Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 Portisch í söngfstellingunum. Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir COSPER Sem sjá má eru leiðtogarnir ekki frýnilegir. Þessi tískusýningarstúlka er í kvöldklæðnaði hönnuðum af Gianfranco Ferre. Hann brýtur hefðir sem fyrr og hér notar hann æpandi Iit öfugt við flesta starfsbræður sýna. Jakkinn er úr skærbleiku og svörtu silki, en við hann hefur hún kasmír-sjal í sömu litum. Um hálsinn og í hárinu er hún með slaufur, „vörumerki“ Ferres. Stúlkan á myndinni er í kápu úr þunnu brúnu leðri, en undir er hún í mini-dragt úr enn þynnra leðri. Um hálsinn hefur hún svo stóran kakóbrún- an trefil við, en fötin eru hönnuð af Mario Valentino í Mílanó. Mini- tískaná uppleið Iblaðinu í gær birtust myndir af haust- vetrartísk- unni eins og ítalskir tískuhönnuðir telja að hún eigi eftir að verða seinna á árinu. Greinilegt er að mini-tískan, sem hæst reis fyrir meira en 15 árum, er aftur á uppleið. Ekki eru menn þó jafnviljugir og þá, á að sýna bera fótleggi, heldur er þeim skýlt með þröngum buxum eða ógagnsæjum sokkabuxum. Helstu litir eru yfirleitt frekar dökkir eða mildir miðað við það sem verið hefur undanfarin ár og jafnvægis gætt. Myndimar skýra sig þó best sjálfar. Hrifnir áheyrendur: Short, Ljubojevic, Timman, Polugaevsky og Kristín Þorvaldsdóttir. Hér er stutt hvít kápa með stórum hringlaga kraga, sem nær langt. út á axlir. Versni veður er hægt að bretta hann upp, þannig að hann skýli höfðinu nær al- veg að aftan, en einnig er hægt að taka hann saman i hálsinn dugi trefillinn ekki. Við þetta er stúlkan i háum svörtum leðurstígvélum og svörtum ullarsokkabuxum. Þessi flík er frá Fendi-systr- um 5 Róm. Hengdir foringjar? Margrét Thatcher, Neil Kinnock og David Owen eiga sér vafalaust marga óvildarmenn, en þó er hægt að ganga of langt í óvildinni — jafnvel þótt ýtrasta jafn- vægis sé gætt í því að sverta flokksformennina. Fyrir skömmu fordæmdi Siða- nefnd breska auglýsingaiðnaðarins auglýsingaveggspjald dagblaðsins Today, sem sýndi fjóra helstu stjómmálaleiðtoga Bretlands. Þetta var í fyrsta skipti, sem nefndin greip til slíkrar ákvörðunar án rækilegrar umQÓllunar, en hún þótti óþörf i þessu tilviki. Haft var eftir McGreg- or lávarði af Durris, formanni nefndarinnar, að auglýsingin hefði þótt brjóta í bága við almenna vel- sæmiskennd, þó svo að þeir teldu hana hvorki ólöglega, óheiðarlega, né psanna. Astæðan fyrir því að auglýsingin var tekin úr umferð var sú stað- reynd að hún sýndi þau Margréti Thatcher, forsætisráðherra, Neil Kinnock, formann Verkamanna- flokksins, David Owen, formann Bandalags jafnaðarmanna, og David Steel, formann Ftjálslynda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.