Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.03.1987, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 \ 46 Markaðurinn Áhrif neytendahyggju á markaðsfræði eftirSigurð Sigurðarson Ncytendahyggja er nýyrði í íslenskri tungu. Orðið á rætur sínar í viðskiptalífi hins vestræna heims. Samtök neytenda hafa á undan- ‘ fomum tveimur áratugum látið svo að sér kveða að neytendahyggjan hefur beint og óbeint mótað nútíma markaðsfræði enda er neytenda- markaðurinn í flestum tilfellum endamarkaður framleiðslu og flest fynrtæki stefna á þann markað. í Bandaríkjunum á neytenda- hyggjan eða „consumerism" upphaf sitt í byrjun sjöunda áratug- arins. Samtökum neytenda óx þá fiskur um hrygg og bandarísk fyrir- tæki urðu að sjálfsögðu fyrir barðinu á óvæginni gagnrýni þeirra. Þetta var á þeim tíma, er framboð á vörur og þjónustu tók að metta markaðinn og gott betur. Neyslu- venjur fólks breyttust gífurlega á þessum árum. Frá sjónarhomi fyr- irtækja varð þjóðfélagið smám saman þrúgað óvissu, enginn gat vitað hvort vara, sem sett var á markaðinn, myndi nokkuð seljast. Samkeppnin um hylli neytenda varð algjör. Samfara aukinni fram- leiðslu var munurinn á milli tilboða ákaflega lítill, í það minnsta frá sjónarhóli neytenda. Og nú voru fjárráð alls almennings orðin það rúm, að í flestum tilfellum þurfti fólk ekki að sætta sig við eina teg- und af hverri vöm, nú var loks mögulegt að veita sér þann munað að velja á milli tilboða. Og þær breytingar sem orðið hafa síðan eru allar í þá átt að auka enn á framboð- ið. John F. Kennedy, Bandaríkjafor- seti, flutti fræga ræðu árið 1962 um rétt neytenda og hafði hún gífurleg áhrif ,á þjóðfélagið. Kennedy markaði nokkur gmnd- vallarréttindi neytenda; réttinn til öryggis, réttinn til upplýsinga, réttinn til að velja og réttinn til að hlustað sé á óskir neytenda. Annar Bandaríkjamaður hafði einn- ig mikil áhrif, Ralp Nader, einn „Neytendahyggja er skilgreind sem skipu- lagt átak almennings og stjórnvalda til að auka við og bæta rétt og völd kaupenda í sam- ræmi við þau sem seljendur hafa.“ frægasti krossferðariddara banda- rískra neytenda. Ýmsir merkir hugsuðir sáu hvert stefndi og gerðu sér grein fyrir að neytendahyggjan hlaut að móta framtíðarviðhorf í fyrirtækja- rekstri. Einn af þeim, og líklega sá sem mest áhrif hafði á þessum ámm, var austurríski hagfræðipró- fessorinn Peter Dmcker, sem mest alla tíð hefur búið í Bandaríkjunum og stundað þar sínar rannsóknir á viðskiptalífínu. Hann segir í bók sinni „Managing for Results" eða Stjómað til árangurs, sem kom út í fyrsta sinn 1964: „Það sem seljendur halda að þeir viti um neytendur og mark- aðinn er að öllum líkindum frekar rangt en rétt. I raun veit aðeins einn svarið; neytandinn. Með því að spyija neytandann, fylgjast með honum, með því að reyna að skilja þarfir hans er hægt að öðlast vitneskju um gerðir hans, kaupvenjur, neyslu- venjur, vonir hans og gildismat o.s.frv." Þessi bók hafði gífurleg áhrif og hefur enn þann dag í dag, enda Drucker talinn einn af merkustu brautryðjendum nútíma stjómunar- hátta í fyrirtækjarekstri. Þetta var upphafíð að þróun sem ekki varð við snúið og neytenda- hyggjan skaut rótum sínum víða um hinn vestræna heim, á Norður- Frá æfingu Gamanleikhússins á leikritinu „Brauðsteikin og tert- an“ sem frumsýnt verður laugardaginn 14. mars. Gamanleikhúsið sýnir „Brauðsteikina og tertuna“ GAMANLEIKHUSIÐ sem nú er á öðru starfsári er að setja upp fjórða verk sitt. Það heitir „Brauðsteikin og tertan“ og er eftir Hugh Chesterman. Leikritið verður frumsýnt laugardaginn 14. mars nk. í Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. „Brauðsteikin og tertan" gerist Hallgrímur Sævarsson og Inga Freyja Arnardóttir. Þátttakendur í leikritinu eru um 20 talsins. Magnús Geir Þórðarson cr leik- stjóri verksins. Leikritið verður sýnt í Galdra- loftinu, Hafnarstræti 9. Áður hefur leikhúsið sýnt leik- ritin Töfralúðurinn, Gilitrutt og Maddúsku, öll á Hótel Loftleiðum, en hið síðastnefnda var einnig sýnt í Stundinni okkar. fyrir framan bakarí Gaulters á 15. öld í París. Fylgst er með flæk- ingunum Pierre og Jean og hvemig þeir stela brauðsteik með ýmsum ótrúlegum brögðum. Frumsýning verður eins og áð- ur segir laugardaginn 14. mars, síðan er fyrirhugað að sýna leik- ritið 15., 21. og 22. mars. Með aðalhlutverkin fara Magnús Geir Þórðarson, Tryggvi B. Davíðsson, löndunum, sem mörg hver tryggðu rétt neytenda mjög fljótlega í lög- um, í Frakklandi, Þýskalandi og Japan. „Okkur er ekkí sama“ En hvað er neytendahyggja? Neytendahyggja er skilgreind sem skipulagt átak almennings og stjómvalda til að auka við og bæta rétt og völd kaupenda í samræmi við þau sem seljendur hafa. Neyt- endafélög og -samtök leitast við að auka neytendaupplýsingar, neyt- endafræðslu og neytendavemd, jafnt með því að telja um fyrir fyrir- tækjum að fá sett lög sem tryggja slíkt. Neytendur hafa m.a. krafist þess, að á umbúðum sé í grundvallarat- riðum getið um innihald vörunnar, efnafræðilegt innihald, framleiðslu- dag eða síðasta leyfílegan söludag. Þess hefur einnig verið krafíst að auglýsingar séu hvorki rangar né villandi. Neytendur hafa krafíst ákvæða um öryggi vöm og þjón- ustu og refsiábyrgð. Það sem hér hefur verið nefnt hefur í flestum löndum verið sett í lög. I Bandaríkjunum reyndu mörg fyrirtæki fyrst í stað að víkja sér undan þessari þróun. Þau fyrtust við þegar forystumenn neytenda- samtaka beindu athyglinni að gölluðum eða ófuilkomnum vörum. Ralph Nader sagði Corvair-bílinn hættulegan, sem varð til þess að gera útaf við bílinn. Robert Choate ásakaði framleiðendur á morgun- komi að bjóða einungis upp á „tómar kalóríur", og Herbert S. Denenberg birti lista yfír mismun á sömu tryggingum hjá hinum ýmsu tryggingafélögum. Afleiðing- arnar urðu á ýmsa lund. Sum fyrirtæki brugðust illa við, önnur létu sér á sama standa, en einstöku fyrirtæki tóku upp nýja stefnu, „okkur er ekki sama“ eða „We care“. Slík fyrirtæki áunnu sér stærri markaðshlutdeild og hagnað- Sigurður Sigurðarson ur þeirra jókst að sama skapi. Þar með var brautin rudd og keppinaut- amir sáu þann kost vænstan að fylgja í kjölfarið. Hér á íslandi hefur neytenda- hyggjan átt frekar erfítt uppdráttar af ýmsusm ástæðum, þar til nú á síðustu árum að upplýstir menn hafa tekið við rekstri fyrirtækja og kappkostað að reka þau með mark- aðinn sem leiðarljós. Víða um heim, ekki síst á íslandi, hafa framleiðsla, innflutningur og sala miðast við verknaðinn sem slíkan, en ekki framboð, eftirspum og samkeppni á markaðnum. Breytt skipulag- fyrirtækja Nú á tímum byggja flest fyrir- tæki markaðsstarfsemi sína á þörfum neytenda, samkvæmt upp- lýsingum úr margvíslegum mark- aðskönnunum. Mikilvægt er að fyrirtæki viðurkenni tilvist neyt- enda sem meginafl á markaðnum, undir því er tilvist fyrirtækisins komin. Ljóst er að hin nýja markaðs- fræði hefur gjörbreytt uppbyggingu fyrirtækjanna, því hún krefst al- gjörrar aðlögunar stjómenda á öllum stigum, hún krefst nýrrar stefnumörkunar, breytinga í mark- aðsrannsóknum og fjárfestingum. Mörg stórfyrirtæki hafa stofnað markaðsdeildir sem hafa það mikil- væga starf með höndum, að marka fyrirtækinu stefnu í framleiðslu, dreifíngu og sölu. Hins vegar er ekki víst að allir stjómendur fyrir- tækja geri sér grein fyrir muninum á markaðsdeild og söludeild. í stuttu máli má segja, að sölu- mennskan sé lokapunkturinn á ferli, en markaðsdeildin mótar þann feril frá upphafí til enda. Markaðurinn krefur fyrirtækin um meiri undirbúning framleiðsl- unnar. Þau verða að eyða meiri tíma í framleiðsluprófanir, öryggisatriði, betri umbúðir, upplýsingar á um- búðir, rökstuðning í auglýsingar, skipulagningu á sölu, trausta ábyrgðarskilmála o.s.frv. Markað- urinn krefur fyrirtækið um skýra stefnu í kynningu, dreifíngu og sölu. Á kristaltæran hátt nær neyt- endahyggjan hámarki sínu í skil- greiningu á markaðsfærsluhugtak- inu („The Marketing Concept"). Hún knýr stjómendur til að íhuga málin frá sjónarhomi neytenda, skýrir þarfír og óskir sem þeim hefur um langan aldur yfírsést. Hinn snjalli stjómandi leitar hent- ugra úrlausna á grundvelli markað- arins frekar en að rembast við rekstur án allrar yfírsýnar. Uppbygging og starfsemi nú- tímafyrirtækja standa traustum fótum á fijálsum markaði sem neyt- endahyggjan hefur mótað. Markaðsfærsluhugtakið á fyrst og fremst við eftirfarandi: Leið fyrirtækis að settu marki er vörðuð þörfum og óskum neyt- enda. Til að geta orðið við þeim þarf fyrirtækið að bregðast skjótar og skilvirkar við en keppinautarnir. Markaðsfærsluhugtakið er hægt að skilgreina á fjölbreyttan hátt, en líklega styðja eftirfarandi orð það einna best: Við verðum að hætta að markaðsfæra framleiðslu- vörur, en læra að framleiða markaðshæfar vömr! (Heimildir: „The Maturity of Consumer- ism“ eftir Paul N. Bloom and Stephen A. Greyser; Harvard Business Review, Nov.— Des. 1981. Bókin „Marketing Management“ eftir Philip Kotler. Bókin „Managing for Results“ eftir Peter Drucker.) Höfundur er fyrrverandi blaða- maður. Hann stundar nú nám í markaðsfræðum. Nokkur orð um reykingar eftirÆvarR. Kvaran Fyrir nokkrum árum dó kona nokkur í New York. Læknarnir lýstu því hiklaust yfír, að banamein hennar hefði verið krabbamein í lungum, vegna reykinga. Ættingj- um hennar þótti þetta allkynleg sjúkdómsgreining, því þeim var öll- um kunnugt um það, að kona þessi hefði aldrei reykt á ævi sinni. Lækn- unum var bent á þetta, og tóku því að rannsaka feril hennar að öðru leyti. Það kom þá í ljós, að hún hafði undanfarin sextán ár unnið í stórri skrifstofu þar sem flestir reyktu við vinnu sína. Hún hafði því fengið krabbamein við það eitt að anda sífellt að sér reyk frá sam- starfsfólki sínu. Þetta sýnir okkur, að það er ekk- ert einkamál, hvort maður reykir í viðurvist annarra eða ekki. I þessu sambandi hefur Banda- ríkjamaðurinn William Weis, sem er yfirmaður deildar við Seattle- háskóla, sem eingöngu fæst við rannsóknir á reykingum, gert kann- anir á reykingum starfsfólks við nokkur stór fyrirtæki þar í landi. Ekki síst með tilliti til mannaráðn- inga. Niðurstaðan sæki tveir starf, er talið að í 15 tilfellum af 16 fái maður starfið sem ekki reykir. Þeirri skoðun vex nefnilega mjög fylgi, að það sé engan veginn hag- að hefur orðið sú, menn, jafnhæfir, um ilfellu sem „ Við sem reykjum ekki g-etum því fagnad af heilum hug stórkostleg-- um árangri á tiltölulega skömmum tíma í þeirri baráttu gegn reyking- um, sem hafin er hér á landi.“ kvæmt fyrir fyrirtæki að velja starfsmann sem reykir. Það er ekki einungis að reykingar valda öðru starfsfólki sem ekki reykir óþæg- indum, heldur hafa rannsóknir sýnt, að þeir sem reykja verða forfallaðir frá starfí 50% oftar en hinir sem ekki reykja. Að því viðbættu hvað reykingar valda beinlínis miklum töfum frá starfi auka reykingamenn útgjöld fyrirtækis síns hvað snertir trygg- ingar, sem teknar eru vegna heilsu, slysa og eldsvoða, sem kunna að bera að höndum. Þá bætist enn við þennan kostn- að sitt af hverju sem fæsta grunar, því reykingar krefjast aukinnar hreinsunar á skrifstofum og hafa áhrif á málningu á veggjum og jafn- vel húsgögn. Þá er enn eitt ótalið í sambandi við reykingar á vinnustöðum. En það eru hin háþróuðu nýtísku tæki, sem tekið er að nota í mörgum skrifstofum. Mörg þeirra eru sögð viðkvæm fyrir reyk, sem getur vald- ið á þeim skemmdum. Niðurstaða sérfræðingsins William Weiss, sem að framan er nefndur er sú, að vinnuveitandi geti sparað að minnsta kosti $5000 á þriggja til fímm ára tímabili, á hveijum þeim starfsmanni sem ekki reykir. Við sem reykjum ekki getum því fagnað af heilum hug stórkostleg- um árangri á tiltölulega skömmum tíma í þeirri baráttu gegn reyking- um, sem hafín er hér á landi. Hálfnað er verk, þá hafið er. Látum hendur standa fram úr ermum í þessari baráttu fyrir bættri heilsu. Höfundur er leikari og kennir framsögn við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.