Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 59

Morgunblaðið - 12.03.1987, Page 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 12. MARZ 1987 Af þessum sökum neitaði faðirinn því að síðasta eftirlifandi barnið færi á sjó, og Bjami menntaðist á Bændaskólanum við Bergen. Frá þeim tíma voru störf hans alla tíð tengd við gróður jarðarinnar. Eftir dvölina í Bergen fór Bjarni yfir hafið til Færeyja og réð sig í vinnu hjá Paturson-fjölskyldunni. Árið 1935 hélt hann til íslands. Þar starfaði hann fyrst um sinn við nýgræðslu fyrir bændur í Borgar- fírði. Eftir stríð, árið 1946, hitti hann Svanborgu sem þá var vefnað- arkennari á Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Svanborg er ættuð af Ströndum, frá Staðardal í Steingrí- msfírði. Á stríðsámnum stundaði hún vefnaðamám í Osló. Hún og Bjami urðu ástfangin (og vom allt- af síðan). Þau fóru að búa í fyrsta skipti á Svarfhóli í Borgarfirði. Eft- ir nokkurra ára búskap í Stafholtst- ungum tóku þau á leigu jörðina Hjarðames á Kjalarnesi. Árið 1959 var Bjarni ráðinn bú- stjóri á Kópavogsbúinu. Þar bjuggu þau þar til Bjarni lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðustu árin vann Bjarni hálfsdags vinnu við Skóg- rækt Reykjavíkurborgar. Svanborg og Bjarni áttu tvö börn, þau Magna Skarphéðinn og Elisa- bet Bertu Lovísu. Magni er mennt- aður doktor í landbúnaðarvísindum frá Þýskalandi. Hann starfar við plöntukynbætur í þróunarlöndum og er búsettur í Mexíkó ásamt þýskri eiginkonu sinni og syni. El- isabet er menntaður félagsráðgjafi frá Stavanger í Noregi og starfar við geðdeild Landspítalans í Reykjavík. Ég hitti Elisabetu 1971 í Miinch- en. Svo fór að við fluttum til íslands árið 1973, og bjuggum við fyrstu árin á heimili þeirra Svanborgar og Bjama, áður en við giftum okkur. Það var hlýtt heimili og gott að vera hjá þeim hjónum. Bjarni var frekar fámæltur maður en sterkur eins og menn oft verða sem vinna við þung störf og kröpp kjör. Það vita allir sem reynt hafa að planta tré á Islandi að það kostar mikla þolinmæði og þrjósku. Bjarni gafst aldrei upp fyrr enn í fulla hnefana. Hann skildi gang náttúmnnar og þótti vænt um hvert lifandi strá og dýr sem í henni bærðist. Bjarni var vinnusamur og þrosk- aði með sér sterka réttlætiskennd. Hann var mikill fjölskyldumaður og talsmaður samheldni. Það var því ekki skrýtið að hann varð vinsæll afí fyrir bæði börn okkar Elisabet- ar, en þau heita í höfuðið á Svanborgu og Bjarna. Bjarni bar alla tíð sterkar tilfinn- ingar til Noregs. Á heimili þeirra Svanborgar var oft alþjóðlegt and- rúmsloft. Norðmenn og Þjóðveijar vom þar tíðir gestir. I góðum fé- lagsskap gerðist það oft að Bjarni reis á fætur og fór með nokkur erindi úr kvæðinu „Tetje Vigen“, eftir norska skáldið Henrik Ibsen. Mér var sagt að hann gæti farið með allt kvæðið utanbókar. Ekki skal ég segja um það, en kvæðið er 43 erindi. Ljóðið fjallar um fá- tækan bónda á suðurströnd Noregs sem fer yfir hafið til Danmerkur á litlum róðrarbáti til að sækja mat handa sveltandi konu og barni. Á heimleiðinni tekur breskur aðmíráll hann fastan og Teije er settur í fangelsi. Á meðan deyja konan og barnið úr hungri. Seinna fær Teije Vigen tækifæri til þess að hefna sín en hann vorkennir bami breska aðmírálsins og hlífir þeim. Ég held að Teije Vigen hafi í r.örgu verið fyrirmynd Bjarna á lífsleiðinni. Ég hugsa með hlýhug til íslands- áranna og spjallsins við eldhús- borðið á Kópavogsbúinu yfir kjötsúpu og kaffí. Þórir Helgason, Stavanger. Kveðja: Páll Pálsson Fæddur 27. febrúar 1966 Dáinn 28. febrúar 1987 „Við spyijum Drottin særð hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó með trega og sorg ska! á það sæst að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til að nægði löngum degi.“ (Jóhann S. Hannesson) Hvers vegna er svo mætur ungur maður kallaður frá nýhöfnu verki, svo vænn ungur maður sem alla burði hafði til að verða hinn nýt- asti maður? Páll Pálsson var fæddur 27. febrúar 1966, sonur Maríu Theresu Jónsson hjúkmnarfræð- ings og Páls Heiðars Jónssonar útvarpsmanns og var næstelstur þriggja bama þeirra. Við Sif kynntumst Palla vorið 1982 þegar við fluttum inn í húsið við hliðina á húsinu þar sem María bjó með bömin sín þijú, Súsí, Palla og Egil litla, í húsinu á Framnes- vegi 11. Dugnaður þeirra allra vakti aðdáun og virðingu okkar. María vann myrkranna á milli til að halda utan um hús og heimili en Súsí og Palli hafa heldur sannarlega aldrei látið sitt eftir liggja. Þetta fyrsta sumar sem við Sif, Guðmundur og Sigurlaug kynntumst þessu ljúfa og góða fólki var Palli að búa sig til að fara austur á Homafjörð, að okkur minnir til að vinna í físki. Hann var einstaklega duglegur og fylginn sér og nú hin síðustu ár vann hann sem þjónn meðfram námi í Veitingaskólanum, námi til stúdentsprófs við Armúlaskóla og flugnámi. Fyrir skömmu hafði hann lokið einkaflugmannsprófí og eign- ast hlut í flugvél til að auðvelda sér að safna tímum því hann stefndi á atvinnuflugpróf, en hugsaði sér að hafa starfsmenntun þjóns sem nokkurs konar baktryggingu í óör- uggum heimi flugsins. Okkur Sif fannst stundum nóg um þennan dugnað og gríðarmiklu vinnu og að hann hlyti oft að vera þreyttur og sjálfsagt hefur svo verið. Palli var óvenjulegur ungur mað- ur á flestan hátt. Hann tók í arf tignarlega fegurð móður sinnar, hlýtt viðmót og háttvísi, ásamt glæsileika föður síns. Nú er þessi glæsilegi og góði drengur allur. Það er erfítt að sætta sig við orðinn hlut en undan því verður ekki vikist. Samúð okkar með Maríu, Páli Heiðari, systkinunum og öllu skyld- og tengdafólki er ein- læg og megi þau öðlast styrk og þrek í þessari miklu raun. Sif, Stefán og börn Framnesvegi 11. ’ „Sem bliknar fagurt blóm á engi svo bliknar allt, sem jarðneskt er, ei standa duftsins dagar lengi þótt dýran fjársjóð geymi í sér. Það eitt er kemur ofan að, um eilífð skín og blómgast það.“ í gær skein sólin í hjarta mínu. En í dag er eins og hún muni aldr- ei skína meir. Palli er horfínn mér í ferðalagið langa, ferðalagið sem hann varð að fara einn. Elsku Palla minn hef ég elskað svo mikið. Hann mun alltaf vera stór partur af mér, allt sem hann sagði og gerði mun aldrei gleymast. Eg er mjög þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast honum, sérstaklega á þann hátt sem við kynntumst. Eins og þegar við gengum saman á kvöldin eftir vinnu og létum okkur dreyma um framtíð- ina. Eða þegar hann söng og spilaði á gítar fýrir mig þegar ég var leið og sýndi mér leið til þess að njóta þess fallega í kringum okkur. Palli kom inn í líf mitt eins og bjartur sólargeisli, og fyrir það að hafa kynnst honum og ást hans verð ég ævinlega þakklát því það hafa ekki allir fengið að njóta samvista við persónu sem hafði jafn mikla mann- kosti og hann. Palla minn kveð ég í hinsta sinn. Minning hans lifír eilíflega hjá mér. „En vel sé þeim, sem von ei setja á veraldar og tímans hjóm, en anda sinn til himins hvetja og hafa þar sitt fegurst blóm - þess blessun kemur ofan að, og eilíflega blómgast það.“ Steina Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 14. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður atvinnumálanefndar og í stjórn byggingarnefndar stofnanna í þágu aldraðra og SVR og Guðmundur Hallvarðsson formaður hafnarstjórnar. ■ ■ ■ ■ ■ a a a a a a a a a a a a minnkum vid hávadann um 60-80% metf prentarahljóðdeyfi frá Einar J. Skúlason hf. Grensasvegi 10 - 128 Reyk/avik ® 686933 SIEMENS Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. [JuDD(3ij0OQD@Uu© Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Krabbameinsfélagið NÁMSKEIÐ í REYKBINDINDI Innritun er hafin á apríl—maí og maí—júní nám- skeið Krabbameinsfélagsins í reykbindindi. Námskeiðin eru byggð upp á eftirfarandi hátt: • Undirbúningstími • Atferlisgreining • Fræðslufyrirlestrar • Kynnt notkun nikótín-tyggigúmmís • Fræðslu- og gamanmyndir um reykingar • Persónuleikakönnun • Ráð til að hamla gegn offitu • Ráð til að draga úr löngunum • Gestafyrirlesarar o.fl. Námskeiðsgjald er miðað við tæplega 20 daga reykingar en það er í dag 1.900 kr fyrir einstakling en 2.800 kr. fyrir hjón. Allir fundir eru á kvöldin kl. 20.30 og hópurinn hittist 10 sinnum á hverju námskeiði. Upplýsingar og skráning í síma 621414 á skrifstofutíma. ( % S s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.