Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 12.03.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MARZ 1987 61 Söngvinn stórmeistarí Nú eru íslendingar væntanlega búnir að ná sér eftir IBM- mótið í skák, sem tölvufyrirtækið hélt af rausnarskap í tilefni af 20 ára afmælis IBM á íslandi. í lokahófi skákmótsins, sem hald- ið var að Kjarvalsstöðum á þriðju- dagskvöld í síðustu viku var glatt á hjalla og spillti það a.m.k. ekki fyrir gleði sigurvegaranna að Gunn- ar Hansson, forstjóri IBM á Islandi, afhenti sigurvegurunum sigurlaun sín. Það bar þó til tíðinda að Ung- verjinn Lajos Portisch hélt stutta þakkartölu fyrir sína hönd og ann- ara skákmanna, en lét ekki þar við sitja, heldur tók hann lagið og söng eina aríu úr óperunni Don Giovanni eftir Mozart við mikinn fögnuð við- staddra og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Að lokum stillti hópurinn sér upp; frá vinstri eru: Gunnar Hansson, Þráinn Guðmundsson, Viktor Korc- hnoi, Jan Timman, Lajos Portisch, Mikhail Tal, Simen Agdestein, Margeir Pétursson, Nigel Short, Ljubomir Ljubojevic, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Siguijónsson, Helgi Ólafsson, Lev Polugaevsky, Jón L. Árnason og Friðrik Ólafsson. Er Don Johnson tennisáhugamaður? flokksins, öll sem eitt hangandi í snöru. Fyrir neðan stóð: „Væri Bretlandi betur borgið að hengdum þingheimi?" — en getur líka þýtt: „Væri Bretlandi betur borgið með tvístruðum þingheimi“, og er þá vísað til þess að í næstu kosningum er alls óvíst að einhver flokkanna nái meirihluta. Auglýsingin fór greinilega fyrir bijóstið á mörgum, því að á innan við þremur dögum höfðu tæplega 500 manns kvartað símleiðis, en ríflega 50 í bréfum. Þá var lögð fram tillaga um auglýsinguna í Neðri deild breska þingsins, en hana undirrituðu þingmenn allra flokka. Sérstaklega er sagt að David Steel, formaður frjálslyndra, hafi tekið auglýsinguna nærri sér, en hann var sýndur hangandi í háls- bindi Davids Owen, formanns Bandalags jafnaðarmanna, en flokkarnir eru í kosningabandalagi. Þykir Steel sem sér sé mikil óvirð- ing sýnd með auglýsingunni, enda mældu stuðningsmenn hans það út að hann væri hafður fjórum sinnum minni en hinir. Murray Partridge, sá er samdi téða auglýsingu, er enn ekki á því að neitt hafí verið að auglýsing- unni. „Við bjuggötnst við því að eftir spjaldinu tekið, en við gerðum hana ekki með það fyrir augum að fara yfir velsæmismörk almenn- ings.“ Auk þess telur Partridge að fólk sé ekki ósammála auglýsing- unni: „Ég held að margt fólk hafi ímugust á stjórnmálamönnum. Þeir eru uppteknir af sjálfum sér og upp til hópa skrýtið fólk. Neðri deildin á ekkert skylt við lýðræði; þetta er klúbbur háskólamenntaðra manna, sem allir voru í skóla á sömu árum. Þessi lýður tekur ekki eftir neinu nema það snerti þá beint.“ essi spuming kann að virðast undarleg, en þó hafa helstu slúðurdálkar vestanhafs velt henni fyrir sér að undanfömu. Ástæðan er sú að. Don Johnson hefur upp á síðkastið sést æ meira með tennisstjömunni Martinu Navratilovu. Hafa menn að vonum velt vöngum yfir því hveiju þetta sæti og raunar ekki staðið á svör- um. Kenningamar em þó ótalmarg- ar og vægast sagt missennilegar. Ein er einfaldlega sú að Don karlinn sé orðinn tennisáhugamað- ur og sé að notfæra sér tenniskunn- áttu Martinu. Onnur er sú að þau eigi í platónsku ástarsambandi, en aðrar kenningar ganga yfirleitt út að holdlegt samneyti hjúanna sé töluvert meira en svo. Hvað hæft er í þessum sögusögn- um skal ósagt látið, en a.m.k. var tekin mynd af Don og Martinu sam- an síðastliðinn laugardag. Var það þegar þau komu saman til þess að horfa á Lipton-tennismótið og og hleður það líkum undir sannleiks- gildi tennisáhugakenningarinnar. Don Johnson fylgir Martinu Navratilovu til sætis. Reuter Hópa, fiima og félagakeppni Innanhússknattspyma verður haldin á vegum knattspyrnudeildar U.B.K. 18.-28. mars í íþróttahúsinu v/Digranes. Þátttökutilkynningar alla virka daga í síma 43699 frá kl. 16.00-18.00 Þátttökugjald er kr. 4.500. OLL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRI 4 RB. BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Full búð af nýjum vörum frá LAURA ASHLEY %istan Vj Laugavegi 99.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.