Siguijón Hall-
dórsson, heimspeki, 8. Brynjar Karlsson,
eðiisfræði, 9. Reynir Þór Eyvindarson, raf-
m. ve. 10. Gunnlaugur Aðalbjamarson,
bygg.ve. 11. Pálmi Ragnar Pétursson, raf-
m.ve. 12. Hjördís Gunnarsdóttir, danska,
13. Anna Björk Sigurðardóttir, þjóðfél.fr.
14. Jóhannes Ámason, líffræði, 15. Ragnar
Jónsson, rafm.ve. 16. Margrét Þóra Þórs-
dóttir, félagsfræði, 17. Vilborg Helgadóttir,
enska, 18. Erlingur Sigtryggsson, lögfræði,
19. Soffía Ósk Magnúsdóttir, efnafræði, 20.
Sveinbjöm Sveinbjömsson, viðskiptafræði,
21. Guðmundur Stefánsson, matvælafræði,
22. Þóra Vala Haraldsdóttir, bygg.ve. 23.
Egill Ólafsson, sagnfræði, 24. Asdís Elva
Guðmundsdóttir, bygg.ve. 25. Hrólfur Ölv-
isson, stjómmálafraeði og 26. Dan Brynjars-
son, viðskiptafræði.
Lista Felags umbótasinnaðra til
háskólaráðskosninga skipa þessin
1. Kjartan Stefánsson, stærðfræði, 2. Her-
mann Brynjarsson, viðskiptafræði, 3.
Þoreteinn Guðbrandsson, tölvunarfræði og
4. IngibjörgH. Stefánsdóttir, sjúkraþjálfun.
Frá Vík i Mýrdal, en þar verður dansleikur haldinn til styrktar
byggingu eiliheimilis.
Vík í Mýrdal:
Dansleikur til styrktar
byggingu elliheimilis
EFNT verður til dansleiks í
Leikskálum í Vik í Mýrdal laug-
ardaginn 14. mars nk. Dans-
leikurinn er haldinn til styrktar
byggingu elliheimilis i Vik í
Mýrdal.
Þrjár hljómsveitir munu leika
fyrir dansi; Tónbræður, Barokk
og Lögmenn. Á dansleiknum
verða einnig flutt gamanmál.
Samhliða dansleiknum verður
efnt tii happdrættis.
Öllum ágóða af dansleiknum
verður varið óskiptum til bygging-
ar næsta áfanga elliheimilis í Vík
í Mýrdal. Allir þeir sem leggja
fram vinnu sína við dansleikinn,
s.s. hljóðfæraleikarar, skemmti-
kraftar og annað starfsfólk gefa
vinnu sína.
Dansleikurinn hefst kl. 22.30.
Jón Baldvin Hannibalsson:
„ Stj órnmálamenn
eiga ekki að blanda
sér í háskólapólitík“
JÓN Baldvin Hannibalsson
formaður AJþýðuflokksins seg-
ist alltaf hafa verið þeirrar
skoðunar að stjórnmálaflokkar
ættu að láta ungt fólk I friði
með sina pólitík. Þetta sagði
Jón Baldvin í samtali við Morg-
unblaðið, i tilefni þess að Lára
V. Júlíusdóttir, fjórði maður á
framboðslista Alþýðuflokksins
í Reykjavík hefur skorað á
háskólastúdenta að kjósa lista
vinstri manna í kosningum til
stúdentaráðs.
Lára V. Júlíusdóttir, sagði að-
spurð um ástæður þess að hún
skorar á háskólastúdenta að
styðja lista vinstri manna í kos-
ingum til stúdentaráðs: „Ég var
að hvetja fólk í Háskólanum til
Akranes:
KRFÍ mótmælir
hugmyndum um
millifærslu á
per sónuaf slætti
Kvenréttindafélag íslands hef-
ur mótmælt heimildarákvæði um
millifærslu á persónuafslætti
milli hjóna í frumvarpi um breyt-
ingum á skattalögunum, á þeirri
forsendu að sú hugsun sem felst
í þessu frumvarpi sé andstæð
jafnrétti.
Stjóm Kvenréttindafélagsins
samþykkti ályktun á fundi sinum
2. mars þar sem mótmælt var fram-
komnu ákvæði í 10. grein frum-
varps til laga um breytingu á lögum
75/1981. Vill stjómin að í stað
millifærsluliðar veði bamabætur
stórhækkaðar og með því sé komið
til móts við fólk með böm á fram-
færi án tillits til hjúskaparstöðu.
Næst lægsta tilboði
í Grundarskóla tekið
þess að styðja vinstri menn í þess-
um kosningum í Háskólanum,
vegna þess að mér var ókunnugt
um það að Alþýðuflokkurinn væri
í framboði til stúdentaráðskosn-
inganna. Það er kannski eitthvað
sem á eftir að upplýsast. Ég tel
að stuðningur við vinstri menn
sé eina svarið sem stúdentar hafí
sem svar til að spoma við þeirri
útungarvél sem Vaka er fyrir
íhaldið í landinu."
Jón Baldvin sagði jafnframt:
„Mér fínnst að alþingismenn og
stjómmálamenn eigi ekkert að
vaða upp á dekk og blanda sér í
kosningabaráttu innan veggja
Háskólans. Ég er því algjörlega
ósammála.“
Akranesi
MIKLAR umræður urðu á bæjar-
stjómarfundi á þriðjudagskvöld
vegna útboðs á byggingu þriðja
áfanga Grundarskóla. Alls bár-
ust þrjú tilboð i bygginguna og
mælti meirihluti framkvæmda-
nenfdar byggingarinnar með að
næst lægsta tilboðinu frá tré-
smiðjunum Fjölnir og Tréverk
yrði tekið og samþykkti bæjar-
stjómarmeirihlutinn það eftir
nokkuð snarpar umræður.
Þessi verkhluti við byggingu
skólans nær yfír gerð innréttinga
og loka frágangs skólans en gert
er ráð fyrir að hann verði tekinn í
notkun í upphafi nýss skólaárs í
haust. Eins og áður sagði bámst
þijú tilboð I verkið. Það lægsta var
frá Trésmiðju Guðmundar Magnús-
sonar og hljóðaði það upp á tæpar
17 milljónir króna. Næst lægsta
tilboðið frá trésmiðju Fjölnis og
Tréverks hf. var tæplega 18 millj.
Þriðja tilboðið var tæpar 22 millj.
en kostnaðaráætlunin er tæpar 19
millj.
Framkvæmdanefnd bygginga-
nefndar klofnaði í afstöðu til
verktaka. Meirihlutinn vildi ganga
til samninga við trésmiðjur Fjölnis
og Tréverks hf. sem áttu næst lægst
tilboðið en einn fulltrúi í nefndinnni
vildi semja við lægstbjóðanda. Mál-
inu var á fundi bæjarráðs vísað til
bæjarstjómar sem fjallaði um það
sl. þriðjudagskvöld.
Greinilegur munur var á afstöðu
bæjarfulltrúa eftir því hvort þeir
eru í meiri eða minnihluta. Fulltrú-
ar meirihlutans töldu lægstbjóan-
anda ekki treystandi til að skila
verkinu frá sér á umsömdum tíma
í ljósi fyrri verka sem hann hafði
tekið að sér fyrir bæjarsjóð. Fulltrú-
ar minnihlutans töldu hér vera um
gerrræðisleg vinnubrögð að ræða
sem snérast um persónu frekar en
hagsmuni. Lögðu þeir til að málini
yrði frestað á meðan lögfræðingur
Meistarasambands byggingamanna
kannaði tilboðin frekar.
Allir bæjarfulltrúamir tóku til
máls, flestir oftar en einu sinni.
Fjölmargir bæjarbúar vom við-
staddir bæjarstjómarfundinn enda
er málið mjög í brennidepli þessa
daganna og skiptar skoðanir um
niðurstöðu þess.
J.G.
Leiðrétting
í grein sem Guðmundur Jóhannsson
skrifaði um bílbelti og birtist í
Morgunblaðinu í gær urðu þau mis-
tök að Guðmundur var rangt titlað-
ur. Hið rétta er fyrrverandi
iögreglumaður og fangelsistjóri.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Leiðrétting
í grein um fræðslumál á vegum
Náttúmvemdarráðs í Morgunblað-
inu síðastliðinn sunnudag misritað-
ist nafn Helgu Edwald sem annast
þau mál á vegum ráðsins.
Er beðist velvirðingar á þeim
mistökum.